Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SYSTURNAR Gunnhildur og Þóra
Einarsdætur halda tónleika í Saln-
um í dag kl. 16. Þóra er ein okkar
fremstu söngkvenna, starfar við óp-
eruhúsið í Wiesbaden, en Gunn-
hildur er hörpuleikari, búsett í
Berlín, þar sem hún hefur atvinnu
af hörpuleik.
Efnisskrá þeirra er alfrönsk,
verkin eftir André Caplet, Gabriel
Fauré, Marcel Tournier, Philip
Cannon, Claude Debussy og Mau-
rice Ravel, og segir Þóra frönsku
tónskáldin hafa samið afar vel fyrir
hörpuna og kunnað að nota hana í
verkum sínum. „Flest verkanna eru
samin fyrir hörpu og söngrödd, og
gaman að því hvernig tónskáldin
nýta sér liti og möguleika hörp-
unnar, með söngröddinni. Þetta er
óvenjulegt fyrir söngvarann, því við
erum oftast að syngja með píanó-
leik. Þetta er nýr heimur fyrir mig;
og þótt við Gunnhildur séum syst-
ur, er þetta í fyrsta sinn sem ég
syng með hörpu,“ segir Þóra. „Það
er frábært að upplifa hljómaheim
hörpunnar, – hún getur bæði spilað
svo ofurveikt og alla mögulega liti
sem eru allt öðruvísi en í píanóinu.
Harpan fellur mjög vel að söng-
röddinni.“
Gunnhildur lærði fyrst á píanó,
en um þrettán ára aldurinn langaði
hana að skipta yfir á hörpuna.
„Ég heillaðist ung af þessu hljóð-
færi, og veit eiginlega ekki hvers
vegna. Ég hef mest verið að spila
kammertónlist, – það er margt til,
en það ratar ekki allt inn í tónleika-
salina. Frakkar eiga mikið af
hörputónlist og hljóðfærið er líka
mikið notað í nútímatónlist. Það er
það svið sem ég hef mest fengist
við. Hljóðfærið býður upp á svo
marga möguleika og blandast ein-
staklega vel með öðrum hljóð-
færum. Þess vegna er harpan ein-
mitt svo fín í kammertónlist.“
Gunnhildur er þriðjungur Tríó Art-
is, en með henni þar eru Kristjana
Helgadóttir flautuleikari og Jónína
Auður Hilmarsdóttir víóluleikari.
„Þetta er mjög góð hljóðfæra-
samsetning,“ segir Gunnhildur,
„Debussy samdi einmitt sónötu fyr-
ir hörpu, flautu og víólu, og uppúr
því varð hljóðfærasamsetningin vin-
sæl og fleiri tónskáld fóru að semja
fyrir hana.“
Gunnhildur segir erfitt að segja
til um það hvers vegna harpan
heillaði Frakka öðrum þjóðum
fremur. „Það varð reyndar til mjög
sterk hörpuhefð í Frakklandi á 18.
öld, en það eru ekki til miklar heim-
ildir um hörpuleik í Frakklandi fyr-
ir þann tíma. Þá voru það helst Ítal-
ir sem sömdu hörputónlist. En
harpan á mjög vel við franska tón-
list.“ Þóra nefnir „fljótandi“ eig-
inleika franskrar tónlistar, og að
hljóðheimur hörpunnar hafi passað
henni betur en píanóið, sem var
hljóðfæri þýska ljóðasöngsins á 19.
öld. „Tónlistin sem við erum með á
tónleikunum er næstum öll frá fyrri
hluta 20. aldar, frá impressjónisma
og síðrómantík fram að fyrri heims-
styrjöld. Þá var harpan einmitt að
verða mjög vinsæl. Frakkar vildu
skapa sinn eigin stíl, og harpan og
hörputónlistin voru allt öðruvísi en
þýska tónlistin sem hafði verið svo
vinsæl.“
Gunnhildur segir að á þessum
tíma hafi harpan líka verið að
þróast tæknilega og ná þeirri stærð
og hljómi sem hún hefur í dag. Það
skipti líka máli, að þá varð auðveld-
ara fyrir tónskáldin að semja fyrir
hana.
Vínglasið gerir karlinn góðan
Eitt tónskáldanna á efnisskrá
systranna, Philippe Cannon, sker
sig úr, því hann er uppi í dag.
