Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Þ etta var fyrsta ferð Guð- bergs Bergssonar til Kanada. Segja má að ferðin hafi verið vel und- irbúin því hann ætlaði í hana fyrir ári en var þá snúið við í Leifsstöð. Ný bandarísk lög varðandi vegabréf höfðu tekið gildi daginn áð- ur og þar sem hann hafði ekki réttu pappírana var honum sagt að hann ætti á hættu að vera snúið við í Minn- eapolis eða eiga á hættu að fá ekki að fara til Bandaríkjanna á ný. Hann valdi að taka enga áhættu en heim- sótti á dögunum Íslendingabyggðir í Manitoba og Alberta. Sumir segja að fyrstu kynni af landi og þjóð séu öðruvísi en seinni heimsóknir. Fyrr á árinu sagði kan- adískur viðmælandi minn, listakona af íslenskum ættum, að hann vildi skrifa bók um fyrstu heimsóknina til Íslands og taka ferðina upp á mynd- band, því viðbrögðin yrðu ekki end- urtekin. Guðbergur Bergsson tók öðruvísi myndir í sinni fyrstu ferð til kanadískra Íslendingabyggða. Fjarlægðin gerir fjöllin blá Guðbergur Bergsson vissi margt um íslenskt samfélag í Kanada áður en hann fór í ferðina góðu. Samt kom honum margt á óvart. „Ég hef aldrei áður komið til Kanada og þar af leið- andi var þetta mjög forvitnileg ferð fyrir mig vegna þess að ég hélt að þetta væri allt öðruvísi,“ segir hann. Fjarlægðin frá húsi Stephans G. Stephanssonar til Klettafjallanna kom honum einna mest á óvart. „Ég hélt að hús Stephans G. væri alveg við Klettafjöllin,“ segir hann eftir að hafa kynnst því að frá Markerville suður til Calgary er um eins og hálfs til tveggja tíma akstur á 120 km hraða og annað eins þaðan vestur til Klettafjallanna. Og þá er eftir að klifra upp í fjöllin. Frá húsi Kletta- fjallaskáldsins segist hann samt hafa séð fjöllin eða réttara sagt örlitla rönd vegna þess að það hafði snjóað. „Þess vegna sáust fjöllin,“ segir hann. Guðbergi verður tíðrætt um fjar- lægðina frá húsi Stephans G. til Klettafjallanna. „Íslendingar falsa raunveruleikann, þeir kunna ekki að mæla, þeir kunna ekki að gera grein- armun á veruleika og ímyndun og svo rugla þeir þessu saman,“ segir hann um nafngiftina, Klettafjallaskáldið, sem Íslendingar gáfu Stephani G. Draumalandið Eins og flestir aðrir íslenskir ferðamenn í Manitoba fór Guðbergur um Íslendingabyggðir í fylkinu og kom meðal annars við í Árborg og á Heclu-eyju. „Ég hef aldrei séð eins marga íslenska fána og blöktu þarna fyrir framan hús,“ segir hann. „Mér var sagt að fánalög í Kanada væru öðruvísi en á Íslandi. Fánarnir mættu vera úti allan sólarhringinn.“ Margt hefur verið skrifað um vest- urferðirnar og segir Guðbergur að hann hafi gert sér öðuvísi hugmyndir um þær. Sér hafi verið sagt vestra að þeir sem fóru til Kanada hafi líklega farið til fyrirheitna landsins og ætlað að byggja þar nýlendu. Þeir hafi að- eins skipt við Íslendinga og ekki lært ensku fyrr en í skóla. „Þeir hafa ekki farið með íslenska byggingarlist með sér því herbergjaskipan er allt öðru- vísi,“ segir hann, „en aftur á móti eru kirkjurnar dæmigerðar íslenskar timburkirkjur. Þetta fannst mér mjög forvitnilegt.“ Hús Stephans G. hélt Guðbergur að væri stórt og veglegt en hann komst að því að það er lítið og einkum herbergin. „Það er varla hægt að snúa sér við í þeim,“ segir hann. „Veggirnir ná ekki til lofts og því fer hitinn úr eldhúsinu með loftinu og hitar herbergin með þessu móti. Síð- an byggir hann við húsið sitt á svip- aðan hátt og viðbyggingar hér í kringum 1930, svona skúrabygg- ingar, skúr við skúr.“ Íslenskar kirkjur eru víða í vest- urheimi. Guðbergur skoðaði nokkrar þeirra og hafði á orði að þær væru mjög snauðar, fátæklegar. „Eina skrautið er eiginlega skraut- ritað faðir vorið og svo einhvers kon- ar ísaumur sem konur hafa gefið kirkjunni,“ segir Guðbergur. „Þetta er svona dálítið eins og kirkjur hér á landi en enn snauðara. Þetta íslenska samfélag hefur verið fremur snautt.