Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG S mábærinn Bad Mergentheim er Tauber-dalnum í Þýskalandi, í hjarta „gamla, góða Þýskalands“ eins og heimamönnum virðist tamt að segja. Kalla má bæinn hinn dæmigerða þýska smábæ, barrokk-húsin við þröngar göturnar gefa honum rómantískan blæ. Það er mikill miðaldabragur á Bad Mer- gentheim og þar er sagan við hvert fótmál. Bærinn var bækistöð þýsku Regluriddaranna og kastali reglunnar hýsir nú safn hennar þar sem skoða má sögu hinna hugumstóru riddara og hugðarefni. Kastalagarðurinn er síðan kap- ítuli út af fyrir sig, kallaður Enski garðurinn, með tilheyrandi trjám, tjörnum og tehúsum. Í miðbænum eru dæmigerðar þýskar svei- takrár þar sem njóta má matar og drykkjar. Íbúar Tauber-dalsins eru afar stoltir af mat- armenningu sinni, segjast sjálfir rómaðir í þeim efnum. Enda leyna sér ekki áhrif franska eldhússins á veitingastöðum svæðisins og vín- áhugamenn komast þar í feitt því víða er hægt að koma við og fá bragð hjá vínbændum sem eru í sveitunum allt í kring. Eins ættu þeir sem vilja njóta útivistar og hreyfingar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í nágrenni við bæinn er m.a. golfvöllur og fallegar göngu- og hjólaleiðir. Bad Mergentheim er kjörin bækistöð fyrir þá sem vilja skoða sig um í þessum landshluta. Þaðan er stutt að fara á fjölmarga áhugaverða staði; Würzburg (45 km), Heidelberg (120 km), Nürnberg (160 km) og Rothenburg (45 km) svo fáein dæmi séu nefnd. Bad Mergentheim er líka miðsvæðis í Þýskalandi og þannig kjör- inn áningarstaður fyrir þá sem eru að ferðast frá suðri til norðurs eða austri til vesturs. Í bænum, sem telur þó aðeins rúmlega 20 þús- und íbúa, er næg gisting á 2–4 stjörnu hót- elum, auk þess sem þar má fá inni á farfugla- heimilum á mjög svo hóflegu verði. Samgöngur til Bad Mergentheim eru góðar. Ef flogið er til Frankfurt og ætlunin að ferðast í eigin bíl má fara A3-hraðbrautina frá Frank- furt en taka síðan B19-þjóðveginn (Würzburg- Heidingsfeld) og þá er eftirleikurinn auðveld- ur. Sé hinsvegar ferðast með lest er þægileg- ast að taka lest frá Frankfurt til Würzburg og skipta þar um lest til Bad Mergentheim.  ÞÝSKALAND | Það er miðaldabragur á bænum Bad Mergentheim sem hefur upp á margt að bjóða Fyrir líkama og sál Morgunblaðið/Helgi Mar Það er mikill miðaldabragur á Bad Mergentheim og þar er sagan við hvert fótmál. Bad Mergentheim er dæmigerður þýskur bær og barokk-húsin gefa honum rómantískan blæ. Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is www.bad-mergentheim.de BAD Mergentheim er sennilega þekkastur fyrir heilsulind sína. Þar er eitt vinsælasta og þekkasta spa Þýskalands. Kristaltærar upp- sprettur bæjarins þykja búa yfir lækningamætti og reyndar dregur bærinn nafn sitt af heilsuböðum í þeim. Reyndar er talið að það hafi verið fjárhirðir að nafni Franz Gehrig sem uppgötvaði heilnæmi vatnsins og það árið 1826. Vatnið er fremur salt og hefur á ferð sinni um jarðlögin tekið í sig ýmis steinefni, s.s. natríumsúlfat og magnesín, sem þykja heilnæm og græðandi. Í Bad Mergentheim eru fjórar megin uppsprettur sem þar sem boðið er upp á mismunandi meðferðir við