Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vigdís Guð-brandsdóttir fæddist á Heydalsá í Strandasýslu, 24. maí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn miðvikudag- inn 21. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru: Guðbrandur Björns- son bóndi og oddviti á Heydalsá í Strandasýslu, f. 14.8. 1889, d. 2.7. 1946, og Ragnheiður Sigurey Guðmundsdóttir frá Ófeigsfirði, f. 24.8. 1894, d. 24.10. 1972. Systkini Vigdísar eru:1) Guð- mundur, f. 26.11. 1915, d. 7.12. 1950. 2) Björn Halldórs, f. 8.8. 1917, d. 7.12. 1950. 3) Sigrún, f. 18.9. 1918, d. 18.5. 1978, maki Torfi Sig- urðsson, f. 5.4. 1921, d. 31.1. 2000. 4) Sverrir, f. 26.3. 1921, maki Sig- urrós Þórðardóttir, f. 3.12. 1924. 5) Torfi Þorkell, f. 22.3. 1923, maki Aðalbjörg Albertsdóttir, f. 1.5. 1934. 6) Ásgeir, f. 3.11. 1924, d. 23.6. 1926. 7) Matthildur Ása, f. 26.8. 1926, maki Björn Karlsson, f. 30.12. 1931. 8) Aðalbjörg, f. 10.11. 1930, d. 17.4. 1998, maki Ólafur Thoroddsen, f. 29.7. 1918, d. 5.8. 1998. 9) Bragi, f. 21.9. 1933, maki Sólveig Jónsdóttir, f. 3.8. 1934. 10) Sigurgeir, f. 13.5. 1936, d. 10.4. 1989, maki Halldóra Guðjónsdóttir, f. 25.11. 1945. Haustið 1946 fór Vigdís til náms í Skaftafellssýslu til heitmanns síns Þorsteins Geirssonar, f.8.4. 1926, ásamt Guðbrandi syni sínum. Vig- dís og Þorsteinn tóku við jörð og búi af Geir Sigurðssyni og Mar- gréti Þorsteinsdóttur foreldrum Þorsteins og bróður hans, Sigurði Geirssyni og mágkonu, Ástu Guð- laugsdóttur frá Starmýri í Álfta- firði. Vigdís og Þorsteinn giftu sig 10. júlí 1965. Á Reyðará bjuggu þau óslitið til 14. júní 1997 er þau fluttu að Höfn í Hornafirði. Guðbrandur, f. 19.8. 1949, sonur Vigdísar og Jó- hanns, kvæntist Benediktu Theó- dórs, f. 24.11. 1949. Þau skildu. Synir þeirra eru: Páll, f. 30.9. 1974, d. 26.5. 1976, og Páll, f. 13.4. 1979, sambýliskona Guðný Þórsteins- dóttir, f. 4.3. 1980. Dóttir Bene- diktu er séra Guðbjörg Jóhannes- dóttir, f. 12.5. 1969, gift Sigurði Páli Haukssyni, f. 12.7. 1968. Þau eiga fimm börn. Sambýliskona Guðbrands, er Þórdís Sigurðar- dóttir, f. 2.2. 1939, d. 24.12. 1994. Synir Vigdísar og Þorsteins eru:1) Geir, f. 24.4. 1965, sambýliskona Björk Pálsdóttir, f. 18.10. 1970. Börn þeirra eru: Þorsteinn, f. 27.1. 1996, og Vigdís María, f. 19.5. 2002. Barnsmóðir Geirs, Bjarndís Mik- aelsdóttir, f. 23.12. 1967. Sonur þeirra er Stefán Mikael Þór, f. 19.9. 1990. 2) Gunnar Bragi, f. 13.8. 1966, kvæntist Herborgu Þuríðar- dóttur, f. 23.12. 1968. Þau skildu. Börn þeirra eru: Elín Sól, f. 20. jan. 1993, Þórdís, f. 3.9. 1996, og Birta, f. 3.9. 1998. Sonur Herborgar er Gísli Halldór Sigurðsson, f. 31.7. 1987. Útför Vigdísar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyja- firði og lauk þaðan námi. Næstu tvö ár dvaldi hún í Reykja- vík þar sem hún starf- aði lengst af á Reykjalundi. Þar syðra kynntist hún fyrri manni sínum, Jóhanni Guðmunds- syni frá Kjólsvík í Borgarfirði eystri, f. 29.8. 1922. Þau fluttu að Heydalsá vorið 1949. Þau skildu 1951 en sonur þeirra Guðbrandur Ragn- ar fylgdi móður sinni. Sumarið 1951 varð Ragnheiður, móðir systkinanna á Heydalsá, að fara á Vífilsstaði vegna berkla og dvaldi hún þar og á Reykjalundi í mörg misseri með stuttum hléum. Þá tóku þær systurnar Vigdís og Matthildur við heimilinu innanbæj- ar í eitt ár en að því liðnu flutti Matthildur að Smáhömrum í sömu sveit. Vigdís bjó áfram á Heydalsá með yngstu bræðrum sínum, Braga og Sigurgeiri, sem tekið höfðu við búinu í árslok 1950 eftir sjóslysið mikla 7.12. 