Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 67 MENNING FYRSTI stormur haustsins aftraði greinilega fáum frá gulu tónleikum SÍ á fimmtudag eftir húsfyllinum að dæma. Þarf víst engum getum að því að leiða, að Beethoven hafi vegið þyngst á metum. Fáir gamlir meist- arar hafa meira aðdráttarafl, og Ör- lagasinfónían er þar á ofan eitt kunnasta hljómsveitarverk allra tíma. Tónverk Þorsteins Haukssonar (f. 1949) munu oftar leikin erlendis en hér heima, ekki sízt í Japan. „Klukk- ur jarðar“ [14’] tengdust enda landi hinnar rísandi sólar með því að byggja á tölvuunnum hljóðum frá 1994 úr risavöxnu klukkuspili við Tókýóháskóla með sama nafni. Verkið var frumflutt hér 1998 og hefur verið tilnefnt til Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs. Það skiptist í ABA stórform og var ágengast í útþáttum. Upphafið leiddi hugann að því hvort hljómsveit- arinngangur Sköpunaróratóríu Ha- ydns hefði getað hljómað eitthvað þessu líkt, hefði hún verið samin í dag með nútíma jarðfræðiþekkingu að bakhjarli, því hvass rithátturinn með rothöggvandi bumbuslagverki og kraumandi hljómklösum hefði ágætlega lýst dramatískum fæðing- arhríðum geimskips okkar mann- kyns með tilheyrandi stórgosum og loftsteinaárekstrum. Miðjuhlutinn myndaði dulúðugan andstæðuflöt líkt og úr þokusveipuðum álfheimi við ljúflingsbjöllukling að handan, og var allt hið bezta flutt undir skýrri stjórn Anne Manson. Dulúðin var ekki síður áberandi í litríkum Flautukonsert Finnans Ka- levis Aho, jafnaldra Þorsteins, sömdum 2002. Þrátt fyrir drjúga lengd (32 mín.) hélt verkið góðri at- hygli enda andstæðuríkt, frábær- lega orkestrað og að auki statt á spennandi útjaðri dúr/moll tœnis þar sem hlustunarsálræna svigrúmið reynist ósjaldan rúmast og allt getur gerzt. Ef rétt er í rámað mun Aho jafn- framt höfundur kassastykkisóper- unnar „Skordýrin“, og vonandi ekki eingöngu vegna hugmyndatengsla þaðan ef stundum virtist hljóðgerast örmynd af iðandi smáverulífi fyrir þjála hljómsveitarbeitingu tón- skáldsins. Annars var tónheimur Ahos oft furðumelódískur – eft- irminnilegast í einmanalegum sakn- aðarsöng altflautunnar um miðbikið – og íðilfagur C- og G-flautublástur Sharonar Bezaly þurfti ekki á vold- ugri valkyrjumekt að halda til að snerta hjörtu hlustenda. Til þess var lýtalaus lipurðin og dúnmjúk ein- lægnin meira en nóg, og birtust þau sömuleiðis í aukalagi hennar, Syrinx eftir Debussy, er skildi salinn eftir í ljúfsárum öngum sem hryggbrotinn Pan. 5. sinfónía Beethovens er það fræg og mögnuð tónsmíð að hún hef- ur þurft að standa undir hvers konar meðferð. Þ. á m. laufléttu háði amer- íska tónmenntatrúðsins P.D.Q. Bachs í formi uppgerðrar útvarps- lýsingar tveggja íþróttafréttamanna á ruðningsleik. Hér var því komin mælistika á leik og stjórnun sem sagði sex. En því miður brást mönnum held- ur betur bogalistin. Ekki aðeins í því hvað túlkunin bætti litlu við fyrri reynslu manns af meistaraverkinu, heldur einnig hvað flutningurinn var hrikalega ósamtaka. Það var ekki fyrr en eftir margítrekaða end- urkomu örlagafrumsins að tókst að ná jafneinföldum hryn og þrem stuttum