Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ IngibergurBjarnason fædd- ist á Kletti á Kálfs- hamarsvík í Austur- Húnavatnssýslu 13. júlí 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 5. júlí 1906, d. 17. júlí 1933, og Bjarni Theodór Guðmunds- son, f. 22. mars 1903, d. 21. jan. 1993. Albræður Ingi- bergs voru Bragi Dalmar, f. 15. apr. 1929, d. 20. des. 1939, og Haukur Lindberg, f. 30. ág. 1930, d. 13. febr. 1945. Hálfbróðir Ingi- bergs, samfeðra, er Páll, f. 6. nóv. 1939. Ingibergur kvæntist 29. ágúst 1959 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Viggósdóttur frá Rauðanesi á Mýrum, f. 29. maí 1940. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Halldór Ingibergsson, f. 3. ágúst 1961, kona hans er Hallborg Arn- ardóttir, f. 17. okt. 1966. Börn þeirra: Berglind Anna, f. 14. maí 1990, og Arnar Freyr, f. 16. nóv. 1994. 2) Ingveldur Herdís Ingi- bergsdóttir, f. 23. júní 1966, eiginmað- ur hennar er Sigmar Helgi Gunnarsson, f. 22. nóv. 1965. Börn þeirra: Íris Hildur, f. 28. júlí 1986, unnusti hennar er Guðni Butt, f. 24. júní 1981, Valdís Hrönn, f. 1. des. 1991, og Elín Heiða, f. 22. júní 1995. 3) Margrét Ingibergsdóttir, f. 26. okt. 1970, sam- býlismaður hennar er Helgi Jóhannesson, f. 4. nóvem- ber 1967. Börn hans: Heiðar Örn, f. 21. júní 1994, og Ásrún, f. 2. júlí 1996. Ingibergur var í fóstri til tíu ára aldurs hjá Jónasi og Sigurbjörgu á Fjalli á Skagaströnd, vann við sveitastörf á ýmsum stöðum í Borgarfirði, lauk námi í bifvéla- virkjun á Akranesi og stundaði þá iðn þar og í Borgarnesi. Árið 1965 hófu þau hjón búskap á nýbýlinu Rauðanesi III þar sem Ingibergur bjó til dauðadags. Ingibergur verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum á Borg. Í dag kveð ég kæran bróður minn, Ingiberg í Rauðanesi, sem lést eftir skamma sjúkdómslegu. Óhætt er að segja að skipst hafi á skin og skúrir á ævi Inga. Örlögin brostu ekki blíðlega við honum í fyrstu. Móðir hans dó fjórum dögum eftir fæðingu hans svo að hann fór á mis við það sem ungum börnum er dýrmætast, móðurfaðm. Faðirinn stóð uppi með þrjá syni, Braga fjög- urra ára, Hauk á þriðja ári, auk hins nýfædda. Inga var komið í fóstur á heimaslóðum, en faðirinn fluttist suður á Akranes og leitaði á náðir systra sinna sem þar bjuggu. Fað- irinn kvæntist aftur á Akranesi og sá sem þetta ritar er hálfbróðir Inga, samfeðra. Mér er í ljósu minni þegar ég sá bróður minn í fyrsta sinn. Hann var þá tíu ára að aldri og ég á fjórða ári. Ég sé hann fyrir mér glað- legan og festulegan, mér fannst hann fullorðinslegur, en hann tók litla bróður sínum mjög vinsamlega. Ingi var lengi í sveit í Borgarfirði og sem vinnumaður þegar hann stálpaðist. Hann hafði mikinn áhuga á vélum og bifreiðum og rúmlega tví- tugur hóf hann nám í bifvélavirkjun á Akranesi. Þá kom vel í ljós hvað Inga var margt til lista lagt, námið veittist honum létt og kostir hans nutu sín vel í þessu starfi. Hann var duglegur og þrautseigur, laginn og glöggur. Þó að örlögin væru bitur í fyrstu varð þar mikil breyting á. Það var líkast því sem örlagadísirnar