Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Framferði hrútsins leiðir til ferlis sem hann hefur enga stjórn á, líkt og þegar fiðrildi blaktir vængjum í einni heims- álfu og kemur af stað fellibyl í annarri, eins og óreiðukenningin segir til um. Fulltingi tvíbura er lykilatriði í þessu sambandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautinu finnst engu líkara en að það sé að spila tölvuleik þar sem markmiðið er að víkja sér undan skrímslum og safna stigum. Reglurnar ættu að vera barna- leikur, þú samdir þær! Notaðu daginn til þess að versla og fá afslátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn getur leyst nánast hvaða gátu sem er ef hvatningin er næg. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur til þess að skilja hvað er á seyði. Glöggt er gests augað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fólki líkar að vera í návist krabbans. Hann gæti eytt heilum degi í það að gjalda líku líkt, en ef hann hefur ekki að atvinnu að blanda geði við fólk er líklega best að snúa aftur til hversdagsleikans sem fyrst. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er sama þótt þú reynir að leiða nei- kvætt hegðunarmynstur hjá þér, það hverfur ekki af sjálfu sér. Sambönd batna ef maður hefur hugrekki til þess að horfast í augu við raunveruleikann. Þú átt gott með að falla öðrum í geð í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan á að vinna að umbótum á öllum sviðum þar sem hægt er að telja. Banka- reikningurinn og hitaeiningar eru ágæt dæmi. Það hefur víðtækar afleiðingar. Málið er ekki endilega bara staðreynd- irnar, heldur það sem þú gerir úr þeim. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú getur ekki stjórnað því hvað öðrum finnst um þig. Ekki hafa áhyggjur. Ein- hleypingar athugið: Vinur tekur að sér hlutverk hjónabandsmiðlara og tekst frábærlega upp. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Kaupsýsla og félagsandi eru tengd órjúf- anlegum böndum. Eigðu bara samskipti við fólk sem þú nærð frábæru sambandi við. Önnur vatnsmerki eins og krabbar og fiskar eru í þeim hópi og veita þér ánægjulega samkeppni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ástríðurnar hafa tekið völdin. Þess vegna er bogmaðurinn svo aðlaðandi í augum ljónsins og hrútsins. Kláraðu verkefnið sem þig langar síst af öllu til þess að ljúka. Að því búnu upplifir þú al- gert frelsi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn verður erfiður ef þú berst gegn straumnum. Ef þú stígur ölduna verður hann hinsvegar frábær. Það gild- ir einu þótt kringumstæðurnar séu ekki eins og þú hafðir búist við, þær verða þér samt í hag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki er víst að samhengi sé milli tveggja hluta, þótt þeir tengist innbyrðis. Það skapar bara ágreining og misskilning að hrapa að ályktunum. Ekki ganga út frá neinu, haltu þig við staðreyndir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Passaðu að samningar séu skriflegir og skuldbindingar opinberar. Velgengni á stefnumótum eða í ótilgreindu verkefni veltur á getunni til þess að leggja fyr- irframgefnar hugmyndir á hilluna. Stjörnuspá Holiday Mathis Eðlisfræðin segir að sér- hver verkun feli í sér jafna gagnverkun. Þegar mann- legt atferli er annars vegar má búast við því síðarnefnda fram til 9. desember, því Mars, stríðsherra dýrahringsins, er í bakkgír (séð frá jörðu). Við munum glíma við afleiðingar okkar ágengustu gjörða, bæði jákvæðar og neikvæðar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ökutæki, 4 hraka, 7 tælir, 8 krók, 9 blekking, 11 fuglinn, 13 vex, 14 skattur, 15 óm- júk, 17 ófús, 20 tjara, 22 hitasvækja, 23 líðandi stund, 24 flækja, 25 gler- ið. Lóðrétt | 1 landbún- aðartæki, 2 ganga, 3 magurt, 4 spýta, 5 stirð- leiki, 6 kjánar, 10 hagn- aður, 12 miskunn, 13 op, 15 hangir, 16 hæglát, 18 skrifað, 19 góð- mennskan, 20 vísa, 21 röskur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ribbaldar, 8 líkir, 9 tinna, 10 tel, 11 tunna, 13 afræð, 15 krafs, 18 illur, 21 tíð, 22 nagli, 23 nabbi, 24 rangindin. Lóðrétt: 2 iðkun, 3 birta, 4 litla, 5 agnir, 6 blót, 7 garð, 12 nef, 14 fól, 15 kunn, 16 angra, 17 sting, 18 iðnin, 19 lubbi, 20 reit.  