Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, hefur komið upp leynilegum miðstöðvum í rúmlega 20 ríkjum, sem nýttar eru í „hnattræna stríðinu gegn hryðjuverkaógninni“. Miðstöðvar þessar eru í Evrópu, Asíu og Mið-Austurlöndum og eru reknar í samvinnu við þarlend stjórnvöld. Þetta kemur fram í grein, sem birtist í gær í bandaríska dagblaðinu The Washington Post. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn leyni- þjónustunnar segja miðstöðvar þessar nefnast „Counterterrorist Intelligence Centers“ á enskri tungu, sem þýða mætti sem „leyniþjón- ustumiðstöðvar gegn hryðjuverkastarfsemi“. Miðstöðvarnar eru hins vegar með öllu ótengd- ar þeim leynilegu fangelsum, sem leyniþjón- ustan rekur og ganga undir samheitinu „svörtu staðirnir“ (e. „black sites“) á máli innvígðra. Fram hefur komið í fréttum The Washington Post að CIA hafi rekið slík fangelsi í átta erlend- um ríkjum á ýmsum tímaskeiðum. Um 3.000 handteknir eða drepnir Heimildarmenn blaðsins segja að leyniþjón- ustumiðstöðvarnar sé að finna í ríkjum á borð við Úsbekistan og Indónesíu, sem Bandaríkja- menn hafa oftlega gagnrýnt fyrir mannrétt- indabrot. Raunar hafa samskipti Bandaríkj- anna og Úsbekistan farið ört versnandi á undanliðnum mánuðum og mun það samstarf því heyra sögunni til. CIA hefur einnig komið sér upp slíkri aðstöðu í Evrópu m.a. í Frakk- landi. Þar er rekin eina miðstöðin þar sem fólk af ólíku þjóðerni starfar saman að því að verjast hryðjuverkaógninni. Þessi miðstöð skipuleggur aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum um heim allan en í henni starfa m.a. sérfræðingar frá Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Kanada og Ástralíu að sögn heimildarmanna The Wash- ington Post. Í frétt blaðsins kemur og fram að nánast í öll- um þeim tilfellum sem hryðjuverkamaður hefur verið handtekinn eða drepinn utan Íraks á und- anliðnum árum hafi verið um að ræða samstarf CIA og erlendra leyniþjónustustofnana. Að- stoðarforstjóri CIA upplýsti á lokuðum þing- nefndarfundi í Washington fyrr í ár að þar ræddi alls um rúmlega 3.000 manns. Hugmyndin á bak við svipaðar stöðvar sem notaðar vou í Rómönsku Ameríku var ekki síst sú, að komast hjá samstarfi við spillta lögreglu- foringja og leyniþjónustumenn í viðkomandi ríkjum með því að fá leiðtoga þeirra til að skipa tiltekna einstaklinga sem samstarfsmenn Bandaríkjastjórnar í „eiturlyfjastríðinu“ svo- nefnda. Með því móti gátu viðkomandi snið- gengið þær stofnanir, sem þeir áttu strangt til tekið að heyra undir. Í miðstöðvum leyniþjónustunnar taka fulltrú- ar Bandaríkjastjórnar og samstarfsmenn þeirra frá viðkomandi ríki ákvarðanir um hvenær og hvernig handtaka beri tiltekinn, meintan hryðjuverkamann. Þar er einnig tekin ákvörðun um hvort flytja beri viðkomandi til annars lands þar sem hann sæti varðhaldi og yfirheyrslum. Ný ógn kallar á nýja nálgun Heimildarmenn The Washington Post segja nýju CIA-miðstöðvarnar til marks um þá grundvallarbreytingu, sem orðið hafi á starf- semi stofnunarinnar frá því að George W. Bush forseti lýsti yfir „hnattrænu stríði gegn hryðju- verkamönnum“ eftir árásina á Bandaríkin haustið 2001. Í stað þess að leitast við að ráða njósnara sé nú lögð megináhersla á samstarf við stjórnvöld í öðrum ríkjum. Þessi breyting feli í sér að Bandaríkjamenn þurfi að eiga samstarf við ríki og ráðamenn, sem þeir hafi áður gagn- rýnt eða hundsað. Barátta gegn sameiginlegum óvini kalli á slíka nálgun. Segja viðmælendur blaðsins að þessi nýja stefna hafi skilað mestum árangri í „hryðjuver- kastríðinu“. Í miðstöðvunum sé og að finna háþróaðan njósna- og hleranabúnað auk þess sem tölvur séu beintengdar gagnagrunni CIA. Þannig hafi starfsmenn t.a.m aðgang að upplýs- ingum, sem fengist hafi með hlerunum og ein- ungis nánustu bandamenn Bandaríkjastjórnar hafi fengið vitneskju um á árum áður. Aðgerðir í rúmlega 80 ríkjum Miðstöðvunum var komið upp í