Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 57 MINNINGAR Listamaðurinn og fræðimaðurinn Hörð- ur Ágústsson er lát- inn. Hörður skilur eft- ir sig mikið verk sem fræðimaður, listamaður og höfundur ómetan- legra rita um íslenska menningu. Þau verk hans sem ég þekki best birtust m.a. í rannsóknum hans á þeim hluta menningararfs okkar sem húsagerðarlistin er. Það var oft mikil ögrun fólgin í því að vinna með Herði Ágústssyni. Ég hafði þau forréttindi að njóta leiðsagnar hans og vinna með honum að húsa- friðunarmálum. Má segja að á þeim vettvangi hafi hann borið höfuð og herðar yfir aðra og unnið stórvirki í öllu tilliti, verið frumkvöðull og hvatamaður margra verkefna. Okk- ar fyrstu kynni voru þegar tengda- faðir minn Gunnar Guðbjartsson kynnti mig fyrir honum. Þeir unnu þá að því að tryggja varðveislu og endurgerð Norskahússins í Stykk- ishólmi, Gunnar, sem formaður byggðasafnsnefndar Snæfellinga, sem starfaði á vettvangi sýslunefnd- ar, og Hörður sem ráðgjafi við end- urgerð hússins og mikill áhugamað- ur um varðveislu menningar- verðmæta. Árangur af starfi þeirra og annarra þeirra, sem síðar komu að því verki, má sjá í Norskahúsinu, sem er byggðasafn Snæfellinga í dag og setur mikinn svip á staðinn. Norskahúsið er trúlega eitt besta verk sem Hörður kom að við end- urgerð gamalla húsa. Síðar lágu leiðir okkar Harðar saman þegar ég fékk hann til þess að vinna húsa- könnun í Stykkishólmi. Í því verki lagði hann mat á hvaða hús ætti að friða og hvaða hús ætti að varðveita í þágu hverfaverndar, svo halda mætti þeim heildarsvip sem byggð- in bar í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Það verk vann hann árin 1977 og 1978 í góðu sam- starfi okkar. Húsakönnun Harðar var lögð til grundvallar við end- urskipulagningu gamla bæjarins. Það skipulag og húsakönnunin lagði grunn að endurgerð þeirra húsa sem voru friðuð af bæjarstjórn með samþykkt skipulagsins. Í dag má HÖRÐUR ÁGÚSTSSON ✝ Hörður Ágústs-son fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 20. sept- ember. sjá árangur þeirra verka eftir að eigend- ur húsanna hafa lagt metnað sinn í að fara að þeim tillögum sem Hörður setti fram á sínum tíma. Hörður þoldi enga hálfvelgju þegar um húsafriðun- armál var fjallað. Því kynntist ég enn betur síðar þegar ég fyrir hans orð tók sæti í Húsafriðunarnefnd ríkisins. Á þeim vett- vangi var Hörður mikill áhrifavaldur og lét einskis ófreistað að ná fram markmiðum sínum í friðun húsa. Krafðist hann jafnan fullkominna vinnubragða við endurgerð húsa, sem að hans mati voru þess verð að leggja í vinnu og fjármuni til þess að varðveita meist- araverk hönnunar og handverks fyrri ára. Það fer ekki á milli mála að ráðgjöf Harðar og eldmóður hef- ur skilað miklu á vettvangi húsa- friðunar á Íslandi. Með þessari kveðju vil ég minnast Harðar Ágústssonar með virðingu og þakk- læti fyrir gott og árangursríkt sam- starf. Blessuð sé minning hans. Sturla Böðvarsson. Þegar ég var í inntökuprófinu fyrir Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands hitti ég Hörð Ágústsson í fyrsta skipti. Ég var að teikna lif- andi módel og hafði kuskað eitthvað með fingurgómunum í skygging- unni eins