Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæð- inu heldur áfram að hækka. Það hækkaði um 0,8% að meðaltali í októ- bermánuði frá mánuðinum á undan. Verð á sérbýli hins vegar lækkaði lít- ilsháttar, en hækkaði á fjölbýli. Verðið að meðaltali hefur þá hækkað um 1,1% síðustu þrjá mán- uði, 9,2% síðasta misserið og hækk- unin síðustu tólf mánuðina nemur 36,4%. Þetta kemur fram þegar vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er skoðuð en hún sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, en íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetra- verð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæð- is. Þegar hins vegar sérbýlið er skoð- að annars vegar og fjölbýlið hins vegar kemur í ljós að sérbýli lækkar um 1,3% milli mánaða, en verð á íbúðum í fjölbýli hækkar hins vegar um tæplega 1,6% milli september og október. Sérbýli lækkar um 1,3% í verði milli mánaða LEIKARINN góðkunni sir Roger Moore er væntanlegur til landsins um mán- aðamótin. Hann er þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í fjölmörg- um kvikmyndum. Moore hefur starfað sem velgjörð- arsendiherra UNICEF síðan í ágúst 1991 og kemur hingað í þeim erindagjörðum að vera viðstaddur undirritun styrkt- arsamningsins 1. desember nk. Ekki verður að svo stöddu gefið upp hvaða fyr- irtæki eiga í hlut, en um er að ræða öflug íslensk fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til að bæta líf barna í þróun- arlöndunum, segir í frétt frá UNICEF. Meðan á heimsókn Moores stendur mun hann einnig líta á jólakortasölu UNI- CEF á Íslandi. Hún var ein fyrsta fjár- öflun meðal almennings sem samtökin efndu til og er enn stór tekjulind þeirra. Moore hefur á þeim rúmum fjórtán ár- um sem hann hefur starfað sem velgjörð- arsendiherra UNICEF farið víða og látið gott af sér leiða. Meðal annars til Mexíkó, Slóveníu, Makedóníu, Gana, Indónesíu, Japans, Kóreu og nú síðast Indlands. Sir Roger Moore veitir ungri flóttastúlku í Kósóvó eiginhandaráritun. Roger Moore á leið til Íslands SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur komist að ákvörðun um sam- runa 365 ljósvakamiðla og Saga film, en fyrrnefnda fyrirtækið keypti allt hlutafé í Saga film í júlí sl. Eftirlitið telur samrunann hafa skaðleg áhrif á samkeppni og setur fram skilyrði í átta liðum, sem eig- endur 365 ljósvakamiðla hafa fallist á að uppfylla. Samkeppniseftirlitið telur þessa aðila hafa það sterka stöðu á sínum mörkuðum að grípa þurfi til íhlut- unar til að koma í veg fyrir sam- keppnishömlur sem samruninn feli í sér. Þannig hafi Saga film yfir- burðastöðu í framleiðslu sjónvarps- efnis. Helsta skilyrðið sem samkeppn- isyfirvöld setja er að fullur rekstr- arlegur og stjórnunarlegur að- skilnaður verði á milli 365 ljósvakamiðla annars vegar og Saga film hins vegar. Stjórnar- menn, starfsmenn og eigendur að meira en 1% hlut í 365 ljósvaka- miðlum og/eða tengdum fyrirtækj- um mega ekki sitja í stjórn eða varastjórn Saga film. Gildir þetta einnig um maka og skyldmenni. Þá er stjórnendum og starfsmönnum þessara fyrirtækja óheimilt að miðla upplýsingum sín á milli um viðskipti eða viðskiptahugmyndir hvors aðila. Eiga þeir að undirrita sérstaka yfirlýsingu um þagnar- skyldu og trúnað og afrit send Samkeppniseftirlitinu. Meðal annarra skilyrða þá er Saga film óheimilt að synja þeim sem þess óska um framleiðslu á dagskrárefni, auglýsingum eða leigu á tækjabúnaði, nema ríkar málefnalegar ástæður séu forsenda synjunar. Þá er 365 ljósvakamiðl- um og Saga film óheimilt að tvinna saman viðskipti um birtingu aug- lýsinga í fjölmiðlum 365 annars vegar og framleiðslu eða önnur kaup á auglýsingaefni hjá Saga film hins vegar. Samruni 365 ljósvakamiðla og Saga film hefur skaðleg áhrif á samkeppni Samkeppnisyfirvöld fara fram á fullan aðskilnað Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Meira á mbl.is | itarefni HANN hefur trúlega áhuga á því að gerast flugmaður í framtíðinni, ungi snáðinn á leik- skólanum Álfasteini, sem reyndi sitt besta til að koma þessari heimasmíðuðu flugvél á loft þegar ljósmyndari leit í heimsókn í gær. Ekki er líklegt að flugferðin hafi varað lengi, þrátt fyrir aðstoð nærstaddra við þessa tilraun til flugtaks, en það skiptir ekki öllu þegar andinn kemst á loft. Morgunblaðið/Golli Flogið um loftin blá í huganum ÞAÐ var ekki sama í gær hvort keypt var í matinn í Bónus eða Krónunni fyrir hádegi eða eftir hádegi. Verð lækkaði og hækkaði í kringum hádegið í kjölfarið á verðkönnun sem Morgunblaðið gerði tvisvar í Krón- unni og tvisvar í Bónus. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að verð hafi verið lækkað í Bónus í kjölfar verðlækk- unar sem gerð hafi verið í Krónunni á með- an verðkönnun stóð yfir. Árni Þór Frey- steinsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir hins vegar að ákveðið hafi verið í fyrra- kvöld að lækka verð á sumum vörutegund- um í gær. Þær verðbreytingar hafi ekki allar skilað sér á sama tíma í verslanirnar. Lítill verðmunur var á vörukörfunni í Krónunni og Bónus. | 34 Lágvöruverðsverslanir Tíðar verð- breytingar ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.