“ Guðbergur segist hafa tekið eftir því að þeir sem hafi varðveitt ís- lensku tunguna séu flámæltir og líka þágufallssjúkir. Það bendi til þess að fólk hafi almennt verið flámælt hér á landi en ekki aðeins á sérstökum svæðum, eins og haldið hafi verið fram. Annað sem vakti athygli Guðbergs er sú staðreynd að í franska hlut- anum er franska töluð en Íslendingar voru of fámennir til þess að skipu- leggja íslenskt, sjálfstætt ríki. „Þeir eru ekki það margir til þess að geta skapað þarna vissa útópíu eða lítið Ís- land,“ segir hann. „Þegar þeim tekst ekki að skapa þetta fyrirheitna land verður Ísland að draumalandi í þeirra huga. Þá eiginlega snýst þetta við en þeir fara ekki aftur til Íslands, til draumalandsins.“ Varðveisla gamalla siða Varðveisla ýmissa siða vöktu líka athygli Guðbergs. „Þessar gömlu konur slá sér á lær sem konur hér á landi gera ekki lengur,“ segir Guð- bergur. „Og svo eru gömlu karlarnir kvensamir á þann hátt sem yrði alls ekki þolað hér. Þetta er svona það sem gamlir karlar gerðu, að þukla á. Þetta er bara þörf fyrir að snerta sem er búið að útrýma hér á landi.“ Eins þótti Guðbergi forvitnilegt að kynnast varðveislu íslenska fæðisins. „Þeir búa til sérstakan rétt sem er ekki til hér á landi og það er örlítið af öllu. Það er skyr og það er rúllupylsa og það er viss tegund af rúgbrauði og það er harðfiskur. Á einum svona matardiski færðu bragð af öllu á Ís- landi. Íslendingar hafa búið til þorra- mat en þetta er Ísland sem þú færð á bragðlaukana.“ Gífurlega mikið magn blaða, tíma- rita og bóka hefur verið gefið út á ís- lensku í Manitoba. Þar á meðal er ís- lensk þýðing á bók eftir Selmu Lagerlöf. Þýðing sem Guðbergur hafði lesið. „Þau könnuðust ekki við hana á íslenska bókasafninu,“ segir hann og vísar til safnsins við Mani- toba-háskóla í Winnipeg. „Þegar ég kom til Árborgar var mér sagt að þar væri bókaherbergi sem einhverjir Ís- lendingar höfðu gefið og þar var þessi bók eftir Selmu Lagerlöf,“ bætir hann við. „Það er svona lagað sem mér þótti vera afar athyglisvert.“ Þó vesturferðirnar hafi ekki alltaf verið í hámæli eru þær sennilega flestum Íslendingum kunnar. „Ég heyrði mikið um þær þegar ég var barn,“ segir Guðbergur. Hann segir þær hafa staðið mjög nærri sér þó hann hafi ekki átt neina ættingja í vesturheimi. „Engu að síður snerist hugur fólks mjög mikið um þetta,“ segir hann. Ógöngur Guðbergur segir að Íslendingar hafi lent í ógöngum og sama hafi hent Íslendinga í vesturheimi. Vegna fá- mennis hafi þeim ekki tekist að skapa fyrirmyndar ríki og svo hafi þeir dreifst um landið. Við það hafi allt lent í miklum trúarbragðadeilum. „Vitsmunalega séð skipta þessar deil- ur engu máli,“ segir hann. „Þetta eru ekki trúardeilur byggðar á kenn- ingum kristninnar eða vissu viðhorfi til kristninnar heldur eru þetta bein- línis deilur um fánýti sem er innan kirkjunnar. Fordómar á báða bóga og annað því um líkt. Vitsmunalega séð eru þeir mjög veikir þó að þeir hafi tekið allar þessar bækur með sér eða fengið þessar bækur sendar til þess að finna nálægð landsins.“ Vilja meiri tengsl Íslenskudeild Manitoba-háskóla, íslenska bókasafnið við skólann og ís- lensku félögin í Edmonton og Calg- ary buðu Guðbergi í fyrirlestraferð- ina, þar sem hann flutti erindi um fjarlægðina og hvernig hún komst inn í líf sitt. „Þegar ég var barn – ætli ég hafi ekki verið sjö ára – þá fékk fólk sem bjó í húsinu með mér kort frá Ameríku og þá minnkaði fjarlægðin en engu að síður var þetta mjög langt í burtu. Börn sem voru góð máttu sofa hjá þessu póstkorti en afar þeirra og ömmur höfðu átt eitthvert skyldfólk sem fór til Ameríku. Þessi börn vissu það ekki og vissu ekki hvaðan þetta kort kom en fjarlægðin kom nær.