Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 41 UMRÆÐAN EITT mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma er öfl- ug efnahagsstjórn. Það er ekki til neins að stuðla að ýmsum úrbótum í þjóðfélaginu ef ekki ríkir efnahagslegur stöðugleiki. Mín kyn- slóð þekkir ekki af eig- in raun verðbólgu- drauginn eins og hann birtist hér fyrr á árum þegar óðaverðbólga geisaði. Vonandi eigum við ekki eftir að upplifa slíkt. En hætturnar eru margar og stjórn- völd sem og aðrir í þjóðfélaginu verða að vera stöðugt á verði. Þáttur stóriðju ýktur Umsvif eru nú mikil í íslensku hagkerfi. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað sé þar stærsti áhrifavald- urinn en víst er að margt kemur til. Verkefnin eru stærri og viðameiri, í hverri viku er skýrt frá samningum og útrás upp á milljarða og jafnvel milljarðatugi. Tölurnar eru stærri, umfangið meira en áður. Það er barnaleg einföldun að hlusta á þau rök andstæðinga stóriðjunnar að „ástandið“ sé stóriðjunni að kenna. Við horfum upp á stórauknar erlend- ar skuldir bankanna, mikil kaup er- lendra aðila á íslenskum skuldabréf- um og gjaldeyrisinnflæðið er gríðarlegt. Ráðstöfunartekjur aukast enn Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar hefur verið að tryggja jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Að þessu markmiði þarf stöðugt að vinna. Þetta er mik- ilvægur grunnur fyrir allar framfarir og á þessu byggjum við okkar vel- ferðarþjóðfélag. Vegna þessa ákvað ríkisstjórnin að verja stærstum hluta af söluandvirði Símans til að greiða niður erlendar skuldir rík- issjóðs. Þessi upphæð er 32,2 millj- arðar króna og fer í að greiða niður skuldir á þessu ári. Áhrif þessa verða lægri vaxtagreiðslur ríkissjóðs sem leiða til aukins svig- rúms innan fjárlaga næstu árin. Samhliða stöðugleikanum skap- ast skilyrði til enn frek- ari vaxtar þjóðartekna og kaupmáttur almenn- ings eykst. Samkvæmt vefriti fjármálaráðu- neytisins 15. sept- ember sl. halda ráðstöf- unartekjur heimilanna áfram að aukast. Í ár er gert ráð fyrir að kaup- máttur ráðstöf- unartekna á mann auk- ist álíka mikið og í fyrra þrátt fyrir meiri verðbólgu. Neysla umfram kaupmátt Nokkuð áfall er að sjá í hvað kaup- máttaraukningin fer. Því miður virð- umst við Íslendingar ekki vera eins duglegir að setja slíka bónusa í sparnað heldur fara þeir í neyslu. Fram kom á fundi Landsbankans um hagspá áranna 2005–2010 að aukning einkaneyslu umfram kaup- mátt ráðstöfunartekna á árunum 2004–2006 er um 8%. Við höfum gríðarlega hátt skuldahlutfall og maður spyr sig hversu langt heimilin í landinu geti gengið. Einnig kom fram á fundinum að einkaneysla hef- ur stuðlað að viðskiptahalla umfram það sem leiðir af stóriðjufram- kvæmdum. Fjármálamarkaðurinn okkar hef- ur tekið örum breytingum. Vissulega hafa margir áhyggjur af aðkomu er- lendra aðila að kaupum á íslenskum skuldabréfum en það hlýtur að vera mikil viðurkenning að erlendir bank- ar fjárfesti í slíkum bréfum til þriggja ára. Það sýnir að erlendir að- ilar hafa mikið traust á íslensku efnahagslífi. Stjórnvöld hafa gætt aðhalds í ríkisrekstri og áfram er mikilvægt að viðhalda traustri hag- stjórn, en við skulum gæta þess að opinber útgjöld eru að stórum hluta fastar stærðir sem ekki verða dregin saman nema með harkalegum nið- urskurði og jafnvel uppsögnum. Hin- ar stóru tölur felast í öðrum þáttum. Við verðum öll í sameiningu að sjá til þess að spilað verði rétt úr stöðunni og taka til þess höndum saman; hið opinbera, atvinnulífið, lánastofnanir og heimilin í landinu. Tryggjum áfram- haldandi stöðugleika Dagný Jónsdóttir skrifar um efnahagsmál ’Áhrif þessa verðalægri vaxtagreiðslur ríkissjóðs sem leiða til aukins svigrúms fjár- laga næstu árin.‘ Dagný Jónsdóttir Höfundur er alþingismaður og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma sögunnar. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar LANDSVIRKJUN hyggst efna til samkeppni um orkumál í grunn- skólum landsins. Í bréfi sem sent var skólastjórum segir m.a.: „Nú stendur Landsvirkjun eins og al- kunna er fyrir byggingu stærstu virkjunar Íslandssögunnar við Kárahnjúka. Þar verður lagður horn- steinn að virkjuninni næsta vor og hyggst Landsvirkjun bjóða fulltrúum ungu kyn- slóðarinnar að taka þátt í að leggja hann. Til að velja þessa full- trúa mun Lands- virkjun efna til sam- keppni þar sem nemendum verður boðið að vinna verk- efni tengd orkumálum og verða þau sniðin að mismunandi aldurs- stigum grunnskólans.