Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selfoss | „Sjúkraflutningar og brunavakt geta farið vel saman og skapað öfluga einingu björgunarliðs. Ég vil t.d.sjá tvö teymi á slys- stað, lögregluna og slökkviliðið sem annast sjúkraflutninga og björgun fólks úr bílflök- um,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri Brunavarna Árnessýslu, sem ná til allr- ar sýslunnar nema Hveragerðis og Ölfuss. Slökkvilið BÁ er stærsta hlutastarfandi slökkvilið á landinu en með því er átt við það fyrirkomulag þegar menn koma úr sinni vinnu í útköll vegna elds og í klippuútköll vegna bílslysa. Ekki er föst vakt á slökkvistöð BÁ á Selfossi allan sólarhringinn en þar eru tveir menn í vinnu auk slökkviliðsstjóra og sinna eldvarnareftirliti o.fl. Kristján segir reginmun á því að vera með atvinnuslökkvilið því þá sé um að ræða fasta vakt á slökkvi- stöðinni allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum sem kallar á 12–14 manns í vinnu. „Á þessu ári eru útköllin orðin rúmlega 60, en í 85 til 90% tilfella hefði verið mögulegt að leysa verkefnin í þéttbýlinu með föstu at- vinnuliði í stað þess að kalla út stóran hóp manna í sinni vinnu. Það verðum við að gera núna til að vera öruggir með mönnun í út- kalli. Flest útköll okkar eru upphafsútköll sem hægt er að leysa með föstu liði án þess að kalla út stórt lið,“ segir Kristján en hann hefur lagt á það ríka áherslu í nokkur ár að sjúkraflutningarnir í Árnessýslu yrðu eitt af verkefnum slökkviliðsins svo mögulegt sé að koma á fót atvinnuliði. Ekki alltaf vissir með þann fjölda sem kemur í útkall „Með atvinnuliði eru menn alltaf tiltækir á vakt en núna erum við með 45 menn í slökkvi- liði BÁ, við erum ekki alltaf vissir með þann fjölda sem kemur í útkall þar sem það er ekki skylduviðvera gagnvart útköllum, hvort sem um er að ræða eld eða klippuútkall. Við köll- um út 12–15 menn á klippurnar til að vera vissir með að fá 5–6 í útkallið. Slökkviliðsmennirnir okkar eru þó ótrúlega duglegir og áhugasamir að standa sig gagn- vart verkefnunum. En þetta er orðið það viðamikið að atvinnurekendur eru ekki alltaf tilbúnir að missa frá sér menn úr vinnu í brunaútkall og slökkviliðsmenn sjálfir eru farnir að tala um að verkefnin séu viðamikil miðað við að hafa þetta sem aukaálag á dag- lega vinnu. Þar er átt við útköll og æfingar allt árið. Sjúkraflutningarnir geta breytt þessu en þeir krefjast atvinnumanna í viðbragðsstöðu og við teljum að það geti vel farið saman að menn séu á brunavakt og líka á sjúkravakt eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og víðar á landinu. Ef við værum með slíka vakt hérna og fengjum öflugt útkall vegna sjúkraflutninga væri kallað á bakvakt- ina. Við öflugt brunaútkall færi vaktin strax af stað og um leið væri kallað á allt liðið til að fara í útkall sem viðbótarlið. Einföld brunaútköll er hægt að ráð við með vaktinni og líka einföld útköll vegna sjúkra- flutninga. Það er því augljós hagræðing af þessu til að ná fram meira öryggi fyrir íbúana,“ segir Kristján. Brunavarnir Árnessýslu sinna öllum útköll- um vegna elds og vegna björgunarstarfa þeg- ar klippa þarf fólk úr bílflökum. Einnig er farið í útköll vegna eiturefnaslysa en það er nýtt verkefni frá ríkinu sem sveitarfélögin eru að bregðast við með litlu fjármagni frá ríkinu. „Svo eru það lögbundnar æfingar, þjálfun og menntun slökkviliðsmanna sam- kvæmt skólaskrá Brunamálaskóla ríkisins.