Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Orðatiltækið nú tekur/þátók steininn úr ‘e-ðkeyrir úr hófi, nú kast-ar/þá kastaði tólfunum’ mun ekki vera algengt í nútíma- máli. Líking sú sem að baki ligg- ur er óljós en Halldór heitinn Halldórsson taldi að átt væri við stein sem notaður hefur verið til að stífla e-ð. Þótt líkingin kunni að vera óljós er merkingin skýr og búningurinn er fastmótaður. Ef menn kjósa að nota orða- tiltækið verða þeir að fara rétt með það en því er ekki að heilsa í eftirfarandi dæmi: Botninn tók þó úr þegar … [ónefndir flokks- menn] skipuðu hreppstjóra ... sem formann stjórnar sjúkra- hússins (DV 9.9.05). Hér er trú- lega um að ræða áhrif frá orða- sambandinu ná botninum, þ.e. botninum var þó náð ‘komið var að endimörkum e-s slæms’. Ónefndur nemandi spurði þann sem þetta skrifar eitt sinn að því ‘hvort það væri ekki svo að hálf þjóðin hefði ekki hugmynd um hvenær nota ætti forsetninguna að og hvenær af’. Ég svaraði því til að því færi fjarri, merking forsetninganna skæri úr um notkun þeirra og væri hún í stórum dráttum alveg skýr. Því er minnst á þetta hér að sam- viska mín sem kennara var ekki alveg hrein, að mér sótti efi, kannski var málið ekki eins ein- falt og ég vildi vera láta. Í sömu átt benda fjölmörg dæmi úr nú- tímamáli sem mér virðast ekki samræmast hefðbundinni mál- notkun. Skal nú vikið að nokkr- um slíkum. Það er auðvitað ógerningur að fjalla um notkun forsetninganna að og af í stuttu máli en hér skal vikið stuttlega að merkingu þeirra. Grunnmerking forsetn- ingarinnar að er staðarleg [hvar] og þessa sér stað í ýmsum sam- böndum, t.d.: Bragð er að þá barnið finnur; búa að e-u alla sína ævi; Lengi býr að fyrstu gerð; sitja einn að e-u/sínu og enn er hann/hún að. Eina und- irmerkinga forsetningarinnar að má kalla tillitsmerkingu og því segjum við: gaman er að e-u; henda gaman að e-u; gagn er að e-u; missir/eftirsjá er að e-m og fengur er að e-u. Grunnmerking forsetning- arinnar af vísar til hreyfingar af stað [hvaðan] og því tölum við um að hafa gaman af e-u; hafa gagn af e-u og hafa not af e-u og í óbeinni merkingu segjum við: gera e-ð af ásettu ráði og eiga heiðurinn af e-u. Umsjónarmanni virðast ofan- greind dæmi og fjölmörg hlið- stæð segja sína sögu og á grund- velli þeirra má búa til hagnýta reglu: Með sögninni vera (sem vísar til kyrrstöðu) er forsetningin að oft notuð (gaman er að e-u; gagn er að e-u; mér er ánægja að því að …) en með sögninni hafa er forsetningin af oft notuð (hafa gaman af e-u; hafa ánægju af e-u; hafa gagn af e-u). Það er vita- skuld ofrausn að tala um ‘reglu’ í þessu samhengi, sönnu nær væri að tala um vísbend- ingu sem ætti að fá staðfest- ingu í mál- kennd flestra. Lýsing- arorðið ábótavant (lo.hk.) merkir í beinni merkingu ‘sem vantar á bætur’ og er það myndað á grundvelli orðasambandsins mik- illa bóta er á e-ð vant. Í nútíma- máli er það algengt í orða- sambandinu e-u er (mjög, nokkuð, talsvert) ábótavant, t.d.: Viðhaldi flugvélarinnar er ábóta- vant. Af dæminu má sjá að orða- sambandið er notað ópersónu- lega. Eftirfarandi dæmi samræmist því ekki málvenju: Það styrkir þá mynd að eftirlitið í fyrirtækinu hafi verið ábóta- vant (Mbl. 9.9.05). Með sögninni detta getur