forstjóratíð George Tenets hjá CIA. Rekstur tveggja þeirra fyrstu hófst seint á síðasta áratug og var þeim einkum ætlað að fylgjast með ferðum hryðju- verkamanna frá Sádi-Arabíu, Jemen, Egypta- landi og Tétsníu til Bosníu og annarra hluta þá- verandi Júgóslavíu. Einhverjir þessara manna voru handteknir áður en þeir náðu að uppfylla það markmið sitt að taka þátt í bardögum þar. Nokkrum dögum eftir árásina á Bandaríkin 11. september 2001 kynnti Tenet fyrir Bush for- seta áætlun, sem m.a. fól í sér aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í meira en 80 ríkjum auk þess sem lagt var til að ráðist yrði inn í Afgan- istan í því skyni að uppræta helsta vígi Al- Qaeda-hryðjuverkanetsins. Við vinnslu greinar The Washington Post var talað við rúmlega 20 núverandi og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónustunnar. Talsmenn CIA vildu á hinn bóginn ekki tjá sig um greinina. Rúmlega 14.000 fangar Breska dagblaðið The Guardian greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn hefðu alls hand- tekið meira en 80.000 manns frá því að flugu- menn Osama bin Laden réðust á Bandaríkin. Hafði blaðið eftir talsmanni bandaríska varn- armálaráðuneytisins að fólk þetta hefði verið geymt í fangelsum m.a. í Afganistan og á Kúbu. Embættismenn í Írak og Bandaríkjunum, sem blaðið ræddi við, sögðu að Bandaríkjamenn hefðu nú a.m.k. 14.500 manns á valdi sínu, sem handteknir hefðu verið í nafni „hryðjuverkastr- íðsins“ hnattræna. Nú væru um 500 fangar geymdir í Guantánamo á Kúbu og 13.814 væri að finna í fangelsum í Írak. CIA fær aðstoð í hryðjuverkastríði Leynilegum miðstöðvum komið upp í yfir 20 ríkjum, að sögn Washington Post Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Reuters Herflugvél í flugtaki við Son Sant Joan- flugvöllinn á Mallorca á Spáni. Spænskur dómari kannar nú hvort CIA hafi notað völl- inn í fangaflutningunum umdeildu. ’Þar er einnig tekin ákvörðunum hvort flytja beri viðkom- andi til annars lands þar sem hann sæti varðhaldi og yf- irheyrslum. ‘ Róm. AP. | Ríkisstjórn Ítalíu lagði í gær fram frumvarp, sem miðar að því að fjölga stórlega konum á þingi. Innan við tíu prósent ítalskra þingmanna eru kon- ur og er hlutfallið óvíða jafn lágt í Evrópu. Ráðherra jafnréttismála á Ítalíu, Stefania Prestigia- como, sem sést hér á mynd- inni, er ein fárra kvenna á þingi. Hljóti frumvarpið blessun þingheims eru um- talsverðar líkur á að breyting verði þar á. Samkvæmt frum- varpinu verða stjórn- málaflokkar, sem bjóða fram í kosningum á landsvísu, skyldaðir til að tryggja að konur séu þriðjungur fram- bjóðenda. Næstu þingkosn- ingar eru fyrirhugaðar á Ítal- íu vorið 2006. Þeir flokkar, sem ekki uppfylla skilyrðið, munu þurfa að greiða sekt. Hundsi flokkar lögin ítrekað verður þeim bannað að bjóða fram lista. Vilja fjölga þingkonum á Ítalíu Reuters Vín. AFP. | Breski sagnfræðingurinn David Irving, sem hefur haldið því fram að helför nasista gegn gyðing- um í seinni heimsstyrjöldinni hafi aldrei átt sér stað, var handtekinn í Austurríki sl. föstudag. Irving var í kjölfarið settur í gæsluvarðhald en lögreglan í Vín gaf út handtökuskip- un á hendur honum árið 1989 vegna fullyrðinga hans sem varða við lög í landinu. Irving gæti átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Hann er afar um- deildur sagnfræðingur og er sakaður um að afsaka hermdarverk nasista með fullyrðingum sínum. Í réttar- höldum í máli hans, þar sem hann var sakaður um ærumeiðingar, árið 2000 hélt hann því fram að frásagnir af gasklefum í fangabúðum nasista hafi verið helber skáldskapur. Irving tapaði málinu og sagði dómarinn sagnfræðinginn vera afar virkan í því að reyna að sýna fram á að helförin hefði aldrei átt sér stað. Talið er að nasistar hafi látið myrða sex milljónir gyðinga og yfir milljón sígauna í fangabúðum sínum. Umdeildur sagnfræð- ingur handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.