Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum. www.sagamedica.is Íslenskt náttúruafl! Me› Angelicu fær› flú tvenns konar virkni í sömu vöru. 1100 ára reynsla af notkun ætihvannar fær› til nútímans. A u› ur V és te in sd ót tir , H af na rf ir ›i „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í meira en flrjú ár. Áhrifin eru greini- lega gó›, meiri andlegur og líkamlegur styrkur til a› vinna mitt skapandi starf í veflistinni. Angelican er tvímælalaust aukin vörn gegn kvefi og umgangspestum“. É g fékk haglabyssuleyfi þegar ég var sextán ára, en þá bjó ég í Nor- egi og ég skaut heil- mikið af rjúpum þar næstu þrjú árin, eða þar til ég fluttist til Íslands þegar ég var 19 ára,“ segir Ása Pettersson sem vill vera sem mest úti í náttúrunni og saknar haglabyssunnar heilmikið. Hún flutti hingað fyrir tíu árum, en norska byssuleyfið hennar gildir ekki hér á landi. „Skytteríið var eitt af því fjöl- marga sem ég tók mér fyrir hendur á þeim tíma, aðallega til að gera eitt- hvað annað en ætlast var til. Ég var í þó nokkrum uppreisnarhug og mér fannst ekki verra að foreldrar mínir voru ekki par hrifnir af þessu byssu- standi mínu. Þau leyfðu mér ekki að hafa byssu heima, en ég stalst til ná- granna míns sem lánaði mér sextán kalibera dömu-haglabyssu og við fór- um oft saman á skytterí og einu sinni fékk ég meira að segja að fara með á elgsveiðar. Ég fann strax hvað veiði- mennskan átti vel við mig og ég upp- lifði sjálfa mig mjög sterka á þessu tímabili,“ segir Ása sem sneri sér að fluguveiði eftir að hún fluttist til Ís- lands. „Ég gerði mér alltaf ferð til Noregs á hverju ári til að veiða lax, því það er svo dýrt að kaupa sér leyfi í íslenskum laxveiðiám. En mér finnst líka gaman að veiða urriða í litlum ám og tjörnum. Ég hef lítið veitt und- anfarið því ég seldi stangirnar mínar í Kolaportinu fyrir tveimur árum, þeg- ar ég var skítblönk.“ Heilluð af menningu Sama Þó veiðimennskan hafi fengið frí í bili, þá sækir Ása mikið í hverskonar útivist. Hún hefur lært að kafa og á köfunargræjur sem hún ferðast með að ströndum Íslands til að kanna und- irdjúpin. Hún fer líka í gönguferðir og útilegur og þá er tjaldið hennar alltaf með í för, en það er nokkuð sér- stakt tjald. „Þetta er Samatjald, eins og Samarnir búa í þegar þeir ferðast um með hreindýrahjarðir sínar. Ég keypti þetta tjald skömmu áður en ég flutti hingað til lands. Þetta er stórt en mjög einfalt tjald, með einni stöng í miðjunni og stóru gati í loftinu af því að Samarnir kveikja eld inni í tjaldinu miðju. Í því er enginn botn, heldur er legið á hreindýrafeldi en sjálf á ég tíu hreindýrafeldi. Ég hef lengi haft mik- inn áhuga á Sömum og þeirra menn- ingu. Þetta eru frumbyggjar og ég er svo hrifin af þeirra lifnaðarháttum, þeir flakka um eins og hirðingjar og fylgja hreindýrahjörðinni sinni og lifa af því sem náttúran gefur þeim.“ Samarnir hlógu að okkur Árið 1999 datt Ásu og Elmu vin- konu hennar í hug að fara í ferðalag með Samatjaldið. „Við ákváðum að heimsækja Samana sem búa á svæð- inu þar sem landamæri Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands og Rússlands koma saman.“ Þegar þær vinkonurnar komu í heimsókn til Samanna, stóð þar yfir tónlistarhátíð frumbyggja. „Þetta var rosalega gaman og Sam- arnir eru einstaklega skemmtilegt fólk. Okkur fannst við svakalega sval- ar, þar sem við sátum á hrein- dýrafeldinum inni í tjaldinu með rauðvín og við vorum búnar að vefja inn fínum laxabitum með pestó og ca- membertosti sem við ætluðum að glóða yfir opnum eldi. En þegar við vorum að rembast við að kveikja eld hjá okkur, þá komu um þrjátíu Samar inn í tjaldið og hlógu rosalega að okk- ur. Þeir drógu upp svakalegar sveðj- ur, hjuggu niður heilu runnana og kveiktu alvöru eld fyrir okkur.