vildu bæta honum upp það sem áður hafði miður farið. Mesta gæfa hans var þegar hann kynntist henni Sigur- björgu í Rauðanesi. Þau bjuggu fyrstu árin í Borgarnesi þar sem Ingi stundaði iðn sína, en stóra ævintýrið var þegar þau hófu búskap á nýbýli í landi Rauðaness árið 1965 og brutu land til ræktunar af miklum dugnaði og bjartsýni. Ógleymanlegt var að koma til þeirra þá um sumarið í litla íbúð sem þau höfðu útbúið til bráða- birgða í hluta fjóssins. Stoltið skein úr augum þeirra þegar þau gengu með gestum upp á holtið þar sem íbúðarhúsið skyldi standa og út- skýrðu framtíðardrauma sína. Og draumar þeirra rættust. Í 40 ár hafa þau hjón búið myndarbúi. Og mann- vænleg börn þeirra og síðan barna- börn hafa öll verið foreldrum sínum til gleði og styrks. Búskapurinn og fjölskyldan voru það sem Ingi lifði fyrir og veitti honum hamingju. Hann var einstaklega barngóður, glettinn og hlýr. Hann var trygg- lyndur og fastur fyrir og gat hvesst brún ef honum mislíkaði. Dauðinn hreif móður Inga og eldri bræður án þess hann kynntist þeim. Faðir okkar dó í hárri elli fyrir rúm- um áratug. Gott er að trúa því að nú hittist ástvinir sem fengu ekki notið samvista í þessum heimi. Far þú heill, bróðir kær, og þakkir fyrir samverustundirnar sem hefðu mátt vera miklu fleiri. Við Álfheiður færum Sigurbjörgu, börnum þeirra og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Páll Bjarnason. Þeim fækkar sem tóku þátt í að ala mig upp á Mýrunum. Í dag verður til moldar borinn Ingibergur Bjarna- son, maður Sigurbjargar Viggós- dóttur frænku minnar frá Rauða- nesi. Ég kom í Rauðanes fimm ára gamall í veikindum móður minnar og dvaldi hjá frændfólki mínu öll sumur, og oft langt fram á vetur, þangað til ég var kominn á þrettánda ár. Síðan hefur aldrei slitnað sundur streng- urinn milli mín og minna góðu Rauð- nesinga þótt fundirnir verði slitrótt- ari með árunum. Ingibergur var einn af þeim sem gerðu mér dvölina í Rauðanesi að ógleymanlegum tíma. Hann var þeg- ar orðinn lífsförunautur Sigurbjarg- ar frænku minnar þegar mig bar að garði í Rauðanesi. Hann var þá ung- ur maður í blóma lífsins, vöðvamikill og sterkur eins og fíll, jafnan snögg- hærður en eldrauður á hár sem okk- ur dýrfirskum keltum sem allir átt- um rauðhærða eða kolsvarta forfeður þótti heldur betra. Hann var bæði snarpur til verka og frár á fæti, hljóp uppi bæði naut og rollur og skaut gæsir og skarfa. Hann sagði líka meiningu sína með umbúðalaus- um hætti. Mér er það sérstaklega minnisstætt hversu skorinorður hann var um óhóflegt eftirlit útsend- ara landbúnaðarráðuneytisins með fullkomlega löglegum sjávarveiðum okkar Rauðnesinga á laxi og silungi og hversu kjarnyrtur hann var um fánýti slíkra afskipta af lífsbjörg sveitafólksins. Á þessum tíma voru vegleysur. Sambandið við umheiminn var stop- ult, ekkert rafmagn og engin blöð nema blessaður Tíminn sem gerði mig um stund að framsóknarmanni. Í sveitinni gilti því sjálfsbjörgin. Menn þurftu að vera búnir í stakk til að gera alla hluti sjálfir. Ingibergur var því sannkallaður hvalreki fyrir