Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á VEGUM ríkisstjórnarinnar fer nú fram stefnumótunarvinna um framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Innan heilbrigðiskerfisins er einnig stöðug gerjun og má segja að þar sé allt á stöðugri hreyfingu. Umræðan um heil- brigðisþjónustuna, hér á landi sem ann- ars staðar, er mjög hagsmunatengd, enda eru heilbrigðismál einn stærsti út- gjaldaliður hverrar þjóðar. Þeir sem vilja hagnast á heilbrigð- isþjónustunni, bæði fjármálamenn og ýms- ar heilbrigðisstéttir, þrýsta mjög á um að hún verði markaðsvædd. Hafa þessir aðilar haft talsverðan árangur af erfiði sínu og hefur heilbrigðisþjónustan smám saman verið að þokast inn á markaðstorgið. Þjóðhagslega og félagslega skiptir okkur mjög miklu máli hvernig til tekst um skipulag heil- brigðisþjónustunnar og alla fram- tíðarstefnumótun á þessu sviði og er mikilvægt að byggt sé á þekk- ingu og reynslu. Hagsmunaaðilar mega ekki komast upp með að þröngva fram breyt- ingum sér í hag nema þær séu sannanlega í almannahag. Erindi Dahlgrens á bók Fyrir nokkrum mánuðum kom hingað til lands á vegum BSRB einn þekktasti sérfræðingur á þessu sviði í heiminum, sænski prófessorinn Göran Dahlgren. Hann er handhafi Norrænu lýðheilsuverðlaunanna; hefur verið ráðgjafi sænskra stjórnvalda um áratugaskeið, svo og ríkisstjórna í ýmsum þróun- arríkjum en er nú gestaprófessor við háskólann í Liverpool í Eng- landi. Göran Dahlgren hélt erindi í þessari Íslandsheimsókn sinni og hefur það nú verið gefið út. Í er- indinu lagði Dahlgren upp með að fá fram hvort og hvernig val á rekstrar- og fjármögnunarformi hefði áhrif á möguleikana að ná eft- irtöldum meginmarkmiðum heil- brigðisþjónustunnar: 1. Að halda heildarútgjöldum til heilbrigðismála innan raun- hæfs fjárhagsramma hins op- inbera. 2. Viðhalda samábyrgri fjár- mögnun sem byggist á greiðslugetu fólks án tillits til umönnunarþarfa. 3. Gott aðgengi að þjónustu án fjárhagslegra hindrana, svo sem komugjalda, sem draga úr möguleikum á að nýta sér þjónustuna eftir þörfum. 4. Gott aðgengi án tillits til bú- setu þannig að allir eigi kost á góðri heilbrigðisþjónustu. 5. Biðtími eftir aðhlynningu minnki og hverfi ef unnt er. Að sjúklingur geti um- svifalaust fengið aðhlynningu ef heilsufar versnar alvarlega á biðtíma. 6. Markmið heilbrigðisþjónust- unnar stjórnist af þörfum íbú- anna, þ.e. skipting fjármagns milli mismunandi þátta, s.s. fyrirbyggjandi aðgerða, umönnunar og endurhæf- ingar, sé á grundvelli þarfa. 7. Valfrelsi, þ.e. að einstaklingar eigi góða möguleika á að velja eða hafna þjónustuaðila. 8. Þróun og nýsköpun í heil- brigðisþjónustu eflist. 9. Vinnuumhverfi og vinnuað- staða í heilbrigðisþjónustunni stuðli að góðri heilsu og vellíð- an alls starfsfólks heilbrigð- isþjónustunnar. 10. Heilbrigðisþjónustan byggist á lýðræðislegum viðmið- unum. Einkareksturinn dýrari Hér verða niðurstöður Da- hlgrens ekki raktar í ítarlegu máli en þær eru mjög afgerandi. Aukinn einkarekstur eykur heildarkostnað við þjónustuna. Einkarekstur eyk- ur ekki framleiðni, gagnstætt því sem iðulega er haldið fram. Þá kom fram að athuganir sýndu að einka- fjármögnun hefði aukið mest greiðslubyrði þeirra sem byggju við lökust kjör og þyrftu mesta þjónustu, hún hefði mismunað fólki eftir búsetu, ekki stytt biðtíma og hún hefði grafið undan samfellu í heilbrigðisþjónustunni. Skilyrði lýðheilsustarfsemi hefðu jafnan versnað með einkavæðingu, val- frelsi