Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞÁ MÁ homo sapiens veiða rjúpu aftur – á flestum stöðum. 15 rjúpur á mann er ekki mikið, – ef tekið er mið af því að ein rebbafjölskylda ét- ur 20–40 unga – af ýmsum gerðum – dag- lega á vorin. Áhrif af veiðum mannsins á rjúpnastofninn eru vart mælanleg. Nátt- úrusveiflur í fugla-, dýra- og fiskistofnum eru jafneðlilegar og flóð og fjara – eða vötn og gott veður. Nú eru einhverjir landeigendur að íhuga að selja skot- veiðimönnum veiði- leyfi. Vonandi hætta þeir við – því menn selja ekki það sem þeir eiga ekki. Á ein- hver kannski þinglýst- an eignarrétt á rjúp- um? Landeigendur eiga auðvitað fast- eignir – tún og afgirt- ar jarðir. Landeig- endur eiga líka beitarréttinn til að láta bústofn sinn bíta gras á afréttum – hafi þeir nýtt þann beit- arrétt undanfarna áratugi. En landeig- endur eiga varla rjúpurnar á af- réttum – enda fljúga þær um allt Ísland. Hæstaréttardómur um kís- ilgúrnám við Mývatn skýrir að ein- hverju leyti hvað landeigendur eiga (nýtingarrétt) – og hvað þeir eiga ekki. Landeigendur við Mývatn töldu sig eiga leðjuna (hráefnið fyr- ir kísilgúr) á botni Mývatns, – þeg- ar Kísiliðjan (heitin) hóf starfsemi. Landeigendur gerðu kröfu á rík- issjóð og fóru í mál. Niðurstaða Hæstaréttar var, – að þar sem landeigendur höfði aldrei nýtt leðj- una á botni Mývatns – áttu þeir engan nýtingarrétt á leðjunni! Þeir töpuðu. Álitaefnið var um nýting- arrétt sem er áunnin réttindi – það sem þú hefur sannanlega nýtt – í langan tíma (áratugi). Landeigandi – hvar sem hann er, – á því nýtingarrétt á jafnmörgum rjúpum og hann getur sannað að hann hafi veitt að meðaltali und- anfarna áratugi! Hann gæti þing- lýst þeim nýtingarrétti – hugs- anlega með vitnaleiðslu! Hafi hann ekkert veitt – á hann bara veiðirétt á þess- um 15 – eins og við hin! Hvort hann má selja veiðiréttinn á þessum 15 – veit ég ekki. Flestir skjóta rjúpur á flugi. Ef land- eigendur telja að þeir eigi réttinn til að skjóta rjúpur á flugi – hvað halda þeir að þeir eigi hátt upp í loftið? Við þurfum skýrari lagaákvæði – hvar skotveiðimenn geti veitt – frjálsir og óháðir – á afréttum landsins. Einnig þarf skýrari lagaákvæði um hve skotveiðimenn geti farið nálægt at- hafnasvæði landeig- anda, af öryggis- ástæðum. Auðvitað vilja engir skot- veiðimenn troða land- eigendum um tær, – enda skylda beggja að umgangast hinn af virðingu. Þjóð- lendunefnd vinnur við að úrskurða um „grá“ svæði eignarréttar á landi og afréttum. Landeigendur hafa tæplega lagaheimild til að selja það sem þeir eiga ekki, – og ekki lagaheimild til að banna skot- veiðar á afréttum fjarri heimahög- um. Fyrir þessu eru ótvíræðir hæstaréttardómar. En markvissari lagasetning um þetta er nauðsyn- leg svo skotveiðitímabil í framtíð- inni verði ekki lögreglumál og leið- indi. Það selur enginn nýtingarrétt á því sem hann á ekki, – nema þá viðkomandi sé að panta eigin leið- indi og langi til að fá lögregluna í heimsókn. Ég get fallist á þá málamiðlun að almættið eigi rjúpurnar á Íslandi og almenningur eigi afnotaréttinn ásamt rebba og keppinautum hans. Hver á rjúpurnar? Kristinn Pétursson skrifar um rjúpur og rjúpnaveiði Kristinn Pétursson ’Ég get fallist áþá málamiðlun að almættið eigi rjúpurnar á Ís- landi og al- menningur eigi afnotaréttinn ásamt rebba og keppinautum hans.‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði DAGUR Snær Sævarsson, for- maður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, ritar grein í Morg- unblaðið í gær, þar sem hann heldur því fram að kosningabar- átta okkar sem sigruðum í stjórn- arkjöri Heimdallar sl. þriðjudag hafi verið „óheiðarleg, ólýðræð- isleg og lítið annað en sýndarmennska“, vinnubrögð okkar „ógeðfelld“ og „fífla- skapur“, „málefnin [skipti] engu“, og að við höfum „gengisfellt allt sem heitir alvöru stjórnmál“. Þetta eru stór orð og fróðlegt að skoða rökstuðning Dags, sem styðja á stóryrðin. Röksemdir Dags Snæs Stóryrðin styður hann með eft- irfarandi atriðum: Að„menn í vinnu hjá“ mér/ greinarhöfundi hafi reynt að fá hann, Dag Snæ, til að kjósa á að- alfundi Heimdallar. Þetta er rétt og byggði á því að hann er skráð- ur í Heimdall, hvernig sem á því stendur. Það er aftur á móti rangt að menn hafi verið „í vinnu hjá“ mér við þetta, hins vegar tóku hundruð félagsmanna þátt í okkar kosningabaráttu. Að „starfsmenn“ mínir hafi reynt að fá sex stjórnarmenn UVG til hins sama á þeirri for- sendu að formaðurinn Dagur Snær hygðist gera það. Ég er sammála Degi um, að ef þetta er rétt, þá hafi mínir félagar gengið of langt í hita leiksins eins og stundum gerist. Þeim til varnar verður þó að segja, að uppi voru í okkar hópi sögusagnir um að Dagur Snær ætlaði að nýta kosn- ingarétt sinn í Heimdalli. Mínir félagar sögðu því a.m.k. ekki ósatt. Í öðru lagi er það auðvitað hverjum og einum frjálst að nýta stjórnarskrárvarin réttindi sín til félaga- og tjáningarfrelsis. Loks gagnrýnir Dagur Snær þau „vinnubrögð“ að bjóða nem- endum Menntaskólans við Hamra- hlíð rútufar á kjörstað. Í öllum al- vörukosningum bjóða stjórnmálaflokkar bílferðir á kjör- stað – vafalaust einnig Vinstri grænir. Þetta þykir sjálfsagt. Varðandi veitingar, sem einnig er fundið að, buðum við gos og snakk, enda nemendur svangir eftir langan skóladag. Á kosn- ingahátíðinni um kvöldið á veit- ingastaðnum Pravda keypti hver sínar veitingar samkvæmt reglum staðarins og borgaði hver fyrir sig. Það er því af og frá að við höfum, eins og Dagur heldur fram í greininni, haft „ungt fólk að fíflum“ með því að fá það „til þess eins að kjósa í stjórn og fá frían bjór á kosningavöku“. Fólk er ekki viljalaus „fífl“ Í öllum kosningum fjölgar félögum í stjórnmálaflokkum. Í Ríkisútvarpinu í gær- morgun kom t.d. fram að í Vinstri grænum í Reykjavík hefði félögum fjölgað um 100% að undaförnu vegna prófkjörs, sem fram fer nú um helgina, og væru þeir orðnir um 6-700. Þetta er eðlilegt, þeir sem bjóða sig fram hafa m.a. hvatt mögulega stuðn- ingsmenn til að ganga í VG. Ég veit um náið skyldmenni eins þeirra, nemanda í Mennta- skólanum í Reykjavík, sem hefur verið duglegur við að skrá skóla- félaga sína í VG að undanförnu, einmitt í þessu augnamiði. Það er eðlilegt og mér dettur ekki í hug að líta svo á að þeir MR-ingar, sem það hafa gert, viti ekki hvað þeir séu að gera. Skemmst er að minnast þess, þegar stuðnings- menn Össurar og Ingibjargar Sól- rúnar fengu á liðnu vori um 10.000 manns til að ganga í Sam- fylkinguna til að kjósa þar for- mann. Þeir sem ganga í flokka til að taka þátt í kosningum eru ekki viljalaus „fífl“, sem vilja komast í „frían bjór“, heldur taka þeir um það upplýsta ákvörðun. Sjálfur gekk ég í Sjálfstæðisflokkinn 17 ára til að styðja þar tvo unga menn í prófkjöri. „Alvörustjórnmál“ Dagur sakar okkur um að „gengisfella allt sem heitir alvöru stjórnmál“, með því sem að ofan er lýst. Ég vil segja tvennt í því sambandi. Í fyrsta lagi, að þeir sem ganga í flokka til að taka þar þátt í