1950 er elstu bræðurnir á Heydalsá, Guðmundur og Björn Halldórs, fórust í róðri í aftaka veðri ásamt Aðalbirni Þórðarsyni á Klúku sem var þeim nátengdur. En nærri má segja að forlögin flytji fjöll er Vigdís vorið 1964 flutti frá æskustöðvum sínum við Stein- grímsfjörð að Reyðará í Austur- Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Kynni okkar Dísu hófust fyrir þrettán árum þegar við Geir vorum að draga okkur saman. Dísa og Steini tóku mér afskaplega vel og þær voru tíðar ferðir okkar upp að Reyðará í sveitasæluna. Dísa var mjög gestrisin kona og þær voru ófá- ar veislurnar sem hún töfraði fram. Hún var glaðlynd kona og naut sín vel í góðra vina hópi. Nú í seinni tíð eftir að þau fluttu frá Reyðará eigum við góðar minningar úr sumarbú- staðnum, sem er við Karlsfjall skammt frá Reyðará. Það var þeirra heimili yfir sumarið. Það var nú í júní sem veikindi hennar fóru að gera vart við sig. Hún tók þeim með miklu æðruleysi og var þakklát fyrir hve hún hafði notið góðrar heilsu fram að því, þrátt fyrir að hún ætti ekki von um bata. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna því augljóst var að það myndi styttast í kveðjustund. Hún virtist ekki óttast að deyja enda var sú trú hennar sterk að eitthvað annað tæki við og að hún myndi hitta fólkið sitt þarna hinum megin. Samband okkar Dísu var gott en eins og góðri tengdamóður sæmir þurfti hún stundum að leiðbeina mér og Geir með ýmislegt eins og geng- ur. Ég stolt og sjálfstæð, kannski svolítið þrjósk líka, tók því ekki alltaf vel en með tímanum lærðum við hvor á aðra. Þegar foreldrar mínir fluttu hingað austur tóku Dísa og Steini af- ar vel á móti þeim. Hún var einstak- lega natin við barnabörnin sín og það var aldrei neitt vandamál að gæta barnanna ef við þurftum að bregða okkur af bæ. Nú er það okkar að halda á lofti öllum ljúfu minningun- um sem við eigum um hana og passa upp á hann afa Steina því að missir hans er mikill. Guð geymi þig, og veiti okkur sem eftir stöndum styrk í sorginni. Björk Pálsdóttir. Á sólbjörtum vormorgni er fagurt útsýni af bæjarhlaðinu á Heydalsá vegna þess hve bærinn stendur hátt uppi á brekkubrún.. Við sjónum blas- ir allur Steingrímsfjörðurinn með vinalegu þorpin tvö, Hólmavík að sunnanverðu en Drangsnes norðan fjarðarins undir rótum Bæjarfellsins sem gnæfir yfir landslagið líkt og egypskur Sfinx. En kórónan í lands- laginu er Grímsey sem flýtur í fjarð- armynninu eins og risastórt hafskip sem tilbúið er að létta akkerum og sigla um lífsins sjó og láta æsku- draumana rætast. Í þessu fallega umhverfi fæddist Vigdís systir mín og ólst upp í 10 systkina hópi og var hún sjöunda barnið í röðinni. Þær systurnar voru fjórar en við bræð- urnir sex. Yngsta systirin, Aðal- björg, ólst að vísu upp á Hólmavík hjá Matthildi Björnsdóttur föður- systur okkar og Jóni H. Jónssyni manni hennar. Í okkar æsku var fjórbýlt á Hey- dalsá og heimilisfólk samtals á þriðja tug manna en íbúatala sveitarinnar um eitt hundrað. Við systkinin vor- um alin upp í guðsótta og góðum sið- um. Móðir okkar, Ragnheiður Guð- mundsdóttir frá Ófeigsfirði, var reglusöm og lét okkur fara með kvöldbænir og signdi okkur áður en hún klæddi okkur í bol eða skyrtu og húslestrar fóru fram á heimilinu þar til útvarpið kom til sögunnar. En þá var lengi vel hlýtt með andakt á út- varpsmessur. Mikið var sungið á heimilinu og þrátt fyrir tíð veikindi og ýmsa erfiðleika var oft mikið