Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MAT á kostnaði við kjarasamningaleiðir í ljós að hann er 15,8% hvaðvarðar starfsfólk í Starfsgreina-sambandi Íslands, en 31,2% hvað
félagsmenn í Kennarasambandi Íslands varð-
ar. Samningstíminn er 46 mánuðir hjá fé-
lagsmönnum SGS, en 43 hjá KÍ. Þetta kom
fram í máli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur,
hagfræðings hjá Alþýðusambandi Íslands, en
hún hafði framsögu um efnahags- og kjara-
mál á þingi Alþýðusambands Norðurlands
sem nú stendur yfir á Illugastöðum í
Fnjóskadal.
Hún sagði efnahagsstefnu nú ganga þvert
á markmið síðustu kjarasamninga, en mark-
mið þeirra var að stuðla að efnahagslegum
stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem
hvort tveggja væri grundvöllur uppbygging-
ar og fjölgunar starfa. Verðbólga átti sam-
kvæmt forsenduákvæðum að vera sem næst
verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og
launaþróun annarra að vera sambærileg og í
samningum SGG og Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður sagði að menn yrðu nú að setjast
niður „og reyna að koma samningum aftur
inn á rétt spor“.
Hún kvaðst finna fyrir mikilli ólgu meðal
fólks vegna ástands mála og það væri engan
veginn viðunandi að „félagsmenn innan Al-
þýðusambandsins væru einir að sýna ábyrgð,
sem og kannski Seðlabankinn. Við viljum
gera allt til að fá fleiri til að koma að málum
með okkur,“ sagði Sigríður.
Hún nefndi að nú væri mikilvægt að hreyf-
ingin skapaði sér vígstöðu, m.a. með því að
gefa sér tíma til að fara yfir mál, tala einum
rómi og að setja sér raunhæf markmið.
Möguleg markmið í stöðunni væru t.d. að
krefjast launabóta, sérstaklega hvað lægstu
laun varðar, bæta réttindi, gera úrbætur á líf-
eyriske
markað
Sigrí
væri u
stóriðju
hagker
hækka
ruðning
þetta m
ríkissjó
og raun
fjármá
„Í al
innan A
Sigríðu
rýrnun
mannv
þar til
fólks í
kaupm
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá A
Efnahagsstefna
gengur þvert
á markmið
kjarasamninga
Sigríðu
mið kja
Á þingi Alþýðusambands Norðurlands í gær var staðan í kjara-
málum rædd. Hagfræðingur ASÍ segir að kaupmáttur stórra
hópa innan sambandsins hafi rýrnað á síðustu misserum.
Margrét Þóra Þórsdóttir fylgdist með umræðum á þinginu.
SEÐLABANKINN
OG PENINGASTEFNAN
Seðlabankinn hækkaði í fyrradagstýrivexti um 0,75 prósentustigog var lýst yfir því að verð-
bólgumarkmiðið myndi ekki nást fyrr
en árið 2008 yrðu stýrivextir ekki
hækkaðir frekar. Það er erfitt að sjá
hvað Seðlabankinn getur annað gert
við núverandi aðstæður í efnahags-
málum en að hækka stýrivexti en það
er jafnframt erfitt að sjá til hvers það
leiðir og með hvaða hætti það leysir
þann vanda, sem við stöndum frammi
fyrir.
Athyglisvert var að lesa viðbrögðin
við þessum aðgerðum bankans. Hjá
greiningardeildum bankanna var við-
kvæðið það að Seðlabankinn ætti við
trúverðugleikavandamál að stríða.
„Þegar fjórir mánuðir líða án þess að
Seðlabankinn grípi til aðgerða til að
sporna við vaxandi verðbólgu hefur
það óhjákvæmilega þau áhrif að fólk
fer að efast um vilja eða getu bankans
til að takast á við vandann,“ sagði
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Landsbankans.
„Við trúum því ekki að þeim muni tak-
ast að ná verðbólgumarkmiðinu og
það er þeirra að sanna það að þeir geti
það. Ég sé það ekki fyrir mér,“ sagði
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, for-
maður bankastjórnar Seðlabankans,
sagði aftur á móti að nú væri ætlunin
að senda út sterk skilaboð þess efnis
að bankinn hygðist halda verðbólgu-
markmiðinu til streitu og kvaðst vona
að trúverðugleiki bankans væri orð-
inn það mikill að vaxtahækkanir hans
myndu hafa áhrif til lækkunar verð-
bólgu.
