Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 69

Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 69 Jacquet, sem var einn af gestum hátíðarinnar, hreppir því verð- launagripinn Jökul II. Hryllingsmynd Eli Roth, Hostel, var hvorki gjaldgeng í kosningu né aðsóknarlista. Samstarf við Tarantino Eins og hefur væntanlega farið framhjá fáum heimsótti framleið- andi myndarinnar, Quentin Tarant- ino, landið í tengslum við sýningu myndarinnar. „Fullyrti hann að þetta væri langskemmtilegasta há- OKTÓBERBÍÓFEST er nú lokið og sóttu 15.500 manns hátíðina, sem hefur staðið yfir frá 26. októ- ber í Háskólabíói og Regnbog- anum. Ferðalag keisaramörgæsanna var valin besta mynd hátíðarinnar af gestum en hún var jafnframt að- sóknarmesta mynd hátíðarinnar. Myndin hefur notið mikilla vin- sælda víða um heim og þykir líkleg til að láta til sín taka á næstu Ósk- arsverðlaunahátíð. Leikstjóri þess- arar merku náttúrulífsmyndar, Luc tíð sem hann hefur nokkru sinni heimsótt og lýsti hann því yfir við okkur að hann vildi endilega starfa með Iceland Film Festival í fram- tíðinni,“ segir í tilkynningu. Í bí- gerð er tveggja daga kvik- myndahátíð í kringum áramótin þar sem Tarantino velur myndirnar úr einkasafni sínu. Það er því von á kappanum aftur til landsins en hann áætlar að ræða um mynd- irnar og svara spurningum áhorf- enda. Hér er um að ræða myndir sem hafa veitt honum innblástur og mótað hann sem kvikmyndargerð- armann. Kvikmyndir | Rúmlega 15.000 manns á Októberbíófest Áhorfendur kusu mörgæsirnar Fólk kann vel að meta mörgæsirnar seigu. ÁHORFENDUR KUSU: 1. Ferðalag keisaramörgæsanna 2. Kung Fu Hustle 3. Drabet 4. Aristocrats 5. Voces Inocentes AÐSÓKNARHÆSTU MYNDIR: 1. Ferðalag keisaramörgæsanna 2. Corpse Bride 3. Drabet 4. Adams Æbler 5. Guy X HLJÓMSVEITIN Gögl er hug- arfóstur hins mikilvirka læknis Lýðs Árnasonar á Flateyri og fleiri félaga. Þátt taka meðal annars kona Lýðs, Íris Sveinsdóttir, leikarinn Hinrik Ólafsson, hinn gamalreyndi upptök- umaður Pétur Hjaltested og svo söngvarinn Jón Rósmann Mýrdal. Gögl spila einskonar Íslands- söguskotið rokk og leita til myrkra miðalda eftir innblæstri. Lagatitlar á borð við „Gandreið“, „Útburður“, „Nárskviða“ og „Ógæfumenn“ segja sitthvað um innihaldið. Tónlistin er ekki ósvipuð því sem Þursaflokkurinn lagði fyrir sig og einnig liggja eð- alsveitir á borð við Jethro Tull og Fairport Convention ekki langt und- an. Sum lögin minna á Trúbrot eða Náttúru en þess má geta að Diddi fiðla leggur gjörva hönd á plóg í nokkrum lögum. Galdur og fjöl- kynngi einkenna texta og áferð tón- listar. Platan myndi vel virka sem bakgrunnstónlist við lestur á Vætta- tali Árna Björnssonar eða þá sem tónlist fyrir ógerða víkingamynd eftir Hrafn Gunnlaugsson. Metnaðurinn á bak við þetta verkefni leynir sér ekki, samkvæmt upplýsingum frá aðstand- endum liggur sjö ára vinna á bak við plötuna og eins og sjá má í kynningu þessa dóms tekur mikill fjöldi fólks þátt í henni. Þrátt fyrir þetta er töfra- máttur hennar ekki nema í meðallagi sterkur. Þannig er lögum plötunnar fylgt úr garði með sögubrotum sem eru fremur tilgerðarleg og þó að flest lagana falli að forminu til vel að um- fjöllunarefninu, vandlega skreytt með flautum, óbóum, sellóum og fornfálegum slaggígjum, staldra þau stutt við í hausnum. Er verst lætur eru lögin full þunglamaleg og þreytt. Söngurinn er líka oftast alltof upphaf- inn og ofurdramatískur. Undantekn- ingar eru þó á þessu. Andrea Gylfa- dóttir syngur lagið „Konan sem brann“ og gerir vel auk þess sem mel- ódía lagsins er sterk. „Verslunar- mannahelgin 1226“ er líka bráðgott en þessi tvö lög eru þau einu sem virki- lega ná að magna upp einhvern seið. Eins og segir er form plötunnar rækilega mótað, víkinga- og mið- aldastemmurnar eru ágætlega sann- færandi. Efniviðurinn sjálfur er bara helst til veikbyggður. Grillur og galdrar TÓNLIST Íslenskar plötur Lög og ljóð eru eftir Lýð Árnason, Írisi Sveinsdóttur, Björn Hjálmarsson og Unni Carlsdóttur. Söngvarar og hljóðfæraleik- arar eru Jón Rósmann Mýrdal, Hinrik Ólafsson, Vigdís Garðarsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Kór Laugarneskirkju, Sig- urbergur Kárason, Kingo Andersen, Pét- ur Hjaltested, Þorsteinn Gunnarsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Halldór Gunnar Pálsson, Sigurður Rúnar Jónsson, Bolli Þórsson, Carl Johan Carlsson, Ólafur Flosason, Íris Sveinsdóttir, Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, Cecilia Magnúsdóttir, Guð- rún Guðmundsdóttir, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir, Hanna G. Kristinsdóttir, Önundur H. Pálsson, Hlynur Krist- jánsson, Reynir Traustason, Björn Thor- oddsen, Gunnar Gunnarsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Upptökustjórn og hljóð- blöndun var í höndum Péturs Hjaltested. Úgefandi er Í einni sæng ehf. Gögl – Frá Valhöll til himnaríkis  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.