Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Sigur-björg Ólafsdótt-
ir Reykdal fæddist á
Siglufirði 16. des-
ember 1922. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 21.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ólafur
Jóhannesson Reyk-
dal trésmiður á
Siglufirði, f. 10. júní
1869, d. 20. desem-
ber 1960, og kona
hans Sæunn Odds-
dóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júní
1938. Systkini Guðrúnar voru
Oddrún, f. 1917, d. 1995, en hún
bjó lengi á Siglufirði, og Þórarinn
rafveitustjóri á Hólmavík, f. 1919,
d. 1993.
Guðrún giftist 29. maí 1943 Þ.
Ragnari Jónassyni bæjargjald-
kera og fræðimanni, f. 27. október
1913, d. 6. október 2003. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jónas Guð-
mundsson bóndi á Eiðsstöðum í
Blöndudal í Austur-Húnavatns-
sýslu og Ólöf Bjarnadóttir. Börn
Guðrúnar og Ragnars eru: 1)
Ólafur, bókaútgefandi í Reykja-
vík, f. 8. september 1944. Kona
hans er Elín Bergs, skrifstofu-
maður. Synir þeirra eru: Ragnar
Helgi, myndlistarmaður, f. 1971,
kona hans er Margrét Sigurðar-
dóttir kennari, börn þeirra eru
Diljá, Ólafur Kári og Una. Kjartan
Örn, f. 1972, MBA, búsettur í New
York, kona Ásta Sóllilja Guð-
mundsdóttir líffræðingur, börn
þeirra eru Valtýr Örn og Elín
Halla. 2) Jónas, ritstjóri í Reykja-
vík, f. 24. febrúar
1948. Kona hans er
Katrín Guðjónsdótt-
ir, læknaritari. Syn-
ir þeirra eru: Ragn-
ar, héraðsdóms-
lögmaður, f. 1976,
kona hans er María
Margrét Jóhanns-
dóttir sálfræðinemi.
Tómas, laganemi, f.
1980. 3) Edda, hús-
móðir í Hollandi, f.
4. október 1949.
Maður hennar er
Óskar Már Sigurðs-
son flugstjóri. Synir þeirra eru:
Sigurður Rúnar framkvæmda-
stjóri, f. 1975, kona hans er Steph-
anie Óskarsson-Colaris, sálfræð-
ingur, börn þeirra eru Kjartan
Pieter og Karena Lovísa. Ólafur
Ragnar, tölvufræðingur, f. 1981.
Ásgeir Þór, verkfræðinemi, f.
1984. Barnabörn Ragnars og Guð-
rúnar eru því sjö og barnabarna-
börnin einnig sjö.
Veturinn 1940-1941 var Guðrún
farkennari á Engidal og í Héðins-
firði. Hún vann við síldarsöltun
mörg sumur og hjá Mjólkursam-
sölunni á Siglufirði frá 1966 og
síðar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á
Siglufirði.
Guðrún hafði mikinn áhuga á
þjóðlegum fróðleik og ættfræði.
Hún safnaði þjóðsögum Ásdísar
Ólafsdóttur, ömmu sinnar, saman
og fjallaði um hana í bók sem gef-
in var út árið 1991 undir heitinu
„Úr sagnabrunni“.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Siglufjörður var samofinn ævi
tengdamóður minnar, Guðrúnar
Reykdal. Hún fæddist þar árið 1922
og átti í áttatíu ár heima í húsinu
sem faðir hennar byggði og hún
fæddist í. Síðasta eitt og hálft ár var
hún „að heiman“, fyrst á Heilbrigð-
isstofnuninni á Siglufirði, síðan á
hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík
þar sem hún lést.
Síldarævintýrið setti svip sinn á
Siglufjörð þegar Guðrún var á ung-
lingsárum og hún lét þar til sín taka
sem dugandi söltunarstúlka á með-
an það ævintýri stóð. Síðar vann
hún við verslunarstörf þar í bænum.
Að loknu gagnfræðaprófi var hún
farkennari í byggðunum austan og
vestan Siglufjarðar og fór þar á
milli ýmist sjóleiðina eða yfir fjall-
garðana. Síðar á lífsleið hennar
naut ungt fólk tengt fjölskyldunni
góðs af kennsluhæfileikum hennar.
Guðrún giftist liðlega tvítug ung-
um Húnvetningi sem örlögin höfðu
stefnt til Siglufjarðar eftir alllanga
dvöl við nám og störf í Danmörku.