kosningum halda margir áfram og verða að virkum fé- lagsmönnum, eins og t.d. ég. Aðr- ir eru óvirkir eða ganga úr flokk- unum, það er þeirra réttur. Í öðru lagi er virkni í stjórnmálaflokkum víðast á undanhaldi og mikilvægt að flokkar nýti þau tækifæri sem gefast til að fjölga félagsmönnum. Fjölgun félagsmanna er „alvöru- stjórnmál“, mikið hagsmunamál allra stjórnmálaflokka og þau fyrstu tengsl sem verða með kosningaþátttöku eins og þeirri sem hér um ræðir hafa þar áhrif. Um það geta vitnað fjölmargar rannsóknir á markaðsmálum og skoðanamyndun. „Málefnin skipta engu máli“ Þetta er ein fullyrðinga Dags Snæs. Of langt mál væri að svara þessu ítarlega hér, en þeir sem fylgst hafa með starfi Heimdallar sl. vetur vita að við sem þar vor- um í stjórn beittum okkur fyrir margs konar nýjum málefnum, auk hefðbundinna stefnumiða ungra sjálfstæðismanna um tak- mörkun ríkisafskipta og frjálsræði í efnahagsmálum. T.d. ýmsum beinum hagsmunamálum ungs fólks varðandi mennta- og hús- næðismál og mál sem snerta borgarkerfið; mannréttindum samkynhneigðra og þeirra sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Við stóðum fyrir fjölda málefna- funda fyrir félagsmenn um hvað- eina sem við töldum að lægi þeim á hug og hjarta. Þetta starf lögð- um við m.a. undir dóm þeirra 1052 sem kusu í stjórnarkjöri Heimdallar sl. þriðjudag. Þeir hafa kveðið upp sinn dóm og við munum reyna að standa undir því trausti sem okkur hefur verið sýnt. Kapp í kosningabaráttu Bolli Thoroddsen svarar grein Dags Snæs Sævarssonar ’Fjölgun fé-lagsmanna er „al- vörustjórnmál“. Þar er enginn viljalaust verkfæri heldur taka menn upplýsta ákvörðun um þátt- töku.‘ Bolli Thoroddsen Höfundur er formaður Heimdallar. ÞAÐ ER alltaf sérstakt þegar aðilar geysast fram á ritvöllinn til að snúa út úr því sem maður hef- ur sagt, sérstaklega þegar þeir virðast ekki hafa verið viðstaddir og lítt vita hvað sagt var. Andri Fannar Guðmundsson verk- efnastjóri og Kjartan Smári Hösk- uldsson ráðgjafi sjá ástæðu til þess í Morgunblaðinu í gær. Þeim sárnar greinilega mjög að ég hafi gert sálfræðiskor Háskólans að umtalsefni, reyndar með lagadeild og læknisfræði, vegna mikils and- legs álags á nýnema. Það hefst ekki gæfulega hjá þeim félögum því þeir byrja á að vitna innan gæsalappa í eina setningu úr fyr- irlestri mínum á nýnemadegi Há- skólans án þess að nokkurt tillit sé tekið til samhengisins. Síðan telja þeir að draga megi þá álykt- un af henni og fjölmiðlaumfjöllun um hana að sálfræði og lækn- isfræði séu mikil ógn við geðheilsu íslenskra ungmenna. „Hér verður fjallað um hvort þessi gífuryrði eigi við rök að styðjast.“ Þeirra eigin ályktun sem algjörlega er slitin úr samhengi við fyrirlestur minn að öðru leyti, krufin af þeim sjálfum. Eru þetta góð vísindi? Að bera saman epli og appelsínur Þeir ýja að því að ég fari rangt með heimildir en í fyrirlestrinum vísaði ég í breska dagblaðið The Guardian 16. október 2003. Þar kemur fram það mat bresku geð- læknasamtakanna að 1 af hverjum 4 háskólanemum eigi við geð- heilsuvanda að stríða í sam- anburði við 1 af hverjum 5 af heildarfjöldanum. Þeir Andri og Kjartan virðast rugla þessu sam- an við opinberar tölur um heildar- hlutfall þeirra sem eiga við geð- raskanir að stríða einhvern tímann á lífsleiðinni. Það hlutfall sem bresku samtökin gefa upp varðandi háskólana er hærra en almennt úti í samfélaginu, hvað sem líður skrýtnum reiknik- únstum. Það er síðan einfaldlega rangt að segja að ég hafi haldið