hefði minnkað og dregið hefði úr samfélagslegri ábyrgð þjón- ustuaðila þegar einkaaðilar hefðu yfirtekið rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á opinberum fjárlögum. Göran Dahlgren segir í sam- antekt í lok bæklingsins að „mark- aðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar auki frekar vanda hennar en hitt. Því ber að miðla þessari niðurstöðu til þeirra sem hafa áhuga á að ræða þessi mál. Þá ætti að vera aukinn möguleiki á að fjalla gagnrýnið og með lýðræðislegum hætti um til- lögur sem draga úr eða útrýma mörgum þeim vandamálum sem nú einkenna … heilbrigðisþjónustu.“ Veljum hagkvæmasta kostinn Það er hrikaleg tilhugsun að einkavæðing velferðarþjónust- unnar skuli keyrð áfram í nánast blindri trú á markaðslausnir þegar reynslan ætti að beina okkur í þveröfuga átt. Nú heyrast þær raddir að áhugi sé á því innan rík- isstjórnarinnar og stjórnarmeiri- hlutans að nýtt hátæknisjúkrahús í Reykjavík eigi að vera einkarekið. Áhugamenn um slíkt hafa vísað til St. Göran-sjúkrahússins í Stokk- hólmi, sem afhent var einkaaðilum. Hafa þeir haldið því fram að þar hafi tekist vel til. Dahlgren sýnir hins vegar fram á það á skilmerki- legan hátt að svo var ekki: „Einka- væðing rekstursins í þessu sjúkra- húsi sem fjármagnað er með opinberu fé hefur … verið … skatt- greiðendum dýr.“ Það er samfélaginu mjög mik- ilvægt hagsmunamál að knýja þá sem krefjast einkavæðingar til að taka þátt í málefnalegri umræðu sem byggist á þekkingu og reynslu. Ég hvet menn til að kynna sér erindi Dahlgrens sem er fáanlegt hjá BSRB, auk þess sem það er að- gengilegt á heimasíðu samtakanna. Heilbrigðisþjónusta verði skipu- lögð af þekkingu og reynslu Ögmundur Jónasson fjallar um framtíð velferðarþjónustunnar ’…að knýja þá semkrefjast einkavæðingar til að taka þátt í mál- efnalegri umræðu sem byggist á þekkingu og reynslu.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. TENGLAR .............................................. www.bsrb.is. FJÖLSKYLDUHÁTÍ‹ Í BREI‹HOLTI Laugardaginn 1. október, kl. 14.00, göngugötunni Mjódd. Í TILEFNI AF OPNUN fiJÓNUSTUMI‹STÖ‹VAR BREI‹HOLTS Á fiJÓNUSTUMI‹STÖ‹INNI Í fiÍNU HVERFI! Hrund sérkennslurá›gjafi Ragnar framkvæmdastjóri firáinn frístundará›gjafi Hákon sálfræ›ingur fijónustumi›stö› Vesturbæjar, Vesturgar›ur - Hjarðarhaga 45-47 • fijónustumi›stö› Mi›borgar og Hlí›a - Skúlagötu 21 • fijónustumi›stö› Laugardals og Háaleitis - Síðumúla 39 fijónustumi›stö› Grafarvogs og Kjalarness, Mi›gar›ur - Langarima 21 • fijónustumi›stö› Brei›holts - Álfabakka 12 • fijónustumi›stö› Árbæjar - Bæjarhálsi 1 Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, fær› flú allar uppl‡singar um fljónustu og starfsemi borgarinnar og samband vi› flá starfsmenn sem flú flarft a› ná í. Ávarp borgarstjóra Söngur leikskólabarna Lögreglukórinn Kynning á grunnskólum hverfisins Selma Björnsdóttir syngur Vinabandið, hljómsveit eldri borgara í Breiðholti leikur Kassaklifur, danssýning, taekwondo, veitingar ofl. ofl. www.reykjavik.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is KALDAKINN 24 - OPIÐ HÚS Opið hús í dag, laugardag, milli kl. 14.00 og 17.00. Fríða býður ykkur velkomin. Sérlega björt og falleg 80 fm 3ja herbergja risíbúð í þríbýli. Sérinngangur. Frábært útsýni. Róleg og góð staðsetning. Verð 15,9 millj. Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 mbl.is smáauglýsingar Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.