Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 65 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Lok, lok og læs … Norður ♠DG ♥ÁKD1085 N/NS ♦G6 ♣Á104 Suður ♠K72 ♥743 ♦D952 ♣D76 Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil vesturs er smár spaði og gosi blinds á slaginn. Hvernig á suður að spila? Þetta lítur nokkuð vel út. Ef hjartaliturinn skilar sex slögum, duga tveir slagir á spaða til að ná upp í níu. En samgangurinn er stirður og það er ekki sjálfgefið að hægt sé að nálgast síðari spaðaslaginn heima. Það væri til dæmis ekki viturlegt að spila strax spaðadrottningu í öðrum slag: Norður ♠DG ♥ÁKD1085 ♦G6 ♣Á104 Vestur Austur ♠Á10854 ♠963 ♥2 ♥G96 ♦K107 ♦Á843 ♣K952 ♣G83 Suður ♠K72 ♥743 ♦D952 ♣D76 Vestur á fallegt svar við því: Hann drepur á spaðaás og spilar hjarta! Með því læsir hann blindan inni og þar eð hjartað er 3-1 og laufkóng- urinn í vestur verður engin leið að komast heim. Í stað þess að gefa vörninni færi á að „skella í lás“ ætti sagnhafi að vera fyrri til að beita sama bragði. Það gerir hann með því að taka ÁKD í hjarta áður en hann spilar spaða. Vestur verður að drepa, en neyðist þá til að hreyfa laufið eða gefa slag tíguldrottningu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Ingólfsstræti. Með Ferðalokum býður Jón Sæmundur áhorfendum að skyggnast inn í hans eigin draumfarir með nýrri innsetningu í SSV. Suðsuðvestur er opið á fimmtu- dögum og föstudögum frá 16–18 og um helgar frá 14–17. MYNDLISTARMAÐURINN Jón Sæmundur opnar innsetninguna „Ferðalok“ í sýningarrýminu Suð- suðvestri, Hafnargötu 22, Reykja- nesbæ, í dag kl. 16. Þetta er þriðja einkasýning listamannsins á árinu. Jón Sæmundur hélt sýninguna „Hvítir hrafnar“ í Galleríi Sævars Karls í júní síðastliðnum og í ágústmánuði sýndi hann silki- þrykksmálverk á Næsta bar við „Ferðalok“ Jóns Sæmundar í Suðsuðvestur www.sudsudvestur.is BJARKI Reyr ljósmyndari opnar í dag kl. 19 í Háskólabíói sýningu á handunnum svart/hvítum ljós- myndum af gömlu kvikmyndahúsi í Melbourne í Ástralíu. Kvikmynda- húsið heitir The Astor Theatre og er byggt árið 1936 og er enn í nánast upprunalegu ástandi. „Í ljósmyndunum leitast Bjarki Reyr við að fanga það einstaka and- rúmsloft sem hið rótgróna kvik- myndahús býr yfir, og er áhorfand- inn hrifinn á vit kvikmynda- menningar sem á undir högg að sækja á Íslandi sem víðar,“ segir í kynningu. Sýningin er haldin í samvinnu við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hún stendur til og með 23. október. Ljósmyndir Bjarka Reyrs FRÁ því haustið 2004 hefur Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík átt sam- starf við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og hafa verk eftir einn félagsmann verið kynnt í hverjum mánuði í sýning- arrými í anddyri stofnunarinnar. Þessar kynningar lágu niðri í sumar en hefjast nú aftur í haustbyrjun. Þá er einnig efnt til stórrar samsýningar félagsmanna í aðalsal safnsins í Hafnarborg og verður hún opnuð í dag. Sýningin mun standa til 31. október. Á sýningunni verða verk eftir tutt- ugu og átta listamenn sem allir eru virkir í Myndhöggvarafélaginu. Þeir eru þessir: Ása Hauksdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirs- dóttir, Eygló Harðardóttir, Gísli Kristjánsson, Guðbjörn Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason, Jóhanna Þórðardóttir, Jónas Bragi Jónasson, Kristín Reynisdóttir, Magnea Ás- mundsdóttir, Ólafur Lárusson, Örn Þorsteinsson, Pétur Örn Friðriksson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rebekka Rán Samper, Rósa Sigrún Jóns- dóttir, Sari Maarit Cedergren, Sig- rún Guðmundsdóttir, Sólrún Guð- björnsdóttir, Sólveig Baldursdóttir, Steinunn G. Helgadóttir, Þóra Sig- urðardóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Höggmyndir í Hafnarborg Félagsstarf Árskógar 4 | Skrúðganga eldri borg- ara frá Árskógum út í Mjódd í tilefni opnunar Þjónustumiðstöðvar Breið- holts. Lúðrasveit fer fyrir göngunni. Gangan hefst kl. 13.30. Á undan göng- unni kl. 12.30 er boðið upp á kjarn- mikla súpu með brauði. Breiðfirðingabúð | Fundur verður haldinn 3. október kl. 20. Gestur fund- arins verður Þórhallur Guðmundsson miðill. Gestir velkomnir. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist, fyrsti spiladagur vetrarins verður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnu- daginn 2. október kl. 14. Allir velkomn- ir. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll- um opið kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Aðstaða til frjálsrar hópa- myndunar. Postulínsnámskeið hefst 7. okt. kl. 9. Framsögn mánudaga kl. 13.30. Skráning í Biblíuhóp stendur yf- ir. Sendum tölvubréf með haust- dagskrá; asdis.skuladottir@reykjavik- .is Sími: 588 9533. