Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 37 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 18 daga á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 2. desember frá kr. 49.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið: Flug, gisting í 18 nætur og skattar. Síðustu sætin - 18 dagar Þeir eru ófáir sem hafa þaðáhugamál að slá hvítanbolta á grænum grasfleti.Þrátt fyrir að golfvertíð- inni sé að ljúka hérlendis eru golf- áhugamenn aldeilis ekki hættir að spila því ferðaskrifstofur hafa bókað fjölda manns í golfferðir til heitari landa nú í haust. Ferðaskrifstofurnar bjóða flestar upp á golfferðir til Spánar og er svipað fyrirkomulag hjá þeim á flestum ferðunum. Hjá Heims- ferðum er boðið upp á eina skipu- lagða golfferð til Portúgals. Rúm- lega þrjátíu manns fara í þá ferð og er hluti af þeim hópi að fara í golf- kennslu en fararstjórarnir eru báðir golfkennarar. „Við höfum ekki boðið upp á golfferðir áður og förum okk- ur því hægt af stað. Það seldist fljótt upp í ferðina,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heims- ferða. Hann segir golfferðahópinn vera blandaðan en aldursdreifingin sé á bilinu þrjátíu og fimm ára til sjötugs. Eins og aðrir segir hann ásóknina vera meiri eftir því sem golfið verður vinsælla hér á landi. Sumarferðir bjóða upp á golf- ferðir að sögn Þorsteins Guðmunds- sonar þar á bæ. „ Þetta er þriðja ár- ið sem við bjóðum upp á golfferðir og það er allt uppselt núna.“ Hjá Sumarferðum fara um fjögur hundruð golfarar út núna í haust. „Ásóknin hefur vaxið með því sem við höfum getað boðið upp á, það hefur alltaf selst upp hjá okkur,“ segir Þorsteinn og bætir við að vax- andi áhugi á golfi hjá landanum sé samfara vaxandi ásókn og eft- irspurn í golfferðir til útlanda. Sum- arferðir bjóða upp á fjóra golfvelli á Spáni í haust. Þemaferðir vinsælar Þorsteinn segir fólk á öllum aldri fara í ferðirnar; „Golftíminn er að klárast hérna í september og þetta er bara hinn hefðbundni golf- áhugamaður sem er að fara út. Fólk er ekki að taka börnin sín með í ferðina en við sjáum unglinga, sem eru byrjaðir að spila golf, fara með foreldrum sínum. Fólk er farið að leita í svona þemaferðir þ.e að fara í golf-, göngu-, hjólreiða- eða skíða- ferðir. Margir eru farnir að stytta sumarfríið til að eiga vikur á hausti, vetri eða vori til að eyða í þema- ferð.“ Signhöld Borgþórsdóttir hjá golf- deild Úrval-Útsýn segir yfir fimm hundruð manns vera bókaða hjá þeim í golfferðir nú í haust. Aðal- áfangastaðurinn hjá þeim er Spánn, sérstaklega á haustin, en þau bjóða líka upp á ferðir til Portúgals, Tyrk- lands, Taílands og Malasíu. „Við byrjuðum haustið 1993 með golf- ferðir og höfum við aukið sætafjöld- ann í þær á hverju ári síðan þá. Það er fólk á öllum aldri að fara í ferð- irnar, frá unglingum með foreldrum sínum og svo almennt frá tvítugu og uppúr. Aldurssamsetningin breytist svo í dýrustu og lengstu ferðunum en það er aðallega eldra fólkið sem fer í þær,“ segir Signhöld. Hún seg- ir vikuferðirnar vinsælastar og yngra fólkið sæki aðallega í þær. „Það virðist vera að golfararnir séu heima á sumrin að spila en fari svo til útlanda á vorin og haustin til að spila meira.“ Íslendingar flykkjast til útlanda að spila golf Reuters Það er að verða uppselt í flestar golfferðir sem standa til boða hjá ferðaskrifstofunum nú í haust.  GOLF ingveldur@mbl.is Íslensk náttúra er það sem fyrstog fremst dregur erlendaferðamenn hingað til lands, efmarka má vetrarkönnun Ferðamálaráðs sem gerð var frá miðjum september á síðasta ári og fram til loka maímánaðar þessa árs. Vinir og ættingjar eru næstir í röð- inni fyrir ástæðu þess að gestir komu hingað til lands á könnunartíma- bilinu, en viðskiptatengsl, netið og ferðabæklingar reka lestina í því sem dró fólk hingað upp á skerið. Aftur á móti er netið langöflugasti upplýs- ingamiðill erlendra ferðamanna þeg- ar kemur að því að forvitnast um Ís- land, því rúmur helmingur sagðist nota það til upplýsingaöflunar um landið. Fimmtungur þeirra sem þátt tóku í könnuninni sagðist hafa komið hingað áður. Fleiri gistu á þessum tíma utan höfuðborgarinnar en áður og var aukningin mest á Suðurlandi. Nýting á afþreyingu var mest í nátt- úruskoðun og gáfu erlendir ferða- menn þjónustu þeirri sem þeir þáðu á ferð sinni hér á landi hærri einkunn en áður og á það við um gistingu, mat og upplýsingagjöf. Könnunin fór fram í Leifsstöð þar sem um 180 þúsund ferðamenn fóru um á tímabilinu. Vetrargestir á Ís- landi reyndust flestir vera Norður- landabúar en fast á hæla komu Bret- ar og íbúar frá Norður-Ameríku en fæstir voru Þjóðverjar og Frakkar. Karlar voru heldur fleiri en konur í þeim hópi sem heimsótti Ísland á þessum mánuðum og hlutfall tekju- hárra gesta fer vaxandi sem hlýtur að vera fagnaðarefni, því þeir sem hafa meira fé á milli handa eyða vænt- anlega meira en hinir féminni. Náttúran kallar  ÍSLAND www.ferdamalarad.is Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.