Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 129,1 milljarði króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 113 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Slát- urfélags Suðurlands, 33,3%, en mest lækkun varð á bréfum SÍF, 1,5%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,37% og er hún nú 4.630,32 stig. Úrvalsvísitala hækkaði ● STRAUMUR-Burðarás Fjárfesting- arbanki hefur óskað eftir því að fara með virkan eignarhlut umfram 20% í Íslandsbanka en í kjölfar samein- ingar félaganna er hlutur bankans í Íslandsbanka nú 26,06%. Málið er nú til meðferðar hjá Fjár- málaeftirlitinu og að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra þess, er ekki ljóst hvenær það verður tekið fyrir. Straumur-Burðarás Fjárfesting- arbanki fer nú með atkvæðisrétt fyr- ir allt að 19,9% í Íslandsbanka sam- kvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands. Vilja stækka virkan eignarhlut ● Á árlegri ráðstefnu Microsoft Ís- landi, sem haldin verður í næstu viku, verður sérstaklega litið til þarfa stjórnenda og starfsmanna í smærri og stærri fyrirtækjum. Elvar Þorkelsson, framkvæmda- stjóri Microsoft Íslandi, segir að hefðbundnir söluaðilar Microsoft hugbúnaðarins hafi fyrst og fremst verið að horfa á þarfir stærri fyr- irtækja. Með tilkomu Microsoft Ís- landi hafi starfsmenn fyrirtækisins komist að raun um að það sé full ástæða til að sinna jafnframt þörfum minni fyrirtækja sem og notendunum sjálfum. „Við viljum koma til móts við þetta með því að bæta við þess- um þætti á ráðstefnunni okkar að þessu sinni, gegn mjög vægu gjaldi.“ Elvar segir að fyrri dagur ráðstefn- unnar, næstkomandi þriðjudagur, verði sniðinn að smærri fyrirtækjum. Daginn eftir verði hins vegar miðað við þarfir stærri fyrirtækja. Skráning fer fram á vef Microsoft Íslandi, www.microsoft.is. Microsoft-ráðstefna fyrir smærri og stærri fyrirtæki SKIPTING Burðaráss á milli Landsbanka annars vegar og Straums Fjárfestingarbanka hins vegar hefur nú verið framkvæmd þar sem öll tilskilin samþykki hafa fengist. Vegna þessarar skiptingar voru fjögur met slegin í hlutabréfavið- skiptum í Kauphöll Íslands í gær. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Kauphallarinnar var velta með bréf Burðaráss tæplega 97,5 milljarðar króna í gær og var þar aðeins um eina viðskiptafærslu að ræða. Þetta mun vera stærsta ein- staka viðskiptafærsla Íslandssög- unnar en stærsta færslan hingað til var sala ríkisins á Landssíman- um til Skiptis ehf. en andvirði hennar var 66,7 milljarðar króna. Meira en í fyrra Greiðsla til ríkisins fyrir Lands- símann fór fram þann 6. septem- ber síðastliðinn og samanlagt er andvirði þessara tveggja færslna um 164,2 milljarðar króna. Til við- bótar við það var velta í Kauphöll- inni í september um 87,5 millj- arðar króna og heildarvelta í mánuðnum því tæplega 251,7 millj- arðar króna. Er það einnig nýtt met en gamla metið var sett í sept- ember á síðasta ári en þá var velta í Kauphöllinni um 99,2 milljarðar króna. Heildarvelta gærdagsins nam um 113 milljörðum króna og er þar enn eitt metið á ferðinni. Gamla metið var sett við greiðslu Lands- símans þann 6. september og var það tæplega 68 milljarðar króna. Það sem af er ári er velta í við- skiptum með hlutabréf orðin tæp- lega 814,4 milljarðar króna og ljóst að hún er orðin meiri en á öllu síð- asta ári. Þá var veltan ríflega 721,4 milljarðar og var það mesta velta í viðskiptum með hlutabréf á einu ári frá upphafi. Metdagur í Kauphöllinni Morgunblaðið/ÞÖK Hlutabréfaviðskipti Fjögur met voru sett í Kauphöllinni í gær.               '--.    '--/ 0   '--/ 12 '--3    '--3    !   !   !   !   !   Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, samþykkti í gær tillögu fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Landsbanka Ís- lands í tilgreindar eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Nam til- boðið 2.653 milljónum króna og var það jafnframt hæsta. Þegar tilboð í Lánasjóð landbúnað- arins voru opnuð í gær greindi fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu frá því að alls hafi borist þrjú tilboð í sjóð- inn. Næst á eftir tilboði Landsbank- ans kom tilboð KB banka upp á 2.624 milljónir en tilboð Íslandsbanka var lægst, 2.301 milljón. Drög að kaupsamningi voru unnin jafnhliða í söluferlinu og er ekki gert ráð fyrir frekari samningaviðræðum. Miðað er við að undirritun kaupsamn- ings verði í næstu viku, og að greiðsla eigi sér stað við afhendingu, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Söluferli Lánasjóðs landbúnaðar- ins hófst í maí síðastliðnum þegar Al- þingi samþykkti breytingu á lögum um sjóðinn. Landbúnaðarráðherra var þá heimilað