sjálfsþurftarbúið í Rauðanesi á þeim tíma. Hann gat sjarmerað líf í allar maskínur sem biluðu, kom lúnum traktorum aftur til lífs, bílar sem harðneituðu gangi hrukku af stað í hans höndum og bátar sigldu. Allar vélar léku í höndum hans. Stundum fannst mér að hann þyrfti ekki nema tala við gömlu ljósavélina til að hún lýsti aftur upp reisulegan Rauða- nesbæinn. Sýnu best þótti mér þó í fari hans hversu lipur hann var við litla stráka sem vildu fylgja honum út í Rauðaneseyjar að veiða lunda, eða niður í Nes að huga að varpinu eða nýfæddum lömbum. Aldrei færð- ist hann undan að kippa okkur með, bera okkur yfir læki, teyma undir okkur eða leyfa að sitja á traktornum og taka annað slagið í stýrið sem var meiriháttar upphefð í þá daga. Bestu minningar mínar eru um lundaveiðar í eyjunum og ógleymanlegt er mér kapp Ingibergs heitins í ferðum okk- ar út í Rauðaneseyjar. Hann var ósínkur á tíma sinn við okkur Steinar heitinn mág sinn og var jafnan til í að skreppa út á Borgarfjörðinn á gamla Blíðfara að renna fyrir kola sem lá á sandinum þar sem Hvítá skolaðist út í fjörðinn. Sömuleiðis standa mér enn í minni skemmtiferðirnar á logn- kyrrum sumarsævi út á fjörðinn fyr- ir framan þar sem smiðja Skalla- gríms og Egils sterka stóð samkvæmt Landnámu. Nú er minn gamli veiðifélagi úr eyjunum allur. Ferðum með honum út á Borgarfjörðinn er endanlega lokið. Við ferðalok þakka ég honum alla þá hlýju og elskusemi sem hann sýndi mér reykvískum strák fyrir fjórum áratugum og gott betur. Við Árný vottum Sigurbjörgu frænku minni samúð okkar og börnum þeirra og ættingjum öllum og biðjum Guð að blessa minningu góðs manns. Össur Skarphéðinsson. Afmælisveisla hjá Garðari frænda á æskuslóðum. Fáni við hún. Hátíð- arstund. Kunnugleg andlit og ókunnugleg. Vekja spurningar. At- hyglin beinist að einu borðinu. Glað- leg kona og karlmaður, hlédrægur, feiminn. Aldur óræður, útlitið minnir pínulítið á strákpjakk. Feiminn, glettinn prakkara. Hann horfir á glaðlegu konuna með ást og virð- ingu. Það er eins og hann sæki styrk og uppörvun til hennar í þessum, næstum því, ógnandi aðstæðum, þar sem ættingjar eru allt um kring, en samt ókunnugt fólk. Ingibergur og Sigurbjörg sitja við borðið. Ég sá hann þarna í fyrst skipti, vissi ekki að hann væri til, samt erum við systkinabörn. Það var eitthvað við þennan frænda minn sem snerti streng í brjósti mínu. Stolt. Forvitni. Ég vissi það ekki þá, en ég veit það nú. Einu sinni, nýfæddur, móður- laus, lítill drengur, erfið æska. Átak- anleg fjölskyldusaga. Næst þegar við frændi hittumst, er aftur flaggað, nú í hálfa. Jarðarför í Grindavík. Nú er áræðið annað en fyrr, upplitsdjarft, glaðlegt viðmót. Síðar … ógleymanleg stund í Rauðanesi, setið yfir dýrindis veit- ingum. Myndir skoðaðar, rætt um bíla, vélar, búskapinn, veiði, íþróttir, barnabörnin. Ingibergur lék á als oddi. Brunað í Skagafjörð á Landsmót. Samhent fjölskylda, stuðningur, hvatning. Kynnin efldust. Góð nærvera, hlýtt hjarta, ásamt umvefjandi kær- leik Sigurbjargar skapar vellíðan í návist þeirra. Auðgar lífið. Í ágúst