Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 53 MINNINGAR að hún þurfti á umönnun að halda. Síðustu tæp tvö árin hefur hún að nokkru leyti verið undir læknis- og líknarhöndum. Það ber að þakka alla þá umönnun sem hún naut bæði á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og einnig að síðustu á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Þakkir vega létt í slíkum málum en það minnir á að fólk sem annast veika virðist eiga svo mikla þolinmæði og góðsemi að aðdáunarvert er og við getum seint metið það að verðleikum. Lífshlaupi greindrar og dugmik- illar konu er lokið. Á ströndinni standa vinir og vandamenn með þakklæti í huga fyrir gengin sam- ferðaspor. Ég veit að mágkona mín hefði viljað kveðja okkur öll hvert og eitt og þá sérstaklega börnin, tengdabörnin, barnabörnin og lang- ömmubörnin. Við vitum að hennar góðu óskir okkur öllum til handa fylgja okkur áleiðis í lífinu. Fjöl- mennur hópur vina og vandamanna fylgir henni síðasta spölinn hér á þessari jörð þar sem hún verður lögð til hvílu við hliðina á Þ. Ragn- ari í siglfirska mold. Við óskum Guðrúnu góðrar heimkomu á ókunna strönd. Hugur okkar Guð- rúnar dvelur hjá börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum Guðrúnar og Þ. Ragnars sem séð hafa af foreldrum, tengdaforeldrum, afa og ömmu á svo skömmum tíma. Við biðjum um handleiðslu Guðs þeim til handa og sendum þeim samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðra hjóna. Guðrún og Skúli Jónasson. Guðrún Reykdal lést miðvikudag- inn 21. september síðastliðinn á átt- ugugasta og þriðja aldursári. Guð- rún var glæsileg kona og virðuleg í fasi. Ókunnugum kann að hafa virst hún dul og fjarlæg og ekki líkleg til að gefa sig mikið að málefnum sam- félagsins. En við nánari kynni birt- ist hjartahlý og nærgætin kona sem bar hag Siglufjarðarbæjar mjög fyrir brjósti. Ég var svo lánsamur að kynnast þeim hjónum, Guðrúnu og Þ. Ragnari Jónassyni, og njóta tíðum gestrisni þeirra í litla og hlýja eldhúsinu að Hlíðarvegi 27. Þar ríkti hinn mikli áhugi og þekking á öllu sem viðkom Siglufirði í nútíð og fortíð. Þar mátti kynnast sjaldgæf- um samhug og samheldni hjóna. Hvort sem það voru ritstörfin eða aðhlynning blómanna úti í trjágarð- inumn þá virtist það þeirra sameig- inlega verk. Og árangur mikillar vinnu á skrifstofu þeirra er fimm binda fræðaverk Þ. Ragnars „Úr Siglufjarðarbyggðum“ þar sem Guðrún aðstoðaði mann sinn af alúð og kostgæfni. Eitt af áhugamálum Guðrúnar, sem undirritaður varð vitni að, voru heimsóknir fiðraðra gesta sem stöldruðu við í trjánum við húsið. Oft í hundraða tali. Þar voru þeir fóðraðir vetrarlangt með korni og kjötsagi úr kaupfélaginu og tíðum var þar fjör og kapp í baráttunni um molana. Og þegar litfagrir útlendir far- gestir skreyttu trén voru spennandi stundir í leyni bak við gluggatjöldin. Þeir vöktu ekki einasta gleði í huga heldur einnig fræðilega athugun hjá Guðrúnu. Þá var fuglabókin við höndina og allt var skráð af ná- kvæmni og tilkynnt Náttúrufræði- stofnun. Guðrún átti ættir að rekja til hinna fornu byggða Sigluness og Úlfsdala þar sem miklir mannkostir einkenna ættlegg hennar. Þar má nefna Þorvald ríka Sigfússon, út- vegsbónda á Dalabæ og Odd Jó- hannsson hákarlaformann á Siglu- nesi. Í kynnum við Guðrúnu mátti glöggt greina þá kosti sem einkennt hafa forfeður hennar og mæður í þúsund ára baráttu við að lifa af í okkar harðbýla landi. Þar sem ekki aðeins dugnað og þrautseigju þurfti til heldur einnig viljann og færnina til fræða og mennta. Þótt þau grandvöru og góðu hjón, Guðrún og Ragnar, séu horfin sjón- um okkar þá stendur eftir gott lífs- starf ásamt því að hafa skilað hæfi- leikum sínum ríkulega til afkomenda sinna. Þeim öllum eru sendar samúðarkveðjur. Örlygur Kristfinnsson. ✝ Ólafur KetilsGamalíelsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1935. Hann lést á heimili sínu, 21. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru: Guðríður Bjarney Guðbrandsdóttir, f. 26. mars 1912, d. 27. ágúst 1959, og Gam- alíel Guðmundur Jónsson, f. 28. nóv- ember 1908, d. 4. mars 1964, bóndi á Stað í Grindavík. Systkini Ólafs eru: Guðrún Steina, f. 19. ágúst 1937, Agnes Jóna, f. 2. desember 1943, Kristinn Valberg, f. 30. maí 1945, d. 8. maí 1998, Helgi, f. 17. mars 1947. Árið 1958 kvæntist Ólafur eft- irlifandi eiginkonu sinni Guð- björgu Sigríði Hermannsdóttur Thorstensen, f. 3. apríl 1932 í Reykjanesi í Grímsneshreppi. For- eldrar hennar voru Hermann Elías Thorstensen Jónsson, f. 3. janúar 1898, d. 6 desember 1966, og Katr- ín Halldóra Sigurbjörg Katarínus- bernsku tók hann þátt í búskap foreldra sinna á Stað. Hann tók al- farið við honum árið 1964 og stundaði allt til dauðadags. Eftir að skólagöngu lauk vann hann ýmis störf tengd sjávarút- vegi. Var hann m.a til sjós, en lengst af starfaði hann þó hjá Fisk- mati Grindavíkur. Árið 1988 stofn- aði hann ásamt Benedikt Jónssyni og sonum sínum, Hermanni og Gesti, útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækið Stakkavík ehf. sem hann rak með þeim af mikilli eljusemi og áhuga. Ólafur var lengi virkur félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Hann var til margra ára í fjallskilanefnd og fjallkóng- ur. Ólafur var mjög farsæll í starfi, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi enda eignaðist hann mikinn fjölda vina og kunningja sem tengdust þeim störfum hans. Ólafur og Guðbjörg hófu búskap sinn í Brimnesi í Grindavík. Eftir það fluttu þau í Múla þar sem þau voru á meðan þau byggðu tveggja hæða hús á Túngötu 22 og fluttu í það árið 1963. Þar bjuggu þau í 28 ár og ólu börnin þar upp. Þegar þau voru orðin tvö ein fluttu þau í nýtt hús að Ásvöllum 3. Útför Ólafs verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. dóttir Thorstensen, f. 11. febrúar 1908, d. 17. apríl 1983. Ólafur og Guðbjörg eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Hermann Thorstensen, f. 22. mars 1955, eiginkona hans er Margrét Þóra Benediktsdótt- ir, f. 27. janúar 1959. Þau eiga fimm börn og tvö barnabörn. 2) Bjarni Guðmann, f. 30. september 1959, eiginkona hans er Þórunn Hafdís Karlsdóttir, f. 27. nóvember 1962. Þau eiga fjögur börn. 3) Gestur, f. 22. janúar 1963, sambýliskona hans er Ingibjörg Linda Kristmundsdóttir, f. 18. ágúst 1967. Þau eiga þrjú börn. 4) Sólveig, f. 20. október 1964. Eig- inmaður hennar er Eiríkur Óli Dagbjartsson, f. 16. apríl 1965. Þau eiga fjórar dætur. Dóttir Guð- bjargar er Elsa Katrín Her- mannsdóttir, f. 25. september 1953, sem Ólafur gekk í föðurstað. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum á Stað í Grindavík. Alla sína Það sagði við mig maður ekki alls fyrir löngu: „Ef honum Óla væri líkt við gamlan bíl þá væri hann ekinn yf- ir milljón.