Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 69 Jacquet, sem var einn af gestum hátíðarinnar, hreppir því verð- launagripinn Jökul II. Hryllingsmynd Eli Roth, Hostel, var hvorki gjaldgeng í kosningu né aðsóknarlista. Samstarf við Tarantino Eins og hefur væntanlega farið framhjá fáum heimsótti framleið- andi myndarinnar, Quentin Tarant- ino, landið í tengslum við sýningu myndarinnar. „Fullyrti hann að þetta væri langskemmtilegasta há- OKTÓBERBÍÓFEST er nú lokið og sóttu 15.500 manns hátíðina, sem hefur staðið yfir frá 26. októ- ber í Háskólabíói og Regnbog- anum. Ferðalag keisaramörgæsanna var valin besta mynd hátíðarinnar af gestum en hún var jafnframt að- sóknarmesta mynd hátíðarinnar. Myndin hefur notið mikilla vin- sælda víða um heim og þykir líkleg til að láta til sín taka á næstu Ósk- arsverðlaunahátíð. Leikstjóri þess- arar merku náttúrulífsmyndar, Luc tíð sem hann hefur nokkru sinni heimsótt og lýsti hann því yfir við okkur að hann vildi endilega starfa með Iceland Film Festival í fram- tíðinni,“ segir í tilkynningu. Í bí- gerð er tveggja daga kvik- myndahátíð í kringum áramótin þar sem Tarantino velur myndirnar úr einkasafni sínu. Það er því von á kappanum aftur til landsins en hann áætlar að ræða um mynd- irnar og svara spurningum áhorf- enda. Hér er um að ræða myndir sem hafa veitt honum innblástur og mótað hann sem kvikmyndargerð- armann. Kvikmyndir | Rúmlega 15.000 manns á Októberbíófest Áhorfendur kusu mörgæsirnar Fólk kann vel að meta mörgæsirnar seigu. ÁHORFENDUR KUSU: 1. Ferðalag keisaramörgæsanna 2. Kung Fu Hustle 3. Drabet 4. Aristocrats 5. Voces Inocentes AÐSÓKNARHÆSTU MYNDIR: 1. Ferðalag keisaramörgæsanna 2. Corpse Bride 3. Drabet 4. Adams Æbler 5. Guy X HLJÓMSVEITIN Gögl er hug- arfóstur hins mikilvirka læknis Lýðs Árnasonar á Flateyri og fleiri félaga. Þátt taka meðal annars kona Lýðs, Íris Sveinsdóttir, leikarinn Hinrik Ólafsson, hinn gamalreyndi upptök- umaður Pétur Hjaltested og svo söngvarinn Jón Rósmann Mýrdal. Gögl spila einskonar Íslands- söguskotið rokk og leita til myrkra miðalda eftir innblæstri. Lagatitlar á borð við „Gandreið“, „Útburður“, „Nárskviða“ og „Ógæfumenn“ segja sitthvað um innihaldið. Tónlistin er ekki ósvipuð því sem Þursaflokkurinn lagði fyrir sig og einnig liggja eð- alsveitir á borð við Jethro Tull og Fairport Convention ekki langt und- an. Sum lögin minna á Trúbrot eða Náttúru en þess má geta að Diddi fiðla leggur gjörva hönd á plóg í nokkrum lögum. Galdur og fjöl- kynngi einkenna texta og áferð tón- listar. Platan myndi vel virka sem bakgrunnstónlist við lestur á Vætta- tali Árna Björnssonar eða þá sem tónlist fyrir ógerða víkingamynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Metnaðurinn á bak við þetta verkefni leynir sér ekki, samkvæmt upplýsingum frá aðstand- endum liggur sjö ára vinna á bak við plötuna og eins og sjá má í kynningu þessa dóms tekur mikill fjöldi fólks þátt í henni. Þrátt fyrir þetta er töfra- máttur hennar ekki nema í meðallagi sterkur. Þannig er lögum plötunnar fylgt úr garði með sögubrotum sem eru fremur tilgerðarleg og þó að flest lagana falli að forminu til vel að um- fjöllunarefninu, vandlega skreytt með flautum, óbóum, sellóum og fornfálegum slaggígjum, staldra þau stutt við í hausnum. Er verst lætur eru lögin full þunglamaleg og þreytt. Söngurinn er líka oftast alltof upphaf- inn og ofurdramatískur. Undantekn- ingar eru þó á þessu. Andrea Gylfa- dóttir syngur lagið „Konan sem brann“ og gerir vel auk þess sem mel- ódía lagsins er sterk. „Verslunar- mannahelgin 1226“ er líka bráðgott en þessi tvö lög eru þau einu sem virki- lega ná að magna upp einhvern seið. Eins og segir er form plötunnar rækilega mótað, víkinga- og mið- aldastemmurnar eru ágætlega sann- færandi. Efniviðurinn sjálfur er bara helst til veikbyggður. Grillur og galdrar TÓNLIST Íslenskar plötur Lög og ljóð eru eftir Lýð Árnason, Írisi Sveinsdóttur, Björn Hjálmarsson og Unni Carlsdóttur. Söngvarar og hljóðfæraleik- arar eru Jón Rósmann Mýrdal, Hinrik Ólafsson, Vigdís Garðarsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Kór Laugarneskirkju, Sig- urbergur Kárason, Kingo Andersen, Pét- ur Hjaltested, Þorsteinn Gunnarsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Halldór Gunnar Pálsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Bolli Þórsson, Carl Johan Carlsson, Ólafur Flosason, Íris Sveinsdóttir, Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, Cecilia Magnúsdóttir, Guð- rún Guðmundsdóttir, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir, Hanna G. Kristinsdóttir, Önundur H. Pálsson, Hlynur Krist- jánsson, Reynir Traustason, Björn Thor- oddsen, Gunnar Gunnarsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Upptökustjórn og hljóð- blöndun var í höndum Péturs Hjaltested. Úgefandi er Í einni sæng ehf. Gögl – Frá Valhöll til himnaríkis  Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.