Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 39
geðröskun sem leiðir af sér skerta
færni til sjálfstæðrar búsetu og/eða
atvinnu og þörf fyrir fjölþætta þjón-
ustu og stuðning sem ætla má að
verði til langframa. Aflað var upplýs-
inga frá 19 aðilum um land allt; geð-
heilbrigðisstofnunum,
svæðisskrifstofum
málefna fatlaðra, fé-
lagsþjónustu í stærri
sveitarfélögum og
þeim sveitarfélögum
sem tekið hafa alfarið
að sér þjónustu við
fatlað fólk í heima-
húsum.
150 einstaklingar
í þörf fyrir úrbætur
Þessi könnun leiddi í
ljós að nauðsynlegt
væri að hefja þegar
uppbyggingu búsetuúrræða og þjón-
ustu við geðfatlaða, bæði hvað varð-
ar búsetuúrræði, dagvistun og/eða
endurhæfingarúrræði. Brýnt er talið
að leysa aðstæður 150 einstaklinga
um land allt á fimm árum með það að
markmiði að eyða biðlistum og koma
í veg fyrir að geðfatlaðir búi við ófull-
nægjandi aðstæður. Aðstæður þess-
ara einstaklinga og fjölskyldna
þeirra eru mismunandi en í höfuð-
atriðum má skipta þeim í þrjá hópa:
1) þá, sem búa hjá fjölskyldum sín-
um og njóta engrar þjónustu; 2) fólk
sem býr á sambýlum en óskar eftir
breyttri þjónustu og 3) fólk, sem
dvelst á sjúkrastofnunum, þar á
meðal langlegudeildum, en er talið
að henti önnur úrræði betur.
Eins og fyrr sagði er heildarfjár-
þörf vegna uppbyggingar næstu
fimm ár 1,5 milljarðar króna í stofn-
kostnað, auk um það bil 825 milljóna
króna í rekstur á sama tímabili. Gert
er ráð fyrir að hluti af rekstrarfé
vegna hinna nýju úrræða verði
tryggður með yfirfærslu frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyti
SÚ ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnar-
innar að verja einum milljarði króna
af söluandvirði Símans til að hefja nú
þegar uppbyggingu búsetuúrræða
og þjónustu fyrir geð-
fatlaða markar tíma-
mót. Gert verður sér-
stakt átak til þess að
eyða á næstu fimm ár-
um biðlistum og
tryggja að geðfatlaðir
búi við viðunandi að-
stæður og að mann-
réttindi þeirra séu
tryggð.
Auk milljarðs króna
af andvirði Símans er
gert ráð fyrir að
Framkvæmdasjóður
fatlaðra verji í tengsl-
um við átakið 500 milljónum króna
til kaupa eða byggingar húsnæðis
fyrir geðfatlaða. Þar með er til ráð-
stöfunar 1,5 milljarðar króna til
þessa verkefnis en það er sú fjárhæð
sem talin er samsvara nauðsyn-
legum stofnkostnaði, sem ráðist
verður í á tímabilinu 2006–2010.
Í samræmi við stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar
Sú ákvörðun að verja hluta af
söluandvirði Landssímans til að
bæta og byggja upp þjónustu við
geðfatlaða er í samræmi við stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar
sem segir: „Áfram verði unnið að
aukinni þjónustu við geðfatl-
aða. … Treysta þarf stuðning við
fatlaða og geðsjúka, m.a. með auknu
framboði á skammtímavistun og
annarri stoðþjónustu.“
Í ljósi þessa létu félagsmálaráð-
herra og heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra gera könnun á þjón-
ustuþörfum geðfatlaðs fólks. Með
geðfötlun er átt við það ástand sem
skapast við langvarandi, alvarlega
um leið og geðfatlaðir flytjist úr þjón-
ustu á þess vegum yfir til félagsmála-
ráðuneytis. Viðbótarfjárþörf verði
mætt á fjárlögum á hverjum tíma.
Þekking félagasamtaka nýtt
Samhliða þessari uppbyggingu á
búsetu og þjónustu fyrir geðfatlaða
verður sérstök áhersla lögð á starfs-
endurhæfingu með það að markmiði
að virkja þá til þátttöku í samfélag-
inu. Félagsmálaráðuneytið mun í því
sambandi nýta þá þekkingu og
reynslu sem þegar er fyrir hjá félaga
samtökum og fagaðilum, sem unnið
hafa á þessu sviði, hugsanlega með
gerð þjónustusamninga við slíka að-
ila.
Mér er það sem félagsmálaráð-
herra sérstakt ánægjuefni að hrinda
þessu átaki í framkvæmd. Ég hyggst
á næstunni kynna skipun verkefnis-
stjórnar, sem falið verður að gera til-
lögur og hafa umsjón með fram-
kvæmd málsins. Verkefnisstjórnin
mun hafa samráð við hagsmunaaðila
um stefnumótun og framkvæmdir og
ég árétta að höfuðmarkmið þessa
átaks er að bæta lífsgæði geðfatlaðra
og fjölskyldna þeirra sem margar
búa nú því miður við erfiðar að-
stæður.