því fram að þessar tölur mætti yf- irfæra á íslenska háskólanema því ég setti vissa fyr- irvara við það. Enn er komið að tómum kofanum hjá þeim Andra og Kjartani enda virðast þeir ekki hafa hlustað á fyrirlestur minn sem þeir þó telja sig umkomna að gagnrýna í Morg- unblaðinu. Og svo bíta þeir höfuðið af skömminni með því að kalla eftir mál- efnalegri og yf- irvegaðri umræðu. Ekki er allt sem sýnist Hagsmunagæsla verkefnastjór- ans og ráðgjafans í þágu óbreytts ástands í Háskóla Íslands nær há- marki þegar þeir byrja að telja upp allar þær ótal leiðir sem nem- endum eru færar, allt frá nem- endaráðgjafa til rektors, ef þeir telja rétt sinn brotinn á einhvern hátt, án þess að átta sig á því að sjónarmiði mínu um skort á stuðn- ingi deilir námsráðgjöf Háskólans með mér. Svo nefna þeir hin traustu gögn sem aldeilis eiga að gera málflutning minn að engu. Kennslukönnunin góða. Hún skal sanna að formaður Geðhjálpar fari með fleipur og að nem- endur í sálfræðinni kunni sér ekki læti yfir allri góðmennskunni og stuðningnum þar á bæ. Þegar hér er komið í lestrinum fella þeir fé- lagar grímuna því að það eru þeir sem annast þessa könnun sem þeir augljóslega telja hinn eina rétta mælikvarða á hamingju fólks með deildina. En hvað þá með þau 40% nemenda sem hætta á fyrstu önn eða falla? Hver er gleði- stikan þeirra? Ég vildi óska þess að ég gæti birt allan þann tölvupóst sem mér og Geðhjálp hefur borist að und- anförnu gagnrýni minni til stuðnings en það verður auðvitað ekki gert. Ég vildi líka að mér væri unnt að greina frá þeim samtölum sem ég hef átt við fjölda sálfræðinga sem hafa þakkað mér fyrir að vekja athygli á vondri framkomu við nemendur í þessari deild Háskólans. Málefnaleg gagnrýni Og svo kemur hinn góðkunni söngur um kröfurnar. Hjalið um að ef Háskóli Íslands vilji njóta virðingar í alþjóðlegu háskóla- samfélagi og á vinnumarkaði þurfi að setja markið hátt og gera ýtr- ustu kröfur til nemenda. Það er auðvitað rétt að háskóli á að gera kröfur. En enginn háskóli út- skrifar betri nemendur með hörku og hroka. Enginn læknir eða sál- fræðingur getur sagt að hann sinni starfi sínu betur vegna þess að hann var undir þungbæru álagi í náminu eða vegna þess að lítið var gert úr honum. Þannig virkar þetta ekki. Við búum fólk undir mikla álagsvinnu með góðum stuðningi og með því að byggja upp sjálfstraust. Það þarf enga rannsókn til að átta sig á þessu. Gagnrýni mín í þessum fyrirlestri snerist um háskóla sem ekki hefur neina geðheilbrigðisáætlun eða stefnu og vanrækir námsmenn með geðraskanir. Ég var líka að gagnrýna framkomu við nýnema í tilteknum deildum og álag í námi sem kann að valda geðröskunum. Ef þeir Andri og Kjartan hefðu verið viðstaddir fyrirlesturinn hefðu þeir orðið vitni að því að al- mennt var tekið undir sjónarmið mín, ekki síst af hálfu náms- ráðgjafar og forseta læknadeildar. Hann sagðist einmitt hafa breytt fyrirkomulagi á inntöku nýnema í læknadeild fyrir þremur árum vegna þess að hann sá hve mann- fjandsamlegt hið gamla kerfi var. Þetta er málefnaleg umræða sem þarf að fara fram og væri ráð að forráðamenn sálfræðideildar stigu fram fyrir skjöldu í stað þess að etja ráðgjöfum sínum á foraðið. Sigursteinn Másson svarar grein Andra Fannars Guð- mundssonar og Kjartans Smára Höskuldssonar ’Enginn háskóliútskrifar betri nemendur með hörku og hroka.‘ Sigursteinn Másson Höfundur er formaður Geðhjálpar. Um ómálefna- lega gagnrýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.