Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eins og fram hefurkomið í fréttumhafa miklar tafir orðið á borun aðrennslis- ganga Kárahnjúkavirkjun- ar vegna vatnsaga og lausra berglaga. Mestar tafir hafa orðið hjá borvél 2, en hún hefur ekki borað nema 28 metra frá því í byrjun maí. Mun betur hefur gengið hjá borvél 1, en hún hefur á sama tíma- bili borað 3.428 metra. Talsverðar tafir urðu við gerð sjálfrar stíflunnar í upphafi. Ástæðan var fyrst og fremst að grafa þurfti dýpra í botn gilsins en gert var ráð fyrir og fylla í sprungur í gilinu. Eftir að þessi verkþáttur kláraðist hefur verkinu hins vegar miðað mjög vel áfram, að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Landsvirkjun- ar varðandi málefni Kárahnjúka- virkjunar. Nú er búið að koma fyr- ir yfir 70% af fyllingarefni stíflunnar eða um 6 milljónir rúm- metra. Eftir er að fylla um 2,5 milljónir rúmmetra. Sigurður sagði að unnið yrði að því að fylla í stífluna í vetur og sá verkhluti myndi væntanlega klárast í byrjun næsta árs. Kárahnjúkastífla er grjótstífla en vatnsmegin við hana er steypt vatnskápa. Vinna við hana hófst í sumar og hefur gengið vel. Núna er búið að steypa um 16% kápunn- ar. Sigurður sagði að haldið yrði áfram að steypa eitthvað fram í október, en síðan yrði gert hlé á vinnunni fram á vor. Erfitt væri að steypa þarna yfir vetrartímann. Veturinn snemma á ferð Í síðustu viku gerði veturinn vart við sig upp við Kárahnjúka og hægði það á sumum þeim verk- þáttum sem eru hvað viðkvæmast- ir fyrir snjó og kulda. Sigurður sagði að veturinn hefði gengið fyrr í garð við Kárahnjúka í ár en í fyrra. Það er spáð betri tíð og því gera menn sér vonir um að hægt verði að halda uppi fullum fram- kvæmdahraða í nokkrar vikur enn. En það er borvinnan sem menn hafa mestar áhyggjur af, en til að afhending raforkunnar til álvers á Reyðarfirði tefjist ekki þarf borun ganganna að vera lokið eftir eitt ár. Nokkra mánuði tekur að full- klára göngin ef miðað er við að hægt sé að hleypa vatni á þau í lok janúar 2007. Heildarlengd jarð- ganga, án Jökulsárveitu, er 38,2 km en búið er að bora 20 km. Um 47,5% verksins er því enn ólokið. Stærstur hluti ganganna er bor- aður af þremur risastórum borvél- um. Eins og áður segir hefur geng- ið vel hjá bor 1, en hann átti líka að bora lengst og því höfðu menn fyr- irfram mestar áhyggjur af honum. Bor 2 hefur mánuðum saman verið nánast stopp. Hann hefur að- eins borað 28 metra á síðustu fjór- um mánuðum. „Bor 2 lenti á misgengissvæði, sem er um 60 metra breitt og á því eru þrjár slæmar sprungur, sem voru fullar af möl og grjóti. Borinn er núna í þriðja sprungubeltinu. Það nýjasta er að það er þarna hellir fyrir framan borinn sem þarf að steypa í því að menn þora ekki að fara í hann nema hafa áður fyllt upp í. Síðan er borað í gegnum steypuna. Þetta mun taka tals- verðan tíma í viðbót. Þetta er hins vegar ekki óyfirstíganlegt, en tek- ur sinn tíma,“ sagði Sigurður. Hægt gekk hjá bor 3 á tímabili í sumar og því var ákveðið að stöðva borun þegar hann átti eftir um einn kílómetra í mark og sprengja síðasta kaflann. Nú er verið að snúa borvélinni við en það er nokk- urra mánaða verk. Reiknað er með að borinn geti farið að bora á ný í byrjun nóvember. „Það er ljóst að við þolum ekki mikið meira af svona hremming- um,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður hvort ekki væri að verða tvísýnt um að göngin yrðu tilbúin í janúar 2007. „Við eigum ekki von á meiri hremmingum. Það eru reyndar einhver misgengi framundan, en þau eru miklu minni og menn munu vita af þeim fyrirfram.“ Ófyrirsjáanlegur kostnaður lendir á verkkaupa Sú spurning vaknar hver ber kostnað af þeim töfum sem orðið hafa. Sigurður segir að alltaf komi eitthvað upp á sem tengist jarð- fræði og þess vegna sé ófyrirséður kostnaður áætlaður ofan á kostn- aðaráætlunina. Kostnaðurinn við þessar tafir verði tekinn af þessum lið, en hann liggi ekki fyrir fyrr en séð verði fyrir endann á fram- kvæmdunum. Kostnaðaráætlunin var 85 millj- arðar og ófyrirséður kostnaður um 8% eða 7–9 milljarðar. ,,Á meðan við erum innan þeirra marka er enginn umframkostnaður,“ segir hann. ,,Allir útreikningar í kring- um þessa virkjun hafa miðast við það að við gætum þurft að nota alla þessa peninga hér og þar.