Það var Þ. Ragnar Jónasson sem
var bæjargjaldkeri á Siglufirði til
margra ára.
Þau gengu í hjónaband í maí-
mánuði 1943 og voru óaðskiljanleg
upp frá því og höfðu verið gift í rúm
sextíu ár þegar Ragnar féll frá fyrir
tæpum tveimur árum.
Það var ekki aðeins að þau hefðu
bæði brennandi áhuga á velferð
barna sinna og fjölskyldna þeirra
heldur fylgdust þau vel með lands-
málum og siglfirskum málefnum og
létu þau til sín taka. En þótt þau
væru með á nótunum í nútímanum
var það ekki síður fortíðin sem heill-
aði þau bæði. Ragnar hafði áratug-
um saman unnið að fræðistörfum og
skriftum, skrifað í blöð og tímarit
og sendi frá sér fimm binda verk
um mannlíf, lífshætti og þjóðtrú í
Siglufjarðarbyggðum. Guðrún tók
mikinn þátt í öflun heimilda vegna
þessara verka Ragnars, bæði úr
bókum og handritum og þegar þau
komu til Reykjavíkur lá leið þeirra
oft á Þjóðskjalasafnið til þess að
afla gagna.
Guðrún stundaði jafnframt sínar
eigin rannsóknir, helgaði sig ætt-
fræði um árabil og náði að koma
saman miklum ættartölum með
heimildaöflun, bréfaskriftum og
bóklestri. En þjóðmenning og
þjóðtrú heilluðu hana ekki síður
enda átti hún ekki langt að sækja
þann áhuga því að amma hennar í
föðurætt, Ásdís Ólafsdóttir, var
kunn sem þjóðsagnaþulur í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum og var haft
á orði í blaðagrein um son hennar,
Jóhannes Reykdal, föðurbróður
Guðrúnar, að eftir að hún kom suð-
ur til sonar síns hefðu Reykvíkingar
sent eftir henni til Hafnarfjarðar
„mann og hest til þess að fá hana til
að koma og segja þjóðsögur einkum
af huldufólki“.
Guðrún lagði sig mjög eftir að
safna saman þjóðsögum ömmu sinn-
ar sem sumar höfðu birst en aðrar
voru til í handritum á söfnum. Þess-
ar sögur voru gefnar út fyrir hálf-
um öðrum áratug í bók sem hlaut
nafnið „Úr sagnabrunni“.
Allir þeir sem kynntust Guðrúnu
sáu að þar fór vel gefin og vel gerð
kona, heilsteypt og heiðarleg, dug-
leg og samviskusöm og ljúf í allri
umgengni.
Það fór heldur ekki framhjá þeim
sem áttu samskipti við þau Guðrúnu
og Ragnar hve miklir kærleikar
voru með þeim. Það má segja að
þau hafi alla tíð verið eins og nýgift.
Hlýjan skein af þeim, kærleiksrík
orð fóru á milli þeirra og vænt-
umþykjan var innsigluð á hverjum
morgni þegar Ragnar gaf Guðrúnu
„skeggkossinn“ er hann var búinn
að raka sig. Hún hefur ekki notið
þessara kossa undanfarin tvö ár en
hver veit nema „skeggkossarnir“
verði endurvaktir þegar þau Guð-
rún og Ragnar hittast að nýju á
öðru sviði en því jarðneska.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
þakka starfsfólki Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Siglufirði og Hjúkrun-
arheimilisins Eir hlýja og góða
umönnun.
Það var ánægjulegt og lærdóms-
ríkt að eiga samleið með þeim Guð-
rúnu og Ragnari í nærri fjóra ára-
tugi og óteljandi góðar og hlýjar
minningar munu geymast um
ókomin ár.
Blessuð sé minning elskulegrar
tengdamóður minnar, Guðrúnar
Reykdal.
Elín Bergs.
Aftur er komið sumar. Leiðin
liggur til Siglufjarðar, tilfinningin
er tilhlökkun. Hólshyrnan er komin
í sumarkjólinn, hneigir sig um leið
og hún tekur brosandi á móti okkur.
Við nálgumst Hlíðarveg 27. Á stétt-
inni við þröskuldinn taka Guðrún og
Ragnar, tengdaforeldrar mínir, á
móti okkur, þau haldast í hendur.
