Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 51 MINNINGAR um þín meira en orð fá lýst. Það verður yndislegt að hitta þig aftur. Við viljum kveðja þig með söng indíánanna: Slóðina sem liggur til regnbogans þræði ég. Ég þræði söngvaslóð og allt umhverfis mig mun ég sjá fegurð. Ef dimmir skuggar safnast að mér mun ég ætíð geta komist undan þeim eftir slóðinni sem liggur til regnbogans. Ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Aðalheiður Geirsdóttir og fjölskylda. „Nei ertu komin í sveitina, elskan mín?“ Með þessum orðum og út- breiddan faðminn heilsaði Dísa frænka mín mér á hverju sumri þeg- ar ég kom í sveitina að Heydalsá í Strandasýslu. Minningarnar eru margar frá æskuárunum hjá Dísu í sveitinni. Þar lærði ég að vinna alla venjulega sveitavinnu sem tíðkaðist í þá daga, skilja mjólkina, strokka smjör og mjólka kýrnar þó mikilli leikni næði ég aldrei í því og var það mitt verk frekar að sækja kýrnar og reka þær í hagann ásamt Guðbrandi syni hennar. En umfram allt kenndi hún mér að vinna öll verk af samviskusemi og að betur væri ógert látið en illa unnið. En sú minning sem er sterkust frá þessum sólskinssumrum æsku minn- ar er þegar Dísa kom syngjandi há- stöfum með hrífuna í annarri hend- inni á göngu niður túnið, og mikið var okkur Brandi þá létt, því nú myndi flekkurinn klárast miklu fyrr en ella. Rautt krullað hárið þyrlaðist í golunni og glampaði á það í sólinni þannig að það sást langar leiðir. Seinna flutti Dísa að Reyðará í Lóni og bjó þar af miklum myndar- skap með manni sínum Þorsteini Geirssyni og tveim sonum þeirra þeim Geir og Gunnari Braga. Það sem einkenndi Dísu var hve kát og glaðvær hún var, skapgóð, hjartahlý og hjálpsöm. Hún var af- skaplega sterk kona og skipti fjöl- skyldan hana öllu máli, og þá sér- staklega barnabörnin, en einnig stórfjölskyldan öll, systkini hennar og þeirra börn. Synir mínir þrír voru svo lánsamir að fá að vera í sveit hjá Dísu og Þorsteini á Reyðará og nutu þeir þar umhyggju hennar og elsku. Þar lærðu þeir að vinna hjá þeim hjónum og skila sínum verkum af sömu samviskusemi og ég lærði á sínum tíma. Erum við hjónin þeim óendanlega þakklát fyrir að taka þá til sveita- dvalar og ég veit að þeir búa að því alla tíð eins og þau mörgu börn sem dvöldu á Reyðará í Lóni og einnig á Heydalsá á Ströndum. Fyrir mér og mörgum öðrum var Dísa alltaf nefnd Dísa á Heydalsá, en þau eru líka mörg sem minnast hennar sem Dísu á Reyðará þar sem hún bjó í u.þ.b. 40 ár. Síðustu árin bjuggu þau Þorsteinn á Höfn og þar undi Dísa hag sínum vel, og einnig í sumarbústað sínum sem þau reistu í landi Reyðarár. Þar hélt Dísa áfram að rækta landið og gróðursetja tré og blóm. Eftir því sem árin liðu var eins og aldursbilið milli okkar minnkaði og samband okkar breyttist frá því að vera móðursystir mín sem ég leit upp til sem barn í það að verða bestu vinkonur. Síðastliðna þrjá mánuði hefur Dísa dvalið hjá okkur Sigga í Reykjavík þegar hún kom suður í læknis- og rannsóknarheimsóknir á Landspítalann. Þessar síðustu heimsóknir Dísu til okkar hafa verið mjög lærdómsríkar. Þarna sáum við sterka konu og æðrulausa sem var mjög sátt við lífið og óhrædd við það ókomna, en hún vissi að hverju stefndi og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að létta sínum nánustu þessa erfiðu tíma. Ég kveð elsku frænku mína með sorg í hjarta, en jafnframt þakklát fyrir að hafa átt svona stórbrotna konu að frænku og besta vini. Inni- legar samúðarkveðjur til Þorsteins eiginmanns hennar, sona, tengda- dóttur og barnabarna frá okkur fjöl- skyldunni. Einnig senda systur mín- ar sem búa í Kanada, þær Ingibjörg Sara og Rún, sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnheiður Torfadóttir. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Á þennan hátt veltir heimsmaður- inn Einar Benediktsson fyrir sér lífs- gátunni. Flest erum við hrædd við dauðann og finnst hann fjarlægur og viljum helst ekkert um hann hugsa. En stundum erum við óþyrmilega minnt á fallvaltleika lífsins og verð- um að horfast í augu við dauðann hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það var bara í sumar sem við vinir og ættingjar Vigdísar Guðbrands- dóttur fengum að vita að hún gengi með illvígan sjúkdóm sem engin von væri til að bati fengist á. Síðan erum við búin að fylgjast með hvernig hún af fullkomnu æðruleysi og hugrekki horfðist í augu við þessa staðreynd. Hún hóf þegar að undirbúa þá ferð sem framundan var hjá henni og þegar komið var að brottför var allt tilbúið og hún gat kvatt heiminn sátt við guð og menn. Við kynntumst Vigdísi fyrst þegar talsvert var liðið á ævina hjá okkur öllum og börnin okkar hófu sambúð. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst að Reyðará þar sem þau Þor- steinn bjuggu. Þar var hlaðið veislu- borð eins og verið væri að taka á móti höfðingjum eins og þau gerðu við ýmis tækifæri. Henni óx ekki í augum að taka á móti heilum rútu- farmi af fólki eins og hún væri með vinnufólk á hverjum fingri en við vissum vel að þar voru þau samhentu hjón oft aðeins ein að verki. Seinna áttum við eftir að verða vinkonur og oft var sest að veisluborði hjá þeim, bæði á Höfn eftir að þau voru flutt þangað og í sumarhúsinu á Reyðará, sem þau komu sér upp ásamt Geir og Björk og dvöldust þar oft. Þau hjón voru ákaflega gestrisin og miklir höfðingjar heim að sækja og var oft glatt á hjalla hjá okkur, kannski tek- ið í spil eða bara spjallað og haft gaman af. Nú er okkur hjónum efst í huga þakklæti fyrir þessi góðu kynni sem auðguðu líf okkar og geymast í minninu sem fagrar perlur. Við viljum votta Þorsteini og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð vegna andláts hennar og við trúum því að við hittum hana aftur glaða og hressa á strönd eilífðarinnar þegar þar að kemur og ekki kæmi mér á óvart þótt hún lumaði þá á veislu- borði til að bjóða okkur velkomin. Hafðu þökk fyrir allt og guð veri með þér, kæra vinkona. Gróa Ormsdóttir, Páll Steinar Bjarnason. Það var árið 1962 að búnaðarsam- böndin hófu hvert af öðru ferðir um Austur-Skaftafellssýslu. Bættar samgöngur á landi gerðu þessar leiðir færar stórum fólks- flutningabifreiðum. Þetta eru eftir- minnilegir tímar og ánægjulegir. Enn hittir maður fólk sem minnist þessara ferða með ánægju. Þetta gerðist á tímum mikilla breytinga í búskaparháttum og framkvæmdum í sýslunni. Sú þessara ferða sem er minnis- stæðust er heimsókn Strandamanna. Meðal þátttakenda var Vigdís Guð- brandsdóttir frá Heydalsá. Vakti hún eftirtekt fyrir glaðlegt yfirbragð og glæsileik. Þessi ferð varð tilefni að kynnum þeirra Þorsteins á Reyð- ará og Vigdísar sem höfðu þær far- sælu lyktir að um haustið hófu þau búskap á Reyðará, þegar foreldrar Þorsteins, Geir Sigurðsson og Mar- grét Þorsteinsdóttir, fluttust til Hafnar ásamt Sigurði syni sínum og konu hans, Ástu Guðlaugsdóttur. Heimilið á Reyðará hefur jafnan einkennst af lærdómshneigð, dugn- aði og snyrtimennsku. Við þessa mikilvægu kosti góðrar búsýslu sótti Þorsteinn þekkingu sína og reynslu í búnaðarmálum. Vigdís átti líka upp- runa sinn á miklu sæmdarheimili, Heydalsá í Steingrímsfirði. Þor- steinn og Vigdís áttu því góða sam- leið enda hélt Reyðará sæmd sinni og reisn í þeirra höndum. Fór þar saman mikilvægt ræktunarstarf og uppbygging á húsakosti. Sonur Vigdísar, Guðbrandur Jó- hannsson, fylgdi móður sinni að Reyðará. Þorsteinn og Vigdís eign- uðust tvo syni, Geir og Gunnar. Hafa bræðurnir hvarvetna getið sér gott orð fyrir samviskusemi og dugnað. Þegar hugsað er til lífsferils Vig- dísar og kynna, verður efst í huga hlýlegt viðmót hennar og umhyggja. Það orð sem sveitungarnir báru