“ Brjáluð veisla og bónorð Samarnir tóku til óspilltra mál- anna, steiktu hreindýrakjöt yfir eld- inum og buðu Ásu og Elmu með sér. „Við átum hreindýrahjörtu og drukk- um brennivín með og það upphófst svakaleg veisla í tjaldinu hjá okkur. Samarnir tóku til við að syngja og þeir voru svo glaðir. Þeir hlógu alveg rosalega mikið og ég efast um að hægt sé að finna fúllyndan Sama. Við skildum ekki eitt einasta orð sem þeir sögðu, en skemmtum okkur engu að síður konunglega. Stemningin í tjald- inu var mjög afslöppuð og einhverjir Samar tóku til við ástarleiki og eng- inn kippti sér upp við það. Þarna flugu líka nokkur bónorð og Elmu vinkonu minni voru til dæmis boðin 300 hreindýr ef hún vildi játast einum Sama sem var skotinn í henni.“ Náttúrulegur heitur pottur fullkomnar útileguna Ása er yfirmaður á Segafredo kaffihúsinu á Lækjartorgi en hún notar hverja einustu fríhelgi sem til fellur og keyrir út úr bænum með tjaldið og hreindýrafeldina. „Að kafa í sjónum á daginn eða ganga á fjöll og sofna að kveldi nakin undir hrein- dýraskinni inni í tjaldi, er toppurinn á tilverunni,“ segir Ása sem ætlar fljót- lega að kaupa sér Land Rover Def- ender, af því að Samatjaldið er 14 kíló og hreindýrafeldirnir taka mikið pláss þegar hún ferðast. „Ég er líka að spá í að kaupa mér fjórtán lítra steypujárnpott frá Suður Afríku sem er sérstaklega hannaður til að standa á báli og hann tekur sitt pláss í bíln- um. Eldivið þarf ég líka að taka með mér. En þetta er allt þess virði. Ég finn frábæra jarðtengingu við það að sitja á móður jörð við lifandi eld. Ég kem alltaf endurnærð úr svona ferð- um og ekki er nú verra ef nátt- úrulegur heitur pottur er nálægt tjaldinu, eins og á Rauðamel, þangað sem ég fór með tjaldið í sumar. Ég lít á það sem lífsgæði að eiga svona Samatjald og njóta alls sem það býð- ur upp á.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Ása Pettersson flakkar um landið með Samatjaldið sitt og hún á tíu hreindýraskinn Sefur nakin undir hreindýrsfeldi Hún hefur mikla þörf fyrir að vera úti í nátt- úrunni og nýtir hverja stund sem gefst til að bruna út úr bænum með tjald og hreindýrafeldi í farteskinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti skyttuna Ásu Pett- ersson sem kveikir eld inni í Samatjaldinu sínu. khk@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ása við Samatjaldið góða, með hreindýrafeld undir sér og yfir sér. Húfan og skórnir eru einnig úr hreindýraskinni. Ása nýtur náttúrunnar með vinkonum sínum utan við Samatjaldið í indíánaferð í Þórsmörk í sumar. BARNAMATUR inniheldur svo- kallað akrýlamíð, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn. Akrýlamíð myndast t.d. þegar kjöt brennur á grilli eða matur er eldaður við mjög hátt hitastig. Ekki hefur verið sannað að akrýlamíð sé krabbameinsvaldandi en því hefur verið haldið fram af sumum. Í Svenska Dagbladet kemur fram að í ljós hafi komið að þurrmjólk, barnamatur í krukkum og ung- barnagrautar innihaldi efnið. Fyrir þremur árum leiddi sænsk rannsókn í ljós að akrýlamíð væri að finna í kartöfluflögum, frönskum kartöflum og kaffi og nú var ákveðið að kanna barnamatinn. Ungbörn eiga á hættu að fá í sig jafnmikið akrýlamíð og fullorðnir á hvert kíló líkams- þyngdar, að því er fram kemur í SvD. Ungbörn sem eru ekki á brjósti en drekka þurrmjólk og borða graut og barnamat úr krukk- um geta fengið í sig 0,5 míkrógrömm af akrýlamíði á hvert kíló líkams- þyngdar. Lilianne Abrahamsson-Zetter- berg, eiturefnafræðingur hjá sænsku matvælastofnuninni, segir að vísindamennirnir dragi þær ályktanir að fólk eigi á hættu alla ævi að setja akrýlamíð ofan í sig, nema fyrstu sex mánuði ævinnar þegar flest börn séu á brjósti. Hún bendir jafnframt á að foreldrar þurfi ekki að vera hræddir því ekki sé mikið af efninu í barnamat og að það eigi ekki að hafa bein áhrif á ein- staklinga. Talið er að akrýlamíð myndist í barnamatnum þegar geymsluþol hans er aukið. Mat- vælastofnunin ráðleggur foreldrum ekki að hætta að gefa börnum sínum barnamat. Niðurstöðurnar eru þó umhugsunarverðar og framleið- endum er ráðlagt að reyna að minnka innihald akrýlamíðs í barna- mat. Það var í grautnum sem mest akrýlamíð fannst, 26 míkrógrömm/ kg að meðaltali. Í krukkumat var hlutfallið 8 míkrógrömm/kg. Akrýlamíð í barnamat  HEILSA Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.