Það glittir í gleðitár um leið og við
birtumst. Löngu búið að leggja á
borð, allir eiga sín föstu sæti, ynd-
isleg tilfinning. Rósir úr garðinum
hennar Guðrúnar prýða borðið. En,
eins og Ragnar sagði svo oft: Fal-
legasta blómið í garðinum er hún
Guðrún mín og smellir léttum kossi
á kinn elskunnar sinnar. Hún bros-
ir, en fer hjá sér. Svo mikil ást.
Nú er fallegasta blómið í garð-
inum, hún Guðrún, hjá Ragnari sín-
um, sem mun vökva blómið sitt með
gleðitárum, hvern einasta dag.
Katrín Guðjónsdóttir.
Þegar ég kvaddi Ragnar afa minn
fyrir tveimur árum varð mér hugs-
að til orða Platóns um ástina; um
það hvernig maðurinn hafi í upphafi
verið settur saman úr tveimur sam-
föstum líkömum sem guðirnir höfðu
síðan af illkvittni deilt í með tveim-
ur; skapað þannig mann og konu
sem sífellt leita að „hinum helmingi
sjálfs sín“. Amma og afi voru svo
lánsöm að finna hinn helming sjálfs
sín hvort í öðru. Fyrir mér voru þau
sem ein sál í tveimur líkömum; svo
hreint, tært og einhvern veginn
náttúrulegt var samband þeirra í
mínum augum.
Amma mín var amma eins og lýst
er í bókum – í gömlum bókum – eig-
inlega bara í gömlum barnabókum
af þeirri tegund sem ekki þykja sér-
lega móðins nú um stundir, líklega
vegna þess að mörgum finnst þær
ekki vera sérlega raunsæjar. En
einhvern veginn fór hún amma mín
að því að vera svona í alvörunni: ró-
lynd og nægjusöm, heiðarleg, blíð,
góð – ætíð gjafmild á umhyggju
sína. Þetta var hún meira að segja
allt í senn um leið og hún bar í
mann fleiri kökur, meira kaffi og
spjallaði um daginn og veginn.
Amma fór létt með það að vera hún
sjálf þótt hún væri að gera annað.
Það þarf líklega ekki að vera fullt
starf að vera maður sjálfur.
Hún var óvenju heil manneskja,
sem áreynslulaust bar alltaf um sig
sérstakan hjúp hlýju og væntum-
þykju sem öllum var velkomið að
sækja í. Það er mitt lán að hafa
fengið að njóta gjafmildi hennar.
Amma bjó alla ævi í sama húsinu,
því sama og hún fæddist í og pabbi
hennar byggði. Hún átti aldrei bíl,
fór ekki til útlanda á hverju ári og
lifði á ellilífeyrinum. Samt man ég
aldrei nokkurn tímann til þess að
hafa heyrt á henni að hana vantaði
neitt. Enn á maður margt ólært.
Ég held líka að amma hafi átt al-
veg vandræðalaust samband við al-
mættið. Trú hennar var sjálfgefinn
hluti af lífinu og þess vegna ekkert
áberandi – frekar en aðrir sjálf-
sagðir hlutir í hversdeginum. Vissa
um styrka og flækjulausa trú henn-
ar á Guð léttir mér kveðjuna.
Eftir að afi dó fyrir tveimur árum
dró hratt af ömmu. Hún var eftir
það sem hálf. Hún saknaði helmings
sjálfrar sín. Allir sem hittu hana
fundu fyrir þessum djúpa og sára
söknuði sem setti sitt mark sífellt
sterkar á hana. Hún fann fyrir afa
þótt hann væri farinn, kannski á
sama hátt og fólk sem missir útlim
finnur enn fyrir honum, þótt hann
sé horfinn – og tíminn líði.
En nú er amma lögð af stað á eft-
ir afa og brátt finnast þau á ný. Þá
verður aðskilnaður þeirra á enda.
Ég ætla að leyfa mér að sakna
ömmu um stund, en ekki of lengi.
Slíkt væri eigingirni, því ég held að
hún sé heilli þar sem hún nú er en
þar sem hún var.
Ég kveð ömmu eins og hún
kvaddi mig alltaf: Guð fylgi þér,
amma mín.
Ragnar Helgi Ólafsson.
Það var fastur punktur í tilver-
unni, frá því við munum eftir okkur,
að fara til Siglufjarðar á sumrin og
heimsækja ömmu Guðrúnu og afa
Ragnar. Það var alltaf mjög sérstök
tilfinning að koma út úr göngunum
og keyra upp að hvíta húsinu við
Hlíðarveg, eftir langan akstur. Allt-
af sama tilhlökkunin, hvort sem við
vorum tveggja ára eða tuttugu ára,
og í raun fannst manni ekkert
breytast á öllum þessum árum.