og ég hafði oft gert í teikningu hjá Jóhanni Briem í Laugalækjarskólanum og fengið gott fyrir. Bragi Ásgeirsson var nýbúinn að ganga fram hjá og líta á myndina og segja að ég ætti ekki að gera svona, svolítið þungbúinn á svip, að mér fannst, þegar hann benti á skygginguna. Hörður kom rétt á eftir og benti á sama kuskið og sagði að þetta væri fínt hjá mér. Kannski segir þetta ekki mikið um þessa tvo heiðursmenn (eða alla þrjá), en segir talsvert um listina, það eru margir möguleikar þegar hún er annars vegar, og einmitt þar einhvers staðar er dulmagn hennar. Það tókust ágæt kynni með mér og Herði mjög fljótlega. Annað- hvort tókst honum sérlega vel að hvetja mig og láta mig finnast ég vera talsvert hæfileikaríkur, eða honum þótti það raunverulega. Ég held reyndar að hann hafi haft sér- stakt lag á að laða það besta fram í hverjum nemanda með jákvæðri og svolítið strangri en upplýsandi gagnrýni. Í formfræðina kom hann með doðranta með Paul Klee, Bau- haus, formbækur Dieter Roth og sýndi okkur slædsmyndasýningu með undrum forma í umhverfi okk- ar ásamt mörgu fleira. Ég upp- tendraðist af öllu þessu. Ég held að við höfum meira og minna gert það öll. Hörður var sjálfur áhugasamur um það sem hann var að kenna hverju sinni og því sérstaklega góð- ur og smitandi kennari. Ég held að þeir sem voru nemendur hjá honum séu nokkuð sammála um það. Eftir þennan mánuð í formfræðinni kall- aði hann hvert okkar upp á skrif- stofu til sín. Hann sagði að tilraunir mínar væru spennandi og hann sæi fyrir sér að ég gæti orðið góður listamaður á því sviði. Ég vildi samt sem áður fara í aðra átt og tók formfræðina þar sem við átti í fræðunum, og tel þá tíma vera mjög mikilvæga í ljósi seinni tíma, en valdi mér strax slóða fyrir frásagnartengda list. Ég dreg þetta fram til að sýna víðsýni Harð- ar, sem sýndi því sem við tók ekki minni áhuga, og var sannast sagna mjög hvetjandi eftir sem áður. Margir listamenn sem fóru í farveg abstraktlistarinnar áttu, og eiga erfitt með að skoða frásagnarlega list. Ég vitna oft í þann viðsnúning sem varð á félögum Gustons um 1960, þegar hann sneri frá abstrakt- list til fígúrasjónar, þá sneru flestir félagar hans baki við honum og töldu að hann hefði ruglast í ríminu. Í dag telja flestir að hans bestu verk séu í fígúrasjóninni. Með þessum formerkjum velti ég enn fyrir mér því sem hann sagði sjálfur oftar en einu sinni, að önd- vert við flesta félaga sína sem unnu óhlutbundið, þá væri hann trúaður (sbr. kristinnar trúar), minnugur þess að hafa líka lesið eitthvað ekki ólíkt að upplagi um reglu trúarinn- ar í óreglu tímans eftir Sigurð Nor- dal. Ég hafði lesið grein Harðar um línuna (teikninguna) í tímaritinu Vaka áður en ég kom í skólann, þá alls ekki undirbúinn fyrir neina fræðilega lesningu tengda listinni, vissi eiginlega mest um afskorna eyrað á Van Gogh og Tunglið og tíeyring Gauguins o.s.frv. Hörður gat, þrátt fyrir mína litlu þekkingu, látið línuna (teikninguna) í þessari grein verða spennandi og hann gat tengt hana inn í listasöguna og sögu íslenskrar listar frá upphafi á þann hátt að maður náði í hana (línuna) og tók tengingunni sem heillandi og raunverulegri í þessu