Það er augljóst að staða íslensks
efnahagslífs er viðkvæm um þessar
mundir. Birgir Ísleifur dró upp
ómyrka mynd af ástandinu þegar
hann greindi frá hækkun stýrivaxt-
anna og líkti því við stöðuna undir lok
tuttugustu aldar: „Ójafnvægið er
jafnvel meira nú: viðskiptahalli meiri,
raungengi hærra, íbúðaverð lengra
yfir langtímajafnvægi og skuldsetn-
ing heimila, fyrirtækja og þjóðarbú-
skaparins í heild töluvert meiri. Ým-
islegt er frábrugðið. Mikill vöxtur
einkaneyslu sl. tvö ár hefur fremur
verið knúinn áfram af skuldasöfnun
heimilanna en vexti ráðstöfunar-
tekna, sem jukust töluvert hraðar ár-
in 1998 til 2000 en nú. Áhrif aukins
launakostnaðar á verðbólguna eru
ekki jafnmikil, en þáttur hækkunar
húsnæðisverðs er áhrifameiri.“
Niðurstaða Birgis Ísleifs var sú að
vandamálin, sem nú blöstu við væru
jafnvel meiri en um aldamótin.
Það þarf enginn að efast um mik-
ilvægi þess að halda í stöðugleikann í
efnahagslífinu og allra hagur að vinna
gegn því að verðbólga fari úr bönd-
unum. Það er auðvelt að gagnrýna
Seðlabankann, en hann hefur aðeins
takmörkuð úrræði, sem ekki duga ein
og sér til að hemja þensluna í efna-
hagslífinu. Það er til dæmis stór
spurning hvernig stendur á því að
aukning einkaneyslu skuli nú knúin af
skuldasöfnun, en ekki því að fólk hafi
meira á milli handanna. Hvað skyldu
bankarnir segja um það? Hver er
þeirra trúverðugleiki? Og ekki má
gleyma áhrifum stórframkvæmda á
borð við Kárahnjúkavirkjun.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra segir í Morgunblaðinu í dag að
hann efist um að frekari hækkanir
stýrivaxta af hálfu Seðlabankans leiði
til árangurs. Hann kveðst ekki í
nokkrum vafa um að útlán til einka-
neyslu hafi verið allt of mikil. Vand-
inn sé hins vegar sá að bæði fyrirtæki
og einstaklingar hafi aðgang að er-
lendu fjármagni á lægri vöxtum, en
tíðkist hér heima og því hafi hækkun
stýrivaxta ekki þau áhrif, sem til sé
ætlast.
Ljóst er að fleiri en Seðlabankinn
þurfa að hugsa til heildarinnar eigi að
takast að halda jafnvægi í efnahags-
lífinu. Takmörk Seðlabankans lýsa
sér í þeim tvíbentu áhrifum, sem
þeirra eina tæki til að hafa áhrif á
efnahagslífið hefur. Tilgangurinn er
að slá á þenslu, en hækkun stýrivaxta
leiðir einnig til hækkunar á gengi
krónunnar og hún getur verið sárs-
aukafull fyrir marga í hinu almenna
atvinnulífi þjóðarinnar.
Sjávarútvegurinn hefur gengið
ótrúlega vel hingað til þrátt fyrir
gengishækkun krónunnar og þá fyrst
og fremst vegna þess að afurðaverð
hefur hækkað á erlendum mörkuðum.
Ekki fer á milli mála að lítil fyr-
irtæki í ferðaþjónustu eiga í vök að
verjast vegna gengishækkunar. Þau
verða að hækka svo mjög verð á þjón-
ustu sinni að nánast fyrirsjáanlegt er
að þau verðleggja sig út af markaðn-
um. Viðskiptavinirnir fara einfald-
lega annað.
Stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi
standa vel og skila góðri afkomu en
hætta er á að hið sama eigi ekki við
um lítil fjölskyldufyrirtæki, sem hafa
ekki jafn mikla burði til að standa
hækkunina af sér.