“ Spyrja má hvort samkeppni sem þessi sé ekki hið besta mál sem allir geti haft gagn af: Búið verður til námsefni um orku- mál, kennarar fá að- stoð við að vinna með námsefnið, og loks fá nokkur börn, fjöl- skyldur þeirra og kennarar að taka þátt í hátíðlegri athöfn þar sem lagður verður hornsteinn að stærstu virkjun Íslandssög- unnar. Hvað gæti ver- ið athugavert við þetta? Ég tel að sam- keppnin sé full- komlega óásættanleg. Fyrir því liggja í meg- inatriðum fjórar ástæður: (1) Það er ekki hlutverk Lands- virkjunar að búa til námsefni fyrir grunn- skólana, (2) Lands- virkjun á ekkert er- indi inn í starf grunnskólanna, (3) grunnskólar landsins eru ekki vettvangur til að velja börn til þátttöku í umdeildum framkvæmdum og (4) verið er að nota börnin sem tæki til að vinna að sérhagsmunum sem börnin varðar ekkert um. Landsvirkjun hefur einkum varið samkeppnina með því að setja hana í samhengi við samnorræna náms- efnisvinnu sem staðið hefur í nokk- ur ár í samvinnu við ýmsa aðila, m.a. skólafólk, og miðar að því að bæta úr brýnni þörf á námsefni í raungreinum. Í Morgunblaðinu laugardaginn 24. september segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, t.a.m. að samkeppnin sé beint framhald af þessari námsefnisgerð. Með því að verja samkeppnina með þessum hætti slær Þorsteinn saman þeim ferns konar ástæðum sem ég hef sundurgreint hér að ofan og gerir réttlætingu fyrir námsefnisgerð að réttlætingu fyrir einhverju sem kemur námsefnisgerðinni ekkert við. Ég ætla ekki að fjalla nánar um þessa vörn Þorsteins, heldur velta fyrir mér ástæðum (3) og (4) að of- an. Grunnskólarnir eru ekki þjón- ustuaðilar fyrirtækja úti í bæ Meginmarkmið samkeppninnar er ekki fræðsla heldur að velja börn til þátttöku í framkvæmdunum við Kárahnjúkavirkjun. Fræðsluþátt- urinn er einungis leið til að ná þessu markmiði, enda má aug- ljóslega vinna að fræðsluþættinum án þess að efna til samkeppni eða blanda Kárahnjúkavirkjun í málið. Landsvirkjun getur auðvitað upp á sitt einsdæmi ákveðið hvaða ser- imóníur hún vill hafa í kringum lagningu hornsteinsins. Hún getur t.d. kosið að hafa falleg og greind börn á staðnum. En Landsvirkjun á ekkert með að beita skólanum fyrir sig sem tæki til að velja börn, frá 6 ára aldri, til að taka þátt í einni um- deildustu framkvæmd Íslandssög- unnar. Grunnskólar landsins eru einfaldlega ekki vettvangur fyrir slíkt val, þeir eru ekki þjónustuað- ilar fyrir fyrirtæki úti í bæ. Það sem gerir sam- keppni Landsvirkjunar sérstaklega óásætt- anlega er að virkja á kjarnann í skólastarf- inu til að ná umdeildum markmiðum sem liggja algerlega utan við menntamarkmið grunnskólans. Lands- virkjun getur auðvitað efnt til samkeppni, auglýst hana í blöðum og boðið börnum að vinna verkefni í frí- stundum sínum. Landsvirkjun gæti jafnvel, ef forsendur og framkvæmd sam- keppninnar þættu ásættanlegar, fengið að auglýsa hana í grunn- skólum landsins. En slík samkeppni á ekk- ert erindi inn í starf grunnskólanna. Börn eru ekki verk- færi fyrirtækja Það verður að taka mjög alvarlega að sam- keppni Landsvirkjunar beinist að börnum sem eru allt niður í 6 ára gömul. Það er algjört grundvallaratriði að börn, eins og aðrar manneskjur, búa yfir manngildi og það gildi má aldrei víkja fyrir því hvernig börnin má hugsanlega nýta til að þjóna hagsmunum ann- arra. Grunnskólinn, ásamt leikskólanum, er sá staður í samfélaginu þar sem allt starfið á að hverfast um manngildi barnanna þeirra sjálfra vegna. Ef grunn- skólar landsins eru gerðir að vett- vangi til að velja börn til að vinna að sérhagsmunum, sem eru börn- unum óviðkomandi, hefur verið vik- ið frá þessari grundvallarhugsjón í öllu skólastarfinu að manngildi barnanna sjálfra ráði ferðinni. Hugmyndir Landsvirkjunar um samkeppni til að velja börn til þátt- töku í byggingu Kárahnjúkavirkj- unar sýna að það er tímabært að skólayfirvöld marki skýra stefnu um aðkomu fyrirtækja að starfi í leik- og grunnskólum landsins, en einnig að samtök atvinnulífsins axli sína ábyrgð og setji sér siðareglur um samskipti fyrirtækja og menntastofnana. Fyrirtæki sem leggja til atlögu við grunnskólann og börnin í landinu, með þeim hætti sem Landsvirkjun gerir nú, eiga á hættu að gera sig sek um alvarlega siðferðisbresti sem ættu að vera áhyggjuefni bæði skólayfirvalda og forsvarsmanna atvinnulífsins, auk foreldra barna. Að moka skurð með börnum Ólafur Páll Jónsson fjallar um Landsvirkjun og grunnskólana Ólafur Páll Jónsson ’Fyrirtæki semleggja til atlögu við grunnskól- ann og börnin í landinu, með þeim hætti sem Landsvirkjun gerir nú, eiga á hættu að gera sig sek um al- varlega siðferð- isbresti sem ættu að vera áhyggjuefni bæði skóla- yfirvalda og for- svarsmanna at- vinnulífsins, auk foreldra barna.‘ Höfundur er lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands og stjórn- armaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.