Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 54
Ég man mjög skýrt eftir fyrstu kynnum mínum af Sirrý. Ég var þá sex ára gömul, nýflutt á Unnarbrautina á Seltjarn- arnesinu og Sirrý bjó í næsta húsi við mig. Ég hef oft hugsað til þess síðar hversu mikil gæfa það var fyr- ir mig að hafa orðið nágranni henn- ar Sirrýjar svo margra hluta vegna. Þarna á Unnarbrautinni kynntist ég ekki bara henni Sirrý heldur líka æskuvinkonu minni og dóttur henn- ar, Sirrý yngri, vinskapur sem hald- ist hefur æ síðan. Æskuárin eru samofin minning- um um Sirrý stóru, eins og ég kall- SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. nóvem- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu í kyrrþey 9. nóvem- ber. aði hana oft til að- greiningar frá vinkonu minni og varð heimili hennar fljótt mitt annað heimili enda urðum við vin- konurnar óaðskiljan- legar. Ég man vel eft- ir því þegar ég kom í fyrsta skipti heim til hennar, heimilið var svo fallegt og fjöl- skyldan horfði forvitin á þessa litlu hnátu sem flutt var í næsta hús. En ég man þó ekki síst eftir því hvernig hún Sirrý tók á móti mér af hlýju og virðingu og með okkur varð strax mikil vin- átta. Sirrý var afar glæsileg kona, sannkölluð hefðarkona. Hún var fagurkeri og hafði yndi af fallegum hlutum og húsgögnum sem hún kom fyrir af mikilli smekkvísi. Heimili hennar var allt í senn fal- legt, hlýlegt og iðandi af fjöri. Það varð athvarf barna hennar og vina þeirra og því oft mjög margt um manninn. En það þótti Sirrý best, hún vildi hafa sína í kringum sig enda leið öllum vel hjá henni. Sirrý var alltaf mjög fallega klædd og hafði sinn eigin stíl. Myndin af Sirrý er mjög sterk og upp í hugann kem- ur stóri barðahatturinn, hárgreiðsl- an, græni augnskugginn og skart- gripirnir. Það var ekki annað hægt en að horfa á hana aðdáunaraugum. Sirrý var mikil húsmóðir og lék allt í höndunum á henni, hvort sem það var handavinna eða matargerð og man ég vel eftir matnum og kök- unum sem hún bjó til, lystugt og fallega borið fram. Sirrý gerði lítið úr eigin afrekum enda hógvær kona. Henni leið best heima í faðmi fjölskyldunnar sem hún vildi allt fyrir gera. Það var alltaf gaman að spjalla við Sirrý, enda var hún mjög ákveðin í skoðunum og hafði sterka sýn á hlutina. En fyrst og fremst var Sirrý heilsteypt, traust og góð- hjörtuð kona sem alltaf var tilbúin til að rétta öðrum hjálparhönd. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sirrý og hafa not- ið ástríkis hennar sem hún veitti mér ómælt af. Hún var mér eins og móðir og veitti mér gott veganesti út í lífið sem ég mun alltaf búa að. Blessuð sé minning þessarar sóma- konu. Guð geymi hana. Sigríður Auður. ✝ Hans Jørn Hin-richsen fæddist í Sønderborg í Danmörku. 14. jan- úar 1941. Hann andaðist í Ósló í Noregi 1. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karen og Fritz Hinrichsen veitingamaður, þau ráku Dansk Folke- hjem á Suður-Jót- landi. Hans var næst elstur þriggja bræðra. Niels er elstur og býr í Kaupmannahöfn með fjölskyldu sinni en yngsti bróðirinn Jens býr í Rio de Janeiro í Brasilíu ásamt fjölskyldu sinni. Hans kvæntist Annette og eignuðust þau börnin Nikolaj og Petrine. Fjölskyldan fluttist frá Danmörku 1977 til St. Thomas þar sem Hans rak hótel og veit- ingarekstur. Þau slitu samvist- um. Annette býr í dag í Ft. Lauder- dale, Petrina býr þar einnig ásamt eiginmanni sínum og Nikolaj býr í New York ásamt eiginkonu sinni. Sambýliskona Hans er Sólveig Hákonardóttir. Hans var mat- reiðslumeistari og vann sem slíkur alla tíð víðsvegar um heiminn. Hann vann við hótelrekstur á Ba- hamaeyjum 1995 þegar hann kynnist Sólveigu og saman unnu þar við hótel- og veitingarekstur í Dóminikanska lýðveldinu, á Bahamaeyjum, á Íslandi og í Noregi. Minningarathöfn um Hans var í Reykjavík 10. nóv- ember. Útför Hans fer fram í Flórída í dag. Hans var minn kærasti og besti vinur í tæp tíu ár. Hann var boðberi ævintýrisins. Ævintýrið er annað hvort, að lesa það eða taka þátt í því. Það gerðum við frá fyrstu stundu, er þessar tvær ævintýrasálir fundu hvor aðra falleg- an vetrardag i Stokkhólmi og flögr- uðum síðan víða um heim og nutum saman. Hans starfaði alla tíð við veitinga– og hótelrekstur enda flinkur veitinga- maður og kunni að tala við gesti og gangandi, hvort heldur var á sjó eða í landi, hann var fagmaður góður, kunni allar siðareglur, var skipulagð- ur og góður leiðtogi. Hans var hlýr og tilfinningaríkur, hann var opinn fyrir nýjungum, ávallt tilbúinn að hlusta. Hann hafði sterka réttlætiskennd, var alltaf hreinn og beinn. Allir vissu hvar þeir höfðu hann en hann mátti ekkert aumt sjá, var sannur mannvinur. Hans hafði einstaklega lifandi og skemmtilegan frásagnarhæfileika, hann hreif alla með sér í sögustund, elskaði lífið og lifði því lifandi með öðrum, var hrókur alls fagnaðar. Hann var sannkallaður „ævintýra- maður“. Hann elskaði siglingar frá blautu barnsbeini og ferðalög til að kynnast öðrum þjóðum og víkka sjón- deildarhringinn, var óhræddur við að takast á við ný verkefni og klífa bratt- ann, og hann leit ávallt fram á veginn. Matreiðslu og þjónustu lærði hann í Kaupmannahöfn, London og París. Hans byrjaði ævintýri lífs síns þeg- ar hann og fluttist frá Kaupmanna- höfn 1977 með þáverandi konu og tvö dásamleg börn til St. Thomas, en þar kom þekking hans að góðu við hótel- og veitingarekstur, ásamt siglingum um Karíbahafið. Hans notaði sér þekkingu sína við störf á ýmsum stöðum bæði í Evrópu en lengst af í Bandaríkjunum, t.d. í Laguna Beach í Kaliforníu, í fjalla- héruðum í Oregon, í Ft Lauderdale, á Bahamas, í Dóminíska lýðveldinu, í Ósló og að ógleymdu Íslandi, sumar- hótel Mývatn 2000 og seinna sveithót- elið Sveinbjarnargerði 2004 sem voru honum dýrmætar og ógleymanlegar minningar. Fyrst kom hann til Íslands um 1960 og vann þá í danska sendiráðinu. Hann heillaðist strax af landi og þjóð. Hér á landi undi hann sér einkar vel og reyndi að tileinka sér íslenska tungu – en hann var mikill málamað- ur – íslenskan hans var dásamleg blanda og nýtti hvert tækifæri til að tala íslensku. Ungir sem aldnir skildu hann og hann skildi þá. Hans var „heimsmaður“, kurteis og fágaður – hann kunni að umgangast fólk og hreif fjölskyldu mína, vini, vinnufélaga og nágranna með sinni glöðu og frjálslegu framkomu. Hans elskaði barnabörnin mín og reyndist þeim eins og sannkallaður afi og besti