Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KYRRÐ OG FRIÐUR UNDIR JÖKLI www.iceland.as Upplýsingar í síma 893 6653 VARA VIÐ HRÆÐSLU Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, varaði í gær við því að rekinn væri hræðsluáróður í tengslum við hugsanlegan faraldur fuglaflensu í mönnum. Ef slíkur faraldur kæmi upp væri gert ráð fyrir að allt að 7,5 milljónir manna gætu dáið og alþjóð- legur viðbúnaður væri miðaður við þá tölu en í reynd gæti enginn fullyrt neitt um hættuna. Daginn áður hafði einn af talsmönnum WHO sagt að „5–150 millj. manna“ gætu dáið. Samþykktu þjóðarsátt Tillaga um þjóðarsátt og sak- aruppgjöf eftir mannskæð átök síð- ustu 13 árin milli stjórnarhers og bókstafstrúar-múslíma í Alsír var samþykkt í þjóðaratkvæði sem fram fór á fimmtudag. Niðurstöður voru birtar í gær, um 97% sögðu já við til- lögunni og kjörsókn var tæplega 80%. Beiðni um gjaldþrotaskipti Beiðni um gjaldþrotaskipti Slipp- stöðvarinnar á Akureyri var lögð fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, af lögmanni fyrirtæk- isins. Starfsmenn fyrirtækisins áttu að fá laun sín greidd á fimmtudag og í gær en fengu ekki. Gripu þeir því til aðgerða í gærmorgun og lokuðu athafnasvæði félagsins og kyrrsettu flutningabifreið á vegum Lands- virkjunar. Þvert gegn markmiðum Efnahagsstefna ríkisstjórn- arinnar gengur að mati Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræð- ings hjá Alþýðusambandi Íslands, þvert á markmið síðustu kjarasamn- inga, en markmið þeirra var að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja væru grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 40/47 Úr verinu 18 Kirkjustarf 48/49 Viðskipti 20 Minningar 50/57 Erlent 22/23 Skák 60 Minn staður 24 Myndasögur 62 Akureyri 25 Dagbók 62/65 Árborg 26 Víkverji 62 Landið 28 Velvakandi 63 Höfuðborg 28 Staður og stund 64 Úr vesturheimi 30 Leikhús 66 Menning 33, 66/73 Bíó 70/73 Daglegt líf 34/35 Ljósvakamiðlar 74 Ferðalög 36/37 Staksteinar 75 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                  BLEIK ljósadýrð umvafði Bessa- staði í gærkvöldi þegar Orkuveita Reykjavíkur kveikti á bleikri lýs- ingu við forsetabústaðinn til þess að minna á að októbermánuður er helgaður alþjóðlegu árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini. Bleik lýsing verður einnig sýni- leg annars staðar á landinu í byrjun október, m.a. á Selfossi, Akranesi, Ísafirði, Austfjörðum og í Keflavík þar sem Bergið verður bleikt. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp um tvö hundruð mannvirki í fjörutíu löndum í tilefni átaksins, m.a. Empire State-byggingin í New York, Niagara-fossarnir og Harr- od’s í London. Það er Estée Lauder sem stendur fyrir átakinu, en hægt er að kaupa bleikar slaufur í rúm- lega þrjátíu verslunum hér á landi sem selja vörur fyrirtæk- isins auk þess sem tekið verður við frjálsum framlögum í sér- merkta söfnunarbauka. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í sam- ráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru sam- tök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bleikir Bessastaðir VEGAGERÐINNI verður falið að hefja undirbún- ing að gerð jarðganga undir Óshlíð og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist haustið 2006. Rík- isstjórnin samþykkti í gær tillögu Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra um aðgerðir á Óshlíðar- vegi. Samgönguráðherra mun einnig beina því til Vegagerðarinnar að eftirlit með Óshlíð verði aukið. Hann mun og beita sér fyrir því að komið verði á fullnægjandi GSM-sambandi á þessum vegarkafla. Í minnisblaði, sem lagt var fyrir ríkisstjórnina, kemur fram að hætta á grjóthruni á Óshlíðarveg sé mest í svonefndum Skriðum. Langur vegskáli eða jarðgöng eru það eina sem talist getur varanleg lausn á grjóthrunsvandanum þar. Jarðgöngin, ásamt forskálum, yrðu um 1.220 metra löng milli Einbúa og Hrafnakletta. Áætlaður kostnaður við gerð þeirra er einn milljarður króna. Óviðunandi ástand Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, sagðist sem formaður Almannavarnanefndar