Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 6 „... LESANDINN ER HELTEKINN FRÁ FYRSTU SÍÐU OG LEGGUR BÓKINA EKKI FRÁ SÉR HÁLFLESNA ...“ Árni Matthíasson, Morgunblaðið 1. SÆTI MORGUNBLAÐIÐBARNABÆKUR ALFREÐ Þorsteinsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn Reykjavíkur, og ætl- ar að hætta af- skiptum af stjórnmálum þegar kjörtíma- bilinu lýkur. Hann tók fyrst sæti í borgar- stjórn árið 1971, og hefur setið með einu hléi í samanlagt 27 ár sem aðal- og varamaður í borgarstjórn. „Þetta er orðinn ansi langur tími, og allt í lagi að gefa öðrum tækifæri til þess að spreyta sig,“ segir Alfreð. Hann segist þó ekki vera að hliðra til fyrir einum né neinum með því að hætta núna, hann hafi íhugað að hætta fyrir síðustu kosningar, en þá hafi hinn borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, Sigrún Magnúsdóttir, ákveðið að draga sig í hlé, svo hann hafi ákveðið að halda áfram. „Ég er ekki að hliðra til fyrir einum né neinum, það verður opið prófkjör sem verður haldið í lok janúar, og ég veit ekki á þessari stundu hversu margir munu taka þátt í því prófkjöri. Þeir verða væntanlega nokkrir, og það verður bara að koma í ljós hverjir gefa kost á sér þar,“ segir Alfreð. Framsókn í oddastöðu? Alfreð er einna reyndastur nú- verandi borgarfulltrúa, en hann tók fyrst sæti sem aðalmaður í borgarstjórn árið 1971, og sat í borgarstjórn til 1978. Hann kom svo inn aftur sem varamaður árið 1986, en varð aðalborgarfulltrúi árið 1994 þegar Reykjavíkurlistinn komst til valda, og hefur tekið þátt í stjórn borgarinnar síðan. Hann segir slæmt gengi Fram- sóknarflokksins í borginni í skoð- anakönnunum undanfarið ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um að hætta. „Fylgi Framsóknarflokks- ins hefur sjaldan mælst hátt í skoðanakönnunum, sagan segir okkur það. Ég hef engar sérstakar áhyggj- ur fyrir hönd Framsóknarflokks- ins um að hann nái ekki inn manni eða mönnum í næstu borgarstjórn- arkosningum. Þvert á móti tel ég að Framsóknarflokkurinn geti haft úrslitaáhrif á hvernig meirihluti verði myndaður eftir kosningar, hvort það verði meirihluti til vinstri eða hægri, ef menn vilja kalla það svo.“ Á löngum ferli stendur tilurð Orkuveitu Reykjavíkur helst upp úr. „Það hefur lent á mér að sjá um uppbyggingu á orkumálum Reykvíkinga og ég beitti mér fyrir því að gömlu veitufyrirtækin – hitaveita, vatnsveita og rafmagns- veita – voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Þeirri sameiningu lauk árið 2000 og Orkuveita Reykjavíkur hefur eflst verulega á því tímabili,“ segir Alfreð. Aðrir haldi merkinu á lofti „Ég vænti þess bara að þótt ég hætti hjá Orkuveitunni í vor muni einhverjir halda merkinu á loft og sjá til þess að Orkuveita Reykja- víkur haldi áfram á þeirri braut sem hún hefur verið á.