Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 37

Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 37 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 18 daga á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 2. desember frá kr. 49.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið: Flug, gisting í 18 nætur og skattar. Síðustu sætin - 18 dagar Þeir eru ófáir sem hafa þaðáhugamál að slá hvítanbolta á grænum grasfleti.Þrátt fyrir að golfvertíð- inni sé að ljúka hérlendis eru golf- áhugamenn aldeilis ekki hættir að spila því ferðaskrifstofur hafa bókað fjölda manns í golfferðir til heitari landa nú í haust. Ferðaskrifstofurnar bjóða flestar upp á golfferðir til Spánar og er svipað fyrirkomulag hjá þeim á flestum ferðunum. Hjá Heims- ferðum er boðið upp á eina skipu- lagða golfferð til Portúgals. Rúm- lega þrjátíu manns fara í þá ferð og er hluti af þeim hópi að fara í golf- kennslu en fararstjórarnir eru báðir golfkennarar. „Við höfum ekki boðið upp á golfferðir áður og förum okk- ur því hægt af stað. Það seldist fljótt upp í ferðina,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Heims- ferða. Hann segir golfferðahópinn vera blandaðan en aldursdreifingin sé á bilinu þrjátíu og fimm ára til sjötugs. Eins og aðrir segir hann ásóknina vera meiri eftir því sem golfið verður vinsælla hér á landi. Sumarferðir bjóða upp á golf- ferðir að sögn Þorsteins Guðmunds- sonar þar á bæ. „ Þetta er þriðja ár- ið sem við bjóðum upp á golfferðir og það er allt uppselt núna.“ Hjá Sumarferðum fara um fjögur hundruð golfarar út núna í haust. „Ásóknin hefur vaxið með því sem við höfum getað boðið upp á, það hefur alltaf selst upp hjá okkur,“ segir Þorsteinn og bætir við að vax- andi áhugi á golfi hjá landanum sé samfara vaxandi ásókn og eft- irspurn í golfferðir til útlanda. Sum- arferðir bjóða upp á fjóra golfvelli á Spáni í haust. Þemaferðir vinsælar Þorsteinn segir fólk á öllum aldri fara í ferðirnar; „Golftíminn er að klárast hérna í september og þetta er bara hinn hefðbundni golf- áhugamaður sem er að fara út. Fólk er ekki að taka börnin sín með í ferðina en við sjáum unglinga, sem eru byrjaðir að spila golf, fara með foreldrum sínum. Fólk er farið að leita í svona þemaferðir þ.e að fara í golf-, göngu-, hjólreiða- eða skíða- ferðir. Margir eru farnir að stytta sumarfríið til að eiga vikur á hausti, vetri eða vori til að eyða í þema- ferð.“ Signhöld Borgþórsdóttir hjá golf- deild Úrval-Útsýn segir yfir fimm hundruð manns vera bókaða hjá þeim í golfferðir nú í haust. Aðal- áfangastaðurinn hjá þeim er Spánn, sérstaklega á haustin, en þau bjóða líka upp á ferðir til Portúgals, Tyrk- lands, Taílands og Malasíu. „Við byrjuðum haustið 1993 með golf- ferðir og höfum við aukið sætafjöld- ann í þær á hverju ári síðan þá. Það er fólk á öllum aldri að fara í ferð- irnar, frá unglingum með foreldrum sínum og svo almennt frá tvítugu og uppúr. Aldurssamsetningin breytist svo í dýrustu og lengstu ferðunum en það er aðallega eldra fólkið sem fer í þær,“ segir Signhöld. Hún seg- ir vikuferðirnar vinsælastar og yngra fólkið sæki aðallega í þær. „Það virðist vera að golfararnir séu heima á sumrin að spila en fari svo til útlanda á vorin og haustin til að spila meira.“ Íslendingar flykkjast til útlanda að spila golf Reuters Það er að verða uppselt í flestar golfferðir sem standa til boða hjá ferðaskrifstofunum nú í haust.  GOLF ingveldur@mbl.is Íslensk náttúra er það sem fyrstog fremst dregur erlendaferðamenn hingað til lands, efmarka má vetrarkönnun Ferðamálaráðs sem gerð var frá miðjum september á síðasta ári og fram til loka maímánaðar þessa árs. Vinir og ættingjar eru næstir í röð- inni fyrir ástæðu þess að gestir komu hingað til lands á könnunartíma- bilinu, en viðskiptatengsl, netið og ferðabæklingar reka lestina í því sem dró fólk hingað upp á skerið. Aftur á móti er netið langöflugasti upplýs- ingamiðill erlendra ferðamanna þeg- ar kemur að því að forvitnast um Ís- land, því rúmur helmingur sagðist nota það til upplýsingaöflunar um landið. Fimmtungur þeirra sem þátt tóku í könnuninni sagðist hafa komið hingað áður. Fleiri gistu á þessum tíma utan höfuðborgarinnar en áður og var aukningin mest á Suðurlandi. Nýting á afþreyingu var mest í nátt- úruskoðun og gáfu erlendir ferða- menn þjónustu þeirri sem þeir þáðu á ferð sinni hér á landi hærri einkunn en áður og á það við um gistingu, mat og upplýsingagjöf. Könnunin fór fram í Leifsstöð þar sem um 180 þúsund ferðamenn fóru um á tímabilinu. Vetrargestir á Ís- landi reyndust flestir vera Norður- landabúar en fast á hæla komu Bret- ar og íbúar frá Norður-Ameríku en fæstir voru Þjóðverjar og Frakkar. Karlar voru heldur fleiri en konur í þeim hópi sem heimsótti Ísland á þessum mánuðum og hlutfall tekju- hárra gesta fer vaxandi sem hlýtur að vera fagnaðarefni, því þeir sem hafa meira fé á milli handa eyða vænt- anlega meira en hinir féminni. Náttúran kallar  ÍSLAND www.ferdamalarad.is Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.