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Haustlitaferðin sem felld var niður fimmtudaginn 29. sept. vegna veðurs verður farin mánudaginn 3. okt. Lagt af stað frá Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Ferða- áætlun óbreytt. Kaffihlaðborð Skessubrunni og dansað á eftir. Skráningar frá 29. sept. gilda. Hringt verður í þá sem skráðu sig. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur. Fundur um nýja leiðarkerfið með forráðamönnum Strætó verður í Stangarhyl 4, mið- vikudaginn 5. október kl. 15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsfundur Félags eldri borgara í Garðabæ er í safnaðarheimili Vídal- ínskirkju kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. kl. 11 og miðvikud. kl. 8.45 sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug. Þriðjud. og föstud. kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið, lagt af stað frá Gerðubergi. Kl. 10.30 á miðvikud. gamlir íslenskir og erlendir leikir og dansar. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skrán- ing stendur yfir á framsagnar- námskeið. Gönguferð „Út í bláinn“ alla laugardaga kl. 10. Sendum tölvubréf með haustdagskrá; asdis.skuladott- ir@reykjavik.is. Vesturgata 7 | Félagsmiðstöðin verð- ur 16 ára 3. október, af því tilefni verð- ur gestum og velunnurum boðið í morgunkaffi kl. 9–10.30. Sigurgeir Björgvinsson leikur á flygilinn. Kl. 10 flytur séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur afmælisávarp. Vinabær | Félagsvist og dans verður í Vinabæ, Skipholti 33, í Reykjavík, laugardaginn 1. október. Spila- mennskan hefst kl. 20 og að spila- mennsku lokinni verður dansað fram eftir nóttu. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. HINIR árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum í dag kl. 17. Á tónleikunum kemur fram söngkvartettinn Út í vorið en Bjarni Þór Jónatansson og Daníel Þorsteinsson leika á píanó og harm- óníku. Á dagskránni eru klassískar kvartettútsetningar frá gullald- arárum kvartettsöngs á Íslandi í bland við nýrri útsetningar. Kvartettinn Út í vorið skipa þeir Einar Clausen, 1. tenór/2. tenór, Halldór Torfason, 2. tenór/1. tenór, Þorvaldur Friðriksson, 1. bassi og Ásgeir Böðvarsson, 2. bassi. Radd- þjálfari kvartettsins er Signý Sæ- mundsdóttir söngvari. Minningartónleikar um þau hjón, Sigríði og Ragnar, hafa verið árleg- ur viðburður frá árinu 1988 og eru ávallt haldnir nálægt afmælisdegi Ragnars, 28. september. Ragnar stjórnaði Tónlistarskóla Ísafjarðar frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1984 og naut til þess ómældrar aðstoðar Sigríðar. Undir þeirra stjórn varð skólinn öflug menningarstofnun, landsþekktur fyrir góða kennslu og kraftmikla stjórn við erfiðar aðstæður. Ragnar var einnig organisti Ísafjarðarkirkju og stjórnaði Sunnukórnum og Karlakór Ísafjarðar um áratuga skeið. Sigríður kenndi við tónlistar- skólann, en var jafnframt einn ást- sælasti kennari grunnskólans, auk þess sem hún var virk í félagslífi á ýmsum sviðum. Ragnar lést um jólin 1987, en Sigríður féll frá í mars 1993. Tónleikarnir eru haldnir af Tón- listarfélagi Ísafjarðar og Tónlistar- skóla Ísafjarðar en njóta stuðnings ýmissa fyrirtækja og einstaklinga á Ísafirði. Minning- artónleikar um Ragnar og Sigríði Hjónin Sigríður Jónsdóttir og Ragnar H. Ragnar. BERGLJÓT Gunnarsdóttir opnar sýningu á mósaíkspeglum í versl- uninni Húfur sem hlæja, Laugavegi 70, í dag kl. 16 og stendur sýningin til 22. október. Bergljót nam mósaíkgerð á Ítalíu hjá Luciana Notturni í Ravenna. Hún hefur starfað við mósaíkgerð og haldið námskeið í henni und- anfarin ár. Mósaíkspeglar í Húfum sem hlæja ♦♦♦ ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiar- ostami verður viðstaddur opnun á ljósmyndasýningunni The Roads of Kiarostami sem sett er upp í höf- uðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Sýningin opnar kl. 17.00 í dag. Auk þess verður nýj- asta kvikmyndaverk Kiarostamis, stuttmyndin The Roads, Evrópu- frumsýnd við þetta tækifæri. Kiarostami útskrifaðist í mynd- list frá listadeild háskólans í Teher- an. Síðan þá hefur hann reynt fyrir sér á ýmsum sviðum þó svo að hann sé frægastur fyrir kvik- myndagerð. Ljósmyndun er honum hugleikin og hann hefur haldið sýn- ingar um víða veröld á myndum sínum. Ljósmyndasýningin The Roads of Kiarostami tilheyrir kvik- myndasafninu í Torino og hefur verið á ferðalagi um heiminn í nokkurn tíma. Um er að ræða tæp- lega sextíu ljósmyndir og stutt- mynd sem Kiarostami hefur unnið í kringum þemað „vegir“. Sýningin hefur nýlega verið sett upp í The Albert Museum í London og ferðast til Sao Paolo, Vín og fleiri borga. Hún hefur ekki verið sýnd á Norðurlöndum til þessa. Sýningin stendur í Orkuveitunni til 28. október. Opið er frá mánudegi til föstudags frá kl. 8-16. Unnt er að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Ljósmyndasýningin er liður í Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík sem hófst á fimmtudaginn. Ljósmyndir Kiarostamis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.