Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 63
DAGBÓK
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímu-efnavandann blása til baráttufundar íHáskólabíói næstkomandi þriðjudag 4.október klukkan 20 undir yfirskriftinni
„Bráðamóttaka eða biðlisti“. Margir þekktir lista-
menn koma fram á sjálfum fundinum en í anddyri
Háskólabíós sem opnar klukkan 19. verður sýning
og kynning á starfsemi samtakanna.
Í byrjun þessa árs var óhjákvæmilegt að loka
bráðamóttöku við Sjúkrahúsið Vog sem rekin hef-
ur verið undanfarin tvö ár. Auk þessa var dregið
úr innritunum sem nemur 250 á ársgrunni. Þór-
arinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að síð-
ustu mánuði hafi starfsmenn á Vogi þurft að horfa
upp á afleiðingar þessa. „Aðgerðirnar bitna að-
allega á þeim sjúklingum okkar sem verst eru
staddir,“ segir Þórarinn. „Þeir þurfa nú að bíða
lengur eftir nauðsynlegri sjúkrahúsvist en áður.
Slíkt er kostnaðarsamt fyrir aðrar heilbrigð-
isstofnanir og þjóðfélagið í heild en hættulegast
einstaklingunum sem þurfa að bíða.“
Hér er í raun um að ræða árlegan fund sem
haldinn er á afmælisdegi samtakanna. „Það er um
þetta leyti sem samtökin voru stofnuð á sínum
tíma fyrir 28 árum í Háskólabíói. Þetta er eins
konar afmælisfundur og við höfum komið þarna í
Háskólabíó árlega,“ segir Þórarinn, en bætir við
að nú sé málefnið afar brýnt sem þarf að kynna
fyrir gestum fundarins. „Við viljum vekja athygli
á baráttu okkar fyrir því að betri bráðaþjónusta
sé í boði fyrir vímuefnaneytendur sem eru illa
staddir í Reykjavík. Það er það verkefni sem við
teljum brýnast þessa stundina.“
Hvernig er ástandið núna?
„Flestir geta nú fengið þjónustu fljótt, en þeir
sem eru ungir og illa farnir og hafa verið hér í
meðferð fyrir nokkrum mánuðum eða tveim ár-
um, það fólk getur lent í því að bíða eftir því að
komast inn. Ef það er styttra en tvö ár síðan það
var hérna hjá okkur, þá getur það lent í því að
bíða.
Það er ekki í sjálfu sér gott, hvorki fyrir þá eða
aðstandendur þeirra eða nokkurn mann að þeir
þurfi að bíða eftir sjúkrahússvist ef þeir þurfa á
henni að halda. Þeir eru sjálfir í stjórnlausri
neyslu. Það má segja að ef þeir fá ekki þessa þjón-
ustu þurfi þeir frekar að fara inn á bráðamóttökur
spítalanna og inn á slysavarðstofuna vegna slysa
og bráðaveikinda. Auk þess má nefna öll þau
óþægindi sem þeir sjálfir, fólkið í kringum þá og
sérstaklega aðstandendur þeirra þurfa að ganga í
gegnum á meðan á þessu stendur. Svo eru ónefnd
þau gríðarlegu félagslegu vandamál sem stafa af
þessu og alltaf eru fréttir af í blöðunum.“
SÁÁ | Blása til baráttufundar fyrir bættri bráðaþjónustu fyrir unga fíkniefnaneytendur
Biðlistinn ekki góður fyrir neinn
Þórarinn Tyrfingsson
er fæddur í Reykjavík
árið 1947. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1967 og
læknaprófi frá Háskóla
Íslands árið 1975.
Þórarinn hefur starfað
hjá SÁÁ frá árinu 1979
og hefur verið yfirlækn-
ir á Vogi frá árinu 1984.
Þá hefur hann verið
stjórnarformaður SÁÁ frá árinu 1988.
Þórarinn er kvæntur Hildi Guðnýju Björns-
dóttur og eiga þau saman fimm börn auk
barnabarna.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Á morgun, 2.október, verður sjötugur Gunn-
ar Hermannsson, Rauðhömrum 12,
Reykjavík. Hann tekur á móti vinum
og vandamönnum í sal Sjálfstæð-
isfélagsins Austurströnd 3, Seltjarn-
arnesi, á afmælisdaginn, milli kl. 14 og
17.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Bílastæðisvandamál
við Leifsstöð
ÉG vil koma því á framfæri að þeir
sem stjórna bílastæðamálum á Kefla-
víkurflugvelli upplýsi fólk um það
hvernig það eigi að haga sér þegar
það notar bílastæðin.