vinur. Hans fékk mjög slæmt hjartaáfall fyrir fimm áum en það stærsta kom nú í september og það síðasta í nóv- ember og hann vaknaði ekki aftur. Hans var einn besti maður sem ég hef kynnst, hann gaf mér svo ótrúlega mikið og kynnti mig fyrir lifandi æv- intýrum, kenndi mér að lifa núna og njóta. Leiðarljós okkar var: Gríptu tæki- færin, við lærum af notuðum tækifær- um. Njótum notaðra tækifæra og grátum ónotuð tækifæri. Ég vil þakka honum fyrir að leyfa mér að vera þátttakandi í ævintýrinu og að kynnast lífinu með hann sem lærimeistara. Það er ógleymanlegt. Eins og við sögðum svo oft: Þetta voru okkar bestu og skemmtilegustu ævintýraár. Enginn skilur augnablikið, fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun, fyrr en henni er lokið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin. (Gunnar Dal.) Hans, þú varst ævintýrið og ég elskaði þig. Þakka þér samfylgdina og hvað þú varst barnabörnum mínum og fjölskyldu. Þú verður minn vegvís- ir og minning. Þín leiðsögn gegnum lífið. Elsku vinur, hvíl í friði. Sólveig Hákonardóttir. Þegar okkur barst fregnin um an- dát vinar okkar, Hans Jörn Hinrich- sen, setti okkur hljóð. Hans Jörn hafði átt við vanheilsu að stríða en það var fjarri lagi að við héldum að hann væri á förum til annarra heima. Að- eins fáum dögum áður en hann lést spjölluðum við saman í síma og mælt- um okkur mót næstu helgi þar á eftir. Fyrst ætlaði hann að bregða sér til Danmerkur með danska bátnum og síðan var ætlunin að við myndum snæða saman og gleðjast eins og við ætíð gerðum þegar fundum okkar bar saman. En af því varð ekkert í þetta skiptið. Þegar maður sest niður og lætur hugann reika um stundirnar með Hans Jörn er stutt í brosið. Við Inga kynntumst honum þegar vinkona okkar, Sólveig Hákonardóttir, kom með hann í heimsókn til okkar, í Nor- egi sumarið 1998. Áður en það gerðist höfðum við skroppið yfir Kattegatið með danska bátnum þar sem við keyptum inn veisluföngin sem við ætl- uðum að bjóða Hans Jörn og Sollu upp á. Þar á meðal voru kalk- únabringur sem við vorum ekki alveg klár á hvernig best væri að tilreiða fyrir gestina. Þar sem Sólveig er mat- reiðslumeistari sóttum við ráð í smiðju hennar. Ekki stóð á ráðunum. Við áttum að láta kalkúnabringurnar kyrrar liggja því Hans Jörn væri sér- fræðingur í kalkúnum. Hann myndi sjá um steikina. Þetta þótti okkur sjálfsagt skrítið þar sem við höfðum aldrei boðið fólki í mat og látið það sjá um matreiðsluna. En það fór nú svo að um leið og kappinn hafði kynnt sig sagði hann að honum hefði verið tjáð að hann ætti að sjá um steikina og spurði hvar eldhúsið væri. Þannig hófust kynnin og í þessum anda voru allar okkar samverustundir. Alltaf eitthvað óvænt og spennandi dúkkaði upp. Meðan Hans Jörn var í Noregi vann hann á hinum ýmsu veitinga- stöðum og hótelum. Meðal annars var hann yfir eldhúsinu á Mortens Kro sem er vel þekktur og vinsæll veit- ingastaður rétt utan við Ósló. Þangað fékk hann marga íslenska matreiðslu- menn til starfa. Hann sagði gjarnan að þeir væru bæði betri og miklu dug- legri en þeir norsku. Hans starfaði á sínum tíma í danska sendiráðinu í Reykjavík. Þá þegar hreifst hann af landi okkar og þjóð og vildi gjarnan