Við uxum úr grasi, fórum í
menntaskóla og háskóla en ein-
hvern veginn fannst manni tíminn
standa í stað á Hlíðarvegi 27, hjá
ömmu og afa. Það er mjög dýrmætt
að eiga þessar minningar og verða
þær sterkari með hverju árinu sem
líður.
Það er erfitt að hugsa til þess að
geta ekki lengur heimsótt ömmu
Guðrúnu og afa Ragnar á Hlíðar-
veginum á sumrin. En minningarn-
ar lifa áfram og það er gott að vita
til þess að nú séu þau sameinuð á
ný á öðrum stað.
Ragnar og Tómas.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
frá Siglufjarðarkirkju Guðrúnu
Reykdal eða Góu eins og við systk-
inin kölluðum hana alltaf.
Öll okkar bernskuár á Siglufirði
áttum við systkinin trausta og góða
vini á Hlíðarvegi 27 í þeim Góu og
Ragnari föðurbróður okkar. Hlíð-
arvegur 27 er ekkert venjulegt hús,
heldur hús með stórri sál. Þar eru
mörg herbergi, mikið af bókum og
margt að skoða. Þetta var sann-
kallað ævintýrahús í augum okkar
krakkanna, og þar gleymdum við
oft stund og stað í alls kyns grúski
eða í leik við kisurnar sem þau áttu
ófáar um ævina. Allir hlutir áttu
sinn vissa stað, enda voru þau hjón-
in einstök snyrtimenni. Í þessu húsi
fæddist Góa og bjó alla sína ævi ut-
an síðustu missera er hún dvaldi á
Hjúkrunarheimilinu Eir þar sem
hún lést.
Eftir að við fluttum frá Siglufirði
var ætíð fastur liður þegar við kom-
um norður að kíkja inn hjá Góu og
Ragnari. Þá þurfti alltaf mikið að
spjalla og segja frá hvað á dagana
hefði drifið síðan í síðustu heim-
sókn.
Góa og Ragnar fylgdust ætíð vel
með okkur og börnum okkar og
sýndu okkur ætíð mikla væntum-
þykju sem við mátum ætíð mikils.
Þau voru stolt af sínum börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum.
Þau Góa og Ragnar voru einstak-
lega samrýnd hjón og höfðu verið
gift í rúmlega 60 ár þegar Ragnar
féll frá fyrir um tveimur árum.
Þeirra framlag til sögu Siglufjarðar
verður seint fullþakkað. Eftir Ragn-
ar liggja fimm bækur um sögu
Siglufjarðar og framlag Góu í þeirri
miklu vinnu var einnig mjög mikið.
Er þá aðeins lítils getið af þeirra
fræðistörfum og útgefnu efni. Ekki
var komið að tómum kofanum hjá
þeim þegar spáð var í örnefni eða
sögu Siglufjarðar eða hvaðeina sem
sneri að Siglufirði eða Siglufjarð-
ardölum. Meiri Siglfirðinga en þau
voru vandfundnir.
Góa var mikil hannyrðakona og
leiðbeindi hún nokkrum okkar í
hannyrðum. Einnig las hún með
flest öllum okkar ensku fyrstu vet-
urna sem við lærðum hana. Þau
Ragnar áttu einnig einstaklega fal-
legan garð sem var margverðlaun-
aður og þau eyddu ófáum stundum í
að fegra sitt umhverfi.
Á skilnaðarstundu þökkum við
systkinin fyrir allar stundirnar á
Hlíðarveginum. Heimsóknir á Siglu-
fjörð verða fátæklegri hér eftir en
við erum rík af minningum sem við
geymum með okkur um ókomin ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi minningu Guðrúnar
Reykdal.
Ólöf, Helga, Ásta Jóna, Kristín,
Jónas og Inga Margrét.
Nyrst á Tröllaskaga gnæfa hin
tignarlegu Siglufjarðarfjöll sem
mynda skjólveggi næstum því
hringinn um fjörðinn fagra. Nú hafa
þau tekið á sig haust- eða jafnvel
vetrarblæ með sína hvítu snjóslæðu.
