Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 46

Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 46
46 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á VEGUM ríkisstjórnarinnar fer nú fram stefnumótunarvinna um framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Innan heilbrigðiskerfisins er einnig stöðug gerjun og má segja að þar sé allt á stöðugri hreyfingu. Umræðan um heil- brigðisþjónustuna, hér á landi sem ann- ars staðar, er mjög hagsmunatengd, enda eru heilbrigðismál einn stærsti út- gjaldaliður hverrar þjóðar. Þeir sem vilja hagnast á heilbrigð- isþjónustunni, bæði fjármálamenn og ýms- ar heilbrigðisstéttir, þrýsta mjög á um að hún verði markaðsvædd. Hafa þessir aðilar haft talsverðan árangur af erfiði sínu og hefur heilbrigðisþjónustan smám saman verið að þokast inn á markaðstorgið. Þjóðhagslega og félagslega skiptir okkur mjög miklu máli hvernig til tekst um skipulag heil- brigðisþjónustunnar og alla fram- tíðarstefnumótun á þessu sviði og er mikilvægt að byggt sé á þekk- ingu og reynslu. Hagsmunaaðilar mega ekki komast upp með að þröngva fram breyt- ingum sér í hag nema þær séu sannanlega í almannahag. Erindi Dahlgrens á bók Fyrir nokkrum mánuðum kom hingað til lands á vegum BSRB einn þekktasti sérfræðingur á þessu sviði í heiminum, sænski prófessorinn Göran Dahlgren. Hann er handhafi Norrænu lýðheilsuverðlaunanna; hefur verið ráðgjafi sænskra stjórnvalda um áratugaskeið, svo og ríkisstjórna í ýmsum þróun- arríkjum en er nú gestaprófessor við háskólann í Liverpool í Eng- landi. Göran Dahlgren hélt erindi í þessari Íslandsheimsókn sinni og hefur það nú verið gefið út. Í er- indinu lagði Dahlgren upp með að fá fram hvort og hvernig val á rekstrar- og fjármögnunarformi hefði áhrif á möguleikana að ná eft- irtöldum meginmarkmiðum heil- brigðisþjónustunnar: 1. Að halda heildarútgjöldum til heilbrigðismála innan raun- hæfs fjárhagsramma hins op- inbera. 2. Viðhalda samábyrgri fjár- mögnun sem byggist á greiðslugetu fólks án tillits til umönnunarþarfa. 3. Gott aðgengi að þjónustu án fjárhagslegra hindrana, svo sem komugjalda, sem draga úr möguleikum á að nýta sér þjónustuna eftir þörfum. 4. Gott aðgengi án tillits til bú- setu þannig að allir eigi kost á góðri heilbrigðisþjónustu. 5. Biðtími eftir aðhlynningu minnki og hverfi ef unnt er. Að sjúklingur geti um- svifalaust fengið aðhlynningu ef heilsufar versnar alvarlega á biðtíma. 6. Markmið heilbrigðisþjónust- unnar stjórnist af þörfum íbú- anna, þ.e. skipting fjármagns milli mismunandi þátta, s.s. fyrirbyggjandi aðgerða, umönnunar og endurhæf- ingar, sé á grundvelli þarfa. 7. Valfrelsi, þ.e. að einstaklingar eigi góða möguleika á að velja eða hafna þjónustuaðila. 8. Þróun og nýsköpun í heil- brigðisþjónustu eflist. 9. Vinnuumhverfi og vinnuað- staða í heilbrigðisþjónustunni stuðli að góðri heilsu og vellíð- an alls starfsfólks heilbrigð- isþjónustunnar. 10. Heilbrigðisþjónustan byggist á lýðræðislegum viðmið- unum. Einkareksturinn dýrari Hér verða niðurstöður Da- hlgrens ekki raktar í ítarlegu máli en þær eru mjög afgerandi. Aukinn einkarekstur eykur heildarkostnað við þjónustuna. Einkarekstur eyk- ur ekki framleiðni, gagnstætt því sem iðulega er haldið fram. Þá kom fram að athuganir sýndu að einka- fjármögnun hefði aukið mest greiðslubyrði þeirra sem byggju við lökust kjör og þyrftu mesta þjónustu, hún hefði mismunað fólki eftir búsetu, ekki stytt biðtíma og hún hefði grafið undan samfellu í heilbrigðisþjónustunni. Skilyrði