ruglingslega samhengi, þótt ekki skildi maður hana fullkomlega, og kannski rétt- ara að segja harla lítið. Í viðtali sem hann tók við listamanninn Herbin í sama tímariti lýsir hann kringum- stæðum þess góða listamanns á þann hátt að ég man þær enn, hvernig listamaðurinn raðaði litun- um skipulega á litaspjaldið eftir hitamagni og skipti upp húsnæði sínu á hárnákvæman hátt í miðjunni með pappírsvegg. Vinnustofa og heimili. Virðing hans fyrir Herbin var augljós. Ég held að það væri hægt að snúa þessari lýsingu hans yfir á hann sjálfan, allt var ná- kvæmlega hugsað sem hann gerði og allt var á sínum stað á vinnustof- unni hans. Vinnustofur listamanna eru oft skemmtilegar í samhengi við listina sem þeir vinna. Ég held að Hörður hafi átt frumkvæðið að því að Herbin-málverkið, sem maður sá svo oft á gamla Listasafni Íslands, var keypt þangað, og þar með átt drjúgan þátt í því að ég hef alltaf haldið upp á Herbin sem listamann. Kannski er þar komið dæmi um það hvernig alþjóðleg list öðlast lókal samhengi. Ef ég man rétt þá stofn- uðu áhugasamir félagar með Hörð í broddi fylkingar listfélag, sem hafði það hlutverk að öngla saman pen- ingum til að kaupa erlenda list fyrir Listasafn Íslands. Ég ætla ekki að fara að þylja upp allt ævistarf Harðar á sviði fræði- rita og annarra umsvifa enda stutt síðan farið var nokkuð vel í feril hans á Kjarvalsstöðum, en þar kom í ljós það sem við vissum sem tengdust honum á einhvern hátt, að hann hefur ekki verið við eina fjöl- ina felldur á lífsleiðinni, en alls stað- ar þar sem hann hefur komið við hefur hann skilið eftir mikilvæg skref í íslenskri lista- og menning- arsögu. Ég verð að segja að ég sakna þess að hann hélt ekki jafn- framt áfram í myndlistinni sjálfri eftir límbandsmyndirnar, og reyndi oft að fá hann til að gera sýningu í Ganginn á nýjum myndum. Hann sagði alltaf að ég mætti velja hvað sem væri af vinnustofunni og sýna það, en það varð þó aldrei af því. Það vantar alltaf listamenn eins og Hörð. Ég kveð hann með þeim orðum. Helgi Þorgils Friðjónsson. Kveðja frá Arkitektafélagi Íslands Svo segir í einu ljóði Hávamála: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama; en orðstírr deyr aldregi, þeim er sér góðan getur. Hörður Ágústsson er nú allur eins og frændur þeir sem horfið hafa yfir móðuna miklu. En orðstír hans deyr aldrei, því hann gat sér hann góðan. Félagar hans í Arkitektafélagi Ís- lands votta honum virðingu og þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu byggingarlistar í landinu. Hann gaf okkur grundvöll og stolt og sýndi fram á að við byggjum starf okkar á merkilegum þjóðararfi íslenskrar byggingarlistar. Hann var ósérhlífinn brautryðjandi og baráttumaður. Listamaður var hann og góður, hann var í fremstu röð framsækinna myndlistarmanna tuttugustu aldarinnar. Íslenskir arkitektar munu þó minnast Harðar Ágústssonar fyrst og fremst sem hæfileikaríks fræði- manns og brautryðjanda í rann- sóknum á sögu og varðveislu ís- lenskrar byggingarlistar. Fyrir það ómetanlega starf var Hörður Ágússton, listamaður og fræðimaður, gerður að heiðurs- félaga í Arkitektafélagi Íslands árið 1992. Einn fárra manna sem þann heiður hafa