Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 24
Í GARÐYRKJUSTÖÐINNI Silfurtúni á Flúðum
hafa verið ræktuð jarðarber í allnokkur ár. Þau
Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson
hafa nú aukið ræktunina með byggingu nýs gróð-
urhúss og rækta þau nú jarðarber á tæplega 2.500
fermetrum. Íslensku jarðarberin þykja afbragðs
góð enda um hágæðavöru að ræða sem fer sam-
dægurs á markað. Ræktunin er samfelld frá maí til
loka oktobermánaðar. Hér er Borghildur Ágústs-
dóttir að tína jarðarber í einu gróðurhúsanna.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Borghildur tínir jarðarber
Í Silfurtúni
Akureyri | Árborg | Landið | Höfuðborgin
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nú er lokið fyrstu leitum hér í Rang-
árþingi ytra, á Rangárvalla- og Land-
mannaafréttum. Réttað var í síðustu viku í
Áfangagili og vikuna þar áður í Reyð-
arvatnsréttum á Rangárvöllum.
Tvennt vakti sérstaka athygli mína þetta
árið. Í Reyðarvatnsréttum var staddur
Þorsteinn Oddsson fyrrverandi bóndi á
Heiði á Rangárvöllum. Hann kvaðst fyrst
hafa farið í réttirnar 7 ára gamall árið 1927
og síðan á hverju hausti fram á daginn í dag
en hann er nú 85 ára gamall. Það hlýtur að
vera einsdæmi að fara í sömu réttirnar 78
haust í röð. Þorsteinn var að vísu líka í rétt-
um Landmanna í Áfangagili.
Í tengslum við smölun Landmanna-
afréttar vakti sérstaka athygli mína að 8
erlendir ferða- og kvikmyndatökumenn
greiddu fyrir að fá að vera með í fyrstu leit
um hálfa milljón króna samanlagt. Auðvit-
að er kostnaður þarna á móti, svo sem fæði
o.fl., en þetta sýnir að hægt er að nýta
þessa gömlu góðu siði okkar Íslendinga til
að hafa tekjur af ferðamennsku.
Undanfarna daga hafa verið hér á Hellu
kennarar frá skólum í nokkrum Evr-
ópulöndum sem eru í samstarfi við Grunn-
skólann á Hellu um verkefni sem nefnist
Comeniusar-verkefni og snýst um „peer
education“ eða jafningjafræðslu. Hinir
skólarnir eru í Danmörku, Belgíu, Ítalíu og
Rúmeníu.
Hver skóli vinnur að því verkefni sem
best hentar honum og eru þau misjöfn en
öll tengjast þau jafningjafræðslu og hafa
það sameiginlega markmið að börn kenni
og læri af börnum á hvaða sviði sem það er.
Grunnskólinn á Hellu kaus að byrja með
verkefni þar sem búnir eru til vinabekkir,
eldri nemendur skólans aðstoða þau yngri
við að ná nokkrum markmiðum er snúa að
hegðun á göngum skólans, svo sem að
sporna við einelti o.fl.
Nokkrir kennarar og nemendur Hellu-
skóla hafa farið tvisvar til Belgíu og Dan-
merkur á námskeið og fundi sem tengjast
verkefninu og þriðji fundurinn var í vikunni
hér á Hellu. Síðasti fundur verkefnisins
verður síðan á Ítalíu í apríl 2006 og er áætl-
að að þangað fari tveir kennarar og tveir
(eða fleiri) nemendur ef verkefnið fær
áframhaldandi stuðning.
Úr
bæjarlífinu
HELLA
EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON FRÉTTARITARA
Haustið hefur veriðkalt svo rétt er aðrifja upp gamla
vísu eftir Illuga Einarsson
í Reykjahlíð.
Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir,
húfur mjallahvítar.
Kristján fjallaskáld orti:
Allt fram streymir endalaust
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust
horfin sumarblíða.
Ein af fallegustu hring-
hendum Þorsteins Erl-
ingssonar er um vorið og
sumarið:
Ekki er margt sem foldar frið
fegur skarta lætur.
Eða hjartað unir við
eins og bjartar nætur.
En Böðvar Guðmunds-
son gat þó ekki stillt sig
um að bæta um betur,
enda ungur þá og vís til
alls:
Myrkrið svart ég þrái þig
þegar hjartað grætur,
ekki er margt sem angrar mig
eins og bjartar nætur.