for- setningin á stýrt hvoru sem er, þolfalli eða þágufalli, en með merkingarmun, t.d.: Maðurinn datt á dansgólfið eða maðurinn datt á dansgólfinu. Sömu sögu er að segja af fjölmörgum hlið- stæðum, t.d. e-ð skellur á e-ð (e- u). Flestum mun í fersku minni að fellibylur gekk yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Flestir kjósa trú- lega að tala um að fellibylur skelli á borgina/ströndina með vísan til hreyfingar enda virðist það vera í samræmi við mál- kerfið, t.d.: Bifreiðin skall á vegginn. Í fjölmiðli var hins veg- ar sagt frá því að fellibylurinn hefði skollið á borginni. Ugglaust má til sanns vegar færa að við getum sagt hvort sem er byl- urinn skall á borgina eða byl- urinn skall á borginni (‘lenti á henni’), hér hlýtur málkennd og smekkur að skera úr en það get- ur verið gaman að velta atriðum sem þessum fyrir sér. Þjóðfélagshættir breytast sem og verklag og verkefni manna. En mannskepnan er ávallt söm við sig. Hún moðar úr því sem hún fæst við og áhuginn beinist að hverju sinni og upp spretta ný orðatiltæki og nýjar líkingar. Tíminn og smekkur manna ræð- ur því síðan hvað af þessu góssi er sett á og hvað fæðist andvana. Í nútímamáli er að finna aragrúa orðasambanda sem rekja má til nýjunga í umhverfi okkar. Sem dæmi má nefna að skömmu eftir miðja síðustu öld skrifaði Jó- hanna Kristjónsdóttir skáldsög- una Ást á rauðu ljósi. Heiti bók- arinnar var allt í senn nýstárlegt, eftirminnilegt og gagnsætt að merkingu enda seld- ist bókin vel. – Flestir munu aka yfir gatnamót á grænu ljósi enda er það lögbrot að aka á rauðu ljósi. Nýlega las umsjónarmaður í blaði að vörubifreiðinni hafi verið ekið yfir gatnamótin gegn rauðu ljósi (20.8.05). Hér mun gæta enskra áhrifa (against). Úr handraðanum Í máli skákmanna er algengt að tala um að þetta eða hitt liggi óbætt hjá garði, t.d.: Hrókurinn liggur óbættur hjá garði ‘engar bætur koma fyrir hrókinn’. Orða- tiltækið er að finna í Njáls sögu: Hafa fáir vorir frændur legið óbættir hjá garði vorum, svo að vér hafim eigi hefnt og Eyr- byggja sögu: en engir liggja heimamenn Arnkels ógildir hjá garði hans, þeir er Snorri hefir drepið, sem Haukur, fylgd- armaður Snorra, liggur hér hjá garði hans, er Arnkell hefir drepið. – Garður vísar hér til ‘heimilis, bæjar’ og fsl. hjá garði vísar þá til nálægðar. Óbættur/ ógildur merkir ‘sem engar bætur koma fyrir’ og í dæminu úr Njálu merkir fáir ‘engir’. Ónefndur nem- andi spurði þann sem þetta skrifar eitt sinn að því ‘hvort það væri ekki svo að hálf þjóðin hefði ekki hugmynd um hvenær nota ætti for- setninguna að og hvenær af’. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 61. þáttur SÍÐASTLIÐNA daga hefur nokkuð verið rætt um auglýsingar og kostun einstakra verkefna innan grunnskóla. Í Morgunblaðinu á mánudag og í gær kom fram að erfitt sé að setja mjög nákvæmar reglur um auglýsingar og kostun í skólum. Þar kom einnig fram það viðhorf formanns Skólastjórafélags Íslands að það sé undir skólastjórn hvers grunnskóla fyrir sig komið hvort tilboðum um auglýsingar eða kostun sé tekið. Það sem ekki hef- ur komið skýrt fram en vegur þungt í þessari umræðu er að for- eldrar hafa á því skoðun. Auglýsingar og kostun í skólum eru mál sem varða