hlotið, sá fyrsti og örugglega um langt skeið sá eini sem þann heiður fær og er ekki með menntun sem akademískur arkitekt. Með rannsóknum sínum og skrif- um um byggingarlist fyrri kynslóða varð hann fyrstur manna til að opna augu landsmanna fyrir arfi þjóð- arinnar í byggingarlist. Hann braut blað með rannsóknum sínum og þurfti oft að etja kappi við skiln- ingsleysi og fordóma menningarvita samtímans. Hörður beindi augum manna að mikilvægi þess að varðveita þennan arf. Húsakönnun hans og Þorsteins Gunnarssonar á miðbæ Reykjavík- ur var brautryðjendastarf í þessum málum á Íslandi. Hún gerði mönn- um ljóst að byggingarlistin er ekki bara stórar og mikilfenglegar bygg- ingar, heldur felst hún ekki síst í þeirri kunnáttu og alúð sem lögð er í formsköpun og handverk. Hún er óháð stærð og mikilfengleik. Hörð- ur á að hafa sagt að hann legði Víði- mýrarkirkju að jöfnu við Péturs- kirkjuna í Róm sem byggingar- listaverk. Þannig opnaði hann augu manna fyrir því að við getum verið stolt af byggingarlistararfi okkar. Með þrotlausu starfi við uppmæl- ingar gamalla bygginga, menning- arsögulegar rannsóknir og viðamik- il ritverk lagði Hörður Ágústsson grundvöll að byggingarlistarsögu þjóðarinnar og í þann sjóð munu ís- lenskir arkitektar sækja þekkingu, uppljómun og hugmyndir um ókom- in ár. Fyrir hönd félaga í Arkitekta- félagi Íslands vil ég votta aðstand- endum hans innilega samúð við missi þessa merka manns og heið- ursfélaga í Arkitektafélagi Ís- lands. Þórarinn Þórarinsson, formaður Arkitekta- félags Íslands. ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Böðvarsdal í Vopna- firði 29. nóvember 1924. Hann lést á legudeild dvalar- heimilisins Sunda- búða á Vopnafirði 24. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ei- ríksson, kennari á Vopnafirði og víðar, bóndi í Böðvarsdal, síðar bóndi og skólastjóri á Torfa- stöðum í Vopnafirði, f. 28. janúar 1891, d. 20. apríl 1979, og Lára Runólfsdóttir húsfreyja í Böðvars- dal og á Torfastöðum, f. 13. maí 1894, d. 4. nóvember 1985. Sigurð- ur átti einn bróður, Runólf Jóns- son, f. 28. janúar 1927, d. 11. febr- úar 1991. Sigurður var stúdent frá Mennta- skólanum á Akur- eyri 1944. Hann stundaði nám við verkfræðideild Há- skóla Íslands 1944– 1945, vann skrif- stofustörf hjá Reykjavíkurborg 1946–1948, hjá Vestmannaeyjabæ 1949–1954 og hjá Tanga hf. á Vopna- firði frá 1957 uns hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Nú ætla ég að kynna þig fyrir áhugaverðum manni,“ sagði Gísli Halldórsson leikari við mig. Við vorum rétt ókomin til Vopnafjarð- ar, leikhópurinn sem var búin að þræða öll samkomuhús um landið þvert og endilangt til að sýna landsbyggðinni leikrit Jökuls Jak- obssonar, Hart í bak. Því meira sem Gísli sagði mér um hinn áhugaverða Vopnfirðing, því meira hlakkaði ég til að hitta hann. Mér var sagt að vinátta þeirra hefði hafist þegar þeir voru báðir í Æskulýðsfylkingunni. Sigurður hafði verið nokkurs konar leiðtogi unga fólksins þar á tímabili. „Hann er svo fluggáfaður hann Siggi,“ sagði Gísli, sem auðsjáan- lega þótti mikið til þessa vinar síns koma. Alltaf hæstur á öllum próf- um í menntó og allar heimsbók- menntirnar virtist