Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 49
hefst 9. október. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Rannveig, Hjördís, Jóhann og Birgir taka á móti ykkur. 5 ára börnum sérstak- lega boðið, allir velkomnir, á öllum aldri. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Álftaneskórinn leiðir almennan safn- aðarsöng undir stjórn organistans, Bjarts Loga Guðnasonar. Sr. Birgir Ásgeirsson og Gréta Konráðsdóttir, djákni, þjóna. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnastarfið hefst nk. sunnudag kl. 11. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskólinn verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju og verður börnum ekið frá Safnaðarheimil Njarðvíkurkirkju kl.10.45. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudag kl.11. Kór kirkj- unnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurð- ardóttir. Sunnudagaskóli kl.11 í umsjá Ástríðar Helgu, Natalíu Chow, Kristjönu Gísladóttur, Arnars Inga Tryggvasonar og sóknarprests. Fyrsta skiptið á þessum vetri og verður nýtt efni kynnt. Bækur og plast- pokar afhent þeim börnum og foreldrum sem ætla að vera með í vetur. Kirkjutrúð- urinn mætir í fyrsta skiptið. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Laufey Gísladóttir, umsjónarmaður sunnudagaskólans, Arnhildur H. Arnbjörns- dóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir, Sara Val- bergsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14 árd. Prest- ur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Há- kon Leifsson. Meðhjálpari Leifur Ísaksson. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar eftir messu. BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Umsjónarmenn eru Eva Rós Björgvinsdóttir og Gunnar Ringsted. Messa kl 14 – Altarisganga. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta verð- ur fyrir allt prestakallið sunnudaginn 2. okt. kl. 14. Fermingarbörnin verða kynnt fyrir söfnuðinum. Mætum öll og bjóðum þau vel- komin í kirkjuna. Heimili - vettvangur trú- aruppeldis. Kaffi á prestssetrinu á eftir. Sóknarprestur. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.DALVÍKURKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðþjónusta kl. 11. Lionskonur sjá um léttan hádegisverð eftir messuna. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu á sama tíma. GLERÁRKIRKJA: Barnastarf og messa sunnudag kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja. Organisti Hjörtur Steinbergss. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Samkoma kl. 17. Dagur Heimilasambandsins. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund sunnudag 2. okt. kl. 21. Grenilundur : Guðsþjónusta sunnudaginn 2. okt. kl. 16. Grenivíkurkirkja : Guðsþjón- usta sunnudaginn 2. okt. kl. 14. Kyrrð- arstund mánudaginn 3. okt. kl. 20. PRESTSBAKKAKIRKJA á Síðu: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14:00. Prestur er séra Haraldur M. Kristjánsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista. Væntanleg fermingarbörn, for- eldrar þeirra eða forráðamenn sérstaklega hvött til að mæta. Helgistund verður á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkju- bæjarklaustri, sama dag, kl. 15:00. VÍKURKIRKJA í Mýrdal. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Organisti er Kristín Waage. Kór Víkurkirkju leiðir söng. Vænt- anleg fermingarbörn og foreldrar sér- staklega hvött til að mæta. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Kirkjuskóli barnanna byrjar á laugardaginn, 1. október kl. 11 fyrir hádegi í Safnaðarheimili Odda- sóknar að Dynskálum 8 á Hellu, og verður þar vikulega á sama tíma í vetur. Verið með frá byrjun. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermingarbörn eru boðuð til að taka á móti Biblíum frá kirkjunni. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA: Messa nk. sunnu- dag kl. 13.30. Kristinn Á Friðfinsson. STRANDARKIRKJA: Veiðimannamessa nk. sunnudag kl. 16. Allir velkomnir. Prestur sr. Kristinn Á Friðfinnsson. SÓLHEIMAKIRKJA: Messa nk. sunnudags- kvöld kl. 20. Prestur sr. Kristinn Á. Frið- finnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til þess að koma. Barnastundin hefst í Safnaðarheimili kl. 11.15. Léttur hádeg- isverður eftir athöfnina. Morguntíð þriðju- daga til föstudaga kl. 10. Fyrirbæn og tekið á móti bænarefnum. Kaffisopi á eftir. Kirkjuskóli þriðjudaginn 4. okt. í Fé- lagsmiðstöðinni, Tryggvagötu 23, kl. 14. Miðvikudaginn 5. okt. er pabba- og mömmu morgunn kl. 11. Opið hús, spjall og hress- ing. Sama dag, 5. okt., kynning á 12 spora starfinu í Selfosskirkju í safnaðarheimilinu kl. 20. Og aftur kynning á sama stað mið- vikudaginn 12. okt. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþj. kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Foreldramorgnar eru á þriðjudagsmorgnum kl. 10-11.30 í Safn- aðarheimilinu. Upplýsingar um kirkjustarf á heimasíðu Hveragerðisprestakalls: http:// notendur.mi.is/hvgpkall/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 49 KIRKJUSTARF Fræðsla og messur í Hallgrímskirkju FRÆÐSLUMORGNAR fyrir messu á sunnudögum hefjast 2. október kl. 10. Fyrirlesari: Dr. Vilhjálmur Árnason heimspekingur ræðir efnið Uppeldi og frelsi í neyslusamfélagi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson og hópur úr Mótettukórnum syngur. Ferming- arbörn aðstoða við messuna og Magnea Sverrisdóttir djákni stýrir barnastarfinu. Kl. 18 verður sam- verustund fyrir fermingarbörnin í safnaðarsal kirkjunnar. Kvöldmessa verður kl. 20 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngur einsöng við undirleik Björns Stein- ars Sólbergssonar, organista. Kvöldmessur eru með einföldu formi, stuttri hugvekju, heilagri kvöldmáltíð og bænastund. Bæna- ljós verða tendruð og þátttakendum gefst kostur á að skrifa bænir á bænaseðla. Dr. Vilhjálmur Árna- son á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 2. október kl. 10 verður fyrsti fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju á þessu hausti. Þar mun dr. Vilhjálmur Árnason flytja erindi sitt: Uppeldi og frelsi í neyslu- samfélagi. Líta má á þetta erindi sem hluta af viðleitni Hallgrímskirkju til að taka þátt í átakinu Verndum bernskuna, enda sækir neyslu- samfélagið margvíslega að börnum og unglingum og gerir uppalendum erfitt fyrir. Í dag, laugardag, kl. 11 til 15 er dagskrá í Hallgrímskirkju og er yf- irskrift hennar: Fjölskyldan í fyr- irrúmi, barnanna vegna. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 1: Er kom- inn tími á fjölskylduna? Elínborg Bárðardóttir læknir. Kl. 12: Léttur málsverður. Kl. 13: Tíðarandi og til- finningatengsl. Dr. Sigrún Júl- íusdóttir prófessor. Kl. 14: Ræðum saman: Uppeldisaðferðir foreldra og velferð barna og unglinga. Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor. Hægt er að sækja einstaka fyr- irlestra. Allir eru velkomnir og er þátttaka ókeypis. Börn eru velkomin og verð- ur haft ofan af fyrir þeim meðan á fyrirlestrunum stendur. Barnastarf og krafta- verk í Fríkirkjunni í Reykjavík BARNAGUÐSÞJÓNUSTA á sunnu- dag kl. 14. Stundin byggist á helgi- sögum, lífsgildaumræðum, leik- ritum og söngvum. Biblíumyndir, þessar gömlu góðu, eru ávallt með í farteskinu og fær hvert barn slíka mynd í lok stundar. Andabrauðið er á sínum stað eftir kirkjusamveruna. Kvöldmessa er í kirkjunni kl. 