Ég var sótt þegar ég kom úr flugi
og sá sem sótti mig tók miða í hliðinu
og beið í 15–30 mínútur. Þegar við er-
um búin að koma farangrinum fyrir í
bílnum og ætluðum út áttum við að
setja miðann í tækið og borga. Við
gerðum þetta, miðinn fór í tækið,
visa-kortið sett í - en á skjánum birt-
ist - getur ekki lesið kortið. Við
ákváðum þá að borga við hliðið. Þeg-
ar við komum í hliðið er enginn þar til
aðstoðar. Sá sem er á fyrsta bílnum í
röðinni er eitthvað óöruggur og það
myndast löng röð. Þá kemur þar að
maður úr röðinni og vill að við bökk-
um (við á vörubíl) til að hann komist
áfram. Við biðum róleg. Svo kemur
röðin að okkur, við setjum Visa-kortið
í – en þá vantar miðann sem við sett-
um í vélinni inni. Við stoppum allt.
Það var hægt að ná sambandi við ein-
hvern kvenmann í þessum kassa og
ég segi henni að við höfum sett mið-
ann í vélina inni. Hún segir að við
þurfum að sækja hann. Ég segi við
hana að ég sé með danskar krónur og
hvort hægt sé að borga með þeim.
Nei, við tökum ekki við dönskum pen-
ingum.
Við vorum strönduð þarna í hliðinu
og bílaröð fyrir aftan sem þurfti að
komast út. Það kemur strákur hlaup-
andi til að hjálpa okkur og ég spurði
hann hvort hann geti tekið við dönsk-
um peningum. Hann segist ekki
mega gera það – en gerði það samt og
við komumst í gegn.
Það vantar að birta leiðbeiningar í
fjölmiðlum um hvernig eigi að haga
sér við þessar vélar. Maður er ekki
þarna á ferðinni á hverjum degi og
það vantar alla aðstoð á staðnum. Og
svo finnst mér óþarfi að láta fólk
borga fyrir þessi stæði. Ekki er ætl-
ast til þess að maður lesi allar leið-
beiningar á kassanum á meðan röð af
bílum bíður eftir að komast út.
Ég fer fram á það að þeir sem þurfi
á þessum hundraðköllum að halda
gefi út leiðbeiningar til hægt sé að
komast þarna í gegn stórslysalaust.
Finnst þetta léleg þjónusta.
Hulda Guðmundsdóttir.
Ráðlegging
NÝLEGA var um það fjallað í blöð-
um að það væri hættulegt að sofa
með rafmagnstæki, klukkur, úr og
síma nálægt sér.
Það er alveg tilvalið að tína ís-
lenska steina í fjörunum og setja
steinana á náttborðið hjá sér því það
dregur úr þessari rafleiðni sem fjallað
var um.
Kona.
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKIPPA fannst í Roðasölum 1
(Dagdvöl). Tveir húslyklar á lykla-
kippu sem er rauð stjarna úr plasti.
Upplýsingar á staðnum og í síma
564 2491.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
50 ÁRA afmæli. Í dag, 1. október,er fimmtug Valdís Ósk Jón-
asdóttir. Hún og fjölskylda hennar
taka á móti vinum og ættingjum í kvöld
milli kl. 19.30–22 í Kiwanishúsinu í
Mosfellsbæ.
Brúðkaup | 27. ágúst sl. voru Freydís
Aðalbjörnsdóttir og Róbert Línberg
Runólfsson gefin saman í Háteigs-
kirkju af séra Hjálmari Jónssyni. Þau
eru búsett í Reykjavík.
LEITAÐ er að leikkonu/söngkonu
til að taka þátt í uppfærslu Leik-
félags Reykjavíkur og Íslenska
dansflokksins á Carmen, leikriti
með söngvum, sem byggir á óperu
Bizets.
Æfingar hefjast í nóvember nk.
og frumsýnt verður í janúar 2006.
Leikstjóri er Guðjón Pedersen.
Danshöfundur er Steven Shrop-
shire og tónlistarstjóri Agnar Már
Magnússon.
Umsóknareyðublöð fást í Borg-
arleikhúsinu og á heimasíðunni,
www.borgarleikhus.is.
Umsækjendur verða valdir til
þátttöku í prufunni.
Umsóknir, ásamt mynd, þurfa að
hafa borist fimmtudaginn 6. októ-
ber.
Leitað að leikkonu
Morgunblaðið/Ómar
MÁLVERKASÝNING verður opn-
uð í Garðabergi, Garðatorgi 7,
Garðabæ, á mánudag. Árni Björn
Guðjónsson sýnir landslagsmyndir
málaðar í olíu. Sýningin stendur til
31. október og opið er daglega frá
kl. 12.30 til 16.30, nema þriðjudaga.
Lokað um helgar.
Árni Björn í Garðabergi
♦♦♦
verður haldið að Suðurgötu 3 í dag laugardaginn
1. október milli 9 og 21.
Kosningavaka verður á Póstbarnum við
Austurvöll og hefst strax að loknum kjörfundi.
Forval VGR fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006