Tónlist Grand Rokk | Dikta kl. 23. Kaffi Hljómalind | Tvennir tónleikar: kl. 15 spilar MarkúsB (frítt inn). Kl. 20 spila MarkúsB, Hallvarður og Amelía, og Isidor. Neskirkja | Anna Helga Björnsdóttir leikur einleik með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík á tónleikum kl. 17. Á efnisskrá er: Egmont forleikur eftir Beethoven, pí- anókonsert eftir Mendelssohn og Sinfónía nr. 39 eftir Mozart. Stjórnandi er Gunn- steinn Ólafsson. Aðgangur ókeypis. Salurinn | Söngur og harpa. Þóra og Gunnhildur Einarsdætur. Verk eftir Caplet, Fauré, Ravel og fleiri. Kl. 16. Kópavogskirkja | Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Julian Hewlett píanó. Óp- eruaríur og íslensk sönglög. Kl. 17. Vídalínskirkja | Páll Jóhannesson tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Kl. 17. Háskólabíó | Sissel Kyrkjebø. Kl. 20. Hamrar, Ísafirði | Árlegir minning- artónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar kl. 17. Á tónleikunum kemur fram söngkvartettinn Út í vorið en Bjarni Þór Jónatansson og Daníel Þor- steinsson leika á píanó og harmóníku. Myndlist 101 gallery | Sigurður Árni Sigurðsson til 22. október. 101 Gallery er opið fimmtu- daga til laugardaga frá kl. 14 til 17 eða eftir samkomulagi. Aurum | Hjá Aurum fer af stað verkefni 1. okt. sem kallast Myndlistarveggurinn, en þar fá ungir listamenn tækifæri á að koma sér á framfæri. Hver listamaður sýnir í 2 vikur í senn. Þorsteinn Davíðsson er fyrsti listamaðurinn, sýnir hann málverk unnin með blandaðri tækni, grafítí og olíu- málningu. BANANANANAS | Darri Lorenzen opnar sýninguna sína Kíktu inn kl. 19 í dag. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington- eyju – Grasjurtir í Norður-Dakóta. Sýning og ætigarðs-fróðleikur í Húsinu á Eyr- arbakka. Opið um helgar frá 14 til 17. Til nóvemberloka. Café Karólína | Margrét M. Norðdahl opn- ar myndlistarsýninguna „The tuktuk (a jo- urney)“ á Café Karólínu kl. 16. Sýningin samanstendur af myndbandi, hljóði, ljós- myndum, málverkum og teikningum. Til 4. nóv. Eden, Hveragerði | Guðrún Ingibjarts- dóttir sýnir verk sín til 2. okt. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Ólafur Gíslason til 2. október. Gallerí 100° | Guðbjörg Lind, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Til 25. október. Gallerí BOX | Elín Hansdóttir opnar sýn- ingu kl. 15. Opið er á fim. og laug. kl. 14–17 og eftir samkomulagi. Til 22. okt. Gallerí Fold | Haraldur Bilson til 2. októ- ber. Gallerí Gyllinhæð | Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir til 2. okt. Opin fim.–sun. kl. 14–18. Gallerí Húnoghún | Anne K. Kalsgaard og Leif M. Nielsen til 21. okt. Gallerí i8 | Ólöf Nordal til 15. okt. Gallerí Sævars Karls | Völuspá, útgáfu- sýning á myndum Kristínar Rögnu við ljóð Þórarins Eldjárns. Gallery Turpentine | Ásdís Spanó sýnir til 3. október. Gerðuberg | Þórdís Zoëga til 13. nóv. Einar Árnason til 6. nóv. Grafíksafn Íslands | Helga Ármannsdóttir sýnir verk sín. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir með myndlistarsýningu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir til 22. október. Kirkjuhvoll, Listasetur | Erna Hafnes sýn- ir til 9. okt. Listasafn ASÍ | Anna Þ. Guðjónsdóttir og Kristleifur Björnsson. Til 9. október. Opið alla daga nema mán. frá 13–17. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960. Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meist- ari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Til 2. október. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Hvernig borg má bjóða þér? til 2. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm: Else Alfelt og Carl-Henning Ped- ersen. Einnig Svavar Guðnason og Sig- urjón Ólafsson. Til 27. nóvember. Listhús Ófeigs | Gunnar S. Magnússon til 26. október. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóvember. Nýlistasafnið | Ásta Ólafsdóttir, Daði Guð- björnsson og Unnar Jónasson Auðarson til 2. okt. Næsti Bar | Áslaug Sigvaldadóttir sýnir olíu á striga. Til 14. október. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pétur“ til nóvember. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ til miðs október. Skaftfell | Bryndís Ragnarsdóttir til 8. okt. Suðsuðvestur | Með Ferðalokum býður Jón Sæmundur áhorfendum að skyggnast inn í hans eigin draumfarir með nýrri inn- setningu í SSV. Opið fim. og fös. kl. 16–18, um helgar kl. 14–17. VG Akureyri | Sex ungir listamenn sýna verk sín til 14. október. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Sýningin stendur til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Sýning á tillögum að tónlistarhúsi. Til 5. október. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal Þjóð- minjasafns Íslands stendur sýningin Mynd á þili. Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Port- rettmyndir Kristins Ingvarssonar. Til 2. okt. Ljósmyndasyrpa Haraldar Jónssonar, The Story of Your Life. Til 2. okt. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson til 5. október. Húfur sem hlæja | Bergljót Gunnarsdóttir opnar sýningu á mósaíkspeglum í versl- uninni Húfur sem hlæja, Laugavegi 70, 1. okt. kl. 16. Sýningin stendur til 22. okt. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn kl. 10–17 alla daga nema mánudaga í vetur. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Opinn skipulagsdagur kl. 10–17. Ráðgjafarfyr- irtækið Alta heldur áfram með opinn skipulagsdag fyrir alla landsmenn. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavík- ur-Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705–1779), ævi hans og störf. Til 1. des. Skemmtanir Cafe Catalina | Garðar Garðars spilar í kvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Logar frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi. VÉLSMIÐJAN, Akureyri | Dans- hljómsveit Friðjóns leikur fyrir dansi í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til mið- nættis. Mannfagnaður Húnabúð | Á vegum Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður dagskrá á morgun, um ævi og störf Jóns Lárussonar frá Hlíð á Vatnsnesi, einn af virtustu kvæðamönnum landsins. M.a. kveðskapur niðja hans, gest- ir frá Kvæðamannafélaginu Iðunni o.fl. Kaffisala. Húsið opnað kl. 13.30. Allir vel- komnir. Uppákomur Kaffi Hljómalind | Prúttmarkaður kl. 13. Bækur o.fl. Plötusnúður spilar vínilplötur á meðan. Kl. 15 spilar MarkúsB á gítar og syngur. Sýningar Reiðhöll Fáks í Víðidal | Haustsýning Hundaræktarfélags Íslands verður í dag og á morgun, kl. 8–17, báða dagana. Fréttir Púlsinn, ævintýrahús | Mæðgur á öllum aldri koma saman í Púlsinum í Sandgerð- isbæ kl. 13–17. Á dagskrá er dans, leiklist, söngur, jóga og slökun. Fundir Hverfisráð Laugardals | Hverfisráðið býð- ur eldri borgurum sem búsettir eru í Laug- ardal á íbúaþing á Grand Hótel 3. október kl. 12.30–16.30. Kristniboðssalurinn | Aðalfundur Kristi- legs félags heilbrigðisstétta verður 3. október kl. 20. Jón Jóhannsson djákni flytur hugvekju. Kaffiveitingar. Lífeyrisþegadeild lögreglumanna | Fundur lífeyrisþegadeildar Landssambands lög- reglumanna verður í dag kl. 10, í Braut- arholti 30. OA-samtökin | OA-fundur fyrir matarfíkla kl. 11.30–12.45, í Gula húsinu Tjarnargötu 20. Nýliðamóttaka kl. 11. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll | Félag eldri borgara í Garðabæ heldur félagsfund kl 14. Kynntar verða tryggingar fyrir eldri borg- ara svo og ávöxtunarkostir. Myndasýning frá ferðum sumarsins og einsöngur. Boðið upp á kaffiveitingar. Fyrirlestrar Zontaklúbbur Akureyrar | Björg Bjarna- dóttir sálfræðingur heldur fyrirlestur kl. 14, í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Að- alstræti 54. Fyrirlesturinn nefnist Draumar í þjóðtrú Íslendinga og er um drauma Íslendinga fyrr og síðar. Eftir fyr- irlesturinn verður opin spjaldasýning í Minjasafninu á Akureyri um sama efni. Sýningin stendur 1.–2. okt. og 8.–9. okt. kl. 14–17. Aðgangur ókeypis. Námskeið Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður 8. október kl. 10–16, á Suðurlandsbraut 10, 2 hæð. Skráning á: info@life-naviga- tion.com eða gsm 6638927. Nánar á: www.lifenavigation.com. Blues.is | Halldór Bragason leiðbeinir á gítarnámskeiðum. Upplýsingar í síma 6975410. Gigtarfélag Íslands | Þriggja kvölda fræðslunámskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst 5. okt. Skráning og upplýsingar á skrifstofu í síma 5303600. Ráðstefnur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Ráð- stefnan „Skapandi atvinnugreinar: Þýðing þeirra fyrir hagvöxt og velmegun á Ís- landi“ verður kl. 10–16. Ráðstefnan er haldin af viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, Listaháskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Nánar um dagskrá á: www.vidskipti.hi.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð um Von- arskarð 7.–9. okt., sem hefst í Hrauneyjum en þangað er ekið á föstudagskvöldi. Verð 4.200/4.900 kr. Sjá nánar www.utivist.is. Þríhyrningur í Rangárvallasýslu, brottför frá BSÍ kl. 9. Verð 2.900/3.400 kr. Sjá á www.utivist.is. Þingvellir | Á vegum þjóðgarðsins á Þing- völlum verður ganga kl. 13. Gengið verður frá Gjábakka að þjónustumiðstöðinni á Leirum og er gengið yfir um þær gjár sem afmarka sigdældina Hrafnagjá að aust- anverðu og Almannagjá að vestan. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.