Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Tilboð Langur laugardagur Trébakki Verð kr. 2.750 Tilboð 1.900 Diskamottur 6 st. í pakka Verð kr. 2.900 Tilboð kr. 1.900 Plastbakki - Verð 1.995 Tilboð kr. 1.200 Skurðarbretti Verð 1.750 - Tilboð 995 Tax Free dagur 15% afsláttur af völdum vörum ÚR VERINU REKSTUR tveggja ísfirskra fyrir- tækja mun innan tíðar skapa 20 ný störf í hluta húsnæðis Frosta í Súða- vík. Forsvarsmenn Hraðfrystihúss- ins – Gunnvarar og Stáls og hnífs skrifuðu í vikunni undir leigusamn- ing við eigendur Frosta og er ætl- unin að nýta hluta rækjuverksmið- unnar undir allnýstárlegan rekstur. Tíu manns í upphafi Starfsemi Stáls og hnífs felst í áframvinnslu á ferskum og frosnum afskurði, aðallega þunnildum sem verða hreinsuð og söltuð. Þá mun fyrirtækið nýta hluta húsnæðisins undir fiskmarkað og vinnslu á eld- isþorski úr Álftafirði. Í upphafi þarf tíu manns til vinnu við starfsemina. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hyggst nýta húsnæðið und- ir vinnslu á lifur og öðru hráefni sem aðallega er fengið úr eldisþorski sem alinn er í Álftafirði og Seyðisfirði. Vinnsla og markaðssetning verður í samstarfi við erlenda aðila og mun hún skapa ný störf til viðbótar vegna aukinna umsvifa af vaxandi starf- semi þorskeldis HG á svæðinu. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. Eins og sagt hefur verið frá misstu 18 vinnuna nýverið þegar ákveðið var að hætta rækjuvinnslu í Frosta í Súðavík. Því til viðbótar var sjö sjómönnum á Andey frá Súðavík sagt upp störfum. Tuttugu ný störf verða til í SúðavíkMJÖG lítið vantar upp á samkomulagum skiptingu kolmunnakvótans enviðræðum milli Íslands, Noregs, Rússlands, Færeyja og Evrópusam- bandsins var slitið í Reykjavík í vik- unni. Þetta er haft eftir Johan Wil- iams, formanns norsku viðræðu- nefndarinnar, í norska sjávarútvegs- blaðinu Fiskeribladet. Alls hafa verið haldnir 17 fundir um málið og lengst af borið mikið á milli en Wiliams segir að eftir að Norðmenn, Íslendingar og Evrópu- sambandið komust að samkomulagi hafi viðræðurnar þokast vel af stað. Samkvæmt því áttu Íslendingar að fá 18% kvótans en Norðmenn og Evr- ópusambandið áttu að skipta á milli sín 57%. Rússar og Færeyingar áttu síðan að skipta á milli sín 25% kvót- ans. Er haft eftir Wiliams að nú vanti aðeins 6% upp á að samkomulag náist og má þannig áætla að Færeyingar og Rússar geri kröfu upp á samtals 31% kvótans. Segir Wiliams að á síð- asta fundi hafi umframkröfur verið 20% þannig að menn séu nú bjartsýn- ir á að samningar takist. Næsti fund- ur verður haldinn í Kaupmannahöfn í lok október. 6% frá kolmunnasamkomulagi Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Krafta- klerkurinn Gunnar Sigurjónsson ÞINGFLOKKUR vinstri grænna mun í upphafi þings leggja höfuð- áherslu á þrjá málaflokka; efnahags- og atvinnumál, málefni aldraðra og umhverfismál. Steingrímur Sigfús- son, formaður VG, segir að aðstæður í efnahagsmálum séu ískyggilegar og að efnahagsmálin muni því verða mjög ofarlega á baugi á fyrstu mán- uðum þingsins. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem þingflokkur VG boðaði til í gær, föstudag. Fyrsta þingmál VG verður þingsályktunartillaga um endurheimtingu efnahagslegs stöð- ugleika, en þar er að finna ítarlegar tillögur um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Þar er gert ráð fyrir margþættum ráðstöfunum til að end- urheimta efnahagslegan stöðugleika, þar á meðal að horfið verði frá áform- um um frekari stóriðjuframkvæmd- ir, skattalækkunum verði slegið á frest, leitað eftir þjóðarsátt og að fjármálaeftirlitinu verði falið að framkvæma sérstakt áhættumat í bankakerfinu. Jafnframt boðar þing- flokkurinn að hann muni flytja ýmis fleiri þingmál um efnahags- og at- vinnumál. Þá kom fram að þingflokkurinn mun beita sér fyrir þingmálum er lúta að margvíslegum úrbótum í mál- efnum aldraðra og mun óska eftir umræðu um það efni strax og þing kemur saman. Vill þingflokkurinn að fylgt verði markvissri framkvæmda- áætlun í þessum efnum á næstu ár- um, þar sem tekið verði á ýmsum þáttum sem snerti lífskjör og aðbún- að aldraðra. „Brýnt er að sérstaklega verði réttur hlutur þeirra sem engar eða litlar tekjur hafa aðrar en trygg- ingabætur, í samræmi við tillögur Landssambands eldri borgara; dreg- ið verði úr kostnaði við lyf og heil- brigðisþjónustu og gera þarf stór- átak til að útrýma biðlistum á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aða,“ segir meðal annars. Hvað umhverfismálin varðar þá lýtur fyrsta þingmálið sem flutt verð- ur á haustþingi að því að styrkja rétt almennings til að veita aðhald og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða umhverfismál. „Þrengt hefur verið að rétti almennings bæði hvað varðar aðgang að upplýsingum og málskot að undanförnu og þessu vill Vinstri- hreyfingin – grænt framboð snúa við,“ segir einnig. Friðlýsing Jökulsár Meðal annarra þingmála sem þingflokkurinn mun flytja á haust- þingi má nefna endurflutning á frum- varpi um Ríkisútvarpið, frumvarp um hækkun á álagningarhlutfalli fjármagnstekjuskatts, þingsályktun um athugun á álagningarstofni fast- eignaskatts, friðlýsing Jökulsár á Fjöllum, frumvarp til að sporna við óhóflegri samþjöppun framleiðslu- réttar í landbúnaði og fleira. Þá verð- ur einnig endurflutt mál þar sem gert er ráð fyrir að bannað verði að veita verðtryggð lán með breytileg- um vöxtum og að fram fari athugun á verðtryggingu og afleiðingum henn- ar fyrir lántakendur og lánveitendur og samfélagið í heild sinni. Áherslur á efnahagsmál og málefni aldraðra á þinginu Morgunblaðið/Golli Frá blaðamannafundinum í gær, Steingrímur Sigfússon, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson. Þingflokkur VG kynnir málefni í upphafi þings á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.