“ Ómar Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregiló, bendir á að allur ófyrirsjáanlegur kostnaður lendir ekki á vertaka heldur verk- kaupa, samkvæmt samningum, en allar upphæðir séu viðskiptaleynd- armál. Hann segir að enn sé svig- rúm til þess að vinna upp tapaðan tíma þar sem stíflugerðin sjálf sé vel á undan áætlun og göng eitt hafi gengið mjög vel. Fréttaskýring | Miklar tafir hafa orðið á borun jarðganga við Kárahnjúka „Þolum ekki mikið meira“ Bor 2 hefur borað 28 metra frá 1. maí en bor 1 boraði á sama tíma 3.428 metra Þrjár borvélar eru notaðar við Kárahnjúka. Búið er að fylla rúmlega 70% Kárahnjúkastíflu  Átján mánuðir eru þangað til raforkuframleiðsla á að hefjast við Kárahnjúka. Búið er að fylla rúmlega 70% stíflunnar og vinna við þann hluta verksins hefur gengið vel síðustu mánuðina. Í byrjun maí var búið að klára 38% verksins. Borun aðrennslisgang- anna hefur hins vegar ekki geng- ið vel vegna lausra jarðlaga og vatnsaga. Búið er að bora 52,5% ganganna. Aðeins einn bor af þremur hefur verið í gangi síð- ustu vikurnar. Eftir Egil Ólafsson og Steinþór Guðbjartsson Barnaleiksýning ársins 2005 Sýning í dag HALLDÓR Kristmannsson, for- stöðumaður innri og ytri samskipta lyfjafyrirtækisins Actavis, segir að félagið hafi á undanförnum mán- uðum átt í erfiðleikum með að anna eftirspurn á markaðnum. Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að leysa málið og að stjórn- endur félagsins séu vongóðir um að það leysist innan skamms. Meðal þeirra lyfjategunda sem um ræðir eru blóðþrýstingslyfið Amlo og sveppalyfið Candyzol. Frumlyfin eru þó til á markaðnum. Halldór segir að ný pökkunarlína – en það er vél sem pakkar lyfj- unum – sé væntanleg til landsins. Hann segir að því miður hafi af- hendingin á henni þó dregist miðað við upphaflegar áætlanir. Með vél- inni sé hægt að auka afköstin. „Við höfum verið að stækka mikið úti og margir markaðir eru stórir en við teljum að Íslandsmarkaður sé mik- ilvægur fyrir félagið og markmið Actavis er að þjóna honum.“ Aðspurður segir hann að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Actavis nái ekki að anna eftirspurn á markaðn- um. „Við höfum ekki alltaf náð að sinna markaðnum eins og við höf- um viljað,“ segir hann. „Okkur þyk- ir þetta slæmt en stundum skapast þessi staða.“ Til dæmis seljist ákveðin lyf skyndilega meira og hraðar en búist var við. Guðbjörg Alfreðsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyfjasviðs hjá lyfja- fyrirtækinu Vistor, segir að af þeim u.þ.b. 1.200 lyfjanúmerum, sem fé- lagið flytji inn sé biðlisti eftir um fimmtán lyfjanúmerum. Hún segir að það sé ekki stór hluti af heild- inni. „Það er alltaf einhver biðlisti í gangi,“ segir hún, „en við erum eina lyfjafyrirtækið sem birtir bið- listann á heimasíðu sinni daglega.“ Hún segir að ástæður þess að lyf komist á biðlista geti verið marg- víslegar. Til að mynda geti lyf skyndilega selst í miklu magni. Hún tekur fram vegna fréttar í Morgunblaðinu á fimmtudag að þótt sýklalyfið Abboticin Novum sé ekki til í 40 stykkja pökkum, þá sé það til í 30 stykkja og 100 stykkja pökkum. „Auðvitað lítum við það alvarlegum augum ef lífsnauðsyn- leg lyf vantar. Þá gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga því.“ Hún segir að ekki séu lífsnauðsynleg lyf á biðlista Vistors um þessar mundir. Actavis vinnur að því að tryggja nægt framboð á lyfjum Hefur átt í erfiðleikum með að anna eftirspurn Eftir Örnu Schram arna@mbl.is RANNSÓKN á tildrögum tveggja bruna í Vestmannaeyjum stendur yfir hjá lögreglunni og liggur fyrir að börn með eldfæri voru á ferð með þessum afleiðingum. Talað hefur verið við börnin og foreldra þeirra. Skemmdir urðu í seinni brunanum sem varð í geymslugámi Ungmennafélagsins Óðins. Rætt við börn vegna bruna BÓNDINN í Hrútatungu, sem varð fyrir alvarlegri metangaseitrun á bæ sínum á þriðjudag í síðustu viku, er á góðum batavegi að sögn lækn- is. Er hann kominn úr öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans og yfir á almenna legudeild spítalans til aðhlynningar. Á góðum bata- vegi eftir metangaseitrun GÆSAVEIÐITÍMINN stendur nú sem hæst. Það eru því miklar annir hjá veiðihundum landsins sem hafa þann starfa að tína upp bráðina og færa hana veiði- manninum. Á myndinni er labradorinn Ben með gæs í kjaftinum, en Ben þykir einstaklega hæfur veiðihund- ur, enda hefur hann fengið góða þjálfun. Morgunblaðið/Ingó Nóg að gera hjá veiðihundinum Ben
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.