Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁGÆT samstaða ríkir í utanríkismálanefnd um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna árin 2009 og 2010 og mun málinu verða haldið áfram til streitu en með lægri tilkostnaði en áður var gert ráð fyrir, sagði Geir H. Haarde utanrík- isráðherra eftir að hafa kynnt utanríkismálanefnd afstöðu sína á fundi í gærmorgun. Áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi við góðar undirtekt- ir. Geir segist hafa einsett sér að fara í framboðið af þeirri hófsemd sem einkenna eigi vinnubrögð Ís- lands á alþjóðavettvangi. Vinnan muni að mestu verða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og treyst verði á að ná góðu sambandi við fulltrúa allra þeirra þjóða sem þar eru. Hins vegar verði dregið úr kynn- ingarferðum sendiherra um allan heim eins og hefði komið til greina en verði ferðir ráðherra, þing- manna og embættismanna sem eru á ferðinni af öðru tilefni nýttar betur til að kynna málið. Eins bendir Geir á að dregið verði úr vissri kynning- arstarfsemi framboðsins sem ætlunin var að standa fyrir í New York. Ekki keppni í eyðslu fjármuna Geir segir hagræðinguna ekki síst vera tilkomna vegna hans eigin afstöðu um að Ísland eigi að fara í málið af látleysi. „Við tókum þetta verkefni að okk- ur vegna þess að við treystum okkur til þess og er- um tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylgir ef við erum til þess kjörin, en við getum ekki farið út í keppni um það hvaða þjóð getur eytt mestum fjármunum í kosningabaráttu því við erum dæmd til tapa slíkri baráttu við miklu stærri þjóðir.“ Kostnaðurinn við framboð Íslands næstu þrjú ár er talinn nema um 200 til 210 milljónum króna, til viðbótar við þann kostnað sem nú þegar er fyrir hendi, en fari svo að Ísland nái kosningu gæti kostn- aðurinn við setu í öryggisráðinu numið um hundrað milljónum fyrir hvort ár sem setið er. Geir vill ekki gefa upp neinar tölur um hver áætlaður heildar- kostnaður hafi verið fyrir nýju tillöguna en segir að um umtalsverðan sparnað sé að ræða frá því sem áður var rætt um. Hættan hafi verið sú að á loka- spretti kosningabaráttunnar missi menn stjórn á útgjöldunum og fari hreinlega á taugum, en það muni ekki gerast hjá Íslendingum sem muni sinna sínu framboði af hógværð og látleysi. Þá séu komn- ar heilmiklar upphæðir í útgjaldaramma utanrík- isráðuneytisins sem nýja áætlunin rúmast innan. „Mér sýnist að þetta sé leiðin til að koma þessu máli farsællega áfram. Það hefur verið gagnrýnt að það var nokkuð há kostnaðaráætlun, minna var gagn- rýnt hvort við ættum þarna erindi í sjálfu sér. Nú getum við samræmt þetta og fylgt eftir ákvörð- uninni en jafnframt gert það á lægri nótum hvað varðar kostnað.“ Alvöru framboð Geir segir að þrátt fyrir að farið verði í ódýrari kynningu á framboði Íslands eigi það ekki að skipta máli varðandi kosninguna og alls ekki rýra mögu- leika Íslands. Hann segir framboðið vera fyrir al- vöru og sóst sé eftir kosningu þrátt fyrir að vinnan bakvið framboðið verði unnin af fullkominni hóg- værð. Reynslan hafi sýnt það í kosningum annars staðar að góðir möguleikar séu á að ná kosningu ef vel er að málum staðið en auðvitað sé ekkert öruggt í þeim efnum. Austurríki og Tyrkland, sem líka keppa um sæti í ráðinu, séu öflug ríki. Utanríkisráðherra segir samstöðu um framboð Íslands til öryggisráðs SÞ Góðir möguleikar á kosningu Íslands Morgunblaðið/Árni