Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 28

Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eiðar | Hugsanlegt er að samningi um sölu Eiðastaðar til Sigurjóns Sig- hvatssonar og Sigurðar Gísla Pálma- sonar frá árinu 2001 verði rift. Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs nú fyrir helgi var fjallað um málefni Eiðastóls ehf., og samning við sveit- arfélagið um uppbyggingu á Eiðum. Í samningi við kaupendur Eiða sem staðfestur var 31. júlí 2001, er ákvæði um að þeir skuli verja að lág- marki 50 milljónum króna til starf- semi á staðnum á tímabilinu, ella geti sveitarfélagið rift kaupunum. Sigur- jón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason skiluðu fyrir skömmu inn skýrslu um starfsemina til bæjar- stjórnar og var sérstakur starfshóp- ur settur á laggirnar í kjölfarið til að yfirfara þau gögn. Á fundi bæjarráðs var niðurstaða starfshópsins tekin til umfjöllunar, en hún er sú að framlögð gögn Eiða- stóls varðandi uppbyggingu á Eiðum sýni ekki fram á að áfallinn fram- kvæmdakostnaður nái 50 milljóna króna markinu, eins og samningur- inn kveður á um. Þar af leiðandi hafi ekki verið staðið við samninginn, sem þýði að kaupréttarákvæði verði ekki virk. Er þar m.a. átt við ákvæði um að jörðin Gröf skuli vera föl eig- endum Eiða fyrir 10 milljónir króna ef samningurinn haldi. Starfshópur- inn kveður jafnframt upp úr með að riftunarákvæði í samningnum hafi öðlast virkni. „Við erum búin að vera í sambandi við Sigurjón vegna fundar og reikn- um með honum í kringum 17. októ- ber n.k“ segir Eiríkur Bj. Björgvins- son, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. „Sigurjón lagði fram sín gögn og við fórum með þau í starfshóp hjá okkur, fengum lögfræðing og endurskoð- anda til að fara yfir gögnin og þeir skiluðu inn greinargerð sem við byggjum okkar faglega mat á. Næst þarf að ræða stöðu samningsins og framhaldið og þar fá kaupendurnir tækifæri til að rökstyðja sitt mál.“ Um þau viðbrögð Sigurjóns Sig- hvatssonar að Eiðar hafi unnið skv. markmiðum samningsins, í honum séu ýmis túlkunaratriði og margt af því sem framkvæmt hafi verið á Eið- um frá því kaupin voru gerð huglægs eðlis og erfitt að meta til fjár, segir Eiríkur að það geti vel verið og hann vilji ekki dæma um það að svo stöddu. „Nú ræða menn niðurstöð- una og ekki síst framhaldið.“ Hvað gerðist ef sölunni á Eiðum yrði rift vildi Eiríkur ekki tjá sig um. „Sú um- ræða er ekki tímabær.“ Talið að kaupendur Eiða hafi ekki uppfyllt samning Blikur á lofti á Eiðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is SIGURJÓN Sighvats- son, annar eigenda Eiðastaðar, segist líta svo á að hann hafi unn- ið í anda samningsins sem gerður var við sveitarfélagið og staðið við hann. Með fram- lögum sem lögð voru fram í upphafi og á þessum fjórum árum sé búið að leggja góð- an grunn að framtíð- arstarfsemi á Eiðum sem verði öllum til sóma. „Við höfum fengið heilmikinn stuðning þess efnis, ekki síst frá Eiðavinum sem standa hvað næst Eiðum og menningarsögu staðarins. Í stefnumótun um framtíð Eiða hefur farið gífurlegur tími ekki bara okkar eigenda, heldur einnig ýmis fagfólks sem hefur látið mikið af mörkum eingöngu vegna áhuga á Eiðum og þeim möguleikum sem þar geta falist. Einnig hafa farið miklir peningar ekki bara í uppbyggingu heldur einnig rekstur og viðhald á staðnum þangað til „lokaímynd“ staðarins hefur verið mótuð.“ Sigurjón segir að það yrði því verulegur skaði fyrir uppbyggingu Eiða ef samningnum yrði rift. „Við höfum átt gott samstarf við bæj- arráð og teljum í heild að þrátt fyr- ir tiltölulega fáar en háværar and- stöðuraddir einstakra héraðsbúa, sem eru meira mótaðar af per- sónulegum hagsmun- um en ákveðinni sýn á framtíð Eiða, hafi myndast góður skiln- ingur á okkar framtíð- arhorfum eftir því sem þær hafa mótast á þessum tíma þótt hin raunverulega upp- bygging sé í raun og veru rétt að hefjast.