lýðheilsustarfsemi hefðu jafnan versnað með einkavæðingu, val- frelsi hefði minnkað og dregið hefði úr samfélagslegri ábyrgð þjón- ustuaðila þegar einkaaðilar hefðu yfirtekið rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á opinberum fjárlögum. Göran Dahlgren segir í sam- antekt í lok bæklingsins að „mark- aðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar auki frekar vanda hennar en hitt. Því ber að miðla þessari niðurstöðu til þeirra sem hafa áhuga á að ræða þessi mál. Þá ætti að vera aukinn möguleiki á að fjalla gagnrýnið og með lýðræðislegum hætti um til- lögur sem draga úr eða útrýma mörgum þeim vandamálum sem nú einkenna … heilbrigðisþjónustu.“ Veljum hagkvæmasta kostinn Það er hrikaleg tilhugsun að einkavæðing velferðarþjónust- unnar skuli keyrð áfram í nánast blindri trú á markaðslausnir þegar reynslan ætti að beina okkur í þveröfuga átt. Nú heyrast þær raddir að áhugi sé á því innan rík- isstjórnarinnar og stjórnarmeiri- hlutans að nýtt hátæknisjúkrahús í Reykjavík eigi að vera einkarekið. Áhugamenn um slíkt hafa vísað til St. Göran-sjúkrahússins í Stokk- hólmi, sem afhent var einkaaðilum. Hafa þeir haldið því fram að þar hafi tekist vel til. Dahlgren sýnir hins vegar fram á það á skilmerki- legan hátt að svo var ekki: „Einka- væðing rekstursins í þessu sjúkra- húsi sem fjármagnað er með opinberu fé hefur … verið … skatt- greiðendum dýr.“ Það er samfélaginu mjög mik- ilvægt hagsmunamál að knýja þá sem krefjast einkavæðingar til að taka þátt í málefnalegri umræðu sem byggist á þekkingu og reynslu. Ég hvet menn til að kynna sér erindi Dahlgrens sem er fáanlegt hjá BSRB, auk þess sem það er að- gengilegt á heimasíðu samtakanna. Heilbrigðisþjónusta verði skipu- lögð af þekkingu og reynslu Ögmundur Jónasson fjallar um framtíð velferðarþjónustunnar ’…að knýja þá semkrefjast einkavæðingar til að taka þátt í mál- efnalegri umræðu sem byggist á þekkingu og reynslu.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. TENGLAR .............................................. www.bsrb.is. FJÖLSKYLDUHÁTÍ‹ Í BREI‹HOLTI Laugardaginn 1. október, kl. 14.00, göngugötunni Mjódd. Í TILEFNI AF OPNUN fiJÓNUSTUMI‹STÖ‹VAR BREI‹HOLTS Á fiJÓNUSTUMI‹STÖ‹INNI Í fiÍNU HVERFI! Hrund sérkennslurá›gjafi Ragnar framkvæmdastjóri firáinn frístundará›gjafi Hákon sálfræ›ingur fijónustumi›stö› Vesturbæjar, Vesturgar›ur - Hjarðarhaga 45-47 • fijónustumi›stö› Mi›borgar og Hlí›a - Skúlagötu 21 • fijónustumi›stö› Laugardals og Háaleitis - Síðumúla 39 fijónustumi›stö› Grafarvogs og Kjalarness, Mi›gar›ur - Langarima 21 • fijónustumi›stö› Brei›holts - Álfabakka 12 • fijónustumi›stö› Árbæjar - Bæjarhálsi 1 Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, fær› flú allar uppl‡singar um fljónustu og starfsemi borgarinnar og samband vi› flá starfsmenn sem flú flarft a› ná í. Ávarp borgarstjóra Söngur leikskólabarna Lögreglukórinn Kynning á grunnskólum hverfisins Selma Björnsdóttir syngur Vinabandið, hljómsveit eldri borgara í Breiðholti leikur Kassaklifur, danssýning, taekwondo, veitingar ofl. ofl. www.reykjavik.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is KALDAKINN 24 - OPIÐ HÚS Opið hús í dag, laugardag, milli kl. 14.00 og 17.00. Fríða býður ykkur velkomin. Sérlega björt og falleg 80 fm 3ja herbergja risíbúð í þríbýli. Sérinngangur. Frábært útsýni. Róleg og góð staðsetning. Verð 15,9 millj. Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 mbl.is smáauglýsingar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.