“ Þetta segir meira en mörg orð um þennan eljusama mann sem féll frá í síðustu viku, langt um aldur fram andlega, en skrokkurinn var farinn að lýjast eftir allt puðið í gegnum tíðina. Ég hef þekkt Óla nánast alla mína ævi en síðustu 20 árin sem tengdaföður og vin. Fyrstu árin okkar Sollu hjálpaði ég þér stundum við rollurnar á vorin og þú sagðir oft þegar einhverju verki lauk að það væri nú mikið búið þegar þetta væri búið, en oft fannst mér þó ekki sjá högg á vatni. En þú varst alltaf jákvæður þegar vinna var ann- ars vegar. Þau eru ófá símtölin sem rifjast upp þegar hugsað er til baka. Þegar ég stundaði línuveiðar hringd- ir þú annað slagið til að fá fréttir af aflabrögðum og þegar kom fram á netavertíð urðu símtölin fleiri þegar von var á stórum þorski, en hann var þitt uppáhald og þú varst óþreytandi við að segja mér fréttir úr Þorláks- höfn og víðar þar sem sá stóri veidd- ist vel. Þegar kom fram á sumar töluðum við kannski frekar um kartöflurækt en fiskveiðar, enda ég þá á rækju sem var ekki á þínu áhugasviði. Þú varst veðurglöggur og kunnir ýmis gömul ráð til að spá í veður, bæði til skemmri og lengri tíma, og hafðir oft á réttu að standa. Bónbetri mann hef ég ekki fyrir- hitt en þú varst alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa til ef þú gast. Það er sjónarsviptir að þér og ég kveð þig með söknuði og þakklæti en veit þó að nú líður þér betur í mjöðm- unum sem voru þér erfiðar síðustu árin. Takk fyrir allt. Eiríkur Dagbjartsson. Elskulegur afi okkar. Þegar þú kvaddir okkur fannst okkur eins og stór hluti af hjartanu hafi verið tek- inn af okkur. Þú hugsaðir alltaf svo mikið um að okkur liði sem best, svo um þig. Það tók mjög á þegar okkur var sagt frá andláti þínu, enda bjóst eng- inn við þessu svona snöggt. Saman eigum við margar frábærar minn- ingar og í þeim öllum lýsir af þér ást og umhyggja. Okkur þykir leitt að við fáum ekki að vera með þér leng- ur, en við vitum að þú ert með okkur, í anda og í hjarta okkar. Þitt starf var í raun og veru bú- skapur, þótt þú værir oftast að vinna í Stakkavík. Því búskapurinn var þitt áhugamál og þú sinntir skepnunum af mikilli umhyggju. Þér fannst gott að fá okkur barnabörnin til að hjálpa þér og okkur fannst líka æðislegt að fá að fara með þér. Nú gerum við þetta ein, ekkert smá hvað allt er tómlegt án þín, en, eins og segir í frægu ljóði: ,,Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Elsku afi, þín er sárt saknað, en minningarnar lifa í hjarta okkar. Þín Ásta Katrín, Hanna Dís og Ástþór Ingi. Elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn, þetta gerðist allt svo snöggt að ég er enn að reyna að átta mig. En eftir sitja yndislegar minn- ingar í hjörtum okkar um frábæran mann sem vildi allt fyrir alla gera. Það eru forréttindi að fá að kynnast eins lífsglöðum og duglegum manni og þér afi. Þú varst alltaf svo dugleg- ur að bjóða okkur barnabörnunum með þér út á Stað að gefa kindunum, fuglunum og síðustu tvö árin voru það hænurnar sem áttu hug þinn all- an. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað skötuveislan þín á Þorláks- messu skipti þig miklu, hún var merki þess að jólin væru komin. Það verður tómlegt að mæta í skötuna í ár og sjá þig ekki, en ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur hinum megin frá. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ég kveð þig með söknuði, elsku afi minn, og bið góðan guð að geyma þig og vera með okkur öllum á þessum erfiðu tímum. Þín Telma Rut. Elsku Óli afi. Nú þegar þú ert far- inn sit ég bara hér og leyfi minning- unum að streyma. Mér finnst ég ekki vara búin að átta mig ennþá á því að þú sért farinn en mér finnst ég vara mjög heppin að hafa átt þig sem afa, því að þú varst best afi í heimi. Þú gafst þér alltaf tíma til að vera með okkur og ég naut þess að fá að vera með þér í kring um allar kind- urnar, gæsirnar og hænurnar og ég veit að þér leiddist það ekki að vera innan um öll þessi dýr. Það sem ég mun aldrei gleyma er það að þú varst mesti flösku- og tappasafnari, enda mjög nýtinn. Ég mun aldrei gleyma hvíta pallbílnum þínum né því sem þú safnaðir. Þú varst mjög slæmur í mjöðmunum en lést það ekkert á þig fá því þú varst mjög upptekinn mað- ur bæði sem bóndi og fiskverkandi. Mér þótti alltaf vænt um það þegar þú hringdir í mig og baðst mig um að koma og hjálpa þér í ýmsu. Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Vertu guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Amen. Elsku afi, takk fyrir allar stund- irnar með þér. Þín afastelpa Rakel Eva Eiríksdóttir. Erfitt verður að hugsa sér Grinda- vík án Óla á Stað, hvort heldur sem er á bryggjunni, í réttum eða mann- lífinu yfirleitt. Útvegsbóndinn hann Óli var einn af þessum orginal nátt- úrubörnum sem unni sér aldrei hvíldar. Alveg var sama hvað hann hafði mikið að gera, ætíð gaf hann sér tíma til að spjalla og átti nýjar fréttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að umgangast Óla á mín- um yngri árum þó svo ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seinna hversu mér var það hollt. Ofarlega er í minningunni, spenningurinn að komast eftir skóla með Óla á rússaj- eppanum úteftir eins og það var kall- að. Ég velti því stundum fyrir mér í seinni tíð hvað það var sem var svona spennandi við það að þvælast með Óla, því aldrei var slegið slöku við. Ekki held ég að rússajeppinn hafi heillað mig sérstaklega en í minning- unni er ákveðinn sjarmi yfir blæju- bílnum. Hjá Óla eignaðist ég mitt fyrsta lamb og auðvitað var það spennandi. Ef til vill var það bara Óli sjálfur sem hafði svona mikil áhrif og að- dráttarafl eftir allt saman. Óli var laginn við að fá menn til að vinna og hafa gaman af því og alltaf skein gleðin úr andlitinu. Ekki má gleyma bitaboxinu hennar Dúddu við smalið og í heyskapnum beið maður spennt- ur eftir kaffitímanum þegar hún kom með dúkinn og breiddi á jörðina, opnaði dunka fulla af nýbökuðum kökum og smurðu brauði ásamt heitu kakói. Árin liðu, ég fór á sjóinn og hitti Óla ekki mikið á næstu árum. Eftir að við hjónin fluttum austur í Þórkötlustaðahverfi fór ég að hitta Óla oftar því hann átti daglega leið hjá, á leið sinni að Buðlungu. Við hjónin náðum honum stundum í kaffi í sólhúsið á sunnudagsmorgnum. Ljúft var að rifja upp minningar frá gömlum dögum með Óla og finna að hann var ekki búinn að gleyma neinu frekar en ég. Óli hafði ekkert breyst, hafði alltaf frá mörgu að segja og móðir náttúra ætíð ofarlega í huga hans. Við kveðjum þennan merka sam- tíðarmann með virðingu. Við eigum eftir góðar minningar. Við vottum Dúddu og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúð. Með Guðs blessun. Páll Jóhann og Guðmunda, Stafholti. Miðvikudaginn 21. september hringdi Hermann til mín og sagði mér að pabbi sinn hefði dáið fyrr um daginn. Mér verður hugsað til þeirra góðu samtala og samskipta sem ég hef átt við Ólaf. Það var fyrir rúmum áratug sem við á m/b Ársæli Sigurðssyni fórum að landa fiski hjá þeim feðgum í Stakkavík, Ólafi, Hermanni og Gesti. Ekki hafði ég kynnst Ólafi fyrr, en