20. Umræðuefni hennar eru krafta- verk. Altarisganga. Ása Björk Ólafsdóttir sér um stundirnar. Feminískir Biblíulestrar Á ÞESSUM haustdögum annast guðfræðinemarnir Ingibjörg María Gísladóttir og Arndís Bernhar- dsdóttir Linn mjög áhugaverða trú- fræðslu á mannræktarkvöldum Laugarneskirkju. Mannræktarkvöldin hefjast kl. 20 á kvöldsöng í kirkjunni og halda svo áfram með ýmsum tilboðum í safn- aðarheimilinu kl. 20.30. Trú- fræðslan fer fram í sjálfu kirkju- skipinu og geta þátttakendur hvort heldur komið í kvöldsönginn á und- an eða komið beint í trúfræðsluna. Framsetning efnisins er í fyr- irlestraformi en á eftir gefst þátt- takendum kostur á að spyrja spurn- inga og ræða efnið. Fyrirlestrarnir eru tvískiptir og byrjað er á að fara yfir hefðbundnar kristnar kenn- ingar sem guðfræðingar hafa sett fram í gegnum aldirnar. Í síðari hlutanum er sjónum beint að kenn- ingum femínískra guðfræðinga sem hafa verið að hasla sér völl á síðustu áratugum. Vitnað er í íslenska og erlenda fræðimenn. Nú eru fimm kvöld eftir af fyr- irlestraröðinni og hafa þeir fjórir sem þegar eru fluttir verið mjög áhugaverðir og umræður góðar. Er full ástæða til að hvetja enn fleiri til að nýta sér þetta góða tilboð og kynnast róttækri guðfræði sem byggð er á heiðarlegri nálgun og lif- andi trú. Ekki þarf að skrá sig til þátttöku, heldur er öllum frjálst að koma og fara að vild. Bæklingar með nánari upplýsingum liggja frammi í safn- aðarheimilinu. Tólf sporin – andlegt ferðalag í Óháða söfnuðinum Í VETUR verður boðið upp á tólf spora hópastarf í kirkju Óháða safn- aðarins. Fundir verða á fimmtudög- um kl. 19–21. Fyrsti fundurinn verð- ur 6. október. Starfið fer fram í litlum hópum, svokölluðum fjöl- skylduhópum, og starfa kynin hvort fyrir sig. Fyrstu 4 fundirnir eru öll- um opnir en frá og með fjórða fundi, sem áætlaður er 27. október, verður hópunum lokað. Í fjölskylduhóp- unum deilir fólk reynslu sinni, styrk og von hvert með öðru og myndar þannig vináttu- og trúnaðartengsl. Unnið er eftir vinnubókinni Tólf sporin – andlegt ferðalag en hún fæst í Kirkjuhúsinu og í stærri bóka- verslunum. Einnig er hún seld í kirkjunni á fyrstu fundunum. Hvert spor er vandlega unnið á tveimur vikum og þarf að vinna heimavinnu sem felst í því að svara skriflega þeim spurningum sem í bókinni eru. Tólf spora vinnan er gagnleg öll- um sem í einlægni vilja vinna með sínar eigin tilfinningar að bættri líð- an og meiri lífsfyllingu og leita skjóls í kristna trú. Þátttaka er ókeypis og í boði kirkjunnar að öðru leyti en því að kaupa þarf verk- efnabókina, eins og að framan greinir, og leggja lítilsháttar í kaffi- sjóð vikulega. Nánari upplýsingar sjá heimasíðu Vina í bata, viniribata.is Fermingarstörfin í Selfosskirkju hafin FYRSTI spurningatími vetrarins var þriðjudaginn 27. september sl. Þá gengu börn í 8. bekk GBG til spurninga. Sama dag kl. 14.30; 8. bekkur SIÞ. Á miðvikudag 28. sept- ember kom 8. bekkur BA kl. 14.15 og 8. bekkur SÞ kl. 15.15. Er stefnt að því að tímarnir verði með þessu sama móti fram til vors. Fyrirhugaðar eru fermingar, sem hér segir: Pálmasunnudag 9. apríl, skírdag 13. apríl, annan í páskum 17. apríl, fyrsta sunnudag eftir páska, 23. apríl, annan sunnudag eftir páska, 30. apríl og þriðja sunnudag eftir páska, 7. maí. Þess er vænst, að fermingarbörn og foreldrar þeirra sæki messur í Selfosskirkju á sunnudögum kl. 11 eftir því sem við verður komið. Eig- um saman hátíðlega stund og þiggj- um léttan hádegisverð í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. Fyrsta messan, með þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra, verður sunnudaginn 5. október næstkomandi kl. 