hverskonar kvillum, s.s. meltingartruflunum, lifr- arsjúkdómum, maga- og þarma- bólgum svo fátt eitt sé nefnt. Heppilegast þykir að baða sig upp úr vatninu góða, það ku ekki gott til inntöku. Ein uppsprettan er þó hæf til drykkjar og er boðið upp á vatn úr henni á flöskum, svona til eftirmeðferðar ef þörf þykir. Drykkjarvatnið þykir gott fyrir vöðva og bein, sem og gegn hvers- konar gigt. Í heilsulind Bad Mergentheim er höfuðáhersla lögð á afslöppun og því mikið lagt upp úr rólegu og friðsælu umhverfi. Þar eru göngu- leiðir um litskrúðuga lystigarða og á sumrin eru þar haldnir tón- leikar. Allra meina bót Það ku vera allra meina bót að baða sig í heilsulindunum og úr sumum þeirra má neyta vatnsins til lækninga. Í KASTALA Regluriddaranna eru þrjú söfn. Eitt lýsir sögu Bad Mergentheim, annað sögu Regluriddaranna en hið þriðja stingur eiginlega dálítið í stúf við hin, er dúkkuhúsasafn og sennilega hið eina sinnar tegundar í heiminum. Og safnið kemur á óvart, jafnvel harðsvír- uðum karlrembum því það segir merki- lega mikið um tíðaranda ólíkra tíma. Dúkkuhúsasafnið skiptist í þrennt. Fyrsti hlutinn sýnir dúkkuhús frá 19. öld, þegar dúkkuhús voru ekki aðeins leikföng, heldur einnig kennslubúnaður fyrir ungar stúlkur sem áttu að læra um sitt framtíðarhlutverk. Dúkkuhúsin voru þess vegna jafnan smækkaðar út- gáfur af eldhúsum. Þetta er að hluta til skýringin á því að lengst af hefur verið litið á dúkkur og dúkkuhús sem leikföng fyrir stúlkur en ekki drengi. Dúkkuhús 19. aldar voru jafnan smíðuð af vinum eða vandamönnum, enda hófst ekki fjöldaframleiðsla á dúkkuhúsum fyrr en um aldamótin 1900. Annar hluti dúkku- húsasafnsins er einmitt helgaður alda- mótunum. Þá fór að bera á dúkkuhúsum sem voru einnig ætlum drengjum. Var þá um að ræða smækkaðar útgáfur af verslunum, s.s. apótekum, svo dreng- irnir gætu lagt drög að starfsframanum. Enda voru slík dúkkuhús venjulega að- eins á færi efnameiri fjölskyldna. Þriðji hluti safnsins sýnir síðan dúkkuhús 20. aldarinnar. Þá eru þau ekki endilega lengur gerð til að líkja eftir raunveru- leikanum, heldur fyrst og fremst hugsuð sem leikföng og bera keim af tísku- straumum hvers tíma. Dæmalaust er stúlkan fín BAD Mergentheim er einn við- komustaða á einni þekkustu reið- hjólaleið Þýskalands, Rómantíska stígnum. Leiðin á sér aldalanga sögu, en hún tengir bæina Würzb- urg í norðri og Füssen í suðri. Leið- in, sem er 424 kílómetra löng, ligg- ur um þrjú falleg landsvæði; Franconiu, Swabiu og Efri- Bavaríu. Á leiðinni er fjölbreytt landslag, allt frá árdölum, um akra engi og skóga til fjalla. Leiðin ligg- ur um fjölmarga smábæi og litlar krár og sveitagisting er á hverju strái meðfram stígnum fyrir ferða- lúna hjólagarpa. Leiðin er að mestu sérmerktur reiðhjólastígur en að hluta um fáfarna sveitavegi. Í suðri getur ýmsum þótt á brattann að sækja en heimamenn lofa að leiðin sé vel fær venjulegu hjólreiðafólki. Á hjóli um dali og fjöll www.romanticroad.de    7  4: ;  < ;  =  4  ; >     7 "    " ? !  < $  @: ?  = $ .  =;   "  $ 7 ;< $  .  :A!         ; A$$  3? 4   2:   0  )!    <:A$     :  !   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.