kynna íslenskar sjávarafurðir fyrir bæði Norðmönn- um og öðrum Evrópubúum. Hans og Sólveig bjuggu á efstu hæð í háhýsi við Munkedamsveien í Ósló. Þangað lá leið okkar oft og nut- um þá gjarnan mikillar gestrisni þeirra beggja. Hans Jörn hafði unun af því að taka á móti gestum og gat margur maðurinn lært af honum á þeim vettvangi. Hann kunni sig manna best í samkvæmum þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Hann var hafsjór af bröndurum og sá gjarn- an gamansamar hliðar á flestum mál- um. Ófáar stundir sátum við Hans Jörn á svölunum á Munkadamsveien og spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar. Við ræddum um ljúfa lífið á eyjum Karíbahafsins og hve stál- heppnir við værum með lífsförunauta okkar. Þar nefndi hann einnig oft áhuga sinn á að flytja út íslenskar úrvals sjávarafurðir sem hann vildi selja til bestu veitingastaða Noregs. Meðan Hans Jörn dró lífsandann hafði hann alltaf eitthvað á prjónunum sem hann langaði að hrinda í framkvæmd. En því miður bilaði heilsan fyrir aldur fram og því varð minna úr fram- kvæmdum en áhugi og efni stóðu til. Barnabörn Sólveigar, Lúkas Máni og Lilja Sól, voru afar hænd að Hans Jörn og það fór ekki á milli mála að honum þótti mikið til þeirra koma. Hann spjallaði gjarnan um hvað hann og Sólveig ætluðu að gera með þeim þegar þau kæmu í heimsókn til ömmu og „afa“. Hann var einnig mjög stolt- ur af börnum sínum, Petrine, lækni í Flórída, og Nicolai, lögfræðingi í New York, og gladdist yfir því þegar þau ætluðu að skreppa í heimsókn yfir Atlantshafið. Nú þegar Hans Jörn vinur okkar er allur situr maður hljóður og hugsar um þau ár sem við áttum með honum. Söknuðurinn er mikill en minningin er björt og stutt er í brosið í hvert sinn sem þessi danski matreiðslusnill- ingur og lífskúnstner bankar á dyr hugans. Við Inga þökkum Hans og Sólveigu ómetanlegar samverustund- ir. Þau gáfu okkur meira en þau geta ímyndað sér og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Við vottum Sól- veigu og börnum Hans Jörn okkar dýpstu samúð. Guðni og Inga. Íslandsvinurinn Hans Jørn Hin- richsen er látinn. Hann kom til Ís- lands fyrir mörgum árum síðan og leið hans lá hingað æ síðan. Til litlu eyjunnar í norðri, en þangað tengdist hann ástarböndum, eftir að hann kynntist unnustu sinni, Sólveigu Há- konardóttur og vegna þessarra tengsla fengum við nágrannar hennar í Sóltúni 30 á efstu hæð, að kynnast honum fyrir nokkrum árum síðan. Hans Jørn var heimsmaður og stakur heiðursmaður. Hann hafði ferðast víða og búið í mörgum lönd- um, var fróður um menn og málefni og sagði fallega frá á sinni hljómfögru dönsku. Hann féll einstaklega vel í hóp nágranna sem elska danska menningu og naut hann góðs af því margsinnis, því dönsk tónlist og dönsk ljóð stóðu honum ávallt til boða, ásamt ánægjulegum viðræðum, sem voru í senn á heimsmælikvarða og var það ekki síst honum að þakka. Hann var dagfarsprúður maður, glæsimenni, heimsborgari. Allt í senn og hann hafði áhuga á öllu sem var ís- lenskt og vann hann hér stundum störf sem tengdust hótelrekstri og þá sem framreiðslumaður, meðal annars í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði og undi hann hag sínum