Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 65
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið, íslenskt bókband. Sýnt er íslenskt bók- band gert með gamla laginu, jafnframt nútímabókband og nokkur verk frá nýaf- staðinni alþjóðlegri bókbandskeppni. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og menning býður alhliða hádegis- og kaffimatseðil. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn- ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11– 17. Skemmtanir Café Aroma | Menn ársins skemmta í kvöld. Aðgangur ókeypis. Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla helgina. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin KUNGFÚ í kvöld, miðnæturdansleikur. Kringlukráin | Hljómsveitin Fimm á Richt- er í kvöld kl. 23. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Vinabæ, Skipholti 33 kl. 20 og dans að henni lokinn til kl. 01. Fjölmenn- um og tökum með okkur gesti. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Kl. 16 er komið að seinni sýningu á leiknum myndum kvikmyndagerðarmannsins Ásgeirs Long. Sýndar verða kvikmyndirnar Gilitrutt (1957), eftirsamnefndri þjóðsögu og Tunglið, tunglið taktu mig (1955), æv- intýramynd um Nonna litla og karlinn í tunglinu. Sýningar fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Norræna húsið | Criss Cross Flilm on Film. Sýndar eru 9 myndir sem hafa mis- munandi sjónarhorn á það hvernig við upplifum og hugsum um ímyndir og sögu þeirra. Aðgangur ókeypis. Mannfagnaður Salurinn | Menningarhátíð Lions kl. 13.30–15. Allir velkomnir. Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Joachin Páll Palom- ares fiðluleikarar koma fram. Fulltrúi Lions á Tónlistarkeppni Lions Europa For- um Bournmouth kynntur. Fréttir Dagvist og endurhæfing MS | Jólabasar. Kl. 13–16 verður opið hús hjá d&e MS, Sléttuvegi 5. Boðið er upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu verði. Fallegir munir sem unnir eru í dagvistinni verða til sölu. Allur ágóði af sölunni er notaður í þágu dagvistarfólksins. Félagsstarf eldri borgara, Mosfellsbæ | Basar og kaffisala á Hlaðhömrum kl. 13.30–16. Meðal annars rennur ágóði af sölu til Hjálparstarfs kirkjunnar. Samtök sykursjúkra | Kl. 12–17 verða Samtök sykursjúkra í Smáralind ásamt samstarfsaðilum sínum. Boðið verður upp á blóðsykursmælingar og ráðgjöf varðandi fótabúnað og umhirðu fóta. Skriðuklaustur | Hinn 21. nóv. verða 30 ár liðin frá því Gunnar Gunnarsson skáld lést. Til að minnast skáldsins stendur Gunnarsstofnun fyrir Gunnarsvöku á Skriðuklaustri í dag með blandaðri dag- skrá sem hefst kl. 16. Fjallað verður um skáldið í máli og myndum. Aðgangur ókeypis. Sjá: skriduklaustur.is. Fundir Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Kl. 14–16: Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður SFR, talar um kjaramál félagsmanna. Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, talar um réttindamál. Þórdís Eygló Sigurðardóttir sundlaugarvörður talar um starfsmat hjá Reykjavíkurborg. Fundarstjóri: Sigríður Kristinsdóttir. Kvenfélagið Aldan | Jólafundur haldinn á Hótel Valhöll sunnudaginn 20. nóv. Rútu- ferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Guðrún Krist- insdóttir prófessor og Ingibjörg H. Harð- ardóttir lektor halda fyrirlestur 23. nóv. kl. 16.15–17.15, í Kennaraháskóla Íslands. Greint verður frá verkefni sem miðast að því að skoða hvernig börn almennt skilja og skynja ofbeldi á heimilum, áhrif þess á börn og álit þeirra á vænlegum við- brögðum. Málþing Ráðhús Reykjavíkur | Friðar- og mann- réttindaráðstefna fyrir ungt fólk verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14. Að- gangur er ókeypis. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Hvað getur ungt fólk lagt af mörkum til friðar og mannréttinda á 21. öldinni“. Skriðuklaustur | Í ár eru liðnar fjórar ald- ir frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, bisk- ups í Skálholti. Sýning verður um Brynjólf og 17. öldina fram í desember í Skriðu- klaustri. Gunnarsstofnun býður til lítils málþings um Brynjólf við opnun sýning- arinnar sunnudaginn 20. nóv. kl. 14. Að- gangur er ókeypis. Námskeið Maður lifandi | Námskeið í hláturjóga byggt á kenningum og aðferðum ind- verska læknisins dr. Madan Kataria. Kenndar verða hláturjógaæfingar og að- ferð til að nota þær til að rækta líkama og sál í daglegu lífi. Kennari er Ásta Valdi- marsdóttir. Skráning og uppl. hjá Maður lifandi og í síma 899 0223. Ráðstefnur Lögberg stofa 101 | „Hvað virkar í for- vörnum? Ráðstefna laugardaginn 19. nóv. kl. 13. Að henni standa FSS (félag STK stúdenta) og AIESEC (alþjóðlegt félag há- skólanema). Markmiðið er að efla grasrót- arstarf í forvörnum. Jakobína H. Árna- dóttir, Lýðheilsustöð Wilhelm Norðfjörð, Þjóð gegn þunglyndi. Ástráður, forvarna- félag læknanema. Aðgangur ókeypis. Útivist Ferðafélagið Útivist | Aðventuferð í Bása 25.–27. nóv. Brottför frá BSÍ kl. 20. Að- ventu- og jólastemning í Básum. Göngu- ferðir, jólaföndur, jólahlaðborð, kvöldvaka. Kjörin fjölskylduferð. Fararstjórar Marrit Meintema og Emilía Magnúsdóttir. Verð 10.500/12.000 kr. Sýningar Minjasafnið á Akureyri | Sýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu, Akureyri bærinn við Pollinn og Af norskum rótum. Sýning um gömul timburhús í Noregi og á Íslandi. www.akmus.is. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 65 DAGBÓK Undanfarin átta ár hefur verið starf-rækt námskeið og þjálfun fyrir fatl-aða hjá Reiðskólanum Þyrli semBjarni Eiríkur Sigurðsson rak í C- tröð í Víðidal; þessi námskeið voru þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Vegna veikinda Bjarna hætti starfsemin hjá Þyrli. Þessi námskeið voru og eru styrkt með fjárframlögum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Rotaryklúbbsins Reykjavík- Breiðholt og jafnframt var ég lánaður í þetta verkefni frá ÍTR,“ segir Sigurður Már Helga- son, starfsmaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „En þar sem þörfin fyrir þessa þjálfun er fyrir hendi stofnaði Birgir Helgason Hestamið- stöð Reykjavíkur, C-tröð 2, til námskeiða núna í haust. Hann var á árum áður starfsmaður Reiðskólans Þyrils. Við þá starfsemi fór þetta fólk að höfða til hans og þörf þess fyrir þessa starfsemi. Núna í haust voru um 30 manns á námskeiði. Þar sem óvissa var um framhaldið var þátt- takan ekki meiri en þetta. En nú er blásið til sóknar á ný og námskeið farin á stað sem eru á miðvikudögum kl. 14 til 18 og 14 til 16 á fimmtudögum. Lausir tímar eru á þessi nám- skeið og bætt verður við tímum ef aðsókn eykst. Raunar hef ég verið við þetta á miðviku- dags- og fimmtudagsmorgnum, þá hafa komið til okkar nemendur úr Brúarskóla. Gert er ráð fyrir að fólk sé í kringum hest- ana og á baki í um 40 mínútur og upp í klukku- tíma. Allt fer þetta þó eftir getu viðkomandi. Þeir sem eru að koma í fyrsta skipti og hafa ekki þrek eru ekki á baki nema svona liðlega tíu mínútur. Við hverja hreyfingu hestsins myndast 30 hreyfingar í mannslíkamanum. Ef við teymum undir einstaklingi í hálftíma þá er talið að líkami hans skapi 3.000 hreyfingar. Þetta er því mikil þjálfun fyrir fólk sem bundið er í hjólastól. Ef nemendur hafa setuvandamál höfum við haft þann hátt á að leggja teppi yfir hestinn og láta viðkomandi leggjast á grúfu á bak hestsins. Við það fær hann mikinn yl frá hestinum og hreyfingar hestsins ýta við allri starfsemi lík- amans. Þeir sem eru með takmarkað jafnvægi eru settir í hnakk sem er með baki og styður við það. Eins og fram kom áður styrkir Reykjavíkurborg þetta fjárhagslega og fleiri aðilar en einstaklingurinn borgar 1.000 kr. fyr- ir hvert skipti. Við höfum starfsemina innan dyra, í Reiðskemmu Sigurbjörns Bárðarsonar í Víðidal. Ástæða þess að við höfum þetta svona er að fatlaðir einstaklingar hafa ekki getu til að svara óvæntum uppákomum sem geta skap- ast af annarri umferð. Hægt er að fá í rafpósti nánari lýsingu á námskeiðinu. Upplýsingar eru í síma 695-5118 og 860-0212. Námskeið | Þjálfun fatlaðra á hestum hjá Reiðskólanum Þyrli Fleiri fatlaðir komast á hestbak  Sigurður Már Helga- son er verkefnastjóri hjá Íþrótta- og tóm- stundaráði. Hann fæddist í Reykjavík 1940 og lærði hús- gagnabólstrun. Auk þess hefur hann feng- ist við þjálfun í körfu- bolta í mörg ár og hef- ur verið um tíu ár í snertingu við þjálfun fatlaðra. Sigurður er kvæntur og á þrjú börn og sjö barnabörn. Gullbrúðkaup | Í dag, 19. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Rann- veig Snorradóttir og Jón Valgeir Guðmundsson frá Bolungarvík.60 ÁRA afmæli. Í gær, 18. nóv- ember, varð sextugur Georg Viðar, stofnandi og fyrrum for- stöðumaður Samhjálpar, nú ráðgjafi á áfangaheimilinu Krossgötum. Georg Viðar tekur á móti gestum í dag, laug- ardag, í húsi Fíladelfíusafnaðarins, Há- túni 2, Reykjavík, frá kl. 14–17. Allir velkomnir að kíkja inn og þiggja kaffi- sopa og meðlæti. Gjafir afþakkaðar en þeir sem vilja gleðja hann láti eitthvað af hendi rakna til Samhjálpar. Brúðkaup | Gefin voru saman 9. sept sl. í Kópavogskirkju af sr. Miyako Þórðarson þau Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Brúðkaup | Gefin voru saman 27. ágúst sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Ástrós Hjálmtýsdóttir og Björn Daníelsson. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Menningarhátíð Lions, í dag, í Salnum Kópavogi kl. 13.30-15.00. Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Joachin Páll Palomares, fiðluleikarar, koma fram. Menningarhátíð Lions Nánari upplýsingar á www.lions.is. Aðgangur ókeypis • Allir velkomnir. Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Badminton kl. 13.10 í Mýri og búta- saumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 er opin myndlistarsýning Sólveigar Eggerz, listakonan verður á staðn- um. Mánud. 21. nóv. kl 14 „Undir dalanna sól“, Björgvin Þ. Valdi- marsson kynnir eigin lög, allir vel- komnir. Fimmtudaginn 25. nóv. „Kynslóðir saman í Breiðholti“, fé- lagsvist í samstarfi við Hólabrekku- skóla. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Skráningu á Vín- arhljómleika 6. nóv. að ljúka. Jóla- markaður Jennýjar mánudag. Tungubrjótar koma í heimsókn á þriðjudag kl. 15. Halldór í Holly- wood fimmtudag kl. 20. Kíkið við í kaffi og lítið í blöðin. Sími 568 3132. Kirkjustarf Áskirkja | Kökubasar safn- aðarfélagsins í Áskirkju verður eftir guðsþjónustu 20. nóvember kl. 15. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Námskeið frá kl. 10.30–14.30. Ljós- brot heldur videocameru-námskeið. Það kostar 1000 kr. Innif. öll kennslugögn ásamt pitsuveislu í hádeginu. Það verða fimm kenn- arar. Allir velkomnir að taka þátt. Skráning á safnaðarskrifstofu í 5354 700 eða filadelfia@gospel.is. Kl. 20 er bænastund. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Gullbrúðkaup | Í dag, 19. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Kr. Jörgensen húsfrú og Bent Bjarni Jörgensen, bifvélavirkjameistari og fyrrv. rekstrarstjóri. Þau verja kvöldinu með nánustu ættingjum og vinum. BÓKAFORLAGIÐ Salka mun í dag kynna nokkrar af nýútkomnum bókum ársins í bókabúðinni Iðu. Klukkan 14.00 verður lesið upp úr barnabókinni Hænur eru hermi- krákur, sem er á lista yfir 10 bestu myndabækur í Bandaríkjunum 2005. Gunnella er fyrsti íslenski listamaðurinn sem hlýtur þennan eftirsótta heiður. Klukkan 15.15 mun Þórhallur Heimisson kynna bók sína, Hin mörgu andlit trúarbragðanna, og svara spurningum á eftir og árita. Klukkan 16.00 mun Salka svo fagna útkomu myndasögubók- arinnar Krassandi samvera eftir Bjarna Hinriksson og Dönu Jóns- son. Persónur bókarinnar Mímí og Máni eru Íslendingum að góðu kunnar enda daglegir gestir á myndasögusíðu Morgunblaðsins. Bókakynning Sölku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.