Stærstu fyrirtæki í ferðaþjónustu
standa enn vel að vígi en telja má víst
að litlu fyrirtækin, fjölskyldufyrir-
tækin, standi höllum fæti.
Gengishækkun krónunnar býður
upp á spákaupmennsku með gjald-
miðil okkar. Hvað gerist þegar bólan
springur? Gengið fellur, spákaup-
mennirnir selja, hlutabréfin falla í
verði og tugmilljarða ef ekki hundr-
aða milljarða lán vegna hlutabréfa-
kaupa hækka í íslenzkum krónum á
sama tíma og verðmæti veðanna
lækkar.
Seðlabankinn hefur efnisleg rök
fyrir sínum ákvörðunum en þegar
horft er fram í tímann spyrja sig
margir þeirrar spurningar hvar veg-
ferð Seðlabankans endi, ekki að
ástæðulausu.
Hver er skoðun ríkisstjórnarinnar?
Er ekki ljóst að efnahagsstefnan er að
lenda í öngstræti? Er ekki tímabært
að ríkisstjórn og stjórnarflokkar
reyni að brjótast út úr þeirri sjálf-
heldu, sem efnahagspólitíkin er að
lenda í?
Með mikilli virðingu fyrir Seðla-
bankanum geta stjórnarflokkarnir
ekki setið hjá og látið sem ekkert sé.
Það er fyrirsjáanlegt að á næsta ári
byrji mannfallið hjá smærri fyrir-
tækjunum.
Það er alveg saman hvernigmenn stilla því máli uppfyrir sér. Það er mikið bil ámilli þess sem menn töldu
sig vera að semja um og þess sem
staðan er í dag,“ sagði Grétar Þor-
steinsson forseti Alþýðusambands
Íslands á Þingi Alþýðusambands
Norðurlands, en það hófst á Ill-
ugastöðum í Fnjóskadal í gær. Grét-
ar sagði að það ætti ekki að koma
flatt upp á neinn að reyna myndi á
endurskoðunarákvæði kjarasamn-
inganna.
Viðfangsefni næstu vikna væri að
brúa bilið, „eins og alltaf eru til fleiri
en ein leið til þess, en fyrsta úrræðið
er að semja við atvinnurekendur,“
sagði Grétar. Hann sagði að þess
yrði freistað að endurreisa þau
markmið sem lagt var upp með, en
vissulega væri æði margt í mark-
miðum kjarasamninga sem ekki
hefði náðst fram. Nefndi Grétar m.a.
að áhersla hefði verið lögð á nýjan
sáttmála um þríhliða samstarf,
verkalýðshreyfingar, atvinnurek-
enda og stjórnvalda. Það hefði ekki
gengið eftir, „og ég held því blákalt
fram að það sé ekki síst þess vegna
sem kjarasamningar eru í upp-
námi.“
Kusu að feta ekki
þessa slóð með okkur
Benti Grétar á að áhersla hefði verið
lögð á að jafna lífeyrisréttindi,
treysta réttindi til atvinnuleys-
istrygginga, fullorðinsfræðslu, end-
urmenntunar og sjúkradagpeninga,
auk sérstakrar áherslu á að bæta af-
komu barnafjölskyldna sem og að
fjallað var ítarlega um mále
lendinga á íslenskum vinnu
„Ég ætla ekki að fara í gr
með þá skoðun mína að höf-
uðástæðan fyrir því að við e
þeirri stöðu sem raun ber v
að stjórnvöld og atvinnurek
kusu að feta ekki þessa slóð
okkur, nema að takmörkuð
Sáttmálinn sem við buðum
kölluðum eftir hefur ekki or
veruleika og samráðið hefur
aukist,“ sagði Grétar.
Reynum til þrautar að s
Forsendur kjarasamninga v
brostnar og nú reyndi á end
unarákvæði þeirra. Hvatti h
þingfulltrúa til að nálgast vi
efnið af fullri ábyrgð, „eins
gerum alltaf. Við hljótum að
Forseti ASÍ segir að reyna muni á endurskoðunarákv
Reynum fyrst til þr
Forsendur kjarasamninga eru brostnar og höfðu fulltrúar á þingi Alþýðusambands Norðurlands áhygg
næstu helgi heldur Starfsgreinasamband Íslands þing á Akureyri. Á þessum þingum verður mótuð afst