Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Vigfús Sigurðs-son fæddist á
Brúnum undir
Eyjafjöllum 25. júní
1927. Hann lést 18.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Júlíana Björg Jóns-
dóttir og Sigurður
Vigfússon, búendur
á Brúnum. Systkini
Vigfúsar eru: Jón,
f. 13. júlí 1925, d.
29. janúar 1992,
kvæntur Helgu
Helgadóttur og eignuðust þau
fjögur börn. Guðrún, f. 6. febr-
úar 1934, gift Hjalta Bjarnasyni
og þau eignuðust einnig fjögur
börn. Hálfsystkini Vigfúsar sam-
mæðra og börn Bjargar og Sig-
mundar Þorgilssonar seinni
manns hennar eru Halldóra Ingi-
björg, f. 29. júní 1940, gift Krist-
þóri H. Breiðfjörð og eiga þau
tvö börn. Sigurður, f. 15. sept-
ember 1941, kvæntur Elínu
Jónsdóttur og eiga þau sex börn.
Sigurður á Brúnum lést frá
þremur ungum börnum árið
1936. Björg hélt áfram búskap,
og Sigmundi seinni manni sínum
giftist hún árið 1939. Vorið 1940
fluttist fjölskyldan að Ásólfs-
skála í sömu sveit,
þar sem Björg og
Sigmundur bjuggu
til ársins 1964. All-
an þann tíma var
Vigfús heima og
vann að búinu,
enda var Sigmund-
ur skólastjóri
barnaskóla Eyfell-
inga allt til ársins
1958. og því löng-
um fjarverandi.
Auk bústarfa sinnti
Vigfús margskonar
viðgerðum fyrir
sveitunga sína, enda handlaginn
í besta lagi og las sér einnig til.
Árið 1964 fluttu þau svo að
Hólavangi 3 á Hellu, þar sem
Vigfús átti heima alla tíð síðan,
ásamt móður og stjúpa meðan
þeirra naut við, en Sigmundur
lést árið 1968 og svo Björg 1978.
Einnig bjó Halldóra þar með
fjölskyldu sinni, þar til þau
fluttu í eigið hús í næsta ná-
grenni.
Árin sín á Hellu vann Vigfús
bæði við tré- og járnsmíði, ásamt
ýmsu öðru meðan aldur og
heilsa leyfðu.
Útför Vigfúsar verður gerð
frá Oddakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Góðvinur minn, Vigfús Sigurðs-
son frá Brúnum, hefur gengið til
enda veg allrar veraldar. Kynni
okkar voru löng orðin og öll á þann
veg að eftir stendur hjá mér mæt
minning og söknuður.
Ég var fullra 14 ára er ég reið á
fögrum haustdegi út í Almenning,
skilarétt Vestur-Eyfellinga í landi
Seljalandssels. Þá sá ég fyrst af-
bragðsmanninn, Sigurð Vigfússon,
bónda á Brúnum, og með honum
syni hans unga, Jón og Vigfús.
Orðstír Brúnaheimilis úti á Hólma-
bæjum, handan við Markarfljót,
var víðkunnur á æskuárum mínum
undir Eyjafjöllum. Þar bjuggu
framan af 20. öld Vigfús Berg-
steinsson og Valgerður Sigurðar-
dóttir og síðar í sambýli sonur
þeirra, Sigurður, og kona hans, Júl-
íana Björg Jónsdóttir frá Hallgeir-
sey. Býlið var ekki kostamikið en
með forsjálu og dugmiklu fólki ól
það sína með sóma. Vinkona mín,
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum,
minntist æskuheimilis síns í fögru
ljóði. Þar segir svo í einu erindinu:
Iðja mörg þar yndi gaf
og önn við hross og sauði,
þó var lifað ekki af
einu saman brauði.
Þetta var hverju orði sannara.
Heimilið á Brúnum var orðlagt fyr-
ir bókmenningu og fylgi við hug-
sjónir nýrrar aldar, systkinin Sig-
urður og Anna skáldmælt vel og
Björg húsfreyja þeim engu síðri í
ljóðlist og fróðleiksást. Sigurður
setti saman skemmtilega nafnagátu
um sig, konu sína og heimili:
Unnin þraut og grjótið grá,
grimman föður átti sá,
hengiflug fyrir húsfrú á,
heimilið yst á fjöllum lá.
Sigurður lærði ungur á hljóðfæri,
var lengi organisti kirkju sinnar í
Stóra-Dal og unni drottningu
listanna heils hugar. Héraðsbrest-
ur varð er Sigurður féll frá 1936 (f.
