Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG VIL vekja athygli lesenda á tónleikum, sem verða haldnir í Kristskirkju á Landakoti sunnudag- inn 20. nóvember á vegum Caritas Ísland-samtakanna. Þetta eru 12. styrktartónleikarnir, sem samtökin standa að, og rennur ágóðinn að þessu sinni til styrktar starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins. Fjöldi þekktra íslenskra tón- listarmanna flytur list sína án end- urgjalds og öðrum kostnaði er haldið í lágmarki með aðstoð ýmissa aðila, þannig að aðgangseyrir skilar sér svo til allur til okkar sem þiggj- um. Mun ágóðinn renna í Styrkt- arsjóð Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar, sem hefur það hlutverk að efla menntun og rannsóknir í þágu fatlaðra barna. Greiningarstöðin tók til starfa fyrir tæpum 20 árum og tók þá við starfsemi athug- unardeildarinnar, sem kennd var við Kjarvals- hús á Seltjarnarnesi. Til stofnunarinnar er leitað, þegar rök- studdur grunur hefur vaknað um alvarleg þroskafrávik hjá barni. Það getur verið um að ræða grun um þroska- hömlun, hreyfihömlun, alvarlega skynhömlun eða einhverfu og skyld- ar fatlanir. Hlutverk stofnunarinnar er að greina fötlunina og veita síðan aðstandendum og öðrum fagmönn- um, sem koma að máli barnsins, ráðgjöf um eðli og áhrif hennar á líf barnsins. Leitað er leiða til stuðn- ings fjölskyldu og barni og lögð á ráðin um ýmis úrræði, sem miða að því að draga úr áhrifum fötl- unarinnar til fram- tíðar. Auk beinnar þjón- ustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra er Greiningarstöð ætlað víðtækt hlutverk við þekkingaröflun og fræðslu til að stuðla að því að íslensk börn njóti bestu þekkingar, þegar um alvarleg þroskafrávik er að ræða. Þá er unn- ið að því að efla rannsóknarhlutverk stofnunarinnar á sviði fatlana í sama tilgangi. Við stofnunina starfa um 40 manns með mismunandi sérþekk- ingu á hinum ýmsu fötlunum. Um 250 börnum er vísað árlega til þjón- ustu Greiningarstöðvar, en mörg barnanna njóta þjónustunnar til margra ára eða er vísað aftur, þann- ig að stofnunin á samskipti við yfir 500 börn og fjölskyldur þeirra á hverju ári. Tilvísunum hefur fjölgað verulega á seinni árum með vaxandi þekkingu á mikilvægi þess að standa faglega að aðstoð við fötluð börn snemma á lífsleiðinni, en þann- ig er stuðlað að því að íhlutun skili meiri árangri. Því miður hefur fylgt þessari auknu eftirspurn veruleg fjölgun barna á biðlistum og biðtími er í dag allt of langur. Unnið er að því að efla starfsemi stofnunarinnar til að gera henni kleift að sinna bet- ur hlutverki sínu. Aðstoð við fötluð börn, sem miðar að því að auka færni þeirra og að- lögun til framtíðar, er mikilvæg, ekki bara fyrir einstaklingana, held- ur einnig samfélagið. Það er okkur, sem störfum á Greiningarstöð, mikil hvatning að fá slíkan stuðning sem tónleikarnir eru. Ég vona að áhugi lesanda hafi vaknað fyrir tónleik- unum og því málefni, sem þeir styrkja. Af reynslu síðustu sex ára get ég jafnframt lofað því að enginn verður svikinn af þeirri tónlist- arveislu, sem boðið er til. Tónleikar til styrktar starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Stefán J. Hreiðarsson fjallar um starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og tónleika henni til styrktar ’Aðstoð við fötluð börn,sem miðar að því að auka færni þeirra og að- lögun til framtíðar, er mikilvæg, ekki bara fyr- ir einstaklingana, held- ur einnig samfélagið.