“ Sigurjón segir alltaf áhyggjuefni þegar menn séu sakaðir um að standa ekki við gerða samninga. Eigendur Eiða hafi yfirleitt reynt að standa við þá samninga sem þeir hafi gert á hvaða vettvangi sem er. Tjón og skaði af slíkum fullyrðingum og riftun yrði þess vegna meira en bara peningalegt. „Og ég ítreka að samstarf okkar við alla þá aðila sem komið hafa að málinu hefur verið gott og fulltrúar bæjarins sem tilnefndir hafa verið til samskipta við okkur hafa sýnt sanngirni og skilning á því flókna verkefni sem endur- og uppbygging Eiða er.“ Sigurjón sagði ekki rétt sem haldið hefði verið fram að núver- andi eigendur Eiða hefðu verið að ásælast jarðir. Hann benti á að eig- endurnir hefðu boðist til að gefa eftir forkaupsrétt að jörðinni Gröf. Höfum staðið við samninginn Sigurjón Sighvatsson SENDIHERRA Noregs á Íslandi, Guttorm A. Vik, opnaði í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur sýninguna „Af norskum rótum. Gömul timb- urhús í Noregi og á Íslandi“. Sýningin byggist á norskri sýn- ingu um verksmiðjuframleiðslu á húsum og byggingarhlutum hjá Strømmen Trævarefabrik í Strømmen nálægt Lillestrøm. Vegna þeirra áhrifa sem norsku sveitserstílshúsin höfðu á Íslandi þótti tilvalið að setja sýninguna upp hérlendis með viðbót um katalóghús og sveitserstílshús á Íslandi. Á vef Reykjavíkurborgar segir að að öllum líkindum hafi hús ver- ið flutt tilsniðin frá Noregi þegar á fyrstu árum búsetu norrænna manna á Íslandi og sennilega hafi slíkur innflutningur átt sér stað á öllum öldum síðan. Elstu hús sem varðveist hafi á Íslandi og með vissu eiga uppruna sinni í Noregi séu frá seinni hluta 18. aldar. Sýningin er hluti af aldarafmæli friðsamlegra sambandsslita Nor- egs og Svíþjóðar 1905. Hún stend- ur til 17. október og á sunnudög- um verður efnt til gönguferða með leiðsögn, hin fyrsta nk. sunnudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningin „Af norskum rótum. Gömul timburhús í Noregi og á Íslandi“ er í Ráðhúsi Reykjavíkur. Íslensk timburhús af norskum rótum NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku •Byggingafræði •Byggingaiðnfræði •Markaðshagfræði Á dönsku • Veltækni • Veltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Útfl utningstæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Fulltrúi skólans – Johan Eli Ellendersen, verður í Reykjavík á Radisson SAS, Hótel Sögu. Á tímabilinu - 1. til 15. Október 2005. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Johan Eli Ellendersen með því að hringja til Hótel Sögu í síma 525 9900 eða leggja inn skilaboð, og við munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Eli í síma + 45 60100151. VITUS BERING DENMARK CHR. M. ØSTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5100 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK.www.vitusbering.dk Hafnarfjörður | Stjórnarfundur 60+ í Hafnarfirði sem fram fór á dögunum samþykkti tillögu þar sem minnt var á bága stöðu aldraðra og nauðsyn þess að hluta af andvirði sölu Lands- símans yrði varið til þess að bæta lífs- skilyrði aldraðra. Ályktun stjórnarfundarins var svo- hljóðandi: „Með tilliti til hugmynda er fram hafa komið um ráðstöfun þeirra rúmlega 60 milljarða er fást fyrir sölu Símans krefst stjórn 60+ Hafnarfirði að tillit verði tekið til óska eldri borg- ara um að allgóðum hluta þessa fjár verði varið til hagsbóta fyrir eldri borgara þessa lands. Við minnum á að sárlega skortir t.d. hjúkrunarheimili fyrir þennan aldurshóp. Nauðsynlegt er að tryggja að fram- færslueyrir verði hækkaður fyrir eldri borgara. Minnum á að fram hefur komið að yfir 10 þúsund eldri borgarar hafa innan við 110 þúsund til framfærslu sinnar á mánuði, sem síðan eru greiddir skattar af. Virðisaukaskatt á lyfjum þarf nauðsynlega að lækka úr rúmlega 24 prósentum í 14 prósent. Þetta eru einungis nokkur atriði sem nauðsynlegt og sanngjarnt telst að lagfæra sem allra fyrst.“ Eldri borgarar í Hafnarfirði vilja sinn skerf af Landssímasölunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.