Bol- ungarvíkur fagna skjótum og hraustlegum við- brögðum ríkisstjórnarinnar. Almannavarnanefndin sendi ráðuneytinu bréf vegna hættu á framskriði í Óshyrnu og grjóthruns á veginn. Bréfið barst sam- gönguráðuneytinu 20. september síðastliðinn. „Það hefur verið óviðunandi ástand á veginum undir Ós- hyrnu og verður á meðan ekki er gripið til aðgerða,“ sagði Jónas. Hann sagði að boðaðar aðgerðir taki á versta kaflanum á veginum og mesta grjóthruninu. Þarna hafi ekki fallið mörg snjóflóð en grjóthrunið sé verst. „Ég óttast að margir hlutar Óshlíðar verði áfram varasamir, en þetta er óneitanlega versti kaflinn,“ sagði Jónas. „Ég treysti því að ráðist verði í framkvæmdir sem verða góður hluti af heildar- lausn. Það þarf að skoða fjölmörg atriði áður en lega ganganna verður endanlega ákveðin. Almanna- varnanefnd Bolungarvíkur er reiðubúin að leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu.“ Byrjað á jarðgöngum undir Óshlíð strax næsta haust Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SJÓVÁ-Almennar tryggingar hafa ákveðið að endurskipuleggja útibúa- og umboðsmannakerfi félagsins hér á landi til einföldunar og í hagræðing- arskyni. Gert er ráð fyrir að breyting- arnar taki gildi um næstu áramót. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að tilkynnt hafi verið um breytingar á umboðs- manna- og útibúaneti félagsins um miðja vikuna. Þarna væru á ferðinni ákveðin hagræðing og skipulags- breytingar til einföldunar á kerfinu. Komið væri á sex svæðisútibúum og umboðum fækkað verulega frá því sem verið hefði. Þá væri sumum um- boðunum breytt á þann veg að settar væru á laggirnar þjónustuskrifstofur. Þorgils Óttar sagði að útibúin væru ellefu í dag að meðtöldum höfuðstöðv- unum í Kringlunni. Þeim myndi fækka í níu. Þá hefðu umboðin verið 29 talsins og þeim myndi fækka niður í sex, en að auki yrði gerður samn- ingur um þjónustuskrifstofur við tíu í viðbót þannig að segja mætti að um- boðunum fækkaði um nálega helm- ing. Þorgils Óttar sagði að þá væru sett á laggirnar sex svæðisútibú og öll um- boðin og þjónustuskrifstofurnar heyrðu undir þau. Þannig yrði skipu- lagið einfaldara og hagkvæmara en það hefði verið. Breytt skipulag væri einfaldlega í takt við kröfur nútímans. „Þetta umboðsmannakerfi er búið að vera mjög lengi við lýði, þannig að það þarf ekki að koma á óvart að á því séu gerðar breytingar,“ sagði Þorgils Óttar ennfremur. Hann sagði að stærstu breytingar væru að útibúið í Hafnarfirði yrði sameinað höfuðstöðvunum í Kringl- unni frá og með 1. febrúar næstkom- andi og að útibú félagsins á Sauðár- króki yrði lokað um áramótin og útibúið á Akureyri myndi sjá um þjónustu á því svæði. Sjóvá endurskipu- leggur útibúakerfið LAUSASÖLULYF sem innihalda kódein verða tekin úr umferð hér á landi og verða þau einungis til sam- kvæmt lyfseðli frá og með deginum í dag. Þetta er gert til að sporna við morfín- og kódeinfíkn, sem hefur aukist undanfarin ár, og til að koma í veg fyrir að kódeinfíklar gangi milli apóteka og safni sér fjölda 10 töflu pakkninga með Parkódíni eða Íbukód sem hingað til hafa verið seldar í lausasölu. Þessi ráðstöfun er gerð eftir til- lögu vinnuhóps á vegum Lyfja- stofnunar og Landlæknisembætt- isins. Eftir sem áður geta verkjasjúklingar fengið þessi lyf gegn lyfseðli. Kódeinlyf ekki lengur í lausasölu ÁKVEÐIÐ hefur verið að ríkis- stjórnarfundir sem fram fara á föstudögum verði framvegis haldn- ir í Ráðherrabústaðnum. Munu ráð- herrar þá koma þar fyrst saman til óformlegs fundar áður en sjálfur ríkisstjórnarfundurinn hefst. „Við ætlum að nýta þetta ágæta hús. Þar er aðstaða fyrir rík- isstjórnina og við munum koma þar saman fyrr á morgnana til þess að tala saman með óformlegum hætti, þannig að ríkisstjórnarfundir á föstudögum verði sambland af óformlegum og formlegum fund- um. Það er nýmæli,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Ríkisstjórnarfundir eru að jafn- aði haldnir tvisvar í viku yfir vetr- artímann. Ríkisstjórnar- fundir í Ráð- herrabústað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.