fjör og gaman á ferðum eins og hjá öðru þrautseigu fólki sem lætur ekki mót- lætið þústa sig. Dísa var ekki gömul þegar hún fór að taka þátt í heimilisstörfunum bæði við úti- og inniverk. Hún var mjög dugleg við hesta og kornungri eða aðeins átta ára að aldri var henni treyst til að „fara með“, en venjulega voru sjö hestar undir reiðingi og hey- bandsvegurinn langur, þannig að nú þykir mörgum með ólíkindum hvað lagt var á börnin á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. En Dísa skilaði þessu verki af sér með miklum sóma eins og öðru sem henni var trúað fyrir. Steinsnar frá húsi okkar stóð Hey- dalsárskólinn, sem var heimavistar- skóli, byggður árið 1896. Þar voru oftast 10–15 börn við nám þrjá mán- uði á hverjum vetri. Sigurður Þor- valdsson frá Sleitustöðum í Skaga- firði var skólastjóri þegar Dísa var þar við nám. Fór hún oft lofsamleg- um orðum um kennslu hans og mat hann alla tíð mikils. Skólinn var jafn- framt notaður sem samkomustaður og átti góðan þátt í öflugu starfi ung- mennafélagsins og fleiri félaga. Átti Dísa því eins og margir fleiri gamlir Tungusveitungar góðar minningar frá ungmennafélagsfundum og dans- skemmtunum í skólanum sem yljað hafa mönnum fram á elliár. En Dísa var sérstaklega lífsglöð og kát og þótti gaman að syngja og dansa. Varð hún því fljótt vinsæl og eftirlæti allra. Þegar Vigdís var 17 ára, fór hún ásamt Matthildi systur sinni í Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Varð sú skólavist þeim mikill ávinningur og góður undir- búningur fyrir lífsstarfið. Nítján ára gömul sumarið 1948 giftist Dísa Jó- hanni Guðmundssyni, ættuðum frá Borgarfirði eystra. Þau eignuðust soninn Guðbrand Ragnar ári síðar. En þau hjón áttu ekki skap saman og skildu eftir skamma sambúð. Þegar faðir okkar Guðbrandur Björnsson útvegsbóndi á Heydalsá féll frá sumarið 1946 tóku tveir elstu synir hans fljótlega við búinu, þeir Guðmundur og Björn, báðir ókvænt- ir. Jafnframt búrekstrinum stund- uðu þeir sjóróðra á bát sínum, Svan- inum. Ragnheiður móðir okkar var þá orðin heilsuveil, en þær systurnar Vigdís og Matthildur sem var þrem árum eldri tóku að sér húsmóður- störfin. Fyrstu heimilisdráttarvél- arnar komu í hreppinn og var ein þeirra keypt að Heydalsá. Gekk nú allt vel um skeið. En ekki liðu mörg ár þar til Heydalsárfjölskyldan varð fyrir miklu áfalli, því að 7. desember 1950 fórst Svanurinn í ofsaveðri á Húnaflóa og báðir bræðurnir drukknuðu ásamt þriðja manni, Að- albirni Þórðarsyni frá Klúku. Þetta var mikið reiðarslag fyrir heimilin tvö og alla sveitina. Dísa var þá 19 ára með árs gamlan son sinn Guð- brand Ragnar. Auk þeirra voru eftir á bænum Ragnheiður móðir okkar, Matta og tveir yngstu bræðurnir, þeir Bragi 17 ára og Sigurgeir 14 ára. Lá því ekki annað fyrir en bú- skapurinn yrði gefinn upp og jörðin seld. En þegar söluferlið var komið á rekspöl létu bræðurnir ungu í ljós löngun sína til að halda búrekstrin- um áfram og var þá snarlega hætt við söluna. Þessi djarfa ákvörðun, að halda búskapnum áfram í stað þess að láta merkið falla, byggðist vita- skuld á samvinnu systkinanna og einlægum vilja til að hjálpast að við bústörfin. Og þessi viðleitni heppn- aðist vonum framar, enda nutu þau góðrar aðstoðar ættingja og vina sem dáðust að kjarki þeirra og dugn- aði. Einkum reyndi mikið á Vigdísi þegar Matthildur flutti fáum miss- erum síðar að Smáhömrum og giftist bóndasyninum þar. Þá kom glöggt í ljós að Dísa var mikill skörungur og efni í