Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hvað finnst þér? Kæri Kópavogsbúi Þín skoðun skiptir máli! Íbúaþing í Lindaskóla, í dag, 19. nóvember Sjá nánar um dagskrána á www.kopavogur.is Líttu inn milli kl. 10-16 M IX A • fí t • 5 0 9 8 8 FORSÆTISRÁÐHERRA Sri Lanka, vinstrimaðurinn Mahinda Rajapakse, sigraði í forsetakosning- um sem fram fóru á fimmtudag. Hlaut hann rétt rúman helming at- kvæða. Stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn krafðist þess í gær að kosningarnar yrðu endurteknar í norðurhluta landsins þar sem upp- reisnarmenn samtaka tamíla-tígr- anna svonefndu, sem nefnast Frels- istígrar Tamil Eleam, eru sagðir hafa beitt hótunum til að koma í veg fyrir að fólk mætti á kjörstað. Seinna kjörtímabili núverandi for- seti, Chandrika Kumaratunga, lýkur eftir tvær vikur ef úrslitin verða látin standa. Rajapakse sigraði naumlega í kosningunum, samkvæmt opinber- um tölum sem birtar voru í gær- morgun, fékk 50,3%. Fyrrverandi forseti, Ranil Wickremesinghe, sem er stuðningsmaður markaðshyggju og einkavæðingar, fékk 48,4%. Rajapakse er sósíalisti, fyrrver- andi kvikmyndastjarna og fagnaði 60 ára afmæli sínu í gær. Rajapakse er eindreginn stuðningsmaður aukinna ríkisafskipta. Sigurvegarinn er einn- ig þekktur fyrir að mæla með auk- inni hörku í baráttunni gegn tamíla- tígrunum. Vill hann að allt friðarferl- ið verði endurskoðað. Stjórnmálaskýrendur segja að úr- slitin dragi úr líkum á því að end- anlegur friður náist í landinu sem hefur verið þjakað af blóðugri borg- arastyrjöld í meira en tvo áratugi en ótryggt vopnahlé hefur ríkt um hríð. Friðarviðræður hafa ekki farið fram síðan 2003 og hefur það komið í veg fyrir að hægt sé að veita Sri Lanka milljarða dollara í aðstoð til að byggja upp svæði sem urðu fyrir tjóni í flóðbylgjunni miklu í fyrra. Þorri íbúa Sri Lanka er úr röðum sinhala en tamílar eru fjölmennastir í norðri og vilja fá aukna sjálfsstjórn og sumir algert sjálfstæði. „Nýi forsetinn mun ekki geta hafið friðarviðræður alveg á næstunni vegna þess að þjóðernissinnarnir sem styðja hann munu ekki leyfa honum að gera neinar tilslakanir,“ sagði Harry Gunatillake, fyrrver- andi yfirmaður flughers Sri Lanka, í gær. Sagði Gunatillake ennfremur að Norðmenn, sem hafa verið milli- göngumenn í deilunum við tamíla, myndu eiga erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum í stjórnmálalífi landsins. Það myndi enn tefja frið- arferlið að nú þyrftu aðilar að kynn- ast og átta sig hver á öðrum. Nær engir kusu í Jaffna Tamílar eru um 12,6% af íbúum Sri Lanka. Kosningaþátttaka í Jaffna-héraði, þar sem tamílar eru í meirihluta, var innan við 0,01%. Segja eftirlitsmenn með kosningun- um að Tígrarnir hafi með fortölum og hótunum í reynd valdið því að kosningarnar hafi verið hunsaðar á svæðinu. Stjórnarandstaðan segist hafa verið svipt sigri í kosningunum því um 700.000 kjósendur eru í Jaffna. Samkvæmt opinberum tölum sigraði Rajapakse með innan við 190.000 at- kvæða mun. Reuters Ákafir stuðningsmenn sigurvegarans í forsetakjörinu á Sri Lanka, Mahinda Rajapakse, fagna í höfuðborginni Col- ombo þegar úrslitin voru kynnt í gær. Hann hét því að koma á „sæmdarfriði“ í deilunum við tamíla-tígrana. Vilja að kosið verði aftur í Jaffna