Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Næstkomandi fimmtudagverður frumsýnt hér álandi leikritið Typpatal áNasa í Reykjavík. Er hér um að ræða einleik skrifaðan af Bretanum Richard Herring og fjallað er, eins og nafnið gefur til kynna, um kynfæri karlmanna. Það er Auðunn Blöndal sem flytur ein- leikinn á sviði en hann hefur und- anfarnar vikur notið leiðsagnar Sig- urðar Sigurjónssonar leikstjóra verksins. Þegar vika var í frumsýn- ingu var Typpatal sýnt að viðstöddu fjölmenni á Nasa til æfingar og sett- ist blaðamaður niður með þeim Audda og Sigga að sýningu lokinni. Þeir voru ánægðir með nýafstaðna sýningu og báru sig vel þó rétt tæp vika sé í frumsýningu. „Ég er búin að vinna talsvert í leikhúsi en eigandi nokkra daga eft- ir í frumsýningar held ég að við séum bara í góðum málum,“ byrjar Siggi. „Ég er mjög stoltur af þessum dreng hérna,“ segir hann og klappar vinalega á öxl starfsbróður síns. „Þótt hann sé búinn að vera mikið í sjónvarpi og svona er hann ekki með mikla reynslu í einleik, en það er talsvert erfitt listform. Ég dáist að honum því ég veit um hvað málið snýst,“ segir hann og þakkar Auddi sessunaut sínum pent fyrir hólið. Ekki klámsýning! „Eins og nafnið gefur til kynna fjallar Typpatal um typpi,“ segir Siggi. „En samt ekki á dónalegan hátt,“ tekur Auddi fram. „Ég hef verið spurður hvort þetta sé einhver klámsýning en svo er alls ekki.“ En er hægt að halda uppi um- ræðum í hálfa aðra klukkustund um typpi? „Ja, það er reyndar ekki allt um typpi eða hvað? Jú kannski kemur allt leikritið inn á typpi á einn eða annan hátt,“ viðurkennir Auddi. „Það er að mínu viti verið að fjalla á jákvæðan og vitrænan hátt um þetta líffæri sem skiptir svona miklu máli. Auðvitað er ekki hægt að kom- ast hjá því að grínast með það og þess vegna verður þetta svona skemmtilegt fyrir vikið,“ samsinnir Siggi. „Þetta er fyrir marga parta mjög áhugaverð umræða og höfund- urinn hefur kynnt sér málið mjög vel. Þetta er fræðandi og skemmti- legt umfjöllunarefni. Það hefði trú- lega verið ómögulegt að setja upp svona sýningu fyrir nokkrum árum, þá hefði hún þótt of dónaleg, en það þykir hún ekki í dag.“ Richard Herring, höfundur verks- ins, er lærður leikari í heimalandi sínu. Að sögn Sigga hefur Herring sjálfur flutt verkið á sviði og það hefur verið sýnt víða um heim við góðan orðstír. Einleikurinn er að miklu leyti byggður í kringum tölulegar upplýs- ingar sem eru niðurstöður könnunar sem Herring gerði á samlöndum sínum um allt mögulegt og ómögu- legt sem við kemur typpum. Jón Atli Jónasson snaraði textanum yfir á ís- lenska tungu en verkið er einnig að- lagað íslenskum raunveruleika þar sem þjóðþekktar persónur koma eitthvað við sögu auk Reðursafns Ís- lands svo fátt eitt sé nefnt. Glimrandi samstarf Þeir Auddi og Siggi segja æf- ingaferlið hafa gengið vel. „Við höfum tekið okkur reglulega frí inn á milli enda þarf að æfa verk af þessu tagi með smáhléum,“ segir Siggi. „Svo þurfti ég auðvitað að vera mikið heima og lesa og læra utanað allan þennan texta,“ segir Auddi. „Það mætti segja að ég hafi verið í starfi þjálfara en ég reyni að peppa Audda upp og gefa honum góð ráð. Þannig er nú starf leikstjórans,“ segir Siggi. „Hann hefur staðið sig mjög vel,“ fullyrðir Auddi. Það er því á öllu að heyra að sam- starf þeirra félaga hafi gengið snurðulaust fyrir sig. „Við þekktumst ekkert áður en þetta hefur gengið alveg rosalega vel. Þótt það sé aldursmunur á okk- ur er engin gjá á milli okkar nema síður sé,“ segir Siggi og Auddi tekur undir það. „Þótt við sýnum ekki nema þrjár sýningar hef ég þó grætt mikið á því að kynnast Sigga,“ segir hann. „ Ég er búinn að prófa að taka Kristján Ólafsson og Siggi er búinn að prófa að pissa á sig svo við erum búnir að sameina þættina okkar,“ bætir hann við