Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG er ég ástfanginn. Mér líður vel. Ég finn hvernig horm- ónaflæði líkamans hefur breyst og lyftir lund minni og líkama á hærra plan. Gerir mig á einhvern hátt ósnertanlegan. Ég er ástfanginn af annarri manneskju. Það er eins og það renni upp fyrir mér þessa dagana að e.t.v. sé það besta sem ég get gert fyrir sjálfan mig það að gera eitthvað fyrir aðra. Að þversögn lífsins og lífshamingj- unnar sé að gefa það sem manni langar mest í sjálfum. Það hljómar hálf öf- ugsnúið á tímum sem einkennast af and- hverfu þess fyrr- nefnda. En þannig er það samt, jafnvel þó nær allt umhverfi okkar segi annað, þá ber okkur að hugsa útfyrir okkur sjálf í þeirri viðleitni okkar að verða að gagni og gleyma eigin tilvist. Þannig náum við lífsflæð- inu, því sama og þegar við vorum börn og gleymdum tíma og stund í leik. Þannig erum við best, án sjálfshyggju og hamingjusöm í tóminu. Það að gefa af sér og veita öðr- um athygli, hlýju og ást virðist stöðugt verða erfiðara á tímum þar sem ótti og ójafnvægi móta í æ ríkara mæli breytni okkar sem birtist aftur í félagslegri ein- angrun í skjávæddri tæknimynd, hröðum og óljósum skilaboðum í sundurlausri sam- skiptamynd og í bæld- um og veikum tilfinn- ingum í ólærðri ástarmynd. Það sem við öll þurfum og þráum: athygli er æ erfiðara að upplifa í heimi sem nærist á sjálfhyggju. Það að vilja eitthvað fyrir aðra en ekki sjálfan sig er nánast utan normatívsins og því ekki styrkt hegðun. Að undanfarinni reynslu þá langar mig að biðja ykkur ágætu landsmenn til að synda gegn straumnum, vera forvitin og hörfandi sem nýfallin mjöll á heiði á fyrstu dögum hausts og upplifa ykk- ur sem hluta af heild en ekki heild í sjálfu sér. Þannig finnið þið til með heildinni og gefið, hlúið, ræktið og elskið heildina sem yður sjálf og þið munuð uppskera einmitt það sem þið sóttust svo fast eftir í eig- in mætti en fenguð ekki. „Hlúðu að því sem þér þykir vænt um“ Héðinn Unnsteinsson skrifar Geðorð nr. 2 Héðinn Unnsteinsson ’Það sem við öllþurfum og þráum: athygli er æ erfiðara að upplifa í heimi sem nærist á sjálfhyggju. ‘ Höfundur er sérfræðingur í geðheil- brigðismálum hjá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) í Kaupmannahöfn. SÍÐAN ákæran á hendur Baugi var sett fram hefur afar sér- kennileg umræða verið á kreiki í þjóðfélaginu. Svo virðist sem fólk álíti að ákveðnir menn séu, eins og indverskar kýr, ósnertanlegir. Um- ræðan er nánast trúarleg. Fyrirtækið Baugur hefur keypt sér slíka friðhelgi og er með ólíkindum að hlusta á grandvart fólk verja með kjafti og klóm athafnir, sem það hefur engar for- sendur til að dæma um. Stjórnmálamenn og aðrir varðhundar fyrirtækisins láta heldur ekkert tæki- færi hjá sér fara til að ala á þessari trúvillu. Þeir sem bera ábyrgð á að halda uppi lögum og reglu í landinu eru hins vegar úthrópaðir. Ágreiningurinn um ákæruna á hendur Baugi er lagatæknilegs eðl- is og fjallar á engan hátt um sak- argiftirnar sjálfar. Þetta virðist þó ekki trufla fólk þegar það heldur því fram að Baugsmenn séu sak- lausir og í reynd ofsóttir af stjórn- völdum. Jakob Frímann Magn- ússon, sem skrifar grein í Morgunblaðið 25. september, er einn af þeim sem veit fyrir víst hverjir eru sekir og hverjir eru saklausir í þessu máli. Hann kann líka að telja. Hann veit að milljarð- arnir sem Baugur tapaði jafngilda íslensku fjárlögunum. Það vill segja, að náungarnir sem fyrir u.þ.b. tveimur áratugum opnuðu lágvöruverslun í Súðarvoginum með tvær hendur tómar hefðu get- að verið fjárlögunum ríkari ef eng- inn hefði farið að amast við þeim. Þá er ónefnt hvað þeir áttu fyrir. Jakobi reiknast svo til að lög- reglurannsóknin hafi kostað Baug 300 milljarða króna, og telur þar Arcadia, Somerfields og athafna- heftingu sem Baugur hafi átt við að stríða þessi síðustu 3 ár. Ég kannast ekki við að nein sérstök athafnalömun hafi þjakað fyr- irtækið, enda hafa íslensk blöð stöðugt verið að flytja okkur fréttir af innkaupum Jóns Ásgeirs og fé- laga. Í Englandi hafa blöðin ekki verið að fjalla um pylsu- og kókkaup þeirra, held- ur gjarnan sjoppuna sjálfa. Og meðan þessi meinta „paralísa“ hef- ur verið að þjaka fyr- irtækið er fátt eftir í Kaupmannahöfn ann- að en krúnudjásnin sem enn eru ekki skráð á Baug Group. Til að fullvissa mig um að minnið væri ekki farið að gefa sig fletti ég orðunum „Baugur kaupir“ upp á mbl.is. Uppflettingarnar frá júlí 2002 reyndust 2.949 og með því að skoða fyrirsagnir 90 fyrstu upp- flettinganna fékk ég staðfest að minni mitt er