Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 35
DAGLEGT LÍF
SALT er jafnvel enn hættulegra
heilsunni en áður hefur verið talið. Í
Svenska Dagbladet kemur fram að
sænska matvælastofnunin, Livs-
medelsverket, hefur nú skorað á
matvælaframleiðendur að minnka
saltmagn í matvælum og áformar
herferð í því skyni.
Á umbúðum er yfirleitt hægt að
lesa hve mikið salt matur inniheldur.
1,25 g af salti í 100 g af mat telst
mikið salt en 0,25 g/100 g telst lítið.
Stundum er aðeins natríummagn
gefið upp og þá er góð þumalputta-
regla að margfalda það magn með
2,5 til að fá út saltinnihald. Hæsti
ráðlagði dagskammtur af salti eru 6
g fyrir karla en 5 g fyrir konur. Í
SvD er lesendum ráðlagt að minnka
saltneyslu t.d. með því að spara salt-
ið við matreiðslu, benda starfsfólki
mötuneyta á ef maturinn er of salt-
ur, forðast að borða mikið brauð t.d.
á veitingastöðum þar sem brauðið er
oft mjög salt, forðast skyndibita.
Heilablóðfall eða
hár blóðþrýstingur
Ofneyslu á salti getur fylgt hár
blóðþrýstingur og hætta á heilablóð-
falli eða hjartaáfalli. Hár blóðþrýst-
ingur kemur yfirleitt fyrst fram eftir
fimmtugt og langvarandi ofneysla
salts er ein af orsökunum. Því er
mikilvægt að leggja grunn að heil-
brigðum neysluvenjum snemma.
Fyrir nokkrum árum tengdu
bandarískir vísindamenn aukna
neyslu á skyndibita og aukna salt-
neyslu. Sænskir vísindamenn hafa
nú fylgt þessari rannsókn eftir og
benda á að Svíar neyta að meðaltali
12-13 g af salti á dag sem er aukning
um 4 g á tveimur árum.
Nú þegar hafa heilbrigðisyfirvöld
í Bandaríkjunum, Bretlandi og
Finnlandi varað við ofneyslu salts og
bent á að það sé einn af stóru
áhættuþáttunum hvað varðar heils-
una. Sérstaka áherslu leggur
sænska matvælastofnunin á skyndi-
bita sem er mjög saltur og hann er á
borðum æ fleiri. Einn skammtur
getur innihaldið allan ráðlagða dag-
skammtinn.
Einnig er bent á að barnamatur í
krukkum getur verið mjög saltur,
mismunandi eftir tegundum þó, og í
hlutfalli við líkamsþyngd geta börn
því fengið í sig meira salt en full-
orðnir, sem aftur getur valdið háum
blóðþrýstingi snemma á ævinni.
Sænska matvælastofnunin hyggst fá
veitingastaðaeigendur og kokka til
liðs við sig og boðar til viðræðna við
veitingaiðnaðinn í því skyni.
Einnig eru sjónvarpskokkar beðn-
ir að hugsa sig um áður en þeir mæla
með miklu salti í matargerð. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Ofneysla á salti hættuleg
RANNSÓKN
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Gull- og
Silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is
Fallega Jólaskeiðin
frá Ernu
kr. 6.900
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Símar: 660 4753 • 462 4250
www.tindur.is • tindur@tindur.is
Fyrsti kossinn
er orðinn langur ...
„Rokklífið á Íslandi er bara tilbrigði við Rúnar Júl“. Bjartmar Guðlaugsson
Rúnar Júlíusson stendur á sextugu.
Hann gekk í bítlahljómsveitina Hljóma
úr Keflavík 18 ára, var kominn á topp-
inn nokkrum vikum síðar og hefur
verið þar síðan. Við upphaf tónlistar-
ferilsins stóð knattspyrnuferillinn
sömuleiðis í blóma.
Í bókinni HERRA ROKK lítur Rúnar
yfir tónlistarferilinn til þessa dags,
rifjar upp gömul afrek af knattspyrnu-
vellinum og segir frá öðrum baráttu-
málum sínum svo sem því að halda
lífi eftir að í ljós kom fyrir nokkrum
árum að hann hafði verið með hjarta-
galla frá fæðingu.
Höfundur er Ásgeir Tómasson,
fréttamaður.
Guðni Ágústsson, ráðherra:
„Fyrstu minningar mínar um Rúnar Júlíusson eru 40 ára gamlar. Þá var ég stadd-
ur á Laugarvatni. Þar var Landsmót ungmennafélaga. Séníið úr Keflavík er að
koma á lokuðum bíl inn á Landsmótið. Í lögreglufylgd. Glæsilegur maður, Rúnar
Júlíusson. Líkur Þóroddi frá Þóroddsstöðum. Fullur af orku stóðhestsins stígur
hann út. Það líður yfir ungu stúlkurnar sem snerta hann. Ég stend þarna 16 ára
unglingur og horfi á þetta undur og er það ógleymanlegt. Ég geri mér grein fyrir
því að ég hef hitt séníið úr Keflavík sem er að breyta Íslandi. Sem hefur tekið að
sér að flytja hljóminn, röddina, heim. Sem gerir kröfur um frelsi æskunnar. Bítl-
arnir, Rolling Stones, Hljómar. Afl til æskunnar, til að gera uppreisn á heimilum.
Það eru fjörutíu ár síðan ég upplifði þetta vor á Laugarvatni. Engin stúlka leit á
mig. Allar elskuðu Rúnar Júlíusson.“
Hemmi Gunn:
„Við Rúnar vorum and-
stæðingar inni á vellinum
en samherjar á skemmti-
stöðum“.
Meðal þeirra sem segja frá:
Þorsteinn Eggertsson
Magnús Kjartansson
Magnús Torfason
Gerður G. Bjarklind
Hermann Gunnarsson
Ámundi Ámundason
Björgvin Halldórsson
Bjartmar Guðlaugsson
Óttar Felix Hauksson
Valgerður Sverrisdóttir