“ segir Kristján. Suðvesturhornið allt undir eina stjórn atvinnuslökkviliðs „Ég tel að ríkið eigi að liðka til með sveit- arfélögunum að koma á atvinnuslökkviliði sem annist einnig sjúkraflutninga en þannig má ná fram öflugri einingu hér hjá okkur og annars staðar. Það er mín tilfinning að lög- reglan í Árnessýslu muni eflast og styrkjast við að hætta að sinna sjúkraflutningum. Því þá að stofna nýjan hóp manna hjá Heilsu- stofnun sem aldrei verður annað en burðarlít- ill, í stað þess að efla þann hóp sem fyrir er og dæmin sanna að getur sinnt verkefninu. Svæði okkar nær frá Selvogi að Gullfossi, sem er talsvert, og fólksfjölgun ör. Framtíðin er í mínum huga þannig að slökkvilið muni sameinast um eitt lið, atvinnu- og hjálparlið, hér í sýslunni sem sinnir öllum verkefnunum sem önnur helstu slökkvilið gera. Ég get al- veg séð fyrir mér að allt suðvesturhornið falli undir eina stjórn atvinnuslökkviliðs,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Bruna- varna Ánessýslu. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þetta var þannig að meðalsumur í veiði hérna gáfu helmingi fleiri fiska en núna og er þá ekki verið að tala um toppárin. Hér hafa menn alltaf verið öruggir með fisk eins og var hérna í sumar. Það kom fyrir að menn skruppu hér í ána síðdegis og komu með 6–10 fiska,“ segir Hregg- viður sem vill sjá mun umfangs- meiri stangveiði á vatnasvæðinu í Árnessýslu en nú er. Netaveiði þarf að hætta „Menn verða bara að hætta þess- ari misskildu netaveiði, hún liggur eins og drungi yfir svæðinu. Það er bara liðin tíð og engin nauðsyn fyrir menn að standa í þessu. Hér var Norður Flói | „Þetta hefur verið miklu betra núna í sumar en verið hefur í mörg ár. Það er mikið um vænan sjóbirting með laxinum og þá af svipaðri stærð 4–8 pund,“ seg- ir Hreggviður Hermannsson, húsa- smiður, bóndi og listamaður í Lang- holti í Hraungerðishreppi. Hann er einn veiðiréttarhafa við Hvítá þar sem hún fellur í fallegri fossaröð. „Þetta var jöfn og góð veiði í sumar en það var hér eins og ann- ars staðar að það vantaði stórlaxinn. 13 punda lax var stærstur, það er eins og stóri fiskurinn sé ekki með en miðað við 272 fiska hérna á þessu svæði ætti að veiðast einn 20 pundari. Einhverra hluta vegna er þetta meira og alveg ljóst að með meiri sókn kæmu fleiri fiskar á land því það hefur verið mikið af fiski hérna og er enn. Það virðist sem laxinn stoppi meira núna og manni kemur í hug að þetta sé heimafiskur í auknum mæli sem stoppar. Ég held að hann hrygni hérna og ég tel allar líkur á því að þessi stofn hafi náð sér á strik eftir Hagavatns- hlaupin. Svo geri ég auðvitað ráð fyrir því að orsaka aukinnar veiði sé líka að leita í minnkandi netaveiði,“ segir Hreggviður og brosir í kampinn en hann er einn þeirra sem vilja sjá vatnasvæði Ölfusár og Hvítár í Ár- nessýslu netalaust og er þekktur fyrir afdráttarlausar skoðanir í þeim efnum. „Þetta svæði okkar hérna er mjög fallegt og skemmtilegt að vera hérna við veiðar. Menn þurfa að þekkja svæðið vel og veiðistaðina og hvernig best er að nálgast tökustað- ina. Það er segin saga að þeir sem ná tökum á svæðinu koma aftur og eru fastir áskrifendur hérna hjá okkur. Ég er sannfærður um að síð- ustu ár hafa verið botninn í veiðinni hérna eins og víðar á vatnasvæðinu og nú sé þetta á uppleið. veitt í net en menn eru löngu hættir slíku og sjá ekki eftir því, stang- veiðin gefur mun meira af sér og gæti tífaldað verðmæti svæðisins fyrir veiðiréttarhafa, fari netin upp. Það er ekki nokkur spurning að allt vatnasvæðið í sýslunni yrði mun eft- irsóknarverðara ef það yrði neta- laust. Á meðan það eru net