“ Guðbergur hreifst af hugsjóninni um að halda íslensku starfseminni við háskólann gangandi og áhuga manna af íslenskum ættum á Íslandi og öllu sem íslenskt er. „Ég finn það á þeim að þeir vilja koma á einhverjum meiri tengslum við Ísland,“ segir Guðbergur. „Ég veit ekki hvers vegna ekki er alveg eins hægt að fljúga til Winnipeg og til Minneapolis sem er ekki mjög langt í burtu,“ bætir hann við og nefnir að með því móti gæti Icelandair kynnt starfsemina betur í Kanada. Íslenska samfélagið í vesturheimi er sérstakt og ekki síst í Manitoba. „Þetta er allt, allt öðruvísi,“ segir Guðbergur þegar hann ber sam- félagið saman við önnur íslensk sam- félög sem hann hefur kynnst. „Þetta er fólk sem heldur í þjóðernið á ein- hvern undarlegan hátt sem er afar erfitt að skilja. Það er erfitt að skil- greina þetta og ég hef ekki ennþá getað skilgreint þetta þannig að ég sé algerlega sáttur við mína skilgrein- ingu.“ Fólk sem hefur heimsótt Íslend- ingabyggðir í vesturheimi hefur gjarnan haft á orði hvað móttökurnar hafi verið einstakar. „Maður verður voðalega undrandi yfir þeirri óg- urlegu hlýju sem maður mætir og þessum mikla áhuga,“ segir Guð- bergur. „Maður kemur einhvern veg- inn til ömmu sinnar. Þetta er eitthvað sem maður hefur átt en hefur glatað. En það á mann. Það hefur ekki glatað manni.“ Víðáttan á kanadísku sléttunum er meiri en Íslendingar eiga almennt að venjast og Guðbergur segir fróðlegt að sjá annars konar víðáttu en hér á landi. Þar sé ýmislegt sem Íslend- ingar gætu lært af. Eins sé sérstök tilfinning að sjá gamla fólkið í íslensk- um lopapeysum. „Það sefur í lopa- peysunum, í einhverjum minningum sem það fær í gegnum ullina. Þetta er eitthvað mjög dularfullt og vekur ein- hvers konar grátstaf hjá manni.“ Færð Ísland á bragðlaukana Í vikubyrjun kom Guðbergur Bergsson til landsins eftir vel heppnaða fyrirlestraferð á Íslendingaslóðir í Kanada. Steinþór Guð- bjartsson ræddi við rithöfundinn um ferðina. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Guðbergur Bergsson rithöfundur var í Kanada á dögunum. „ÍSLENSKA vikan heppnaðist sérstaklega vel og það var gaman að upplifa okkar árlega haust- fagnað sem hluta af landkynningarverkefni Ice- land Naturally,“ segir Del Sveinsson, formaður Norðurljósa, Íslendingafélagsins í Edmonton í Kanada. Íslandskynningin hófst með erindi Guðbergs Bergssonar, rithöfundar, og síðan rak hver við- burðurinn annan. Íslensk-kanadíska verslunarráðið undir stjórn Gordons Reykdals, aðalræðismanns Ís- lands í Edmonton, hélt aðalfund sinn í borginni. Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Ice- land Naturally, skýrði viðskipti Íslands og Norður-Ameríku og greindi frá útrás íslenskra fyrirtækja undir merki Iceland Naturally. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, sýndi hvernig íslensk kvikmyndagerð hefði blómstrað í kjölfar þeirrar ákvörðunar að kynna Ísland sem væn- legan tökustað fyrir alþjóðlegar kvikmyndir. Aðalræðismannshjónin Carry og Gordon Reykdal buðu til um 50 manna veislu á veit- ingastaðnum Characters, sem er vel þekktur í Edmonton. Siggi Hall var gestamatreiðslumað- ur þar í viku og útbjó rétti úr íslensku hráefni. Hann og matargerð hans vöktu mikla athygli og mætti hann meðal annars í tvo sjónvarpsþætti með Birni Thoroddsen og Cold Front, djasstríói hans. „Iceland Naturally skipulagði þessa hluti sér- lega vel og gera má því skóna að meira en millj- ón manns hafi horft á sjónvarpsþættina með Sigga Hall,“ segir Del Sveinsson. Alberta heldur upp á 100 ára afmæli fylkisins í ár og notaði Árni Magnússon tækifærið og færði Norm Kwong, fylkisstjóra, kveðjur fyrir hönd Íslands í tilefni tímamótanna. Um 340 manns eru félagar í Norðurljósum og meira en 250 manns sóttu haustfagnað félags- ins. „Hann var frábær endir á stórkostlegri viku og þátttakan segir allt sem segja þarf, fullt hús að vanda,“ segir Del Sveinsson. „Íslandskynn- ingin í Edmonton heppnaðist sérlega vel.“ Íslandskynningunni er ekki lokið því í næstu viku verða sýndar íslenskar kvikmyndir í Ed- monton. Vel heppnuð íslensk vika í Edmonton Del Sveinsson, formaður Norðurljósa, Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Björn Thorodd- sen djassisti á Íslandskynningu Iceland Naturally í Edmonton í Alberta-fylki í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.