Torfason Geir H. Haarde utanríkisráðherra mætti á fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær og kynnti þar afstöðu sína og ríkisstjórnarinnar til framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FORSÆTISNEFND Alþingis hefur falið Þorsteini Pálssyni sendiherra að hafa með höndum ritun sögu þing- ræðis á Íslandi. Ákvað nefndin að láta rita sögu þingræðis hér á landi í tilefni af því að öld er liðin frá upphafi þess hér á landi. Þorsteinn er sendiherra í Kaupmannahöfn en hann mun láta af störfum í utanríkisþjónustunni 1. nóvember næstkomandi. Mjög áhugavert verkefni Þorsteinn segist í samtali við Morgunblaðið hlakka til að takast á við þetta verkefni. Það sé mjög áhugavert, ekki síst lögfræðilega. Segist Þorsteinn ekki vera farinn að huga að því hvernig hann muni takast á við þetta verkefni en gerir ráð fyrir að hefjast handa í byrjun næsta árs. Forsætisnefnd Alþingis hefur einnig skipað tveggja manna rit- nefnd vegna þessa verkefnis. Í henni eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við Kenn- araháskóla Íslands, og dr. Ragnhild- ur Helgadóttir, lektor í stjórnskip- unarrétti við Háskólann í Reykjavík. „Forsætisnefnd fól höfundi og rit- nefnd að skilgreina í upphafi starfs síns verklag og efnistök og leggja fram kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið. Tillögur og áætlanir nefnd- arinnar verða síðan lagðar fyrir for- sætisnefnd Alþingis,“ segir í frétta- tilkynningu frá Alþingi. Þorsteini Pálssyni falið að rita sögu þingræðis á Íslandi Þorsteinn Pálsson Á LAUGARDAGSMORGNI 2. marz árið 2002 var haft samband við Morgunblaðið frá aðila, sem ekki er hægt að nafngreina vegna vinnu- reglna Morgunblaðsins og ritstjórn blaðsins boðinn til birtingar í sunnu- dagsblaði 3. marz 2002 tölvupóstur, sem sagt var að Össur Skarphéð- insson, alþingismaður, hefði sent stjórnendum Baugs. Því var svarað til, að Morgun- blaðið mundi ekki birta slíkan tölvu- póst á milli einstaklings og viðkom- andi fyrirtækis. Þennan laugardagsmorgun fóru fram samtöl á milli Össurar Skarp- héðinssonar og ritstjóra blaðsins um þetta mál. Daginn eftir birti Morgunblaðið viðtal við Hrein Loftsson, stjórnar- formann Baugs. Í því viðtali skýrði stjórnarformaður Baugs orðrétt frá efni tölvupósts, sem Össur Skarp- héðinsson hafði sent fyrirtæki hans. Þar sem Hreinn Loftsson skýrði frá efni þessa tölvupósts í eigin nafni leit Morgunblaðið svo á, að birting hans væri á hans ábyrgð, sem tals- manns og fulltrúa móttakanda tölvupóstsins og ekki væru rök fyrir því að ritskoða ummæli Hreins Loftssonar. Það er því misminni, sem fram kemur hjá Össuri Skarphéðinssyni í Fréttablaðinu í gær þegar hann segir: „Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst, að við værum mótfallnir birtingu.“ Með þessari athugasemd birtist mynd af umræddri frétt eins og hún birtist í Morgunblaðinu á þeim tíma. Sunnudaginn 10. maí 1998 birti Morgunblaðið í heild bréf, sem Gunnlaugur M. Sigmundsson, þá al- þingismaður, hafði sent öllum öðr- um þingmönnum á Alþingi Íslend- inga nokkru áður, þar sem hann skýrði sín sjónarmið varðandi ákveðin viðskipti tengd Kögun hf. Í því tilviki var um að ræða birtingu á eins konar fjölpósti, sem sendur hafði verið 62 öðrum einstaklingum og í því ljósi sá Morgunblaðið ekk- ert athugavert við birtingu þess bréfs. Ritstj. Hreinn Loftsson skýrði frá tölvupósti Össurar Frétt Morgunblaðsins sunnudaginn 3. mars 2002. STJÓRNENDUR Baugs hf. sögðu fyrir skömmu upp samningi við ræst- ingafyrirtæki, sem annaðist ræsting- ar á skrifstofum fyrirtækisins. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var ástæða uppsagnarinnar sú að fram kom á eftirlitsmyndavél að starfsmaður ræstingafyrirtækisins var að róta í skjölum eins af yfirmönn- um Baugs. Jafnframt hefur blaðið upplýsingar um að Össur Skarphéð- insson hafi sem einstaklingur mót- mælt mjög harðlega þessum brott- rekstri við stjórnendur Baugs í tölvubréfi og talið þær hefndaraðgerð gegn sér vegna gagnrýni, sem hann hefði sett fram á fyrirtækið. Taldi að verið væri að ná fram hefndum vegna skoðana minna Morgunblaðið leitaði til Össurar í gær og óskaði eftir skýringum hans á afskiptum hans. ,,Ég hef haft uppi skarpa gagnrýni á samþjöppun á þeim markaði sem Baugur starfar á. Nákominn ættingi minn rekur ræstifyrirtæki, sem hefur ræst þrjú fyrirtæki fyrir Baug. Hann hafði komið tvisvar sinnum að máli við mig og sagt að hann fyndi að skörp gagnrýni mín á fyrirtækið hefði leitt til þess að hann drægi þá ályktun af ummælum manna að það gætu verið blikur á lofti fyrir hann. Ég taldi það af og frá og sagði að slíkt ætti sér ekki stað á Íslandi. Síðan gerðist það að það birtist eftir mig lítið álit um sam- þjöppun á matvörumarkaði í Við- skiptablaðinu sl. miðvikudag. Hann tjáði mér að þann dag hefði hann ver- ið kallaður fyrir yfirmenn í fyrirtæk- inu [Baugi] og honum tjáð að hann fengi ekki að starfa fyrir þessi þrjú fyrirtæki. Ég varð ákaflega hryggur og taldi að þarna væri verið að ná fram einhvers konar hefndum vegna skoðana minna með því að seilast til ættingja sem mér þykir mjög vænt um. Ég varð því bæði mjög hryggur og reiður. Mér hefur síðar verið sagt að uppsögnin stafi af öðru, þ.e.a.s. því að starfsmaður fyrirtækis ættingja míns hafi ekki komið fram með rétt- um hætti í einu og öllu, en mér finnst það auðvitað öldungis fráleitt að þó að starfsmaður sýni ekki rétta fram- komu, þá sé fyrirtækinu án nokkurr- ar áminningar eða aðdraganda sagt upp störfum. Ég dyl það ekki, að ég hef tjáð mig sterklega í trúnaðarbréfi til starfsmanna fyrirtækisins vegna þess að ég taldi að hér væri um hefnd- araðgerðir að ræða,“ sagði Össur og bætti við: „Sú skýring, sem ég fékk síðan var að nýr starfsmannastjóri vildi hafa innanhússtarfsmenn í þessu verki.“ Segir mönnum mjög brugðið Morgunblaðið sneri sér til Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, sem staðfesti að stjórnendum Baugs hefði borist tölvuskeyti frá Össuri. Hann sagði að tölvuskeytið hefði farið sem eldur í sinu um fyrirtækið og mönnum hefði brugðið mjög við þessi tíðindi. Síðan sagði Hreinn: ,,Ég sem stjórnarformaður fyrirtækisins get ekki annað en tekið það mjög alvar- lega þegar einn af málsmetandi stjórnmálaleiðtogum sendir fyrirtæk- inu skeyti af þessu tagi en skeytið er svohljóðandi: ,,Í trúnaði fyrir þig og Jóhannes Heill og sæll Jón Einsog þú veist ráku feðgarnir Jó- hannes og Jón Ásgeir bróður minn Magnús frá ræstingum í þremur fyr- irtækjum þeirra í dag. Auðvitað er það ekkert annað en hrein hefndaraðgerð vegna skoðana minna. Gangsteraeðli þeirra birtist í því að þeir velja daginn sem Viðskiptablaðið birtir lítið komment frá mér um það efni. Það eru aðeins hreinræktaðir drullusokkar sem ráðast að þeim sem ekki geta varist, í þessu tilviki ætt- ingjum sem enga ábyrgð bera á um- mælum mínum. Svona