snöggtum skárra en Jakobs. Síðari hluta ársins 2002 keypti Baugur reyndar í Somerfields og Kwik Save. Þá keypti Baugur líka House of Fraser og hlut í Big Food. Árið á eftir keypti Baugur ýmist hlut eða í heild sinni fyr- irtækin: Mothercare, Selfridges, Julian Graves, Oasis Stores og eignaðist 82,5% hlut í leik- fangaverslununum Hamleys. Sama ár íhugaði Baugur að koma sér inn á breskan fasteignamarkað, hætti við kaup á New Look-fataversl- ununum og lokaði verslunum sínum í Bandaríkjunum, Bonus Stores. Árið 2004 var Baugur stærsti eig- andinn í Big Food-keðjunni í Bret- landi og keypti þá líka Karen Mill- en, MK One og Goldsmiths- skartgripaverslanirnar. Ekkert varð þó af kaupum þeirra á Rubi- con eða Hobbs. Engu að síður rak Baugur 1.000 verslanir í Bretlandi árið 2004 og það ár greiddi Baugur danska þjóðarstoltinu rothögg þeg- ar það keypti Magasin du Nord. Á árinu 2005 hefur Baugur komist yf- ir Woodward Foodservice og tísku- keðjuna French Connection í Bret- landi auk fasteignafélagsins Keops í Danmörku og Illum-verslunina. Á heimavígstöðvunum keypti Baugur á þessu tímabili stórfyr- irtæki eins og Húsasmiðjuna, Lyfju, Norðurljós og Og Vodafone ásamt stórum eignarhlut í Flug- leiðum. Smáfiskar eru ekki taldir hér með. Íslenskt viðskiptalíf er nú nánast allt á hendi Baugs og þarf ekki annað en að líta á blaðasölu- standana við afgreiðslukassann til að átta sig á að eigandi DV er líka eigandi þess fyrirtækis sem þú átt viðskipti við. Bensín og blóm, kök- ur og kjólar, flugvélar og flísar, dúkkur og dreglar, ekkert er svo smátt né svo stórt að Baugur þurfi ekki að kasta eign sinni á það. Þetta smábrot uppflettilistans á mbl.is ber ekki með sér heftingu athafnafrelsis. Hvers vegna þá að vola? Því ættu skattgreiðendur á Íslandi að mynda varnarvegg um- hverfis arðgreiðslur sem nema fjár- lögum ríkisins og koma aldrei inn í íslenskt hagkerfi. Umsvifin sýna að þær eru tafarlaust settar í erlendar fjárfestingar. Því er Jakob Frí- mann að hóta embætti Ríkislög- reglustjóra og æðstu mönnum rík- isins þótt þessi fljúgandi umsvif séu sett eitt stundarkorn undir smásjá? Ekkert annað fyrirtæki en Baugur kæmist upp með hákarla- starfsemi af þessu tagi án þess að vera kallað siðblint og gráðugt. Þau orð hafa nú heyrst af minna tilefni. Það er óþarfi fyrir Jakob að fara á límingunum út af hugsanlegum málaferlum Baugs á hendur ríkinu. Meira áhyggjuefni væri það ef rík- ið sinnti ekki þeirri frumskyldu að gæta þess að leikreglum sé fylgt, vakni um það spurningar. Komi á daginn að ákærðu í Baugsmálinu séu saklausir geta allir glaðst. Réttarríkið hefur þá sinnt skyldu sinni og varla fer Baugur að leggja það á íslenska alþýðu að borga fyr- ir þessa óháðu endurskoðun á bók- haldinu. Jakob og aðrir stjórn- arandstæðingar geta þó áfram verið súrir yfir að sjá ekki drauma sína rætast. Umsvif Baugs og fjárlögin Ragnhildur Kolka fjallar um Baug og lögreglurannsóknina og svarar Jakobi Frímanni ’Það er óþarfi fyrir Jak-ob að fara á límingunum út af hugsanlegum málaferlum Baugs á hendur ríkinu. Meira áhyggjuefni væri það ef ríkið sinnti ekki þeirri frumskyldu að gæta þess að leikreglum sé fylgt, vakni um það spurningar.‘ Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Við eflum þekkingu á þýskri tungu erlendis og ræktum alþjóðlegt, menningarlegt sam- starf. Auk þess miðlum við yfirgripsmikilli mynd af Þýskalandi með upplýsingum um hið menningarlega, þjóðfélagslega og pólitíska líf. Goethe-stofnunin í Kaupmannahöfn veitir frá 01.01. 2006 - fyrir tveggja ára tímabil - stöðu menningarfulltrúa á Íslandi (100% starf) . Vinnustaður viðkomandi verður í Reykjavík. Í þessa stöðu leitum við að dugmiklum og hugmyndaríkum aðila, sem hefir íslensku, þýsku og menningu þessara tungumála vel á valdi sínu og er fær um að þróa, ásamt ís- lenskum aðilum, nýjar hugmyndir í menningarlegum samskiptum og breyta þeim í raun- veruleg verkefni. Laun eru samkvæmt launakjörum starfsmanna Goethe-stofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Frekari upplýsingar veitir Christoph Bartmann, Goethe-stofnuninni í Kaupmannahöfn, sími 0045 33 36 64 64, tölvup. bartmann@kopenhagen.goethe.org. Vinsamlegast sendið umsóknir fyrir 31.10. 2005 til Goethe-stofnunarinnar í Kaupmannahöfn, b.t. Christoph Bartmann, Norre Voldgade 106, DK-1358 Kaupmannahöfn K eða með tölvupósti bartmann@kopenhagen.goethe.org. Goethe-stofnunin er sú menningarstofnun í Þýskalandi sem er þekkt um allan heim Föt fyrir allar konur á öllum aldri Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.