Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Ég er finnskur rithöfundur – sjálfhverfur, alvarlegur, gráðugur, vel á mig kominn, grannholda og þröngsýnn, niðurdrepandi og gaman- samur.“ Kari Hotakainen (um sjálfan sig) 1. sæti Skáldverk - kiljur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. – 27. sept. Súperstöff sem slær í gegn ... Toppsætið í 3 vikur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2004 Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg saga sem farið hefur mikla sigurför um flest lönd Evrópu og alls staðar orðið metsölubók. Finnskur húmor eins og hann gerist bestur. „Ég hló svo mikið að ég var nærri dottinn af stólnum.“ - Lasse Pöysti „Frábærlega unnið verk ... Súperstöff.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, DV FULLTRÚAR sýslumannsins í Reykjavík lögðu í gær hald á tölvupósta á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins í lögbannsgerð að kröfu Jónínu Benediksdóttur. Lagt var lögbann við því að Fréttablaðið birti opinberlega einkagögn, að hluta til eða í heilu lagi, hvort heldur sem um er að ræða tölvupóst þar sem gerðarbeiðandinn Jónína er ýmist sendandi eða viðtakandi. Sama gilti um persónuleg einkaskjöl gerðarbeiðanda sem Fréttablaðið hafði í sinni vörslu. Lögbannsúrskurðurinn var kveðinn upp í gærmorgun í húsnæði Fréttablaðsins og fylgi- athöfnin þ.e. lögbannsgerðin framkvæmd með því að taka gögnin. Samkvæmt upplýsingum frá fullnustudeild sýslumanns var fallist á kröfu lög- manns Jónínu um að boða aðila ekki til gerð- arinnar hjá sýslumanni því hann taldi hættu á því að af hálfu Fréttablaðsins yrði skotið undan gögnum. Lögbannsgerð er bráðabirgðagerð og til að hún haldi gildi þarf að fara í staðfestingarmál fyrir héraðsdómi innan einnar viku. Fellur lög- bannið niður að öðrum kosti. Langt seilst til fanga Þegar fulltrúar sýslumanns mættu á Frétta- blaðið afhentu starfsmenn blaðsins umbeðin gögn. Hinkrað var með aðgerðina þar til Einar Þór Sverrisson, lögmaður gerðarþola, kom á vettvang til að gæta hagsmuna þeirra. Jón Magnússon lögmaður mun hins vegar annast málið fyrir Fréttablaðið þegar það verður reifað fyrir héraðsdómi og látið reyna á lögbannið. Jón reiknaði með því að farið verði fram á flýtimeðferð í málinu og þá ætti niðurstaða að liggja fyrir fljótlega. Að líkindum muni reyna á hefðbundin sjónarmið, annars vegar varðandi friðhelgi einkalífsins og ákvæði þar að lútandi í hegningarlögum og fjölmiðlalögum, og hins veg- ar tjáningarfrelsi. „Eftir frumskoðun á málinu sýnist mér að þarna hafi ansi langt verið seilst til fanga og lengra en hægt er að samþykkja að geti gengið gagnvart almennum reglum stjórn- arskrár um málfrelsi,“ segir Jón. „Þegar búið er að birta á prenti ákveðna hluti er spurning hvernig réttlætanlegt er að banna frekari um- fjöllun um þau atriði.“ Býst Jón því við að Fréttablaðið muni gera ítrustu kröfur á grund- velli ákvæða prentfrelsis, málfrelsis og tjáning- arfrelsis. Jónína Benediktsdóttir hefur sent lögreglunni í Reykjavík erindi þar sem óskað er eftir lög- reglurannsókn á meintum stuldi Fréttablaðsins á tölvupóstum hennar. Rannsókn er ekki hafin hjá lögreglu en beðið er komu Jónínu til skýrslugjafar, en hún mun vera stödd erlendis. Lögbann sett á birtingu Frétta- blaðsins á tölvupóstum Jónínu FÉLÖG Framsóknarflokks og Samfylkingar í Garðbæ hafa sam- þykkt að bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006. Á félagsfundum beggja félaganna var ákveðið að efnt yrði til sameiginlegs opins prófkjörs um efstu sæti framboðslistans eigi síð- ar en 31. janúar nk. Öðrum en flokksfólki Samfylk- ingar og Framsóknarflokks er heimilt að bjóða sig fram og taka þátt í prófkjörinu. Með því verði opnuð leið til þess að auka breidd framboðsins. Prófkjörið verður bindandi fyrir þrjú efstu sæti framboðslistans og ekki gert ráð fyrir girðingum af neinu tagi. Eyþór Rafn Þórhallsson, for- maður Framsóknarfélagsins í Garðabæ, segir samstöðu ríkja meðal framsóknarmanna með mál- ið. „Síðastliðið miðvikudagskvöld voru haldnir félagsfundir á sama tíma bæði hjá Samfylkingu og Framsókn og þessi tillaga var sam- þykkt samhljóða í báðum félögum,“ segir Eyþór, sem kveðst vonast til að flokkarnir nái meirihluta með því að leiða saman hesta sína. „Við opnum líka fyrir að óháðir komi með okkur og það má taka þátt í þessu opna prófkjöri eins og aðrir. Við vonumst með þessu til að ná saman breiðri fylkingu Garðbæ- inga.“ Samfylking og Framsókn í Garðabæ saman með framboð STJÓRN Blaðamannafélags Íslands sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerða sýslumannsins í Reykjavík á Fréttablaðinu og mótmælir þeim með þeim orðum að sýslumaður eigi ekkert er- indi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjöl- miðla. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlut- verki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti.“ Blaðamanna- félagið mótmælir aðgerðunum JÓN Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra ræddi um offituvandann í ávarpi sínu á aðalfundi Lækna- félags Íslands í gær og lýsti sig reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til að skapa vettvang þar sem læknasamfélagið, heilbrigð- isráðuneytið og Lýðheilsustöð gætu sameinað krafta sína í baráttu fyrir betri heilsu landsmanna. Forvarnir og barátta fyrir betri heilsu á þeim grundvelli, sem Alþingi, alþjóða- stofnanir og samtök lækna hafa ályktað um, eru að mati ráðherra ekki aðeins skynsamlegar, faglega og peningalega, heldur líka nauð- synlegar og forsenda fyrir fram- þróun í lækningum, að því er fram kom í ávarpinu. Ráðherra sagði að læknar væru í lykilhlutverki við að snúa við hinum sívaxandi offituvanda. Rifjaði hann upp eigin orð þess efnis að vaxta- kostnaðurinn af heilsufarsláni sem íslenska þjóðin hefði verið að taka með hreyfingarleysi, óhollu matar- æði og lakari lífsháttum væri farinn að hlaðast hratt upp. Innan skamms þyrfti að fara að greiða af láninu með versnandi heilsu. Ráðherra lýsti því sem alvarlegum hlut að hér á landi væru 57% karla og 40% kvenna á aldrinum 15–80 ára yfir kjörþyngd árið 2002. Minnti ráð- herra á þings- ályktunartillögu heilbrigðis- og tryggingamála- nefndar Alþingis sem samþykkt var 11. maí sl. Tillagan snýst um að grípa til aðgerða til að bæta heilbrigði Íslendinga með hollara mataræði og aukinni hreyf- ingu. Faghópur á vegum forsætis- ráðuneytisins á að greina vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi, bæði orsakir vandans og afleiðingar. Gert er ráð fyrir að faghópurinn geri tillögur að samræmdum að- gerðum og framkvæmdaáætlunum sem lagðar verði fyrir ríkisstjórn- ina í apríl 2006. Þótt málið væri á hendi forsætis- ráðuneytisins sagðist ráðherra hafa ýtt við mönnum og kannað stöðu málsins. Sagðist hann geta upplýst að þar á bæ litu menn vandann sömu augum og hann sjálfur. Legg- ur hann áherslu á að læknar og samtök þeirra verði höfð með í ráð- um í þeirri vinnu sem nú er verið að skipuleggja til að hrinda vilja Al- þingis í framkvæmd. Ráðherra vill taka á offituvandanum með samhentu átaki Jón Kristjánsson Morgunblaðið/Golli Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðs- ins, tók á móti fulltrúum sýslumanns í gær. MJÖG mikil árekstrarhrina reið yfir höfuðborgina í gær en alvarleg slys urðu þó ekki á fólki að undan- skildu bifhjólaslysi í Ártúnsbrekku þar sem tvö ungmenni slösuðust. Þegar klukkan var orðin 19 í gærkvöld höfðu 32 árekstrar orðið í borginni. Er þetta nærri þrefalt meira en meðaltalið segir til um en að jafnaði verða um 11 árekstrar að meðaltali í borginni á hverjum degi. Mikil árekstra- hrina í borginni RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákveðið að fresta almannavarnaæf- ingunni Bergrisanum 2005 sem átti að halda dagana 21. til 23. október nk. Lögreglustjóri í Rangárvalla- sýslu óskaði eftir frestuninni svo að lengri tími gæfist til að undirbúa viðbragðsaðila og íbúa Rangár- vallasýslu, en mikil þáttaka heima- manna er mikilvæg fyrir góðan ár- gangur, segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Bergrisinn er heiti allsherjaræf- ingar viðbragða vegna mögulegra eldsumbrota í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli, með jökulhlaupi og jafnvel flóðbylgju í sjó. Reiknað er með að um þúsund manns taki þátt í æfingunni af hálfu opinberra aðila, auk fjölda annarra þátttakenda, t.d. flestra íbúa og annarra sem staddir verða á svæðinu. Ríkislög- reglustjóri kannaði afstöðu lög- reglustjóranna í Vík, Vestmanna- eyjum, Keflavík og á Selfossi til frestunar æfingarinnar. Þá var málið rætt í Almannavarnaráði og vinnuhópi viðbragðsaðila til að undirbúa æfinguna, svokölluðum bakskipulagshópi. Að höfðu sam- ráði við ofangreinda aðila hefur ríkislögreglustjóri frestað æfing- unni en ný tímasetning verður 24. til 26. mars á næsta ári. Æfingunni Berg- risanum frestað VEGNA orðalags í forystugrein Morgunblaðsins í gær skal tekið fram, að viðtal það við Atla Gísla- son, lögmann, sem blaðið birti í fyrradag var persónulegt viðtal, þar sem lögmaðurinn lýsti sínum persónulegu skoðunum en ekki samtal við hann sem lögfræðing Blaðamannafélags Íslands. AthugasemdUMFERÐARÓHAPP varðundir Hafnarfjalli milli kl. fimm og sex í gær þegar hjól losnaði undan flutningabíl og lenti framan á jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Skemmdist jeppinn mikið og var óökufær á eftir. Fernt var í bílnum og kenndi einn sér eymsla. Hjól undan flutningabíl skall á jeppa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.