Átak til aukinna
lífsgæða geðfatlaðra
Eftir Árna Magnússon
Árni Magnússon
’Samhliða þessari uppbyggingu á búsetu
og þjónustu fyrir geð-
fatlaða verður sérstök
áhersla lögð á starfs-
endurhæfingu með það
að markmiði að virkja
þá til þátttöku í
samfélaginu.‘
Höfundur er félagsmálaráðherra.
erfinu, í velferðarmálum og á vinnu-
ði.
íður benti á að staða efnahagsmála
um margt góð og fyrir hefði legið að
uframkvæmdir myndu valda þenslu í
rfinu, sem og að laun og verðlag myndu
a, raungengið líka og að hætta væri á
gsáhrifum á aðrar atvinnugreinar. Allt
myndi reyna á hagstjórnina. Hún sagði
óð vandann, ekki Seðlabankann. Ríki,
nar sveitarfélög líka gæti með aðhaldi í
álum slegið á þenslu. Á það hefði skort.
llri þessari þenslu eru það launþegar
ASÍ sem eru ekki að taka þátt,“ sagði
ur. Benti hún m.a. á að kaupmáttar-
n hefði orðið hjá þriðjungi verkafólks í
virkjagerð á liðnu ári, frá júní í fyrra og
á sama tíma í ár. Um helmingur verka-
iðnaði hefði að sama skapi orðið fyrir
máttarrýrnun á sama tímabili. Starfs-
fólk í fiskvinnslu og stóriðju væri þar ekki
meðtalið. „Hér er niðurstaðan enn sorglegri.“
Um 70% skrifstofufólks í iðnaði, hefur orð-
ið fyrir kjararýrnun á þessum tíma. Þá sagði
Sigríður það vekja mikla athygli að um 55%
iðnaðarmanna væru með 3% hækkun eða
minna á umræddu tímabili. „Það er varla að
maður trúi þessu.“ Ástæðu þessa kvað Sig-
ríður vera innflutning á verkafólki frá útlönd-
um, en það nyti ekki sömu kjara og Íslend-
ingar.
Sigríður nefndi að þó svo að staða efna-
hagsmála væri um margt góð, mikill hag-
vöxtur og minnkandi atvinnuleysi, væri ým-
islegt sem vert væri að hafa áhyggjur af.
Atvinnuleysi á landsbyggðinni væri þar á
meðal, vaxandi verðbólga og að allt stefndi í
veikara atvinnulíf í lok stóriðjuframkvæmda.
Þá væri það vissulega mikið áhyggjuefni að
kjarasamningar ASÍ-félaga væru í uppnámi.
ASÍ, á þingi Alþýðusambands Norðurlands
Morgunblaðið/Margrét Þóra
ur Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur segir efnahagsstefnuna ganga þvert á mark-
arasamninga og verkalýðshreyfingin verði nú að skapa sér vígstöðu.
efni út-
umarkaði.
rafgötur
-
erum nú í
vitni er sú
kendur
ð með
u leyti.
upp á og
rðið að
r síst
semja
væru nú
durskoð-
hann
iðfangs-
og við
ð reyna
til þrautar að semja, en við verður
líka að gera ráð fyrir að það sé ekki
sjálfgefið að það takist. Ég verð að
játa að ég er hóflega bjartsýnn á að
aðrir nálgist viðfangsefnið af sömu
ábyrgð,“ sagði Grétar. Það væri al-
gerlega ljóst í hans huga að menn
yrðu að vera undir það búnir að ekki
tækist að brúa bilið. „Við þurfum í
því sambandi að vera klár á því að
við þurfum að vera vel samstillt til
að takast á við það verkefni.“
Aðstæður einkennast
af áður óþekktri græðgi
Grétar sagði að fólk yrði líka að gera
sér grein fyrir því að í þjóðfélaginu
væru sérstakar aðstæður. „Þær ein-
kennast af áður óþekktri græðgi,
það fjarar undan áherslu á sam-
kennd og samhjálp og aðgerðir
stjórnvalda undanfarin ár hafa mið-
að að því að ýta undir og viðhalda
þeirri þróun. Við horfum á vaxandi
tekju- og launamun í þjóðfélaginu.“
Forseti ASÍ sagði suma atvinnu-
rekendur hafa nýtt sér ástandið til
að misnota erlent vinnuafl til að
knýja niður kjör á almennum vinnu-
markaði. Þannig væri reynt að
knýja niður kjör á vinnumarkaði og
menn gætu jafnvel horft fram á tapa
réttindum og kjörum, sem verka-
lýðshreyfingin hefði verið að tryggja
síðastliðin ár, jafnvel áratugi.