11. Sr. Gunnar Björnsson. Léttmessa Árbæjarkirkju FYRSTA léttmessa vetrarins í Ár- bæjarkirkju verður sunnudaginn 2. október kl. 20. Þetta er áttundi veturinn sem boðið er upp á kvöldmessur fyrsta sunnudag hvers mánaðar í Árbæj- arkirkju. Við höfum kosið að kalla þær léttmessur þar sem haft er að leiðarljósi að eiga kyrrláta og góða stund í kirkjunni. Þar sem guðsorð er haft um hönd og tónlist sem höfð- ar til allra aldurshópa. Þessar mess- ur hafa verið vel sóttar og er það ánægjulegt. Fengnir eru listamenn úr dægur og klassíska tónlistargeir- anum. Þessa fyrstu léttmessu vetrarins heiðra okkur listafólkið Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendroth hörpuleikari. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Sókn- arnefndarfólk les ritningargreinar. Almenn kirkjubæn flytur fólk úr hinum ýmsu starfi kirkjunnar. Á eftir er kaffihlaðborð sem fé- lagar úr gospelkór kirkjunnar selja á 500 krónur. Afrakstur sölunnar fer í ferðasjóð kórsins. Vanræktu ekki andlegu hliðina. Láttu sjá þig í léttmessu á sunnudaginn. Bænabandið ÞJÁLFUN í lífslöngun og í því að lifa í návist Guðs. Námskeið í notkun bænabandsins hefst þriðjudaginn 4. október kl. 20 í Grensáskirkju á vegum Leikmanna- skóla kirkjunnar. Kennari á nám- skeiðinu er sr. Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Á námskeiðinu er stuðst við bókina Bænabandið sem Karl Sigurbjörns- son biskup hefur þýtt og staðfært. Bænabandið er talnaband, sem sænski biskupinn Martin Lönnebo kom fram með fyrir nokkrum árum, ný gerð talnabands. Hann nefndi það „Frälsarkransen“ – krans, eða sveig frelsarans. Bænabandið er byggt upp af átján perlum í ýmsum litum og gerðum. Hver og ein hefur sitt heiti og merkingu. Þarna er Guðsperlan, gyllt að lit; ílangar og brúnar þagnarperlur, „perlan þín“ úr perlumóður, skírnarperlan, reynsluperlan, æðruleysisperlan, kærleiksperlan, fórnarperlan, perl- ur leyndarmálanna, svarta næt- urperlan fyrir allt það dimma og þungbæra og upprisuperlan. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmanna- skólans, www.kirkjan.is/leik- mannaskoli. Kennt er í þrjú skipti, tvo tíma í senn. Bænabandið sjálft er innifalið í námskeiðsverðinu en bók- in um það er til sölu í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 Haustfundur Safnaðarfélags Grafarvogskirkju SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogs- kirkju heldur haustfund sinn í safn- aðarsal kirkjunnar mánudaginn 3. október nk. kl. 20. Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöf- undur og blaðamaður, sem dvalið hefur langdvölum í Mið-Aust- urlöndum segir frá lífi kvenna þar. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Mætum vel og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Námskeið í Grafarvogskirkju ÞRIÐJUDAGINN 4. október kl. 20 hefst námskeiðið „Að búa einn/ein“. Námskeiðið er ætlað þeim sem gengið hafa í gegnum skilnað ný- lega og er markmið þess að koma til móts við þá einstaklinga, gefa þeim vettvang og tækifæri til að vinna úr erfiðum tilfinningum sem upp koma við skilnað. Námskeiðið stendur yfir í átta vikur. Í upphafi er fyrirlestur um skiln- aðarferlið og afleiðingar skilnaðar á tilfinningar, félagslega stöðu þeirra sem skilja og síðast en ekki síst nauðsyn þess að endurmeta og byggja upp líf sitt og tilfinningar að nýju. Við lítum svo á að námskeiðið sé leið sálgæslu fyrir þennan hóp fólks, því ljóst er að skilnaður hefur afleiðingar sem geta sett mark sitt á sálir þeirra sem ganga í gegnum þá sáru reynslu. Námskeiðið kostar kr. 6.500. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, Grafarvogskirkju. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.