‘ Stefán Hreiðarsson Höfundur er sérfræðingur í fötlunum barna og forstöðumaður Greining- arstöðvar. „VERÐTRYGGING lána er óeðli- leg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjár- magnseigenda á kostnað almenn- ings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Al- þingi hinn 10. apríl 1979.“ Þannig hefst ágæt grein, sem Sigurður T. Sigurðsson, fyrrv. for- maður Hlífar í Hafn- arfirði, skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 8. apríl 2005. Hér talar sá sem veit, enda munu ekki aðrir vera dómbærari um þetta efni en forystumenn launþega og þeir sem staðið hafa við hlið alls almennings í landinu um áratuga skeið. Auðvitað er það rétt hjá Sigurði, að upphaf ófarnaðarins er sam- þykkt Ólafslaganna svonefndu á sínum tíma, en hins ber þó að geta, að í upphafi var ráð fyrir því gert, að verðtryggingin næði til fleiri þátta en skulda. Meira að segja skyldu „elli- og ör- orkulaun og aðrar hliðstæðar trygg- ingabætur“ njóta verðtryggingar. (Sjá m.a. Lagasafn I. bindi 1983, dálkur 193.) En svo var gripið til þess fá- heyrða óþokkabragðs, sem á sér lík- lega ekki neina hliðstæðu meðal sið- aðra þjóða, að klippa verðtrygginguna af launum manna, en láta hana haldast á skuldunum. Og það í bullandi verðbólgu. Sagt hefur verið í mín eyru, að þessi verknaður sé voðalegasti fjár- málaglæpur, sem framinn hafi verið á Íslandi alla tuttugustu öldina, og er þá ekki lítið sagt. Og víst er um hitt, að enn eru ógróin mörg þau sár sem þá voru veitt fjölskyldum í landinu, sem ekkert höfðu til saka unnið. Þótt ótrúlegt sé, eru enn til menn á Íslandi, sem mæla opinberlega bót þeirri óhæfu sem verðtryggingin er, eins og hún er og hefur verið fram- kvæmd. Þeir eru annað slagið að reka upp gól í blöðunum og segja, að verðtryggingin sé ekkert vond, – hún sé bara góð!!! Þannig leyfa sér jafnvel að skrifa menn sem krefjast þess að vera kallaðir sérfræðingar á þessu sviði og taka laun af al- mannafé sem slíkir. En almenn- ingur í landinu veit betur en þeir. Íslenzka þjóðin veit betur. En þótt auðvitað sé gott að vita vel, þá er það ekki nóg. Við verð- um líka að vinna. Ég skrifaði grein um þetta efni í félagsrit okkar gamla fólksins, það heitir Listin að lifa, og grein mín birtist í októ- ber-heftinu 2003. Ég kallaði hana „Burt með verðtrygginguna“. Ég fékk ákaflega mikil við- brögð við þessari rit- smíð minni, og maður – sem ég þekki raunar ekki neitt – skrifaði góða grein í Dagblaðið, þar sem hann tók undir sjónarmið mín. En ekkert af þessu er nóg. Við verðum einnig að bindast sam- tökum. Það hlýtur að vera hægt að mynda grasrótarhreyfingu af fleiri tilefnum en band- vitlausri einkavæðingu, þar sem menn vilja ólmir kaupa það sem þeir áttu fyrir. (Sbr. sporðaköstin í Agnesi Bragadóttur á sínum tíma.) Nú er óvenjugott lag til þess að vinna gegn verðtryggingarbrjál- æðinu. Nú eru loksins farnar að heyrast radd- ir innan úr stjórn- málaflokkunum þess efnis, að verðtryggingu lána beri að afnema, eða a.m.k. setja henni tak- mörk. (Einhver nefndi að banna hana á lánum til 20 ára – sem er auðvitað í áttina, en þó hvergi nærri nóg.) Svo mætti kannski líka minna á, að það styttist óðum í næstu kosningar til Alþingis, og þótt hæst- virtir landsfeður vorir séu að vísu þekktari fyrir annað en að taka tillit til þegna sinna, þá hefur hræðslan þó stundum gripið þá, þegar þeir óttast um atkvæðin sín. Og hræðslu- gæði eru oft skárri en