Í því andrúmslofti sem ríkti væri
sem aldrei fyrr nauðsyn á að menn
stæðu saman, „og göngum sameinuð
til þeirra verka sem framundan
eru.“
væði kjarasamninga
rautar að semja
gjur af stöðu mála. Fundahöld eru framundan hjá flestum landssamböndum ASÍ. Um
taða til þess hvort segja eigi upp kjarasamningum í nóvember.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
maggath@mbl.is
Halldór Ásgrímsson for-sætisráðherra segistvona að harðar aðgerðirSeðlabankans, sem til-
kynnti hækkun stýrivaxta um 0,75
prósentustig í fyrradag, verði lána-
stofnunum áminning um að gæta
hófs í útlánum til einkaneyslu. Mik-
ilvægt sé um þessar mundir að slá
á mikla innlenda eftirspurn.
,,Ég hef haft miklar efasemdir
um að frekari hækkanir vaxta komi
til með að gera það af þeirri ein-
földu ástæðu að bæði fyrirtæki og
einstaklingar hafa aðgang að er-
lendu fjármagni á lægri vöxtum.
Það er orðinn mjög mikill munur á
milli íslenska markaðarins og hins
erlenda. Útgáfa erlendra aðila á
skuldabréfum í íslenskum krónum
hefur verið að styrkja gengið til
skamms tíma. Ég tel að sú útgáfa
hafi dregið úr þörf fyrir vaxta-
hækkun,“segir Halldór.
Forsætisráðherra bendir á að
vaxtahækkun Seðlabankans hafi
þegar orðið til þess að hækka geng-
ið mjög mikið til skamms tíma og
hann segist telja að í greinargerð
Seðlabankans sé ekki gerð mikil
grein fyrir útgáfu skuldabréfanna í
íslenskum krónum að undanförnu.
„Verðbólguþrýstingurinn hefur
aðallega verið á húsnæðismarkaði
og það er ekkert óeðlilegt, þar sem
aukið framboð lánsfjár hefur haft
mest áhrif á þeim markaði á meðan
verð innfluttra vara hefur haldist
nánast óbreytt vegna
sterkrar stöðu krón-
unnar. Það má segja
að háir vexti hér á
landi hafa þannig
haldið aftur af verð-
bólguþrýstingnum
hér innanlands,“ seg-
ir hann.
Harðar aðgerðir
áminning
til lánastofnana
„Ég er ekki í
nokkrum vafa um að
útlán til einkaneyslu
hafa verið allt of mik-
il. Það er sá vandi
sem við er að stríða. Vonandi verða
þessar hörðu aðgerðir Seðlabank-
ans áminning til allra að gæta hófs
í þeim efnum. Þó að almenningi
finnist vöruverð á innfluttum
vörum vera lágt um þessar mundir
þá er mjög varasamt að stofna til
skulda til slíkra neysluútgjalda. Ég
vænti þess að þetta sé líka áminn-
ing til lánastofnana að gæta hófs í
þeim efnum,“ segir forsætisráð-
herra.
Spurður hvort þurfi að taka með
einhverjum hætti á þeim verð-
bólguþrýstingi sem verið hefur á
húsnæðismarkaði segir Halldór að
það yrði þá aðeins gert með þeim
hætti að draga úr útlánum til þess
málaflokks.
„Mér finnst að lánastofnanir hafi
lært töluvert af
reynslunni. Menn eru
hættir að tala um
100% lán. Ég held að
aðilar séu byrjaðir að
gæta hófs í því að lána
ekki endalaust út á
dýrustu eignirnar
þannig að tekið sé til-
lit til greiðslugetu
fólks. En það verður
að hafa í huga að sú
greiðslugeta getur
breyst þegar fram líða
stundir. Menn geta
ekki mælt alla hluti út
frá deginum í dag
vegna þess að efna-
hagsástandið kann að breytast á
þeim langa tíma sem húsnæðislán-
in ná yfir.“
– Hefur þú áhyggjur af þessu
sterka gengi bæði vegna útflutn-
ingsatvinnuveganna og eins hvort
hætta sé á að gengið falli bratt á
einhverjum tímapunkti?
„Ég hef vissulega áhyggjur af
þessu sterka gengi en ég hef trú á
að fallið verði ekki mjög bratt. Hins
vegar er hættan sú að hækkunin
verði svo mikil að fallið geti orðið
meira en það er enginn að spá því
sem betur fer að hætta sé á ein-
hverju mjög hröðu falli. Ég tel að
erlendir aðilar væru ekki að fjár-
festa jafn mikið í skuldabréfum í ís-
lenskum krónum og raun ber vitni
ef þeir mætu það með þeim hætti.“
Halldór Ásgrímsson
Forsætisráðherra segir of mikil útlán til einkaneyslu
Efast um að frekari
vaxtahækkun
slái á eftirspurnina