Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 25 MINNSTAÐUR AKUREYRI BEIÐNI um að Slippstöðin á Ak- ureyri verði tekin til gjaldþrota- skipta var lögð fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, af lög- manni fyrirtækisins. Freyr Ófeigs- son dómstjóri sagði að afstaða til beiðninnar yrði tekin fyrir á mánu- dagsmorgun. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun til 4. október nk. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, sagði það bæði grafalvarlegt og sorglegt komi til þess að fyrirtækið verði tek- ið til gjaldþrotaskipta. Hákon sagði að Akureyri ætti nokkur sérein- kenni og að Slippstöðin væri eitt af þeim. „Nú þurfa menn að setjast yfir hlutina og það er mín einlæg ósk að heimamenn bretti upp ermar og taki til sinna ráða og tryggi það að Slipp- stöðin megi starfa hér áfram um ókomin ár. Það er það eina sem ég sé í stöðunni og ég undirstrika að það þurfi að vera undir forystu heima- manna og er bjartsýnn á það gerist,“ sagði Hákon. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, sagði þetta verulega slæm tíðindi. „Þarna er um að ræða 100 manna vinnustað og ég vona svo sannarlega að það takist að endur- reisa fyrirtækið sem allra fyrst, þótt vissulega skapist nú óvissuástand hjá starfsmönnum.“ Starfsmenn Slippstöðvarinnar, sem áttu að fá laun sín greidd á fimmtudag og í gær en fengu ekki, gripu til aðgerða í gærmorgun. Þeir lokuðu athafnasvæði félagsins og kyrrsettu flutningabifreið á vegum Landsvirkjunar í skemmu fyrirtæk- isins. Flutningabíllinn kom til Ak- ureyrar í gærmorgun til að sækja rafsuðuvír og ýmsan búnað, sem flytja átti á Kárahnjúka. Starfs- mennirnir rafsuðu hurð á skemm- unni fasta sem flutningabílnum hafði verið ekið inn í og lögðu krana fyrir hurðina. Aðgerðir starfsmanna hóf- ust áður en gjaldþrotabeiðnin var lögð fram en þeir töldu sig vera að verja sinn rétt með því að koma í veg fyrir að verðmæti væru flutt úr fyr- irtækinu á meðan þeir ekki fengju laun sín greidd. Þorsteinn Haraldsson, trúnaðar- maður í Slippstöðinni, sagði eftir að hann heyrði af gjaldþrotabeiðninni, að starfsmenn myndu halda aðgerð- um sínum áfram og halda úti vakt á vinnusvæðinu um helgina. „Það kom hingað lögfræðingur frá Lands- banka Íslands og bað okkur að hætta aðgerðum en við urðum ekki við því. Bankinn vill ekki tryggja okkur laun og bendir á Ábyrgðasjóð launa.“ Þorsteinn sagði að aðgerðir starfsmanna hefðu farið fram með friði og spekt. „Ég held að það hafi flestir skilning á því að menn vilji fá launin sín greidd og fæstir hafa ein- hverjar vikur eða mánuði til að bíða eftir þeim.“ Þorsteinn sagði það mikið áfall að fram væri komin beiðni um gjaldþrotaskipti og að loka ætti 100 manna vinnustað í bænum. Hann er þó bjartsýnn á endurreisn fyrirtækisins. Ekki náð- ist í Hilmi Hilmisson, stjórnarfor- mann Slippstöðvarinnar, í gær. Beiðni um gjaldþrota- skipti lögð fram í gær Lokað Starfsmenn Slippstöðvarinnar lokuðu flutningabíl á vegum Lands- virkjunar inni í skemmu fyrirtækisins með því að rafsjóða hurðina. Starfsmenn Slippstöðvarinnar gripu til aðgerða Morgunblaðið/Kristján Trúnaðarmenn Þorsteinn Haraldsson og Gísli Bergsson, trúnaðarmenn í Slippstöðinni, voru allt annað en ánægðir með þróun mála hjá fyrirtækinu. Biðstaða Fulltrúar Landsvirkj- unar og þýska fyrirtækisins DSD Stahlbau GmbH bíða átekta fyrir utan skemmu Slippstöðvarinnar. KOSNINGASKRIFSTOFAN OPNAR Í GLÆSIBÆ KL. 14 Í DAG 4. SÆTIÐ www.jorunn.is FRÍMANNSDÓTTIR JÓRUNN Jórunn Frímannsdóttir opnar kosningaskrifstofu í dag, laugardaginn 1. október kl. 14:00 í Glæsibæ. Vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður 4.-5. nóvember. Í tilefni dagsins höldum við veglega fjölskylduhátíð. Söngur og flautuleikur, hoppukastali, andlitsmálning og grillaðar pylsur fyrir yngri kynslóðina. Veitingar á staðnum. Allir velkomnir. Sími á kosningaskrifstofu 517 0617 Stuðningsmenn PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Multidophilus-12 12 tegundur lifandi mjólkursýrugerla. Geymdir í kæli og þess vegna virkari. Yfir 20 milljarðar í hverjum skammti. Berið saman lesningu á umbúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.