að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda. Ráðherra fól framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. Í júlímánuði auglýsti fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu, bæði hér á landi og erlendis, eftir þátttöku í forvali til útboðs á eignum og skuldum sjóðsins. Söluferlið gerði ráð fyrir að hæsta verð réði við mat á tilboðum, en fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu áskildi sér þó rétt til að hafna öllum tilboðum, reyndust þau óásættanleg. Landsbankinn kaupir Lánasjóð landbúnaðarins Morgunblaðið/Árni Torfason Hæstbjóðandi Landsbankinn bauð hæst í Lánasjóð landbúnaðarins. LANDSFRAMLEIÐSLAN hér á landi óx meira á árinu 2004 en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands óx landsframleiðslan að raungildi um 6,2% í stað 5,2%, eins og áætlun í marsmánuði síðastliðnum hljóðaði upp á. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 3,6% vaxtar á árinu 2003. Frá þessu er greint í Hagvísi Hagstofunnar.„Auk- inn hagvöxt frá fyrri áætlun má rekja til mun meiri fjárfestingar á árinu 2004 en áætlun í mars benti til,“ segir í Hagvísinum. „Vegna lakari við- skiptakjara og aukinna vaxta- og arð- greiðslna til útlanda uxu þjóðartekjur minna en landsframleiðslan eða um 4,9%. Einkaneysla jókst um 6,9%, og fjárfesting um 21,0%. Þjóðarútgjöldin jukust umfram landsframleiðsluna eða um 8,4% og leiddi það til við- skiptahalla sem nam 72,7 milljörðum króna, 8,2% af landsframleiðslu.“ Fram kemur í Hagvísum Hagstof- unnar að landsframleiðslan sé talin hafa vaxið um 6,8% á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs. Þá sé einkaneyslan talin hafa vaxið um 14,1% á sama tímabili og sé það mesta aukning á einum fjórðungi frá því ársfjórðungs- reikningar hófust á árinu 1997. „Meginhluta þessa vaxtar má rekja til kaupa á innfluttum vörum og þjón- ustu. Fjárfesting óx um 20% á 2. árs- fjórðungi frá sama tíma árið áður eft- ir að hafa vaxið um 24,4% á 1. fjórðungi. Samneysla óx um 4,4% og er það meiri vöxtur en verið hefur á undanförnum ársfjórðungum. Þjóð- arútgjöld, þ.e. neysla og fjárfesting, eru talin hafa vaxið um 11,8%. Inn- flutningur jókst nú um 23,5%, og er það mesti vöxtur í einum ársfjórðungi frá upphafi ársfjórðungsreikninga,“ segir Hagstofan. Landsframleiðslan óx meira en áætlað var GENGISVÍSITALA krón- unnar lækkaði verulega í gær, um 2,81%, og var loka- gildi hennar 102,99 stig. Er það hæsta gildi sem vísitalan hefur náð síðan í ársbyrjun 1992 en gengisvísitalan var tekin upp í árslok 1991 og upphafsgildi hennar var 100. Þetta er jafnframt þriðja mesta styrking krónunnar frá þeim tíma en hin tvö skiptin voru árið 2001. Viðskipti á gjaldeyrismark- aði voru mikil og námu þau um 21,8 milljörðum króna. Það kom fæstum sérfræð- ingum á óvart að gengið skyldi styrkjast í gær en Seðlabankinn hækkaði stýri- vexti sína um 0,75 prósentu- stig í fyrradag. Mikil viðskipti voru einnig á skuldabréfamarkaði en heildarvelta þar var 16,7 milljarðar króna. Ávöxtunar- krafa langtíma óverðtryggðra bréfa (RIKB10 og RIKB13) hækkaði um 0,24–0,27 pró- sentustig en ávöxtunarkrafa RIKB07 lækkaði um 0,02 pró- sentustig. Er hún nú 8,94%. Gengið styrktist verulega AFKOMA ríkissjóðs á öðrum fjórðungi ársins var mun betri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur hafa aukist um 30,1% en gjöld um 16,4%. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum frá Hagstofu Íslands. Á fyrri helmingi ársins námu heildartekjur af rekstri hins op- inbera, þ.e. tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga lagðar saman, 218,1 milljarði króna og jukust þær um 23,3% á milli ára en gjöld af rekstri hins opinbera námu 207,3 milljörðum og jukust um 12% á milli ára. Tekjujöfnuður sem hlut- fall af landsframleiðslu ársins var 1,1%. Afkoma hins opin- bera batnar                            !"#   !$   % &'  ( "&' )&  *)&   +, &# &  +#&  $&' )& ( "&'  -."  /(!  /0 !1 .  &#)&  2          ! 0 ( "&'  %0 1&  3 ."&'   $45& 16 &&  -  !  &  78.1  9# 1    :;! "& :.".0 <=## &#0   &  > && "  &    !  "# ! ."' ?=11  $&' 40 ( "&'  /" @"# /"&'  <5 5  " $ %& 3A?B /4    .    C      C       C C C   C   C   C C   C C .= &#  =   . C C C C C C C C C C C C C C C   C C C C C C C C C C D EF D CEF C C C C D  EF C C D CEF D EF D C EF D CEF D  EF C D EF C C C C D EF C C C C C C C C C C %. "'    '# & < ") 4 " '# G + /"           C           C C   C   C    C  C C    C C                                                             >    4 ,H   <% I #&"  !1"'          C   C C C C C  C C   C C <%C >.#& = #   & &# <%C != # 0&  <%C >.#& =  ")  7 'J /K:     E E !</? L M    E E A A 9-M  E E +!M 7 .    E E 3A?M LN *&.     E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.