1887). Björg ekkja hans hélt áfram
búi og giftist 1939 Sigmundi Þor-
gilssyni frá Knarrarhöfn, skóla-
stjóra. Þau fluttu til búskapar að
Ásólfsskála 1940 með börn Bjargar,
Jón, síðar tónlistarmann og höfund
þjóðkunnra ljóða og laga, Vigfús og
Guðrúnu, fyrr húsfreyju í Hól-
mahjáleigu, nú í Hvolsvelli, liðtæka
konu í ljóði og söng. Saman áttu
þau hjón börnin Halldóru Ingi-
björgu, húsfreyju á Hellu og Sigurð
bónda í Ey í Vestur-Landeyjum.
Til alls þessa öndvegisfólks hefi ég
sótt marga blessun í lífinu. Til
Bjargar og Sigmundar var mér
hver heimsókn eins og vitjun í for-
eldrahús og ekki spillti að eiga
Önnu frá Brúnum að staðföstum
sálufélaga.
Það er árið 1940 sem kynni okkar
Vigfúsar hefjast að marki og um
hann má segja hið fornkveðna, að í
hans munni voru aldrei svik fundin.
Samstarf áttum við í blómlegri góð-
templarastúku undir Eyjafjöllum á
árabili og þá mátti segja að líf, fjör
og menning dafnaði í fjölbyggðri
Fjallasveit, þar sem nú hefur svo
víða hljóðnað í húsi. Árið 1946 tók
ég við starfi organleikara í Ásólfs-
skálakirkju. Fjölmennur kirkjukór
var stofnaður og margradda söngur
æfður frá ári til árs. Við áttum
hauk í horni þar sem var ógleym-
anleg tónmenntuð vinkona mín,
Hanna Karlsdóttir prestsfrú í
Holti. Vigfús gekk til liðs við kór-
inn, prýddi hann með fagurri
bassarödd, tónnæmur og tónviss
svo að af bar. Um það er ævi hans
lauk hafði hann styrkt messusöng
að staðaldri í 7 kirkjum í Rang-
árþingi í nær 60 ár og geri aðrir
betur.
Sigmundur Þorgilsson flutti með
fjölskyldu sinni að Hellu 1964. Þar
dó hann 1968. Björg dó 1978. Vig-
fús hélt síðan heimili í húsi þeirra
að Hólavangi 3. Á Hellu stundaði
hann margvísleg störf, hagur vel í
höndum. Yndi sitt sótti hann, líkt
og faðir hans, í söng og músík. Um
áratugi lék hann sér og öðrum til
ánægju á harmoniku, oft fyrir
dansi, var traustur félagi í harm-
onikufélagi Rangæinga og sótti öll
landsmót harmonikufélaga, síðast
austur á Norðfjörð nú í sumar.
Hann samdi allmörg lög fyrir söng
og harmoniku og dæmi þess að sum
þeirra hafi borist út fyrir land-
steina.
Vel gerðar eigin lausavísur léku
Vigfúsi löngum á vörum í góðra
vina hópi og munu sumar lifa höf-
und sinn. Létt kímni og næmleiki á
bitastætt ljóðefni einkenndi vísur
Vigfúsar og sama var upp á ten-
ingnum þegar maður ræddi við
hann um lífið og líðandi stund.
Hann var frjálshuga og kreddulaus
sem best mátti vera, einlægni og
samviskusemi prýddu dagfar. Fáa
vissi ég gefa betri gaum að um-
hverfi sínu, landi og lífi, en hann.
Leið mín lá austur að Skógum
1959, leið Vigfúsar lá til vesturáttar
en aldrei skildu hjá okkur leiðir
vináttunnar. Vigfús ók margsinnis
austur að Skógum nú hin síðari ár
og aldrei brást það að hann hefði þá
eitthvað meðferðis til að gleðja geð
safnarans, fágætt skrifað blað eða
fágætt prent, jafnvel kópíu gamals
hlutar sem hann mundi frá æsku og
gat smíðað eftir minni. Velvild af
þessum toga hefur byggt upp
minjasafnið í Skógum. Og svo gát-
um við er tóm gafst til spjallað um
hugleikin sameiginleg minni æsku-
ára.
Það brást varla að harmonikan
var með í farteski gestsins og oft
dunaði þá dansmúsík í anddyri
safnhúss, kom fyrir að þar væri
stigið dansspor. Eins sjálfsagt var
að ég og gesturinn tækjum saman
lagið að gömlum vana. Ég sé nú
Vigfús svo glöggt fyrir mér á mið-
sumri 2005 standandi við kórstaf
Skógakirkju syngjandi styrkum og
fögrum rómi bassann í „Ó, þá náð
að eiga Jesú“. Ég söng með og lék
undir á hljóðfærið rétt eins og í
gömlu Ásólfsskálakirkju fyrir
meira en hálfri öld. Ég veit ekki
betur en safngestum hafi þótt að
nokkur búningsbót og kalli hver
sem vill karlagrobb.