“ Einnig segir hann sigur Reykja- víkurlistans árið 1994 afar eftir- minnilegan. „Það var söguleg stund þegar Reykjavíkurlistinn komst til valda,“ segir Alfreð, sem segir gott samstarf hinna svoköll- uðu vinstriflokka sem stóðu að Reykjavíkurlistanum auk Fram- sóknarflokks afsanna þá gömlu kenningu að vinstriflokkarnir geti ekki unnið saman. Alfreð Þorsteinsson skipaður formaður framkvæmdanefndar nýs spítala LSH Hættir afskiptum af stjórnmálum í vor Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is JÓN Kristjánsson heilbrigð- isráðherra tilkynnti í gær um skip- an nýrrar framkvæmdanefndar um byggingu nýs spítala Landspítala – háskólasjúkrahúss, og verður Al- freð Þorsteinsson borgarfulltrúi formaður nefndarinnar. Ákveðið var að skipa fram- kvæmdanefndina í kjölfar sam- þykktar ríkisstjórnarinnar í byrjun september sl., þar sem ákveðið var að verja 18 milljörðum af sölu- andvirði Símans til byggingar nýs spítala. Nefndin mun hafa yfirum- sjón með undirbúningi fram- kvæmda og mannvirkjagerð á lóð LSH. „Starfið leggst vel í mig, þetta er risavaxið verkefni, en ég hef áður komið að mannvirkjagerð hjá Orkuveitu Reykjavíkur, bæði með raforkuverunum á Nesjavöllum og Hellisheiði, en einnig byggingu höf- uðstöðva Orkuveitunnar. Þótt þessi mannvirki séu ólík, í það minnsta virkjanir og sjúkrahús, eru þetta hvoru tveggja mikil og flókin mannvirki,“ segir Alfreð. Hann segir að með honum í nefndinni verði afar hæft fólk, en nefndin verður auk formannsins skipuð þeim Ingu Jónu Þórð- ardóttur viðskiptafræðingi, Árna Gunnarssyni framkvæmdastjóra, Magnúsi Péturssyni forstjóra, Kristínu Ingólfsdóttur rektor, Ragnheiði Haraldsdóttur skrif- stofustjóra, og Birni Inga Sveins- syni verkfræðingi. Risavaxið verkefniFRUMVARP dóms- og kirkju-málaráðherra sem kveður á um að- gerðir gegn heimilisofbeldi var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að lögfest verði nýtt ákvæði í 70. gr. almennra hegningarlaga, þar sem verði að finna „refsiþynging- arástæðu þegar náin tengsl geranda og brotaþola þykja hafa aukið á grófleika verknaðar“, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðu- neyti. Um yrði að ræða heimild til að hækka refsingu innan lögmæltra refsimarka viðkomandi refsi- ákvæðis. Ákvæði af þessu tagi sé „til þess fallið að beina sjónum dómara að nánum tengslum geranda og brotaþola þegar að því kemur að ákvarða refsingu fyrir brot á gild- andi refsilögum“. Þannig þurfi dóm- ari ávallt að leggja á það mat og rök- styðja í forsendum sínum hvort náin tengsl geranda og brotaþola hafi haft einhver áhrif við ákvörðun refs- ingar. Er lagt til að ákvæði 1. mgr. 191. gr. almennra hegningarlaga verði fellt brott, þar sem telja megi að markmiðið að baki því sé einkum að vernda friðhelgi og æru ein- staklinga í samskiptum við aðra fjöl- skyldumeðlimi, og telur ráðuneytið að refsivernd ákvæðisins hafi ekki verið virk í réttarframkvæmd frá gildistöku laganna. Frumvarp um aðgerðir gegn heimilisofbeldi Alfreð Þorsteinsson „DÚKKUR sem gleðja eru orð að sönnu. Það var glaðst við að búa þessar dúkkur til, við kynnum þær hér með gleði og þær gleðja vonandi þá sem kaupa þær eða fá þær gefins. Síðan kemur ágóðinn til með að gleðja þá sem njóta góðs af í upp- byggingu menntastarfsins í Gíneu- Bissá.