foreldra Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendi í mars sl. öllum skólanefndum og fræðsluráðum á landinu samþykkt stjórnar samtak- anna um auglýsingar og kostun í skólum. Í samþykktinni koma fram skýr tilmæli til sveitarstjórna um að setja sér verklags- reglur um auglýsingar og kostun í skólum. Í því sambandi er sér- staklega bent á frum- kvæði Seltjarnarness í að setja sér slíkar verklagsreglur. Þar er líka lögð áhersla á að allir fulltrúar skóla- samfélagsins, þar á meðal foreldrar, komi að ákvörðun viðmiða og mótun verklagsreglna. Þáttur auglýsinga í daglegu lífi fer ört vaxandi Þáttur auglýsinga í daglegu lífi okkar er stór. Það sem meira er, framleiðendur vöru og þjónustu hafa uppgötvað börn og unglinga sem mikilvægan markhóp og beina í sívaxandi mæli auglýsingum sín- um beint að þeim. Þessir sömu nýta sér óspart nýja miðla, s.s Netið og far- síma, sem mikið eru notaðir af börnum til að koma þjónustu sinni og vörum á framfæri, oft án vit- undar foreldra. For- eldrar vita að mörg börn eru viðkvæm fyr- ir áreiti og skynja mikilvægi þess að þeim sé kennt að um- gangast auglýsingar rétt eins og annað áreiti í umhverfinu. Foreldrar hafna því hins vegar að fyrirtæki líti á börn sem eru undir forsjá foreldra sem markhóp sem þau geta beint auglýsingum sínum að. Það er ábyrgð foreldra að dæma, velja og hafna því efni sem beint er að börnum þeirra. For- eldrar vilja að börn séu óhult frá auglýsingum í skólaumhverfinu. Undantekningar þar frá þurfa að vera skýrar. Kostun ryður sér líka til rúms Kostun af ýmsum toga er einnig að verða algengari á mörgum svið- um samfélagsins, einnig í skóla- samfélaginu. Hér þykir foreldrum nauðsynlegt að setja skýr viðmið. Þó skýr viðmið séu sett þarf þó að vera svigrúm fyrir skólastjórn- endur og foreldra viðkomandi skóla til að meta hverju sinni hvort ut- anaðkomandi framlag fyrirtækis, félagasamtaka eða einstaklings falli að skólastarfinu og geti nýst sem hluti af námi. Kostun getur nefni- lega stuðlað að auðgun skólastarfs og gefið nemendum einstakt tæki- færi til að auka tengingu við at- vinnulíf og opnað glugga út í sam- félagið. Hér undir geta fallið kynningarheimsóknir í skóla, fyr- irtækjaheimsóknir, eða kostun starfsmanns til að sinna fræðslu um tiltekið og afmarkað málefni eða fræðasvið. Við ákvörðun um kostun á ekki dómgreind eins aðila eða fárra að ráða. Hér þurfa að liggja fyrir almennar verklags- reglur sem allir hagsmunaaðilar hafa mótað. Hvar eru svo viðmiðin og verklagsreglurnar? Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli menntamálaráðuneytis og tilmæla Heimilis og skóla hafa fá sveit- arfélög enn sett sér verklagsreglur um auglýsingar og kostun í skólum. Á hverju strandar ef allir eru sam- mála um að málið sé brýnt? Á með- an við bíðum sækja fyrirtæki og auglýsendur enn fastar að börn- unum okkar með alls kyns gylliboð- um. Foreldrar vilja sjá hvert sveit- arfélag á landinu móta sér skýr en almenn viðmið og verklagsreglur um auglýsingar og kostun í grunn- skólum í fullri og góðri sátt við alla hagsmunaaðila í skólasamfélaginu. Hér er samstaða styrkur. Meira af auglýsingum og kostun í grunnskólum María Kristín Gylfadóttir fjallar um kostun í grunnskólum ’Á meðan við bíðumsækja fyrirtæki og aug- lýsendur enn fastar að börnunum okkar með alls kyns gylliboðum.