Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 69 MENNING Green tea extract FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Orka og vellíðan AMINA, sem hét Anima í eina tíð, hefur starfað með hléum frá 1997 með smávægilegum mannabreyt- ingum. Síðustu ár hefur Amina starfað mikið með Sigur Rós, leikið með sveit- inni á tónleika- ferðum síðan árið 2000, útsettu alla strengi á () og í laginu „Gong“ á Takk, en á þeirri plötu er einnig lagið „Milanó“, sem Amina og Sigur Rós sömdu saman. Þess má svo geta að Amina hitar upp fyrir Sigur Rós á tónleikaferðinni sem sú sveit fer um heiminn nú um stundir. Þá er búið að koma Sigur Rósar sambandi Aminu frá, því þó það hafi verið mikið eiga sveitirnar ekki svo margt sameiginlegt, eru kannski að kanna álíka lendur í tón- sköpun sinni en eiginlega hvor í sinni heimsálfu – Sigur Rós situr uppi við heimskautsbaug en Amina hefur komið sér fyrir í Mið-Evrópu, eða svo finnst mér í það minnsta er ég hlusta á lagið „Fjarskanistan“ á þessari fyrstu, og hingað til einu, plötu Aminu. Þó Amina sé strengjakvartett eru strengirnir ekki endilega í aðal- hlutverki á þessar plötu, þó vissu- lega séu þeir áberandi. Meira ber þó á alskyns slagverki og klukku- spili og ekki heyri ég betur en hljóðsmalar séu notaðir. Tónlistin er mikið til klifun, nánast naum- hyggja á köflum, einfaldar laglínur og stef eru endurtekin í sífellu með vart greinanlegum breytingum og áður en varir hefur lagið gengið í gegnum hamskipti, áherslur breyst og stemmning. „Fjarskanistan“ þykir mér besta lagið á plötunni en „Hemipode“ er líka mjög gott, skemmtilega aust- ræn áhrif í strengjaplokki og leik- andi laglína. Í raun er það eina sem segja má slæmt um skífuna að hún er full stutt, ekki nema ríflega átján mínútur. Á leið til Fjarskan- istan Árni Matthíasson TÓNLIST Geisladiskur AminaminA, stuttskífa strengjakvar- tettsins Aminu. Kvartettinn skipa Edda Rún Ólafsdóttir, Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Sól- rún Sumarliðadóttir. The Workers Insti- tute gefur út. Amina - AminaminA  SCREEN International birti gagnrýni á vef sín- um í gær um kvikmyndina Bjólfskviðu, sem Sturla Gunnarsson leikstýrði og tók upp hér á landi. Segir gagnrýnandinn, Peter Brunette, að myndin hafi ýmsa galla en goðsagnakenndur kraftur endisins nægi næstum því til að yf- irskyggja þá. Brunette segir, að myndin sé áferðarfalleg túlk- un á samnefndu engilsaxnesku miðaldakvæði og mikið sé lagt í hana eins og sjáist á því að leikarar á borð við Stellan Skarsgard, Sarah Polley og Gerard Butler leiki í myndinni. Því miður virðist ekki hafa verið nostrað nóg við handrit myndarinnar, einkum samtölin, og þetta breyti því, sem hefði getað verið frábær kvik- myndagerð, í farsa. Myndin sé þar af leiðandi dæmd til að falla í enskumælandi löndum en hugs- anlega muni hún ná inn fyrir kostnaði í löndum þar sem þarlendir leikarar tala inn á hana. Gagnrýnandinn segir að nokkrir þræðir, sem hugsanlega hefðu getað verið áhugaverðir, séu aldrei spunnir nægilega vel í myndinni. Þá segir Brunette að risinn Grendel, einkum í meðförum Ingvars E. Sigurðssonar, sé frábær frumkraftur þegar hann öskrar af reiði og von- brigðum í átt til fjalla. En þótt hinn goðsagna- kenndi máttur endis myndarinnar nægi næstum því til að yfirskyggja hina mörgu galla skorti samt nokkuð þar á. Gallar en goð- sagnakennd- ur kraftur Gagnrýnandi segir að myndin sé áferðarfalleg túlkun á samnefndu engilsaxnesku mið- aldakvæði og mikið sé lagt í hana. Kvikmyndir | Screen International birtir gagnrýni um Bjólfskviðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.