góða búkonu. Hún studdi bræður sína með ráðum og dáð og átti drjúgan þátt í þeirri uppbygg- ingu sem gerð var á jörðinni hvað snerti húsakost og ræktun. Hún átti sjálf nokkrar fallegar kindur sem henni þótti vænt um. Hún hafði afar gaman af búskapnum og naut þess að byggja upp fjárstofninn með bræðrum sínum eftir nýlega afstaðin fjárskipti vegna mæðiveikinnar. Þá var einnig ánægjulegt að sjá rækt- unina aukast og túnin stækka uns allur heyskapur fór fram á ræktuðu landi. Sumarið 1964 verða þáttaskil í lífi Vigdísar þegar hún kveður Heydalsá og flytur ásamt Guðbrandi syni sín- um austur í Lón til Þorsteins Geirs- sonar bónda á Reyðará. Þar steig hún mikið gæfuspor. En aðdragandi þess var ævintýralegur, því að Dísa var í bændaferð um Austurland ásamt Sigurgeiri bróður sínum þeg- ar kynni þeirra Þorsteins hófust. Er ekki að orðlengja það að þau fundu fljótt að þau áttu sameiginleg áhuga- mál bæði hvað snerti búskap og á fleiri sviðum. Þau giftu sig sumarið 1965 og eignuðust tvo tápmikla drengi. Þorsteinn var framúrskar- andi góður bóndi sem breytti á nokkrum árum Reyðará í stórbýli með ræktun og byggingum. Margir vegfarendur sem óku hringveginn námu staðar og tóku myndir af þessu glæsilega býli, þar sem allt vitnaði um iðjusemi, smekkvísi og snyrti- mennsku húsbændanna. Við hjónin áttum því láni að fagna að geta heimsótt Dísu nokkrum sinn- um á lífsleiðinni. Það voru eftir- minnilegir fagnaðarfundir og ávallt fór maður glaðari frá henni en maður kom. Hún og þau hjón bæði voru ákaflega gestrisin og nutu þess bein- línis að taka á móti gestum. Skal hér nefnt dæmi um það. Eitt sumar lögð- um við hjónin leið okkar austur í Lón og ætluðum að koma Dísu á óvart og létta jafnframt þannig af henni öllu umstangi okkar vegna. En okkur brá í brún þegar við komum að læstum dyrum og sáum að enginn var heima. Meðan við biðum húsbændanna upp á von og óvon varð okkur ljóst að við höfðum gert stóra skyssu. En þegar Dísa loks birtist kom á daginn að skyssurnar voru tvær því að Dísa sagði eftir að hafa heilsað okkur með opnum örmum: ,,Þið megið ekki taka tilhlökkunina frá okkur með þessu háttalagi!“ Þetta tilsvar yljaði okkur eftirminnilega um hjartarætur enda létum við það okkur að kenningu verða og reyndum aldrei framar að láta heimsóknir okkar koma þeim hjónum á óvart. Þótt Dísa systir væri ör í skapi og ætti til að fjasa út af smámunum bjó hún líka yfir miklu sálarþreki og hugarró þegar á reyndi og óvænt tíð- indi gerðust. Það kom best í ljós þeg- ar hún greindist með krabbamein á síðastliðnu vori. Veikin var þá þegar búin að gera það mikið um sig að sér- fræðingar töldu allar lækningatil- raunir vonlausar. Dísa tók þeirri fregn með einstakri ró. Hún leiddi gjarnan hjá sér að ræða veikindi sín og þverrandi lífsþrótt en beindi tal- inu að ástvinum sínum og velferð þeirra. Jafnframt gerði hún ýmsar ráðstafanir varðandi útför sína og talaði óttalaust um nálægð dauðans, greinilega sátt við allt og alla eins og þeir einir geta sem varðveitt hafa barnatrú sína og hafa fyrir satt að sálin sé ódauðleg. Vistaskipti hennar urðu 21. september um þær mundir sem haustlitadýrð jarðar nær há- marki sínu. Við hjónin sendum Þorsteini Geirssyni og fjölskyldum hans inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorginni og blessa minningu Vigdísar Guð- brandsdóttur. Torfi Guðbrandsson og Aðalbjörg Albertsdóttir. Þegar undir skörðum mána kulið feykir dánu laufi mun ég eiga þig að rósu. Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi. (Stefán Hörður Grímsson.) Það var lognkyrr haustmorgunn og Hornafjörðurinn skartaði sínu fegursta miðvikudaginn 21. septem- ber sl. þegar Vigdís mágkona mín kvaddi þessa jarðvist og hélt af stað í þá för sem síðast er farin. Það eru rösk 40 ár síðan hún flutt- ist vestan frá Heydalsá í Stranda- sýslu hingað austur til að hefja sam- búð og búskap með bróður mínum Þorsteini Geirssyni bónda á Reyð- ará. Þau gengu í hjónaband 10. júlí 1965. Dísa – eins og okkur er tamt að nefna hana – kom frá stórri fjöl- skyldu og frændgarði og vinir voru margir þar vestra. Að líkindum hef- ur það verið stór ákvörðun fyrir hana að flytja með Guðbrand son sinn, sem þá var á unglingsaldri, á annað landshorn þar sem hún var öllum ókunnug. Þessi glæsilega unga kona, frjálsleg í fasi, með fallega brosið og bylgjandi rauða hárið, kom eins og ferskur morgunblær inn í skaft- fellska lognið í fjölskyldunni okkar og fyrr en varði var hún orðin einn sterkasti hlekkurinn í þeirri keðju sem tengir ættingja og vini. Þau Vigdís og Þorsteinn urðu ákaflega samhent hjón. Ekki varð greint hvort þeirra átti stærri þátt í þeirri stefnu sem þau fylgdu í bú- skaparháttum og umgengni allri. Í þeirra höndum varð Reyðará eitt af fallegustu býlum landsins. Þar réði smekkvísin og snyrtimennskan ríkj- um, jafnt úti sem inni og þar var gestrisni og höfðingskapur í fyrir- rúmi. Allir voru velkomnir, ættingj- ar, venslafólk og vinir, sem og gestir og gangandi. Væri einhverjum vandi á höndum var það mál oftast leyst og veisluborð töfrað fram á svipstundu. Um árabil gerðist það oftar en ekki að stórfjölskyldan kæmi saman á Reyðará annan dag jóla eftir að hafa hlýtt á messu í Stafafellskirkju, þar sem þau Reyðarárhjón voru máttarstólpar í kirkjustarfi og kirkjukór. Yngstu kynslóðinni, sem þá var, er enn í fersku minni „veisl- urnar hennar Dísu“ við þau tækifæri og mörg önnur. Synirnir Geir og Gunnar Bragi fæddust á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna þegar framkvæmdir við ræktun og byggingar stóðu sem hæst. Þegar litið er til baka er það undrunarefni hvernig hægt var að afkasta svo miklu og eiga þó aflögu stundir til að sinna félagsmálum og öðru því sem lyftir huganum yfir hversdagsstritið. Vigdís og Þorsteinn létu af búskap árið 1997 og fluttu til Hafnar í Hornafirði þar sem þau bjuggu sér fallegt og hlýlegt heimili. Í sumarhúsi sínu, Karlsbrekku í Lóni, hafa þau undanfarin sumur átt margar yndisstundir við sameigin- legt áhugamál – að rækta og fegra nánasta umhverfi auk þess að sinna af alúð og umhyggju sinni stóru fjöl- skyldu. Hún Dísa var einstök kona, trygg- lynd, vinföst og hlý, hjálpsöm, gjaf- mild og góð, en aðalsmerki hennar var gleðin, þessi meðfædda glað- værð, sem kemur frá hjartanu og reynist ómetanleg hjálp þegar áföll og sorgir knýja dyra. Nú þegar leiðir skilja um sinn er efst í huga að þakka allar ljúfu samverustundirnar, bros- ið, faðmlagið og glaða hláturinn og síðast en ekki síst þann dæmafáa styrk sem hún sýndi í veikindum sín- um undanfarna mánuði og reyndi eftir mætti að miðla okkur hinum. Elsku Dísa. Þú lifðir lífinu lifandi og kvaddir það með reisn. Við sökn- VIGDÍS GUÐ- BRANDSDÓTTIR Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku amma. Við söknum þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Við vonum að þér líði betur núna hjá Guði. Stefán, Þorsteinn og Vigdís María. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.