Af haustdögum
pebl@mbl.is
Fjarðabyggð | Við hátíðarmessu kl. 14 á
morgun, sunnudag, verður opnuð í Kirkju-
og menningarmiðstöðinni á Eskifirði sýn-
ing á verkum tveggja ólíkra myndlistar-
manna. Verða sýnd verk þeirra Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara og Kristbjarg-
ar Á. Whitney. Í lok messu mun Kristbjörg
opna sýninguna og síðan verður gestum
boðið upp á veitingar. Kristbjörg, sem jafn-
an er kölluð Krilla Ásgeirs, er Eskfirðingur
en hefur verið búsett í Maine í Bandaríkj-
unum sl. 20 ár og iðkað þar list sína.
Sýningin verður opin virka daga frá kl.
17–19 og laugardaga frá kl. 11–15 og stend-
urtil 28. október n.k.
Kl. 20 verður svo nýtt og glæsilegt kons-
erthljóðfæri vígt í Kirkju- og menningar-
miðstöðinni. Hinn landsþekkti píanóleikari
Jónas Ingimundarson mun leika á hljóð-
færið og laða fram ljúfa tóna.
Litróf og lif-
andi steinar
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Myndir frá Maine Kristbjörg Ásgeirs-
dóttir opnar sýningu í Kirkju- og menn-
ingarmiðstöðinni á Eskifirði á morgun.
Norðurland eystra | Mikilvægt er að mið-
stöð innanlandsflugs verði áfram í Reykja-
vík að mati aðalfundar Eyþings, samtaka
sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslum. Varað er við þeim hugmyndum
sem uppi hafa verið um að flytja Reykja-
víkurflugvöll úr höfuðborginni og bent á að
mikilvægt sé að tryggja öllum íbúum Ís-
lands greiðan aðgang að þjónustu og
menningu sem Reykjavík hefur upp á að
bjóða. Ennfremur er bent á mikilvægi þess
að flugvöllurinn sé í nágrenni við væntan-
legt hátæknisjúkrahús í Reykjavík.
„Aðalfundurinn lýsir furðu sinni á þeirri
umræðu sem átt hefur sér stað á síðustu
misserum þar sem núverandi staðsetning
flugvallarins er gífurlega mikilvæg lands-
byggðinni og ákvarðanataka varðandi
staðsetningu flugvallarins ekki einkamál
borgarstjórnar Reykjavíkur.“
Ekki einkamál
borgarstjórnar
♦♦♦
Fréttir í tölvupósti
var þetta í gamni gert,
því sveitarstjóri hafði eitt
sinn haft á orði að hús-
næðisnefnd yrði óþörf um
næstu áramót héldi sama
þróun áfram, ekkert yrði
eftir að selja.
Frá árinu 2003 komst
hreyfing á húsnæð-
Sveitarstjóri Þórs-hafnarhrepps rakupp stór augu þeg-
ar hann kom á skrifstofu
sína eftir nokkurra daga
fjarveru; starfsmenn
höfðu brugðið á leik, sett
upp stóran trékassa með
lúgu sem á var auglýs-
ingin í nafni húsnæðis-
nefndar hreppsins. Sú
nefnd hefur haft ærinn
starfa að undanförnu, en
verkefni hennar er að út-
hluta íbúðum í félagslega
kerfinu. Kauptilboðum
hefur rignt yfir nefndina
að undanförnu. Á auglýs-
ingakassanum stendur að
tekið sé við tilboðum á
fimmtudögum og taldar
upp óseldar íbúðir. Tilboð
bárust svo ört að vart
gafst tími til að breyta
tölu óseldra íbúða. Allt
ismarkaðinn, en 17 íbúðir
hafa selst á Þórshöfn frá
þeim tíma, þar af 14 nú í
ár. Skuldir sveitarfé-
lagsins hafa í kjölfarið
lækkað um 10 milljónir
króna, eða sem nemur um
270 þúsund krónur á
hvern íbúa.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Ánægðir sveitarstjórnarmenn Björn Ingimarsson
sveitarstjóri og Sigurður R. Kristinsson oddviti við
auglýsingakassann góða.
Íbúðir
seljast sem
aldrei fyrr