og einni langri sæmilega snyrtilega saman. Alkunnur ótti hópspilara við upp- takt eftir áherzluþögn kraftbirtist þannig í sinni slöppustu mynd, og fleira hrynkyns úr handraða þessa rytmískasta tónskálds Vín- arklassíkur fór stundum það mikið í klessu, að aðeins alræmd sviðsheyrð Háskólabíós gat veitt smá afsök- unarvott. Flutningstíminn, 33 mín., var í sjálfu sér klassískur, en hraðavölin verkuðu samt undarlega ofkeyrð og útflött, þar sem auk nákvæmninnar vantaði ýmist dýpt eða sveifluþunga. Þótt víða heyrðist fallegur tréblást- ur, ásamt vel samstilltum leik í eink- um dýpri strengjum, olli heildin mér því sárum vonbrigðum. En það var greinilega þvert á skoðun meirihlutans – ef marka má funheitar undirtektirnar að leiks- lokum. Fyrir hverju var klappað? TÓNLIST Háskólabíó Þorsteinn Hauksson: Bells of Earth. Aho: Flautukonsert. Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c Op. 67. Sharon Bezaly flautur; Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Anne Manson. Fimmtudaginn 29. september kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Þorsteinn Hauksson: „...og var allt hið bezta flutt undir skýrri stjórn Anne Manson.“ Ríkarður Ö. Pálsson VINJETTUDAGURINN er í dag haldinn í fyrsta skipti. Í bókabúðinni Iðu við Lækjargötu verða lesnar vinjettur á hálftíma fresti frá 13 til 17. Lesa þar meðal annars borg- arstjóri Reykjavíkur, Steinunn Val- dís Óskarsdóttir og Egill Ólafsson söngvari auk margra annarra. Milli lestra verð- ur síðan m.a. brugðið á leik með harmonikku, vínkynningu og konditorkynn- ingu. Ármann Reyn- isson á heiðurinn að uppákomunni: „Vinjetta er ör- stutt myndræn frásögn, mynd sem brugðið er upp af atburði – nokkurs- konar söguljóð. Þessar frásagnir eru aldrei lengri en ein blaðsíða en ef vel tekst til getur höfundur opnað huga lesandans að heilli skáldsögu.“ Sjálfur sendi Ármann nýlega frá sér sína fimmtu vinjettubók, og voru það viðbrögð lesendanna sem köll- uðu á Vinjettudaginn: „Fjölmargir hafa sagt mér hvað þeim þyki vinj- etturnar óvenju skemmtilegar til upplesturs. Mér datt í hug að þróa þetta áfram og þannig örva íslensku upplestrarhefðina. Þetta er jú í raun og veru bara framhald af gamalli menningararfleið sem datt niður á tímabili en virðist nú vera að öðlast vinsældir á ný.“ Vinjettuhá- tíð í Iðu Ármann Reynisson KOMIN er út hjá Námstækni ehf. kennslubókin Tölvulæsi - Kynn- ingarefni I. Í bókinn er fjallað um vinnu við tölvur almennt og þá farið yfir ým- is hagnýt atriði og æfingar í notkun forritana Word, Po- wer Point og Front Page. Miðast verk- efnin í bókinni við að æfa og undirbúa notendur í gerð kynningarefnis. Gert er ráð fyrir að notendur bók- arinnar hafi einhverja reynslu af tölvu- notkun og því ekki farið í öll grunn- atriði tölvunotkunar heldur lögð áhersla á þau atriði sem mestu máli skipta þegar gera skal kynningarefni hverskonar. Er heftið ætlað hvort heldur er til kennslu eða þeim sem nota vilja það á eigin spýtur. Höfundur bókarinnar er Jóna Björg Sætran M.ed. Er bókin 72 bls að lengd og kostar 3.200 kr. Notkun tölva ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.