þessi vinur hans kunna utan að. „Svo bara allt í einu fór hann til Vopnafjarðar,“ sagði Gísli hneyksl- aður, en viðurkenndi auðvitað um leið að það væri heimabyggðin hans, en fyrr mátti nú vera kær- leikur til átthaganna! Hann átti glæsilega framtíð hann Siggi, í Reykjavík, innan um félagana sem allir litu upp til hans sem nokkurs konar gúrús. En það var rétt eins og hann hefði lesið yfir sig – „eða fengið leið á ykkur,“ sagði ég hæversklega. En Gísli fékk ekki ráðrúm til að svara mér því nú renndum við í hlað að samkomu- húsinu á Vopnó. Og þar stóð hann Siggi tilbúinn til að hjálpa okkur að bera inn leiktjöldin. Það eru orðin mörg ár síðan, líklega hefur þetta verið ár- ið 1963 eða 1964. Hann var svo glæsilegur þessi margumtalaði vinur Gísla. Fremur lágvaxinn, grannur, með mikið og dökkt liðað hár, óvenjufrítt andlit og hans mesta prýði voru skær, tindrandi augu. Og þessi augu skinu alltaf jafn skært jafnvel þótt ljómi þeirra þyrfti að brjótast í gegnum óvenjuþykkan gráan hárlubba með áföstu skeggi, sem hann kom sér upp nokkrum árum seinna. Ég hélt ég fengi hjartaáfall þegar Skuggasveinn í fullu gervi mætti okkur til hjálpar við leiktjalda- burðinn sjö árum seinna. Það var held ég fjórða leikferðin sem ég tók þátt í og var Gísli ekki í leik- hópnum í þeirri ferð. Svo ég bjóst reyndar ekki við að hann gerði mikið stáss úr mér án milligöngu Gísla. En það var nú eitthvað ann- að. Hann bauð mér strax gistingu hjá sínum yndislegu foreldrum. Var það ævintýri líkast að þiggja gestrisni þeirra hjóna. Man ég að þar borðaði ég í fyrsta skipti sel- kjöt og útsaumur var á drifhvítum sængurfötunum, handprjónað handklæði og meira að segja heimatilbúin sápa. Vin sem Sigga hefur verið dýr- mætt að eiga í gegnum árin. Þær eru ófáar bækurnar sem hann sendi mér, því hann vissi alltaf hvað mundi vekja áhuga minn. Heilan bunka á ég inni í skáp af ljósrituðum blöðum, þau segja mér sögur af skemmtilegum körlum og kerlingum sem hann hefur verið að lesa um. Mest hafði ég gaman af lýsingu Laxness í Sjálfstæðu fólki á prestinum í þeirri bók. Siggi var heillaður af þessum presti sem sagðist vera brjóstveik- ur að eðlisfari. Svo átti þessi vinur minn til að hringja og segja mér að hann væri að hlusta á Beethoven-sinfóníu og ég yrði að fá að hlusta á svo óvenjufallegan kafla, svo lagði hann símtólið við fóninn svo ég gæti hlustað og ég hrópaði eins hátt og ég gat svo hann heyrði í mér: „Siggi! Þetta er svo dýrt, það er ódýrara fyrir þig að ég kaupi diskinn og hlusti á hann þannig.“ Þá kom Siggi í símann og Beetho- ven fjarlægðist örlítið: „Þú skilur þetta ekki, Gunna, þegar maður heyrir eitthvað svona fallegt, þá er nauðsynlegt að fá að deila því með einhverjum.“ Guð blessi minningu míns kæra vinar, og almættið bið ég einnig að blessa vinina sem hann átti þar á Vopnafirði og reyndust honum svo vel. Sérstaklega bið ég Guð að líta til konunnar sem bakaði allar smá- kökurnar handa honum fyrir jólin. „Hún er einstök,“ sagði Siggi, „hjarta úr skíragulli, og ekki slæ ég hendinni við hangikjötinu og hákarlinum sem kemur í sömu sendingum.“ Guðrún Ásmundsdóttir. SIGURÐUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.