engin gæði. Þetta lag verðum við að nýta okkur. Tökum höndum saman! Bindumst samtökum! Hrindum af okkur því heimskulega ranglæti – þeirri nið- urlægjandi ósvinnu í garð almenn- ings – að verðtryggja aðeins skuldir manna, en ekki aðra þætti sem skipta sköpum fyrir afkomu fólks. Verðtryggingin er vond Valgeir Sigurðsson fjallar um verðtrygginguna Valgeir Sigurðsson ’ En svo vargripið til þess fáheyrða óþokkabragðs, sem á sér lík- lega ekki neina hliðstæðu meðal siðaðra þjóða, að klippa verð- trygginguna af launum manna, en láta hana haldast á skuld- unum. ‘ Höfundur er rithöfundur. HEYRST hefur að í drauma- landi framtíðarinnar verði grunn- skólinn aðeins fimm ár, framhalds- skólinn tvö, BA-próf fáist á einu ári og doktorsnafnbót eftir tveggja vikna námskeið. Starfs- ævin lengist og hamingjan með. Hvers vegna ætti að stytta nám til stúdentsprófs á Ís- landi? Eru stúdentar of vel að sér við lok náms? Er það vegna þess að námstími er glataður tími? Ég veit að margir nemendur íslenskra framhalds- skóla eru á þeirri skoðun, en gildir það líka um yfirvöld menntamála? Menntamálaráðherra segir að vísu að tími nemenda sé dýr- mætur. Ég skildi hana þannig að tími þeirra væri dýrmætari en svo að það mætti sóa honum í fram- haldsskóla. Hún sér væntanlega fyrir sér að fólk geti hafið arðbær störf í þjóðfélaginu ári fyrr. Í sjálfu sér er lengd skólagöngu ekki heilög. Það getur vel verið að hana megi stytta og það um mörg ár. Margir virðast til dæmis lítið vita og hafa þrönga sýn þrátt fyrir háskólapróf. Skólaganga og menntun er sitt hvað eins og Ís- lendingar hafa reyndar löngum vitað og vitað það kannski fullvel á köflum, því þeir hafa stundum ranglega dregið þá ályktun að skólar séu ekki til neins. En nú hefur semsagt verið ákveðið að fjögur ár séu of mikið, sennilega hafa unglingarnir alltof mikinn frí- tíma, tíma sem er sóað í hljóm- sveitaræfingar, kórsöng og til- hugalíf, semsagt óþarfa. Það hefur verið samin skýrsla. Í skýrslunni um styttingu náms- tíma til stúdentsprófs er erfitt að finna önnur rök fyrir styttingunni en þau að það spari peninga og að þetta hljóti að vera hægt, fyrst námið er styttra annars staðar. Svo er að vísu minnst á að hugs- anlega muni fleiri nemendur ljúka námi sem hefja það („brottfallið“ minnkar), en það er mér reyndar óskiljanleg óskhyggja. Um inntak námsins er nánast ekkert rætt í skýrslunni, það kemur ekki fram að hún bæti nám eða kennslu, og það er ekkert rætt um hvort hugs- anlega hafi íslenska kerfið ein- hverja kosti. Nei, skýrslan er ein löng æfing í tilfærslum, klipp- ingum og límingum á kenndum klukkustundum í hinum ýmsu greinum og ítarleg spá um það hversu miklu ódýrara verði að hýsa skóla framtíðarinnar með færri nemendum. Það á semsagt ekki að bæta neitt – það á að spara. Ein helstu rökin sem nefnd eru fyrir styttingu framhaldsskóla- náms eru að svona sé þetta í út- löndum, í nágrannalöndum okkar. Í Danmörku og Sví- þjóð er opinberlega gert ráð fyrir því að nemendur útskrifist nítján ára og geti þá hafið háskólanám. Þetta geta nemendur reyndar einnig gert á Íslandi ef þeir vilja, en flestir kjósa að vera fjögur ár. Ég at- hugaði þó aðeins mál- ið og komst að því að fæstir Danir útskrif- ast nítján ára. Þrír af hverjum fimm eyða ári aukalega í grunn- skóla, og fjórir af hverjum fimm dönskum stúdentum taka heilt ár í frí og ferðalög að loknu stúdents- prófi. Það heitir „sabbatår“ og er orðið sérstakt