henni vitnar þar um. Hið sama var um þá sem voru í tengslum við Reyð- arárheimilið eða kynntust Vigdísi á annan hátt. Sú ræktarsemi sem henni var gefin í svo ríkum mæli kom þó sérstaklega fram þegar erfiðleik- ar steðjuðu að. En þar eins og annars staðar áttu þau Þorsteinn góða sam- leið. Mælir sá er reynt hefur. Það var vor í lofti þegar kynni Vig- dísar og Þorsteins hófust fyrir rúm- um fjörutíu árum, sem leiddu til þeirrar farsælu sambúðar sem síðan hefur varað. Nú hefur Vigdís lagt í ferðina sem enginn fær umflúið. Sárt er til þess að hugsa hversu hratt hana bar að en eftir lifa góðar minn- ingar um þessa geðþekku konu. Fólkið á Seljavöllum færir Þor- steini og venslafólki hans innilegar samúðarkveðjur. Egill Jónsson. Börn sækja gjarnan í öryggi og festu, umhyggju og ástúð. Því var Reyðará sá staður æskunnar sem var okkur einna kærastur. Þar var allt á sínum stað og í skorðum. Fullar kistur matar og ilmandi bakkelsi. Allt tandurhreint, garðurinn óað- finnanlega snyrtur og gestir alltaf velkomnir, jafnt háir sem lágir. Heimskona ávallt, jafnvel á spít- alanum, vel greidd með áhyggjur af því að vera ekki með réttan varalit, glæsileg í satínsloppnum. Umhyggj- an fyrir okkur ávallt til staðar og sá dýrmæti eiginleiki að gera gott úr öllu, hughreysta og hvetja. Við hugsum til: Lærdóms um lífsins dygðir, ekki síst dugnaðar sem öllu skipti. Minninga af því þegar beðið var með okkur við rúmstokkinn, bænir bornar fram af einlægri trú sem var jafn órofa hluti lífsins á Reyðará og kökurnar með kaffinu. Stjórnsemi og endalauss stúss sem aðeins vekur hlátur þegar hugs- að er til þess eftir á. Framar öllu er þó þakklæti fyrir að eiga skjól sem bjó til þá tilfinn- ingu að við værum elskuð, ekki bara af ömmu heldur af Guði. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Guðbjörg Jóhannesdóttir, Páll Guðbrandsson. Kæra Dísa. Þrátt fyrir að liðin séu rúm 39 ár frá því að ég var sem polli sendur í sveit til ykkar Steina á Reyðará í Lóni, þá man ég enn eftir hversu vel þú tókst mér frá fyrsta degi. Það var frekar lágt á stráknum risið eftir langt ferðalag og kominn á ókunnar slóðir, víðsfjarri vernduðu móðurumhverfi æskustöðvanna. Það leið þó ekki langur tími þar til þú varst búin að taka unga drenginn undir þinn verndarvæng og um- hyggja þín gagnvart mér (sem og bræðrum mínum sem á eftir komu) var einstök öll þau sumur sem ég var vinnumaður hjá ykkur Steina. Þú sást til þess að strákurinn fengi frí til að lesa og leika sér, umfram þá sem eldri voru og unnir þér ekki svefns þegar við Brandur fórum að vitja sil- ungs úti á Lóni upp úr miðnætti og komum kannski ekki til baka fyrr en undir morgun ef afli var góður. Og ekki varstu allsendis sátt þegar við Steini slógum alla nóttina einn ágústmánuð þar sem ég var að fara suður daginn eftir og spáð var brús- andi þurrki næstu daga. Þá situr sterkt í minningunni það stolt sem strákurinn fylltist í hvert sinn sem rútur stoppuðu við þjóðveginn og út þyrptust ferðamenn til að taka myndir af bænum þar sem hann blasti við undir fögrum hlíðum Reyð- arártinds, nýmálaður og allt svo snyrtilegt í kring. Þú varst nefnilega langt á undan þinni samtíð hvað varðar áherslur á snyrtilegt um- hverfi upp til sveita. Þessi sumur sem ég átti hjá ykkur Steina á Reyðará geyma ekkert nema góðar minningar og áhrif ykk- ar beggja á mig sem einstakling, held ég að séu enn til staðar. Ég er þakklátur fyrir að, þrátt fyrir fjar- lægðir, hafa sterk vinatengsl haldist á milli fjölskyldnanna. Ég þakka þér, Dísa, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Kæri Steini, Guðbrandur, Geir, Gunnar og fjölskyldur, ég og fjöl- skyldan hugsum til ykkar og biðjum æðri máttarvöld að gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Sverrir. Þegar ég var fimmtán ára varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fara eitt sumar í kaupavinnu að Heydalsá. Ég þekkti ekki fólkið, en hafði heyrt margt gott talað um það frá vinum fjölskyldunnar. Á Heydalsá tóku á móti mér systkinin Dísa, Bragi og Geiri, þau voru þá öll ógift og bjuggu ásamt móður sinni, Ragnheiði, dásamlega fallegri og góðri konu sem hafði horfst í augu við dauðann í eiginlegri merkingu, en var óbuguð. Heimilisfólkið var allt mjög brosmilt og mér var tekið kostum og kynjum. Á þessu heimili var lífið helgað vinnugleði og lífsgleði. Minninga- brotin sem koma upp í hugann eru eitthvað á þessa leið: Dísa að baka pönnukökur á fjórum pönnum í fun- heitu eldhúsinu; Dísa að kenna mér að hjálpa lambi í heiminn kalda vor- nótt; Dísa að hafa sig til á ball, ég fæ að koma með. Það var oft farið á ball þetta sumar, stundum jafnvel yfir fjallveg vestur í Dali, alltaf var sung- ið í bílnum báðar leiðir ... ég þekki fagran lítinn lund hjá læknum upp við foss ... Ég hitti Dísu svo 35 árum seinna þegar ég heimsótti hana að Reyðará. Ég var búin að segja manninum mínum og börnunum frá þessari stórmyndarlegu konu, og viti menn, þegar við komum inn í stóra eldhúsið hennar, þá stóð Dísa þar, brosið og rauði hrokkinkollurinn á sínum stað, hún var í hvítum buxum og hvítri peysu og var að leggja síð- ustu hönd á að steikja kleinur í fullan þvottabala! Krakkarnir fengu klein- ur með í nestið þegar við fórum og þvílíkt sælgæti. Ég sagði Dísu frá því hver áhrifavaldur hún hefði verið í mínu lífi, ég held að það hafi glatt hana, en hún trúði mér líka fyrir að hún hefði stundum verið hálfhrædd um þennan stelputáning þarna um sumarið. Mikið er ég lánsöm að hafa fengið að kynnast Dísu. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Marta Ragnarsdóttir. Elsku mamma mín. Mig langar að minn- ast þín í örfáum orð- um. Ég hugsa til þessa dags fyrir ári er þú hélst upp á 50 ára afmælið þitt. Þá upplifðir þú stóran og eft- irminnilegan dag með öllum þeim sem þér þótti vænt um. Þú varst ákveðin í að verða fimmtug, og það með stæl og tókst þér það eins og allt annað sem þú ætlaðir þér. Þú varst prinsessa þessa kvölds. Þú leist svo vel út og varst svo hress og skemmtileg. Ég hafði svo gaman af því að fylgjast með þér, því sjarm- inn yfir þér lýsti upp allt og alla í kringum þig. Fólk dáðist að dugn- aðinum og kraftinum sem þú bjóst yfir. Þú getur ekki trúað því hvað ég var stolt af því að vera dóttir þín þetta kvöld og ennþá stoltari þegar fólk segir mig líka þér, og vona ég svo innilega að það sé eitthvað til í því. Því hver sá sem líkist þér að einhverju leyti ætti að vera mjög þakklátur. Ég sakna þín sárlega, en reyni af öllu mínu hjarta að lifa á þeim góðu minningum sem ég á. Ég minnist mest hversu ákveðin þú varst og sterkur persónuleiki sem allir elsk- uðu. Þú sýndir mikla baráttu og varst ávallt bjartsýn. Það kom ekk- ert annað til greina en að sigrast á þessu, enda stóðstu þig vel eftir öll áföllin. Það var nú ekki að ástæðu- lausu að þú varst kölluð „naglinn“. Þú þurftir að ganga í gegnum margt, mamma, en það var ekkert annað í myndinni hjá þér en að halda áfram. Þú gafst aldrei upp. Þú varst orðin þreytt undir lokin, þú varst tilbúin til þess að fara og lái ég SIGRÍÐUR ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Sigríður Elísa-bet Halldórs- dóttir fæddist í Hnífsdal 3. október 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 25. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 3. desember. þér það ekki. Þetta var orðin löng bar- átta. Ég met það mik- ils að hafa fengið að hafa þig hjá mér í þessi 19 ár. Sál þín lif- ir þó í hjarta mínu svo lengi sem það slær. Ég elska þig, mamma mín, og til hamingju með daginn. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Þín Marta. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.