Það haustar að í náttúrunni og það
haustar einnig að í huga þeirra sem
sakna nú um þessar mundir brott-
hvarfs Guðrúnar Reykdal sem kvatt
hefur þennan heim.
Hugurinn reikar aftur í tímann til
uppvaxtarára hennar og æsku. Guð-
rún fæddist í húsi númer 27 við
Hlíðarveg á Siglufirði. Þar bjó hún
allt sitt líf en húsið tók að vísu
nokkrum breytingum á þessu tíma-
bili. Það var kreppa í landinu á
æskuárum hennar. Hún ólst upp við
það að ekki þýddi að gera kröfur,
það varð að nýta alla hluti til hins
ýtrasta og það varð hennar lífs-
mottó. Guðrún var yngst þriggja
systkina. Hún missti móður sína
ung að árum en það kom í hennar
hlut að annast heimilið þar sem
eldri systkinin stofnuðu brátt sín
eigin heimili. Hún annaðist föður
sinn til hárrar elli og fórst það vel
eins og annað er hún tók sér fyrir
hendur. Ekki var um langa skóla-
göngu að ræða fyrir ungar stúlkur á
þessum árum. Löng skólaganga
segir ekki allt – í stað þess var hún
víðlesin og fróð um flesta hluti sem
nægði henni í gegnum lífið. Hún
hafði ákveðnar skoðanir um menn
og málefni og myndaði sér sínar
eigin skoðanir og hélt þeim ákveðið
fram.
23. maí 1943 gengu þau í hjóna-
band Þ. Ragnar Jónasson, bæjar-
gjaldkeri og fræðimaður, og Guð-
rún. Hjónaband þeirra reyndist
mjög farsælt þar sem það var fyrst
og fremst byggt á trausti og virð-
ingu hvert fyrir öðru og þannig
hélst það alla tíð. Undirritaður var
hálfgerður fóstursonur þeirra á
fyrstu búskaparárum þeirra og
fylgdist vel með þeim alla tíð og
varð vitni að því að ekkert myndi
rjúfa það nema dauðinn einn.
Heimili þeirra bar vott um reglu-
semi, snyrtimennsku og hlýleika.
Þangað var alltaf gaman að koma,
hlý handtök og léttur koss á kinn.
Veisluborð voru alltaf til staðar og
þar fann maður sig velkominn.
Þarna var fræðasetur. Mikið skrifað
og söfnun gamalla sagna og ýmis
fróðleikur dreginn fram í sviðsljós-
ið. Árangurinn varð að út komu
fimm bækur frá þeim um ýmiss
konar fróðleik og sagnir sem tengd
voru atvinnusögu og framþróun í
Siglufjarðarbyggðum. Þar er margt
að finna sem ekki hafði áður komið
fram. Þetta var samstillt starf
þeirra beggja sérstaklega hin síðari
ár. Einnig kom út bók sem þau tóku
saman sem í voru þjóðsögur, sagnir
og ævintýri Ásdísar Ólafsdóttur
ömmu Guðrúnar.
Guðrún og Þ. Ragnar eignuðust
þrjú mannvænleg börn; Ólaf, Jónas
og Sæunni Eddu sem öll hafa getið
sér mjög gott orð. Frá þeim er
kominn myndarlegur hópur vaskra
og vel menntaðra einstaklinga. Guð-
rúnu og Þ. Ragnari var mjög annt
um að börnin og barnabörnin
menntuðu sig og fylgdust grannt
með hverjum þeim áfanga sem þau
náðu. Miklar sólskinsstundir voru í
lífi þeirra þegar fjölskyldumeðlim-
irnir voru nærstaddir en fjarlægð-
irnar voru oft miklar og þar af leið-
andi samverustundirnar færri en
ella.
Þegar aldurinn færðist yfir fór að
halla undan fæti. Nú um þessar
mundir eru rétt tvö ár síðan Þ.
Ragnar féll frá þá á nítugasta ald-
ursári. Hann hafði þá átt við erf-
iðleika í hreyfigetu að stríða um
nokkurt skeið. Guðrún annaðist
hann langt umfram það sem hún
hafði heilsu og kraft til. Sextíu ára
farsælt hjónaband var að baki. Nú
var hennar hlutverki að ljúka. Lífs-
kraftur fór að þverra og lífslöngun
ekki fyrir hendi sem áður fyrr var
drifkraftur í hennar lífi. Þegar hér
var komið sögu var hennar heilsa
einnig á þrotum og brátt kom að því
GUÐRÚN
REYKDAL