neðst í ánni þar sem allar göngur fara um erum við ekki samkeppnisfærir við önnur svæði á landinu. Það er samkeppni á stangveiðimarkaðnum og stang- veiðimenn vilja góð og trúverðug svæði. Ég er sannfærður um að net- in fara upp, þetta er bara spurning um það hvenær það verður. Veiðifélag Árnesinga getur náð þeim upp með einfaldri samþykkt og ég held að það sé 90% fylgi við það meðal félagsmanna. Þetta er nefnilega mjög einfalt því um leið og viðskiptavinirnir, stang- veiðimenn, skilja að þetta sé aflagt losna þeir við þá tilfinningu að þeir séu hafðir að fíflum með því að vera að veiða á stöng ofan við netin sem moka upp fiski,“ segir Hreggviður en hann er þekktur fyrir að hafa ákveðnar skoðanir á netaveiði í straumvatni og vill banna hana með lögum. „Ég hvet Guðna, landbún- aðarráðherra og sveitunga minn, til að taka af skarið, hann getur það,“ sagði Hreggviður. „Ég sé enga ástæðu til þess að greiða bætur fyr- ir netin það veitir næg tækifæri að taka þau upp og menn hafa haft nægan aðlögunartíma.“ Listagyðjan hefur fengið að víkja Hreggviður er listamaður og mik- ill hagleiksmaður en segist ekki hafa haft tíma til að sinna listagyðj- unni sem skyldi, það hafi verið í of mörg horn að líta. „Maður sleppur aldrei við listina, hún er inni í höfð- inu á manni, bæði við að fylgjast með og svo sér maður alltaf fyrir sér myndefni og möguleika þó svo maður láti kyrrt liggja,“ segir Hreggviður en hann hefur nýlega breytt loðdýrabúi í tamningastöð og segist hafa sloppið með skrekkinn frá loðdýraræktinni. Dóttir hans Viðja og Erlingur Erlingsson, maður hennar, starf- rækja eftirsótta tamningastöð í hús- inu og sinna þar ört vaxandi áhuga- máli fólks sem hestamennskan er og ræktun hrossa. „Það eru hérna 3 störf og mér finnst stórkostlegt að fá þetta til að virka og störfin eru dýrmæt hérna. Það er þessi mikli sportáhugi sem er undirliggjandi hjá fólki alveg eins og í stangveið- inni og ég er viss um að fari netin upp blómstrar stangaveiðin hér í sýslunni eins og hestamennskan hefur gert og það verða til ný störf við árnar í Árnessýslu við veiðileið- sögn og fleira. Það gleður mig mjög að nýja kynslóðin hér hefur mikið fyrir stafni,“ segir Hreggviður sem sjálfur vinnur við húsasmíði og helst við að gera upp gömul hús. Hann kenndi dóttur sinni húsa- smíði og syni sínum líka og bæði luku sveinsprófi sama dag en Hreggviður mun vera eini húsa- smíðameistarinn sem hefur út- skrifað tvö barna sinna á sama tíma. Vill sjá stangveiðina í Árnessýslu blómstra Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Á bökkum Ölfusár Fyrir aftan Hreggvið eru fallegir veiðistaðir neðan við glæsilega fossaröð fyrir Langholtslandi. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Heilbrigð- isstofnun Suðurlands að annast sjúkraflutn- inga í Árnessýslu og taka við því verkefni af lögregluembættinu um næstu áramót. Aug- lýst hefur verið eftir sjúkraflutningamönn- um til starfa hjá stofnuninni. Brunavarnir Árnessýslu vildu fá sjúkraflutningana til sín og sjá það sem skref í þá átt að byggja upp atvinnuslökkvilið í sýslunni. Ráðuneytið hafnaði tilboði þeirra í verkefnið. Hjá Brunavörnum Árnessýslu er lögð áhersla á að sjúkraflutningar og starfsemi slökkviliðs fari vel saman sem samþætt björgunarlið í viðbragðsstöðu. Vilja samþætt björgunarlið Mögulegt að sinna um 90% útkalla Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Í fullum skrúða Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Eftir Sigurð Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.