síðastliðnum lá leiðin aftur norður. Heimsóknir til vina. Nýr dagur, smáþreyta, gott ferðaveður. Kveðjustund, hlýtt faðmlag, góðar óskir. Engan grunar það sem er í vændum. Enn á ný er lagt upp í ferð. Að þessu sinni fer frændi einn. Óvænt. Eftir stendur fjölskyldan harmi sleg- in. Minningarnar áleitnar. Síðasta faðmlagið rifjað upp, óskin um góða ferð líka. Lán að hafa kynnst honum, átt pínu í honum. Í dag blaktir fáni við stöng, virð- ingarvottur á kveðjustund. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Guð veiti ykkur styrk og huggun. Guð blessi minningu Ingibergs. Arnfríður Arnardóttir. Elskulegur föðurbróðir minn er fallinn frá. Það eru fimm ár síðan margir héldu að hann Ingi væri að yfirgefa okkur vegna sjúkdóms sem hann greindist með þá. Með sinni þrjósku og ákveðni bauð hann sjúkdómnum birginn og náði að eiga nokkur frek- ar góð ár þar til annað áfall reið yfir nú um miðjan september. Hann var frekar dulur og hógvær en undir niðri leyndist glettinn mað- ur sem sagði skemmtilega frá mörg- um ævintýrum sem hann hafði upp- lifað. Það hefur ávallt verið gaman að koma í heimsókn til Inga og Sigur- bjargar í Rauðanes, fá hlýlegar mót- tökur og heyra ferðasögur en þau voru dugleg að ferðast hvort sem var innanlands eða utan. Ingi og Sigur- björg voru stolt af afkomendum sín- um og tengdafólki, enda allt hið mesta sómafólk. Ég er svo þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með hon- um frænda mínum, en þeim mun ég aldrei gleyma. Megi almáttugur Guð varðveita minningu góðs manns. Sigurbjörgu, Bjarna, Ingu Dísu, Möggu, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Þuríður Anna Pálsdóttir. Ingibergur var svo lánsamur að krækja í elstu heimasætuna í Rauða- nesi, Sigurbjörgu, dóttur öndvegis- hjónanna Viggós Jónssonar og Ing- veldar Guðjónsdóttur. Ég var aftur svo lánsamur að fá að vera í sveit hjá þessu fólki í mörg sumur og reynd- ust þau mér öll einstaklega vel. Þau Ingibergur og Sigurbjörg voru einstaklega samhent hjón og byggðu nýbýlið að Rauðanesi III upp af miklum myndarskap og dugn- aði. Þegar ég kom fyrst til dvalar í Rauðanesi vorið 1964 voru þau að byggja hlöðu og sambyggt fjós en mannvirki þessi eru í fullri notkun enn í dag. Það sem einkenndi fram- kvæmdir í Rauðanesi III var það sérstaka andrúmsloft sem maður upplifði á meðan verið var að leggja drög að framkvæmdum og á meðan á þeim stóð. Það ríkti sannkölluð fram- kvæmdagleði, verkin unnust hratt en yfirvegað, ánægja var í fyrirrúmi og bros á hverju andliti. Voru þau hjón- in einstaklega stolt af hverju unnu verki. Með byggingarframkvæmdunum sýndu þau áræði en um leið bæði hagsýni og mikla framsýni. Sem dæmi um það má nefna að í nefndu fjósi stúkuði þau af íbúðarrými fyrir sig og frumburðinn Bjarna, því stórt var byggt og ekki skynsamlegt að taka fé úr atvinnufjárfestingu til byggingar íbúðarhúsnæðis að svo stöddu. Það var síðan byggt fljót- lega, en hagsýni sem þessi fyrir- finnst varla í dag. Ingibergur var frá Akranesi, lærð- ur bifvélavirki og laginn við öll tól og tæki. Nýttist þessi kunnátta