„Hann er hálfur Frakki og hálfur
Englendingur. Hann semur mjög
skemmtilega fyrir bæði hörpuna og
röddina. Verk hans eru Kvenna-
söngvar, samdir við frönsk miðalda-
ljóð; – afskaplega skemmtilega
texta,“ segir Þóra. „Í einu laganna
syngur kona sem er svo ánægð með
sinn mann og er svo ánægð í sínu
hjónabandi. Hún segir að það eina
sem hún þurfi að gera, sé að gefa
honum eitthvað gott að drekka, þá
sé hann ljúfur og yndislegur og laus
við allt vesen. André Caplet er líka
áhugavert tónskáld, en hefur verið
vanmetinn. Hann er frægur fyrir að
hafa útsett mörg verka Debussys, –
hann var hógvær og ekki jafn-
úthverfur og þekktari tónskáldin.
Debussy nýtti sér hæfileika hans,
en Caplet stendur fullkomlega fyrir
sínu, lögin hans eru yndisleg, hann
samdi vel fyrir hörpuna, og var
mjög gott tónskáld. Hann dó ungur,
fékk gaseitrun í stríðinu, og náði
því aldrei að blómstra.“
Ímynd kvenleikans hefur loðað
við hörpuna, og segir Gunnhildur
að hún hafi orðið til snemma, jafn-
vel á endurreisnartímanum með
myndum af englum með hörpur.
„Þetta er nú samt ekkert síður
karlahljóðfæri, því harpan er þung,
erfitt að ferðast með hana, og
spennan á strengjunum mikil og
erfitt að spila á hana fyrir þá sem
eru ekki sterkir í fingrum og hönd-
um. En ímyndin lifir.“
Systurnar eru hæstánægðar með
samstarfið, og hefur þegar verið
boðið að halda tónleika í Berlín í
vetur. „Þetta hefur komið okkur
báðum skemmtilega á óvart,“ segja
þær, líta sposkar hvor á aðra og
hlæja.
Tónlist | Systurnar Þóra og Gunnhildur Einarsdætur flytja franska tónlist fyrir söngrödd og hörpu
Litir hörpunnar fara
vel við söngröddina
Morgunblaðið/Árni Torfason
Systurnar Þóra Einarsdóttir og Gunnhildur Einarsdóttir flytja franska tónlist fyrir hörpu og söngrödd.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
OKKUR er boðið í sakleysislega
fermingarveislu. Og einsog í öll-
um veislum núorðið á Íslandi,
nema erfidrykkjum, er okkur boð-
ið upp á myndasýningu. Brot úr
dásamlegri og fyndinni æsku og
uppvexti fermingarbarnsins í
faðmi fjölskyldu og vina. Eða
hvað?
Gestirnir sitja á skrifborðs-
stólum á hjólum á sjálfu litla svið-
inu í Borgarleikhúsinu sem gerir
þeim kleift að fylgja eftir mynda-
sýningunni. Myndasögunni sem
ýmist skellur á hvítar hreinar
lengjur, er þekja salinn eða hún
er sögð á bak við þær og þegar
þær eru dregnar frá í skýrt,
teiknuðum römmum, kössum,
uppi og niðri, hér og þar um rým-
ið. Þessi aðferð hæfir vel frásagn-
araðferð höfundar og leikmynd
Ilmar Stefánsdóttur einfaldlega
flott og kemur stöðugt á óvart.
Margt situr eftir í auganu – svo-
sem veggjakrotið og streymandi
marglitir Ikealeikher-
bergisboltarnir sem í einfaldleika
sínum segja allt um yfirgefin
börn í neyslusamfélaginu.
Hugleikur Dagsson gefur skít í
nítjándu öldina, lokaðan öruggan
heim hennar, heilsteypta persónu-
leika sem ná þroska við að ganga
í gegnum ákveðnar raunir í línu-
legri frásögn. Hann stendur hins
vegar föstum fótum í ákveðinni
uppreisnarhefð þeirrar tutt-
ugustu, honum er ekkert heilagt.
Smámyndir hans úr lífi æskunnar
í fagra útrásarvæna íslensk-
ameríska veruleikanum eða amer-
ísk-íslenska raunveruleikasjóinu
eru allt hryllingsmyndir sem
hverfast yfir í brandara. Lífið ein
alls herjar æsifréttablaðs-frásögn:
Þarsem gildislausar klisjumann-
eskjur drekka, dópa, ríða, sparka í
þá sem eru minnimáttar, nauðga
og fremja morð. Og allt er það svo
afskaplega fyndið og skemmtilegt.