“ Þetta sagði Stefán Ingi Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi, þegar verk- efnið Dúkkur sem gleðja, samstarfs- verkefni Kvenfélagasambands Ís- lands og UNICEF, var kynnt í gær. Hafa kvenfélagakonur um allt land handgert 800 dúkkur sem seldar verða til styrktar menntaverkefni í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru einkar fjölbreyttar og ólíkar og því má segja að þær beri allar sinn persónu- leika. Öll fötin eru einnig handgerð og hefur mikið verið lagt í að gera þær eins glæsilegar og eigulegar og hægt er. Þá hafa þær allar fengið nafn og ber hver og ein þeirra merkimiða með nafni sínu og nafni þess kven- félags sem gerði hana. Kostar hver dúkka 5.000 kr. Verðugt verkefni Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, sagði þetta afskaplega skemmtilegt og verðugt verkefni og að kven- félagakonur væru stoltar af þessari samvinnu við UNICEF og þær hefðu sýnt verkefninu mikinn áhuga. Kon- urnar gáfu allt efni í þetta og einnig gaf Rúmfatalagarinn afganga af lag- er sínum. Gáfu kvenfélög um allt land frá tveimur og upp í 39 dúkkur og í raun urðu til miklu fleiri en áætlað var í upphafi. Sagði Helga að þau kven- félög sem ekki hafi treyst sér til að taka þátt vegna mannfæðar eða að- stæðna hafi gefið pening til styrktar verkefninu og alls söfnuðust 172.000 kr. Gínea Bissá er eitt af fátækustu ríkjum heims og er markmið verk- efnisins að auka skólasókn stúlkna um fjórðung en skólasókn þeirra er nú um 32%. Læsi kvenna í landinu er í kringum 23% og ungbarnadauði um 30%. Þá er markmiðið að tryggja betri gæði menntunar í grunn- skólum með bættu skólaumhverfi og notkun nýrra kennslugagna fyrir 72 þúsund börn. Einnig verða 40 skólar og 10 óformlegar kennslumiðstöðvar endurbyggð og 50 kennarar fá þjálf- un og fræðslu en menntaðir kenn- arar í skólum árið 2001 voru 56% af þeim sem stunduðu kennslu. Sala á dúkkunum er hafin og er hægt að nálgast þær á skrifstofu UNICEF á Laugavegi 42 sem er op- in virka daga frá 9–17, í Iðu við Lækjargötu og einnig er hægt að panta dúkkur í síma 562 6262 og á netinu www.unicef.is og verða þær þá sendar í póstkröfu. Hver dúkka með sinn persónuleika Morgunblaðið/Golli Stefán I. Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF, Helga Guðmundsdóttir, formaður KÍ, Níelsa Magnúsdóttir, Kven- félaginu Álftanesi, Ólöf M. Sigurjónsdóttir, Kvenfélaginu Álftanesi, Edda Margrét Jensdóttir, Kvenfélaginu Seltjarn- arnesi, Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KÍ, og Dagmar Sigurðardóttir, Kvenfélagi Garðabæjar. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að hann teldi lengingu fæðingarorlofs koma til greina, en ekki væri þó tímabært að leggja drög að frekari lengingu. Þetta kom fram í svari hans við fyr- irspurn Katrínar Júlíusdóttur, þing- manns Samfylkingarinnar. Árni sagði að það væru ekki nema fimm ár frá því lögin um fæðingarorlofs- sjóð voru samþykkt . Fljótlega eftir það hefði reynst nauðsynlegt að gera breytingar á lögunum, þar sem útgjöld sjóðsins hefðu verið meiri en upphaflega var ráðgert. Árni sagði mikilvægt að fjármál sjóðsins næðu jafnvægi og að meiri reynsla fengist af umræddum lögum áður en frek- ari skref til breytinga yrðu stigin. Ekki tímabært að lengja orlof LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á 300 e-töflur og tíu grömm af amfetamíni eftir húsleit í umdæm- inu á fimmtudag. Kona var hand- tekin vegna málsins og við yfir- heyrslur viðurkenndi hún að eiga efnin. Leikur grunur á að hún hafi ætlað þau til sölu. Ekki þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni og var henni því sleppt eftir yfirheyrslur. Tók 300 e-töflur og amfetamín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.