þar vel. Þótti vænt um fólkið þar. Elskaði landið. Føl ikke sorg når svanerne flyver forbi fordi deres vinger bærer vores håb. Om end du føler savn i hjertet så tænk på hvor frie de er og smukke og måske når vi dør får vi blive til svaner og snakken om englevinger er snakken om svanernes vinger der bærer os frem mod evighedens grænser. (Anna S. Björnsdóttir.) Við hérna í Sóltúni 30 söknum vinar í stað. Við kveðjum Hans Jørn með söknuði og óskum honum velfarnaðar á nýjum lendum. Við brosum gegnum tárin. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga, en minningarnar verma um ókomna tíð. Megi hann vera Guði að eilífu falinn og við vottum Sólveigu vinkonu okkar, innilega samúð við fráfall hans. Anna, Hilda, Óla Steina, Sigurlaug og Jens. Búferlaflutningar einu sinni enn, ævintýravinur minn Hans. Já, rétt eins og í svo mörgum æv- intýrum heita sögupersónurnar Hans og þú varst enn einn. Dansk-ameríski Hans vinur minn og okkar allra sem kynntumst þér í gegnum Sólveigu Hákonardóttur vin- konu þína. Glæsimennið, ævintýramaðurinn með svo ótal margar hugsjónir í far- teskinu og alltaf tilbúinn að rata á vit nýrra ævintýra en helst alltaf í fylgd með Sólveigu. Hótelrekstur á Bahamaeyjum eða meistarakokkur í Mývatnssveit og Sveinbjarnargerði með smá viðkomu þegar þið bjugguð í Ósló og smásveifl- um til Ameríku. Alltaf jafn bjartsýnn á lífið og til- veruna og allra manna hugljúfi. Þú hittir glæsikonuna, heimskon- una, vinkonu mína Sólveigu Hákonar- dóttur í boði í Stokkhólmi og það urðu örlög seinni hluta lífs þíns. Sólin rís í austri og sest í vestri og þannig var líf þitt með Sólveigu. Hún var sólin í lífi þínu, en það kom að því að hún vildi flytja heim til Ís- lands meðan þú varst enn á báðum áttum um hvar þitt sólarlag yrði. Stundum ganga því ekki allir hlutir upp í eina heild og þannig var það með ykkur þó vinskapurinn slitnaði aldrei og veit ég að hún metur það óend- anlega hversu góður þú varst barna- börnunum hennar og öldruðum for- eldrum og eins mátu þau þig mikils, systur hennar og þeirra fjölskyldur. Þú eignaðist líka marga vini hér á Íslandi og ótrúlegt hvað þú náðir að skilja málið þrátt fyrir stutta dvöl í hvert skipti. Þú kvaddir þennan heim í Ósló, en þín stærsta ósk síðustu vikur var að koma til Íslands en sökum heilsu- brests var það ekki mögulegt. Sólin þín sá samt til þess að þínar jarðnesku leifar, askan þín, kom með henni frá Ósló til Reykjavikur og þú dvaldir hér með okkur einn sólar- hring áður en þú lagðir upp í þína hinstu ferð héðan og til barnanna þinna og þeirra fjölskyldna í Amer- íku. Við kvöddum þig vinir hér á Íslandi með minningarathöfn á heimili Sól- veigar með brosi á vör í þínum anda og minntumst allra góðu stundanna með þér. Hægan! ástin mín sefur: haustblærinn kom inn um gluggann og vaggaði henni í ró. Hægan hægan! ástina mína dreymir: hún ekur í gullkerru um vetrarbrautina stjörnur syngja henni söng. Hægan hægan hægan! ástin mín sefur ástina mína dreymir og nú vaknar hún aldrei framar aldrei aldrei framar. (Jóhannes úr Kötlum.) Guð blessi minningu Hans Jørn. Bryndís Torfadóttir. HANS JØRN HINRICHSEN 54 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.