heyrt hafði maður að þar á bæ væri mikið unnið og vel vandað til verka. Við nánari kynni var mér vel ljóst hvað Ólafur og synir hans lögðu mikla áherslu á vönduð vinnubrögð á fiski, bæði um borð í skipunum og í saltfiskverkuninni enda hefur fyrir- tæki Ólafs og fjölskyldu fengið við- urkenningar erlendis fyrir gæða- vöru á saltfiski. Árið 1997 var vígt og tekið í notk- un nýtt og glæsilegt fiskverkunar- hús í eigu Ólafs og fjölskyldu þar sem margmenni mætti til að fagna og samgleðjast þeim. Vel var veitt í mat og drykk við þessi tímamót. Meðal margra verka sem Ólafur hef- ur unnið er að sækja fiskinn af bát- um sem landað hafa hjá fyrirtækinu, ekki er hægt að segja annað en þau störf hafi verið leyst af frábærri stundvísi og útsjónarsemi. Ég man ekki eftir því að hafa þurft að bíða eftir löndum. Aftur á móti kom stundum fyrir að Ólafur þurfti að bíða eftir okkur þegar tímar fóru úr- skeiðis, en það var ekki hans stíll að kvarta yfir því. Ólafur var í miklu og góðu sam- bandi við báta sem lögðu inn afla hjá Stakkavík. Ég á eftir að sakna sím- talanna við Ólaf. Ólafur var vanur að hringja um borð kl. 10:00 á morgn- ana, þá var hann búinn að fara í fjár- húsin og gefa. Rætt var um afla- brögð og hvenær væri rétt að hafa samband aftur. Einnig var rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Ólafur stundaði fjárbúskap ásamt Hermanni syni sínum af miklum myndarskap. Ólafur sagði mér að kindurnar væru hans hobbí, eins og aðrir hefðu golf eða hesta og fleira sem áhugamál. Aldrei hitti ég fólk sem hafði annað en gott um Ólaf að segja, enda maðurinn heiðarlegur, traustur og ábyggilegur. Ég er heppinn að hafa kynnst svo frábær- um manni sem Ólafur var. Ég sendi Guðbjörgu eiginkonu Ólafs, börnum þeirra og ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Viðar Sæmundsson. Hann Óli í Stakkavík er fallinn frá. Ég kynntist Óla fyrir um sautján árum þegar hann var að hefja rekst- ur á saltfiskfyrirtækinu Stakkavík ásamt sonum sínum, þeim Hermanni og Gesti. Ég sá fljótt hverslags öð- lingur hann var og heill í gegn, eins og sagt er. Stórar og vinnulegar hendurnar, sem ég tók í við okkar fyrstu kynni, sögðu mikið um þenn- an mæta mann. Ég efast um að margir geti státað af meira og betra dagsverki en hann Óli. Hann hafði viðurnefnið „sólar- hringur“ þar sem svo virtist sem hann gæti unnið nánast endalaust ef með þurfti. Ég áttaði mig einnig fljótt á ástæðu þess að hann lagði svo mikið á sig, hann hafði mikinn metn- að og vildi gera hlutina vel. Óli var röskur en vönduð vinnubrögð voru þó hans aðalsmerki og því hafa millj- ónir ánægðra neytenda á saltfiski um víða veröld fengið að kynnast. Saltfiskur hefur verið verkaður í margar aldir en Óli og synir hans í Stakkavík komu fram með gæði sem ekki höfðu áður þekkst og hafa því verið í fararbroddi við verkun á salt- fiski síðustu ár. Það var ávallt gaman að spjalla við Óla um fiskverkun og aflabrögð, en ekki síður um rollurnar hans sem hann talaði um af miklum áhuga. Okkar síðasta spjall átti sér stað í fimmtugsafmæli Hermanns sonar hans. Þá lék hann á als oddi og naut sín í faðmi fjölskyldu og vina. Það leyndi sér ekki að Óli var stoltur af sinni stóru fjölskyldu sem syrgir hann nú. Hans verður sárt saknað og færi ég Guðbjörgu konu hans, börnum og öðrum aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðjón Ingi Guðjónsson. ÓLAFUR KETILS GAMALÍELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.