Mahinda Rajapakse Ranil Wickremesinghe Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bagdad, Khanaqin. AFP, AP. | Minnst 75 manns féllu í sprengjutilræðum í Írak í gær. Sjálfsmorðstilræðismenn sprengdu sig í tveim moskum síja- múslíma í Khanaqin, norðaustan við höfuðborgina Bagdad, skömmu eftir að tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan hótel í Bagdad. Föstudagur er aðalbænadagur jafnt sjía-múslíma sem súnní-múslíma í viku hverri og var fjöldi fólks í moskunum. Khanaqin er í Diyala-héraði í grennd við landamærin að Íran. Meirihluti íbúanna er Kúrdar af sjía- grein íslams. Tveir menn með sprengjubelti á sér fóru inn í moskurnar tvær og sprengdu sig í loft upp í miðri bæn. Þak annarrar moskunnar hrundi og var óttast að enn væri fólk undir brakinu, að sögn Ibrahim Hasan al- Bajalans, yfirmanns héraðsráðsins í Diyala. Þegar var gefin skipun um útgöngubann í Khanaqin. Bíl- sprengjurnar sem sprungu í Bagdad nokkru áður urðu að minnsta kosti sex manns að bana á Hamra-hóteli, þar á meðal konu og tveim börnum. Um 40 að auki særðust. Fjöldi út- lendinga er yfirleitt á Hamra og rétt hjá því eru húsakynni á vegum inn- anríkisráðuneytisins þar sem leyni- leg fangelsi fundust nýlega. Þar kom í ljós að fangar, óvíst hve margir, höfðu verið pyntaðir og munu flestir hafa verið súnní-arabar. Íraskir Kúrdar eru flestir súnnít- ar en hafa unnið með sjía-aröbum, sem eru í meirihluta í Írak en voru öldum saman kúgaðir af súnní-aröb- um. Tryggðu Kúrdar og sjítar að ný stjórnarskrá, sem nýlega var borin undir þjóðaratkvæði, fengi sam- þykki. Súnnítar voru hins vegar mjög á móti henni. Þingkosningar verða í Írak 15. desember og gera bandarískir emb- ættismenn ráð fyrir að árásum og til- ræðum muni fjölga í aðdraganda þeirra. Mikið mann- fall í Írak MIKLIR eldar byrjuðu að geisa á svæði með mörgum olíubrunnum við bæ- inn Ventura, norðvestan við Los Angeles í Kaliforníu, aðfaranótt föstu- dags. Talið er að um 1.500 ekrur hafi orðið eldinum að bráð. Unnu um 200 slökkviliðsmenn hörðum höndum við að halda eldinum frá mannabyggð. Ljósmynd/Matthías Ingimarsson Skógareldar í Ventura Kabúl. AFP. | Portúgalskur friðar- gæsluliði týndi í gær lífi í sprengju- tilræði í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans. Portúgalinn starfaði að friðargæslu á vegum alþjóðlega ör- yggisliðsins í Afganistan (ISAF). „Einn hermaður ISAF týndi lífi og þrír særðust, þar af einn alvarlega, í sprengingu í Bagram-hverfi Kabúl- borgar,“ sagði talsmaður ISAF er hann greindi frá tilræðinu. Þeir sem særðust eru einnig frá Portúgal. Portúgalar halda úti um 200 manna liðsafla í Afganistan og sagði portúgalski varnarmálaráðherrann að ekki stæði til að kalla herliðið heim. Sagði hann fyrir liggja að verkefnið í Afganistan væri hættu- legt og portúgölsku hermennirnir í lífshættu. Á mánudag var þýskur friðar- gæsluliði drepinn í sjálfsmorðsárás í höfuðborginni og sama dag voru sex óbreyttir borgarar myrtir þar. 14 íslenskir friðargæsluliðar hafa að undanförnu verið við störf í Afg- anistan. Ákveðið hefur verið að kalla þá sem starfa í norðurhluta landsins heim en sjö félagar þeirra munu áfram starfa í vesturhlutanum. Tilræði í Kabúl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.