Eða hvað?
Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfs-
dóttir leikstýra útskriftarárgangi
leiklistardeildar og eiga mikið
hrós skilið því þeim tekst það sem
hefur verið alltof sjaldgæft í sögu
Nemendaleikhússins að láta bæði
nýtt íslenskt leikverk og alla leik-
arana ungu njóta sín – gera þá
minnisstæða, draga fram hæfileika
þeirra í farsakenndri stílfærslu.
Helst að hægt sé að kvarta yfir
því að einstaka senur séu dregnar
of á langinn einsog söngvarnir í
„reunion“, rappið og lyftusenur,
sem vinnur gegn hraða myndasög-
unnar og brandaranum. Og
kannski vinnur æskan sjálf, gleði
hennar og kraftur að einhverju
leyti gegn hryllingi verksins og
ádeilu? Eða styrkir hún enn frek-
ar þá áleitnu spurningu hvort ekk-
ert komi okkur lengur á óvart, við
látum okkur ekki bregða við neitt,
við ráfum bara um, ein okkar liðs,
einsog dapra kúgaða konan henn-
ar Magneu Bjarkar Valdemars-
dóttur mitt í öllum gleðilátunum
og finnum hvergi neitt hald í fá-
ránleikanum öllum? Ég veit það
satt að segja ekki. En ég veit að
það er mikill fengur að Hugleikur
Dagsson hefur gengið til liðs við
íslenskt leikhús. Ég veit líka að ég
hlakka til að sjá næstu sýningu
þessara framsæknu nemenda.
Amerísk-
íslenskt raun-
veruleikasjó
LEIKLIST
Nemendaleikhús í samvinnu við
CommonNonsense
Eftir Hugleik Dagsson. Leikstjóri Stefán
Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir. Leikmynd:
Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing og video: Egill
Ingibergsson.Búningar: Rannveig Krist-
jánsdóttir, Elsa María Blöndal og Ilmur
Stefánsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Dav-
íð Þór Jónsson. Leikarar úr Nemendaleik-
húsi: Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhanns-
dóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir,
Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk
Valdemarsdóttir, Stefán Hallur Stef-
ánsson, Sveinn Ólafur Gunnarson og
Víðir Guðmundsson. Aðrir leikarar: Að-
alheiður Halldórsdóttir og Valur Freyr Ein-
arsson. Litla sviðið, Borgarleikhús,
fimmtudag 29. sept, kl. 20.
Forðist okkur
„Það er mikill fengur að Hugleikur hefur gengið til liðs við leikhúsið.“
María Kristjánsdóttir
Í VÍDALÍNSKIRKJU í Garðabæ
verða í kvöld tónleikar Páls Jóhann-
essonar tenórs. Páll hefur verið bú-
settur í Stokkhólmi í 16 ár þar sem
hann hefur sungið
við Konunglegu
óperuna.
„Ég hef ekki
verið með tón-
leika hér á landi í
fjögur ár að ég
held,“ segir Páll
frá spurður um
tilefni tón-
leikanna og bætir
við glettinn: „Það
var því kominn
tími á að láta heyra í sér. Maður verð-
ur náttúrulega að láta á sér bera svo
fólk haldi ekki að maður sé dauður og
grafinn.“
Á dagskránni verða lög eftir inn-
lend tónskáld á borð við Sigfús Hall-
dórsson, Eyþór Stefánsson og Sig-
valda Kaldalóns, og erlend á borð við
Puccini, Donizetti og Lehar auk þess
að heyrast norðlægir tónar úr smiðju
Griegs og Nordquist. „Ég mun
syngja lög sem allir þekkja – ekki
fara í neitt þungt. Verkin eru valin
vegna þess að þau eru skemmtileg,“
segir Páll um hvað ræður efni tón-
leikanna. Meðleikari hans er Ólafur
Vignir Albertsson.
Páll hóf söngnám hjá Sigurði Dem-
etz árið 1973 og síðar í Söngskólan-
um hjá Magnúsi Jónssyni. Leiðin lá
til Ítalíu árið 1981 þar sem hann
stundaði söngnám til 1986. Hann
fékkst við söngkennslu hér á landi í
þrjú ár en fluttist þá til Svíþjóðar þar
sem hann hefur búið síðan.
Páll minn-
ir á sig
Páll Jóhannesson
tenór.