og þeir skellihlæja. Audda þekkja margir frá uppá- tækjum sínum með Strákunum Sveppa og Pétri Jóhanni og í 70 mínútum. Hann er því hreint ekki óvanur því að koma fram op- inberlega en í þetta sinn mæðir óneitanlega meira á honum þar sem hann stendur einn á sviðinu allan tímann. „Ég hef verið í uppistandi sem hjálpaði mér talsvert og svo höfum við Sveppi verið veislustjórar í ýms- um veislum. Stóri munurinn á því og þessu er hinsvegar sá að ég þarf að læra allan þennan texta utan að og muna hvað kemur næst. Í uppi- standinu getur maður ráðið sjálfur hvað kemur næst og getur valið brandara eftir því hvernig salurinn er,“ segir hann um þessa frumraun sína á sviðinu. „Stór þáttur í sýningunni er þó auðvitað samspil Audda við áhorf- endur. Þótt hann sé búinn að læra allan þennan texta utan að er það sem gerir sýningu sem þessa hans samleikur við salinn. Engin sýning verður eins og það fer eftir hvernig stuði Auddi og salurinn eru í sam- an,“ segir Siggi. Auddi samsinnir þessu. „Ég hef til dæmis fundið fyrir því á síðustu tveimur æfingum að fólk hlær á mismunandi stöðum. Við- staddir grenja kannski úr hlátri á einum stað en næsta hópi stekkur ekki bros en hlær svo á allt öðrum stað,“ segir hann. Leikritið Píkusögur var sýnt hér á landi fyrir nokkrum árum við góðan orðstír. Er Typpatal andsvar við Píkusögum? „Kannski ekki andsvar heldur frekar karlkyns útgáfa af því,“ svar- ar Auddi. „Já, höfundurinn hefur sagt frá því að Píkusögur urðu hvatinn að því að hann réðst í gerð þessa verks. Auðvitað verðum við strákarnir að eiga okkar typpasögur,“ segir hann. Um tilurð Typpatals hér á landi segir Auddi að upphaflega hafi ákveðnir aðilar komið að máli við sig og kynnt sér verkið. „Ég las handritið á ensku og leist svona vel á það að það var ákveðið að slá til. Ég sá marga möguleika á hvernig væri hægt að gera þetta skemmtilegt,“ segir hann. „Svo var haft samband við mig og eftir að hafa lesið verkið og vitandi að Auddi ætlaði að vera með tók ég þetta að mér,“ segir Siggi um aðild sína að verkinu. „Þótt þetta sé mikið grínverk og mikið hlegið er samt kjöt á bein- unum og þá fyrst er gaman að gera eitthvað. Það er ekkert gaman að vera bara með eintóma vitleysu.“ „Þess vegna vildi ég líka fá Sigga til liðs við okkur því hann er mjög virtur og reyndur í þessum bransa. Ef fólk sér hans nafn við hefur það kannski minni áhyggjur af því að þetta sé einhver klámsýning með einhverri vitleysu,“ segir Auddi en þeir félagar hvetja sem flesta til að leggja leið sína á Typpatal á næstu dögum. „Við vonum til að þetta höfði til sem flestra. Þetta er nú reyndar ekki ætlað börnum og alls ekki lagt upp með það. En við vonum að allir hafi gaman að þessu, hvort sem fólk er með typpi eða ekki,“ segir Siggi að lokum. Talað um typpi Er hægt að halda tölu um typpi í hálfan annan klukkutíma? Birta Björnsdóttir komst að því og ræddi við þá Auðun Blöndal og Sigurð Sigurjónsson um málið. Auðunn Blöndal og Siggi Sigurjóns eru ánægðir með samstarfið. Morgunblaðið/Þorkell Auðunn Blöndal ræðir um typpi í hálfan annan klukkutíma í Typpatali. birta@mbl.is Typpatal verður frumsýnt á Nasa fimmtudaginn 24. nóvember næstkomandi. Miðasala er hafin í verslunum Skífunnar, BT Akureyri og BT Selfossi og á vefsíðunni midi.is. SNÆBJÖRN Brynjarsson heldur sýningu á verkum sínum í Galleríi Tukt í Hinu húsinu í dag og verður hún opnuð kl. 16. Að sögn Snæbjarn- ar má vænta einhverra veitinga, gjörninga og að sjálfsögðu fallegra listmuna. Hann segir að flest verkin séu unnin út frá nokkurs konar draumkenndu raunsæi með popp- kúltúrísku ívafi. Þetta er fyrsta einkasýning Snæ- björns en hann hefur aðallega feng- ist við ljóða- og leikritaskrif fram að þessu. Hann stundar nám við Listaháskóla Íslands. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.