menn eiga ekki skilið virð- ingu samborgara sinna. Því ætla ég að koma til skila. Þeir haga sér einsog suðuramerískir gangsterar, og þjóðin á rétt á að vita það. Ég mun því ekki láta þetta kyrrt liggja, og ætla heldur aldrei að gleyma þessu. Ættin er giska langlíf, einsog þú kannski veist. Sá kann allt sem bíða kann, kenndi Sveinn R. Eyj- ólfsson mér. Ef Baugsveldið heldur að þetta sé aðferðin til að þagga niður í mér get ég ekki varist þess að upp í hugann komi hin fræga setning: You aint’ seen nothing yet. Það má vel vera að ég hafi lítið að gera í þessa nýju mafíu. En mér er létt um mál, og lipur með pennann, og ég á langa ævi fyrir höndum til að lýsa fyrir samferðamönnum mínum hvers- konar menn þetta eru. Í guðs friði – en ekki mínum, Össur Skarphéðinsson, líffræðing- ur, Vesturgötu 73, 101 R.“ “ Segir Össur hafa fylgt skeytinu eftir með hatursfullu símtali Hreinn Loftsson sagði það í fyrsta lagi vekja athygli að skeytið væri sent á tölvukerfi Alþingis. ,,Í öðru lagi hef- ur viðkomandi stjórnmálamaður ekki haft fyrir því að kynna sér forsendur málsins af hálfu Baugs áður en hann sendi skeytið og hann fylgdi skeytinu eftir með hatursfullu símtali með sömu ásökunum. Símtalið fékk Jó- hannes Jónsson eftir því sem Jóhann- es segir mér. Kom það Jóhannesi á óvart, en hann er erlendis og var ókunnugt um málið þegar Össur hringdi. Í þriðja lagi sýnir þetta ótrú- legan dómgreindarskort. Jóhanna Sigurðardóttir hefur talað um að þingmenn þyrftu að setja sér siða- reglur. Hún þyrfti kannski að byrja á formanninum sínum og taka hann á slíkt námskeið um samskipti stjórn- málamanna við borgarana,“ sagði Hreinn. Spurður um upphafsorð bréfsins, þar sem segir að það sé sent í trúnaði fyrir viðtakanda og Jóhann- es, sagði Hreinn: ,,Maður sem viðhef- ur slíkar hótanir og biður um trúnað hlýtur að vera að grínast.“ Össur Skarphéðinsson mótmælti brottrekstrinum Baugur sagði upp verktaka við ræstingu eftir að eftirlitsmyndavél sýndi starfsmann róta í skjölum eins af stjórnendum fyrirtækisins FÉLAGSMENN í Starfsmanna- félagi Kópavogs felldu nýgerðan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga í almennri atkvæða- greiðslu um samninginn. Kosning fór fram sl. fimmtudag. Skrifað var undir samninginn 20. september en fyrr í sumar felldi Starfsmanna- félagið kjarasamning sem gerður var við LN. Á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni nú voru 700 félagsmenn. Alls kusu 357 eða 51% félagsmanna. Já, sögðu 164 eða 45,94%, nei, sögðu 190 eða 53,22%. Auðir og ógildir seðlar voru 3 eða 0,84%. Þetta er í annað sinn sem félagið fellir kjarasamning frá því viðræð- ur hófust en samningur sem und- irritaður var 1. júlí var einnig felldur í atkvæðagreiðslu fé- lagsmanna. Næstu skref ákveðin í næstu viku „Við ætlum að taka helgina í að hugsa okkar gang og sjá hvað við gerum í næstu viku,“ sagði Jófríð- ur Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins, spurð hvort gerð yrði þriðja tilraunin til að ná samningum. Búast má við að næstu skref verði ákveðin í næstu viku að sögn hennar. Kjaradeilan hefur verið til meðferðar ríkis- sáttasemjara frá því í júlí. Jófríður segir óánægjuna nú sem fyrr snú- ast um lág laun og tengingu starfs- mats við launakjör. „Þolinmæðin er brostin,“ segir hún. Starfsmannafélag Kópavogs fellir kjara- samning í annað sinn „Þolin- mæðin er brostin“ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.