hans þeim vel í búrekstrinum. Hann hélt tækjum sínum einstaklega vel við og sætti sig ekki við að þau væru í ólagi. Rauðanesbændur leigðu slægjur á Borg og á Ferjubakkaengjum því bústofn var í örum vexti og hægt gekk að brjóta land undir ræktun heima. Þetta kallaði á meira álag á tæki en ella og kom tæknikunnátta Ingibergs sér þá vel. Þegar ég ákvað að kaupa mér minn fyrsta bíl leitaði ég uppi gaml- an Chevrolet sem Ingibergur hafði selt tveimur árum áður. Bíl þennan hafði hann gert upp og notað um nokkurn tíma áður en hann gerði þau mistök, að mínu mati, að selja hann. Ég var ósvikinn af bílnum og reynd- ust þetta góð kaup. Hann hikaði ekki við að fara sínar eigin leiðir í búskapnum. Til dæmis er mér minnisstætt að hann kaus að nota sturtuvagna við heyflutninga sem hann reyndar útbjó sjálfur þeg- ar aðrir kollegar hans fengu sér sjálfhleðsluvagna. Ingibergur hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekkert á þeim. Ingibergur var heilsuveill síðustu árin en dró ekkert af sér við að að- stoða dótturina og tengdasoninn í því nútíma tæknifjósi sem þau hafa kom- ið sér upp áföstu hinu eldra. Ég votta Sigurbjörgu samúð mína og veit að hún mun takast á við fram- tíðina af þeim krafti og dugnaði sem hún er þekkt fyrir. Garðar Briem. Elsku pabbi, þetta var stutt en erf- ið barátta sem því miður fór ekki á þann veg sem við óskuðum. Nú flæða minningarnar að mér sem ég á svo margar um þig og get ég ekki annað en þakkað fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt sem hefðu mátt verða svo miklu, miklu fleiri. Mínar bestu minningar úr bernsku eru þeg- ar ég fékk að vera með þér úti að vinna. Ég undi mér alltaf best með þér úti á verkstæði eða annars staðar þar sem verk þurfti að vinna og alltaf fékk maður að hjálpa til. Þegar ég flutti að heiman var enn alltaf hægt að leita til þín ef ég þurfti hjálp og al- veg sama hvað það var, þú varst allt- af tilbúinn fyrir litlu stelpuna þína. Það er skrítið að koma heim í sveitina og þú ert ekki þar eins og venjulega, þú kemur ekki oftar og tekur á móti okkur með opnum faðmi. Það eru góðu minningarnar sem ég geymi með mér núna eins og í sumar þegar þú fórst með okkur í siglingu í frábæru veðri og hafðir svo gaman af að segja Helga og Heiðari frá öllum eyjum og skerjum í firð- inum. Ég sé þig líka fyrir mér bros- andi þar sem þú tekur utan um axl- irnar á mér eftir að við höfum verið að skjóta létt hvort á annað. Þín verður sárt saknað en ég hugga mig við það að það hefur verið vel tekið á móti þér þar sem þú ert núna og þér líður vel. Ég gleymi ekki góðum stundum og yndislegum endurfundum Komdu og taktu hönd mína, láttu hönd þína á mína Sérðu ekki hvað þær eru líkar? Af ást og væntumþykju ríkar Alltaf vil ég hafa þig hér, hér nálægt og við hlið mér en ekkert get ég gert nema grátið og böndin hert. Vertu glaður og ég vona og bið að þetta verði ekki alltaf svona og við hittumst á ný, ég litla hnáta og þú besti pabbi. (Erna.) Með kærri kveðju. Þín dóttir Margrét. INGIBERGUR BJARNASON Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.