hugtak í dönsku máli. Til að bæta gráu ofan á svart útskrifast danskir nemendur úr háskólum seinna en flestir aðr- ir. Og berum okkur enn saman við Dani. Þar er krafist meistaraprófs til þess að fá kennsluréttindi í framhaldsskólum auk árs í kennslufræðum. Það tekur því sex ár en ekki fjögur eins og hér á landi. Er kannski kominn tími á lengingu í þessum efnum? Annað sem ólíkt er með Íslandi og öðrum löndum er að hér vinna nemendur með námi. Það er mjög ánægjulegt og er ljósi punktur skýrslunnar að höfundar skuli minnast á þetta atriði. Hvort sem peningarnir sem unglingarnir vinna sér inn fara í óþarfa dót og skemmtanir eða námsgögn er þessi vinna nemenda til verulegra vandræða í skólastarfi. Eins og fram kemur í skýrslunni benda rannsóknir mjög til þess að árang- ur í stærðfræði og náttúrufræði verði lakari eftir því sem nem- endur vinna meira með námi. Ef stytta á framhaldsskólann hlýtur að verða að nýta tímann eitthvað betur og það er ekki hægt ef nem- endur eyða drjúgum hluta af þeim vökutíma sem þeir eru utan skól- ans í vinnu. Hvernig á að fara að því veit ég ekki, því tilmæli þar að lútandi hafa engin áhrif. Í þessu samhengi er við hæfi að minna á að danskir og sænskir nemendur fá námsbækur og gögn ókeypis en íslenskir nemendur þurfa að eyða tugum þúsunda á ári í bækur. Opinber umræða um inntak framhaldsskólans hefur engin ver- ið, að minnsta kosti ekki á síðari árum, enda snýst umræða á Ís- landi yfirleitt um peninga. Hvort sem um er að ræða viðskipti, heilsufar, umferðaröryggi, aðstoð við fatlaða, barnapössun, kirkjur, trúmál, frelsi, fegurð eða mennt- un. Hér eru öll mál fyrst og fremst efnahagsmál. Í námskrám er þyngsta áherslan lögð á svo- nefnt „hagnýtt gildi“ menntunar. Verkefni skólanna virðist fyrst og fremst vera að framleiða „sam- keppnishæft vinnuafl“. Viljum við líta á börnin okkar sem vinnuafl eða eru þau manneskjur? Ættum við ekki frekar að velta því fyrir okkur hvernig vænlegast er að stuðla að þroska þeirra, gefa þeim færi á að auka skilning sinn og vitneskju og hjálpa þeim til að skerpa hugsunina. Það er hægt að smíða hraðskreiðari bíla og flug- vélar, tölvur vinna hraðar og hrað- ar, það er hægt að borða hratt og lesa hratt. En það hefur ennþá ekki fundist leið til að hugsa hrað- ar. Það er hægt að venja sig á að hugsa betur, og það ætti að vera meginmarkmið skólans. En það gerist auðvitað ekki með því að fara yfir einhverjar staðreyndir og þekkingaratriði á hundavaði, til þess að hugsa djúpt þarf ákveðinn tíma og ákveðið næði. Kannski er vandamálið ekki of löng skólaganga heldur að þekk- ingin er of grunn og yfirborðs- kennd. Ef eingöngu er litið til peningasjónarmiða skiptir það kannski ekki svo miklu máli. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft kemst fólk ágætlega af án djúprar menntunar og margir menntast lítið við skólagöngu. Við getum sparað við menntunina og aukið þjóðarframleiðslu, lengt starfs- ævina og lifað í þægilegu hugs- unarleysi. Er það lífið sem við vilj- um? Í leit að glötuðum tíma Ingólfur Gíslason fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Í skýrslunni um stytt-ingu námstíma til stúd- entsprófs er erfitt að finna önnur rök fyrir styttingunni en þau að það spari peninga og að þetta hljóti að vera hægt, fyrst námið er styttra annars staðar. ‘ Ingólfur Gíslason Höfundur kennir stærðfræði í Verslunarskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.