Nú er röddin hljóðnuð, fingur
leika ekki framar um takka til að
töfra fram ljúf lög en minningin lif-
ir. Margt gott geymi ég í sjóði frá
genginni götu. Ég hugsa til ævivin-
ar míns í hlýrri þökk og sendi fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur. Ég
kveð hann með þýddu ljóði Gríms
Thomsen:
Vammlausum hal og vítalausum fleina
vant er ei, boglist þarf hann ei reyna,
banvænum þarf hann oddum eiturskeyta
aldrei að beita.
Þannig sé ég fyrir mér lífsferil
þess sem hér er kvaddur. Lifi hann
og við öll í Guðs friði.
Þórður Tómasson.
Frá því ég man fyrst eftir mér
var Fúsi frændi, eins og við köll-
uðum hann, fastur punktur í tilver-
unni. Ég man eftir því þegar ég
kom til ömmu á Hellu pínulítil,
hvað það var þá gaman að vera ná-
lægt Fúsa. Hann spilaði á sög og
greiðu og galdraði peninga úr eyr-
unum á okkur krökkunum. Einnig
spilaði hann listavel á harmoniku.
Ég hitti Fúsa af og til seinni árin
og það var gaman að sjá hvað
krakkarnir mínir hændust að hon-
um, eins og flest börn gerðu. Hann
var einstaklega barngóður og ljúfur
maður.
Því miður er ég fjarverandi í dag
og get ekki fylgt Fúsa frænda til
grafar en hugur minn verður aust-
ur í Odda.
Öllum ættingjum og vinum Fúsa
sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Vigfúsar frá Brúnum.
Brynja Hjaltadóttir.
Fyrir hönd Harmonikufélags
Rangæinga langar mig að minnast
með nokkrum orðum Vigfúsar Sig-
urðssonar á Hellu.
Hann var einn af stofnendum fé-
lagsins og virkur þátttakandi í þau
rúm tuttugu ár sem félagið hefur
starfað. Hann spilaði með hljóm-
sveit félagsins allan tímann og tók
þátt í þeim atburðum er voru á fé-
lagsins vegum. Í ferðalögin okkar
fór hann og hafði gaman af, enda
glöggur á umhverfi sitt og hafsjór
af fróðleik um náttúruna. Hann var
góður ferðafélagi og létti okkur
lund á ýmsan hátt. Frásagnarhæfi-
leiki hans var einstakur og miðlaði
hann til okkar sögum um menn og
málefni. Einnig fuku oft vísur þeg-
ar tilefni gafst til. Alltaf gætti hann
þó þess að enginn væri sár eftir.
Tryggur félagi var hann og orð-
heldinn maður sem ætíð mátti
treysta á ef hann lofaði einhverju.
Maður sem hélt sig ef til vill aðeins
til hlés en var til staðar ef með
þurfti.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni og það sem hann
lagði til málanna, með sinni hóg-
væru glettni, var alltaf á jákvæðu
nótunum.
Tónlistin var honum í blóð borin
og söng hann meðal annars í
kirkjukórum um áratuga skeið. Síð-
ustu árin í Árbæjarkirkju í Holtum.
Við kveðjum góðan félaga og vin
og þökkum fyrir okkur. Spilafélag-
arnir þakka honum allar góðar
stundir og minnast samfylgdarinn-
ar á vængjum tónanna í tuttugu ár.
F.h. Harmonikufélags Rang-
æinga.
Sigrún Bjarnadóttir.
VIGFÚS
SIGURÐSSON
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSTÞÓR GUÐMUNDSSON,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi fimmtu-
daginn 22. september.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi að kvöldi
fimmtudagsins 29. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Guðjónsdóttir, Hörður Kristjánsson,
Arnór Steingrímur Guðjónsson, Frank Arnold Wijshijer,
Auður Ólína Svavarsdóttir,
Þórir Hrafn Harðarson, Haukur Þór Harðarson,
Nanna Ólína A. Arnórsdóttir, Vilhjálmur Svavar A. Arnórsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN EARNEST HENSLEY,
Þverholti 1,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 29. september.
Útförin verður auglýst síðar.
María Hensley,
Helga Jónsdóttir,
Erla Björk Jónsdóttir,
Jón Þorri Jónsson,
Doróthea Jónsdóttir,
Hjördís Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA ELÍASDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 34,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstu-
daginn 30. september.
Sveinn H. Ragnarsson,
Sveinn Andri Sveinsson, Þórunn Grétarsdóttir,
Halldór Fannar og Guðbjörg Lilja