Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í HALLGRÍMSKIRKJU verður að vanda efnt til fjölbreyttra list- viðburða á tónlistarhátíð á aðventu. Auk árlegra jólatónleika Mót- ettukórsins, sem jafnframt eru út- gáfutónleikar geisladisksins Jóla- gjafarinnar með íslenskum jólalögum, verður boðið upp á org- eltónleika með Birni Steinari Sól- bergssyni, organista Akureyr- arkirkju, sem leikur franska jólatónlist, og heildarflutning á Jóla- óratóríu Bachs með Schola cantor- um og Alþjóðlegu barokksveitinni í Haag. Jólatónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju hafa verið fastur liður í tónlistarlífinu um rúmlega tveggja áratuga skeið. Að þessu sinni verða tónleikarnir með íslensku yfirbragði og mörg af ástsælustu jólalögum og -sálmum þjóðarinnar munu hljóma. Einsöngvari verður Ísak Ríkharðs- son, Sigurður Flosason leikur á saxófón og Björn Steinar Sólbergs- son á orgel. Hörður Áskelsson stjórnar. Tónleikarnir verða þriðju- daginn 29. nóv. kl. 20 og laugardag- inn 3. des. kl. 17. Á tónleikum sínum í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 4. desember kl. 17 leikur Björn Steinar Sólbergsson orgeltónlist frá ýmsum tímum tengda aðventu og jólum. Jólaóratorían í barokkflutningi Jólaóratóría Jóhanns Sebastians Bachs er þekktasta og stórbrotnasta tónverk sem samið hefur verið í til- efni af fæðingarhátíð Krists og er sjálfsagður hluti af hátíðarbrag jólanna um allan heim. Um er að ræða fyrsta heildarflutning á verk- inu með fullskipaðri barokkhljóm- sveit hér á landi, kantötur I–III verða fluttar á tvennum tónleikum og kantötur IV–VI á einum. Kamm- erkórinn Schola cantorum syngur óratóríuna undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, en einsöngvarar verða Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. Með þeim leikur Alþjóðlega bar- okksveitin í Haag, skipuð hljóðfæra- leikurum frá 20 þjóðlöndum, sem hafa sérhæft sig í flutningi barokk- tónlistar. Jólaóratórían verður flutt laugardaginn 10. desember kl. 17 (kantötur I–III), sunnudaginn 11. desember kl. 15 (kantötur I–III) og kl. 18 (kantötur IV–VI). Miðasala á tónleika hátíðarinnar er í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Sverrir Tónlistarhá- tíð á jóla- föstu í Hall- grímskirkju HADDA Fjóla Reykdal myndlist- armaður tekur þátt í samsýningu þrjátíu myndlistarmanna í gall- eríinu Konstruktiv Tendens í Stokkhólmi 19. nóvember til 18. desember. Sýningin ber yfirskrift- ina Geometrisk Abstraktion XXIV en þetta er árleg sýning á verkum valdra abstraktlistamanna. Galleríið er hið eina í Svíþjóð sem einbeitir sér eingöngu að sýn- ingum og sölu á óhlutbundinni myndlist. Það var stofnað fyrir aldarfjórðungi og þar er stærsti sýningarsalur einkaaðila í Stokk- hólmi. Hadda Fjóla lauk BA-prófi frá grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1998 og hefur unnið við myndlist og myndlist- arkennslu síðan. Hún hélt einka- sýningu á vatnslitamyndum í List- húsi Ófeigs árið 2002 og sýningu á olíumálverkum á vinnustofu sinni í Gautaborg í maí sl. Hadda málar óhlutbundin verk með olíu á striga og er innblást- urinn sóttur til náttúrunnar á Ís- landi og í Svíþjóð. Það eru þá smá- atriðin úr náttúrunni, form þeirra, litir, ljós og skuggar sem mynda einfalda heild á striganum. Konstruktiv Tendens hefur ákveðinn hóp myndlistarmanna á sínum snærum, sænskra og er- lendra. Hadda segir of snemmt að segja til um hvort hún verði tekin inn í þann hóp en auðvitað yrði það lyftistöng fyrir feril hennar. „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að vera boðið að taka þátt í þessari sýningu núna. Þannig fæ ég tæki- færi til að kynna myndirnar mínar fyrir fleira fólki og vonandi aukast líkurnar á að ég geti sýnt víðar,“ segir Hadda. Hadda Fjóla sýn- ir í Stokkhólmi Verk eftir Höddu Fjólu Reykdal. Veitt var úr styrktarsjóðiSvavars Guðnasonar list-málara og Ástu Eiríks-dóttur í Listasafni Íslands í gær. Að þessu sinni hlutu styrkinn Hildur Bjarnadóttir og Sigga Björg Sigurðardóttir og hlýtur hvor um sig 250.000 krónur í styrk. Alls bárust 35 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni og sagði Ólafur Kvaran, forstöðu- maður Listasafns Íslands, sem á sæti í dómnefnd, að fjölmargar þeirra hefðu verið vandaðar og hæfar, sem endurspeglaði þá miklu grósku sem nú ætti sér stað í íslenskri myndlist. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sigga Björg að vonum ánægð með að hafa hlotnast styrkurinn. „Þetta er mikill heiður,“ sagði hún. Aðspurð sagði hún styrkinn fyrst og fremst fara í áframhaldandi vinnu. „Hann kaupir mér tíma, svo ég þurfi ekki að gera neitt annað en það að vinna að myndlistinni.“ Hildur Bjarnadóttir var ekki við- stödd styrkveitinguna, þar sem hún er stödd erlendis við undirbúning sýningar, og tók systir hennar við styrknum fyrir hennar hönd. Martraðir, leikur og húmor Sigga Björg Sigurðardóttir stund- aði nám við Listaháskóla Íslands á árunum 1997–2001 og síðan við The Glasgow School of Art og lauk þar námi. Sigga Björg er búsett bæði í Reykjavík og í Glasgow, og hefur hún verið ötul við sýningahald bæði hérlendis og erlendis að undanförnu. Af sýningum hér heima má nefna Tí- volí-sýninguna í Hveragerði í sumar og einkasýningu í Galleríi Boxi, og erlendis má nefna Berlinvasion- uppátæki Klink og Bank í Berlín í haust, auk fleiri sýninga á erlendri grund. „Bakgrunn verka hennar má ef til vill fyrst og fremst finna í teiknimyndahefðinni og þeim frá- sagnarmáta, sem hún umskapar og snýr út úr og sviðsetur um leið nýjar merkingar,“ sagði Ólafur Kvaran í ræðu sinni við styrkafhendinguna. „Hún hefur unnið með teikningar, vídeó og innsetningar og í þeim myndheimi sem hún hefur skapað sviðsetur hún einkum samsettar ver- ur, sem eru í senn bæði/og eða hvorki/né, þar sem spunnar eru sam- an martraðir, leikur og húmor. En ef til vill þjóna þessar fléttur eða svið- setningar öðru fremur þeim tilgangi að vera líkingar fyrir eitthvað annað en það sem er sýnilegt, hvort sem það eru aðrar frásagnir, tilfinningar eða hugarástand.“ Möguleikar textílhefðarinnar Hildur Bjarnadóttir hefur starfað mikið í Bandaríkjunum frá því hún útskrifaðist frá nýlistadeildinni í Pratt Institute í New York árið 1997, en einnig verið þátttakandi í fjöl- mörgum sýningum í Evrópu. Um þessar mundir tekur hún þátt í sam- sýningu í Winnipeg og heldur einka- sýningu í Boise Art Museum í Idaho, og fyrirhuguð er önnur einkasýning í Pulliam Defenbaugh Gallery í Port- land í janúar næstkomandi. „Hildur hefur í myndlist sinni einkum verið upptekin við að skoða möguleika textílhefðarinnar og eig- inleika handverksins,“ sagði Ólafur í ræðu sinni við styrkveitinguna. „Hún vitnar með umbreytingum sínum með ýmsum hætti í listasöguna og breytir merkingum og sögulegu samhengi. Þannig verða til frásagnir og myndheimur þar sem mörg merk- ingarsvið birtast, fagurfræði, lista- sagan, handverkshefðin, og ekki síð- ur vísanir í áleitin tákn um kynhlutverk og samfélagslega stöðu karla og kvenna.“ Veitt í fimmta sinn Þetta er í fimmta sinn sem veitt er úr styrktarsjóði Svavars og Ástu, en honum er ætlað að styrkja „unga og efnilega myndlistarmenn“. Dóm- nefndin var skipuð Ólafi Kvaran, safnstjóra Listasafns Íslands, Hall- dóri Birni Runólfssyni listfræðingi, fulltrúa Listaháskóla Íslands, og Björgu Atla listmálara, fulltrúa Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. Alls bárust 35 umsóknir um styrk- inn. Myndlist | Hildur Bjarnadóttir og Sigga Björg Sigurðardóttir hljóta styrk úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur Endurspeglar mikla grósku í íslenskri myndlist Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur, Sigga Björg og Gerður Bjarnadóttir sem tók við styrknum fyrir hönd Hildar systur sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.