‘ María Kristín Gylfadóttir Höfundur er formaður Heimilis og skóla. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á ÁTTUNDA áratugnum þegar Mývatnseldar voru tíðir átti ég ítrekuð erindi flugleiðis milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta var á þeim ágætu tímum þegar Flugleiðir, sem þá flugu á þessari leið, buðu farþegum sínum dag- blöðin til aflestrar á leiðum. Einu sinni sem oftar var ég við blaða- lestur á leiðinni til Reykjavíkur og gætti mín ekki á að ljúka honum fyrir aðflug að lendingu, til að geta þvegið mér um hendurnar sem voru orðnar svartar af prentsvertu. Horfði ég á hendurnar, svartar af skít, og sagði við sessunaut minn í vélinni, „svakalega verður maður skítugur á höndunum við að lesa blöðin“. Hann leit á hendurnar á mér og síðan til mín og sagði „þennan skít getur þú, Guði sé lof, þvegið af þér en þann skít sem þau skilja eftir í höfðinu á þér þværðu aldrei burt“. Eftir lestur blaðanna síðustu daga hafa þessi orð komið mér oft í huga. GUÐJÓN PETERSEN, Naustabryggju 54, Reykjavík Skítugir puttar Frá Guðjóni Petersen: Kæra Kristín Jafnréttis- og öryggisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands vill með þessu bréfi bjóða þig vel- komna til starfa sem rektor Há- skóla Íslands. Hlutverk jafnréttis- og öryggisnefndar er að standa vörð um þau mál sem snerta jafn- rétti og öryggi stúdenta við Há- skólann. Það er okkar ósk að þú munir sýna erindum okkar áhuga og skilning á árinu, enda þykja þessi mál afar mikilvæg fyrir stúdenta og stofnunina í heild sinni. Af þessu tilefni langar okk- ur að benda þér á þau atriði sem við munum leggja áherslu á í vet- ur. Um þessar mundir vinnum við hörðum höndum að því að gera blindraletursmerkingar á Há- skólasvæðinu að veruleika. Það mun gera aðgengi blindra bæri- legra en við höfum fengið gott fólk frá Sjóntækjastöðinni og Blindra- félaginu í samstarf við okkur. Geðheilbrigðismál stúdenta vöktu mikla athygli þegar Sig- ursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar, hélt fyrirlestur á okkar vegum á stúdentadaginn síðastlið- inn. Mun nefndin einbeita sér að forvarnarstarfi og fræðslu um þetta viðkvæma mál fyrir nem- endur í vetur. Eins og stendur eru les- blindugreiningar mjög kostn- aðarsamar og er nefndin að kanna ýmis úrræði því til bóta. Við mun- um kynna þau fyrir háskóla- yfirvöldum þegar líður á veturinn. Það er okkar ósk að hægt verði að koma til móts við háskólastúdenta að þessu leyti. Að lokum ber að geta þess að kynjahlutföll bæði nemenda og kennara eru í skökkum hlutföllum í ákveðnum deildum innan Háskól- ans. Átaksverkefni á því sviði er brýnt verkefni sem við skorum á þig að hrinda í framkvæmd. Við munum hvetja allar skorir Háskól- ans til þess að taka upp á skora- fundum málefni er varða kynja- hlutföll stúdenta og kennara. Við teljum að aukin vitund um þessi málefni sé lykillinn að bættu jafn- rétti og munum reyna að stuðla að henni á komandi starfsári. Með von um jákvæð viðbrögð og ánægjulegt samstarf á komandi starfsári. KRISTÍN TÓMASDÓTTIR, formaður jafnréttis- og öryggis- nefndar. Opið bréf til háskólarektors Frá Kristínu Tómasdóttur: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.