Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Það munaði sáralitlu á vöru-körfunum í Bónus áSmáratorgi og Krónunni áBíldshöfða þegar Morg- unblaðið gerði þar verðkönnun rétt fyrir hádegi í gær. Rúmlega klukkustund síðar gerði Morg- unblaðið aftur verðkönnun á sömu vörutegundum í verslunum Krón- unnar og Bónuss í Hafnarfirði og þá var verðið hærra í Krónunni en í fyrri könnuninni og í Bónus hafði verðið lækkað. Vörurnar keyptar Það hefur reynst blaðamönnum snúið að gera verðkönnun í lág- vöruverðsverslununum því um leið og komið er inn í verslanirnar hef- ur starfsfólk eða aðilar á vegum annarra verslana fylgt blaðamönn- um eftir hvert fótmál og fylgst með þegar hilluverð er tekið niður og vörurnar settar í körfu og sam- keppnisaðilar ekki veigrað sér við að væna hvor annan um að lækka verð á meðan verðtaka stendur yf- ir. Til að reyna að komast hjá þess- um aðstæðum var ákveðið að beita nýrri aðferð við verðtöku og fara og kaupa einfaldlega í matinn af lista sem farið er með í búðirnar og fara síðan með vörurnar til Mæðra- styrksnefndar og gefa þeim varn- inginn fyrir skjólstæðinga sína. Komið var í Krónuna á Bílds- höfða og í Bónus á Smáratorgi um klukkan ellefu í gærmorgun. Blaða- maðurinn í Bónus varð ekki var við að neinn sæi að hann væri frá Morgunblaðinu og lauk hann sínum innkaupum án truflunar. Í Krónunni byrjaði blaðamað- urinn að tína í körfuna vörurnar og kíkti á listann og merkti við jafn- óðum. Þegar hann var um það bil hálfnaður kom starfsmaður Krón- unnar og spurði hvort um verð- könnun væri að ræða en blaðamað- ur svaraði því til að hann væri einfaldlega að kaupa í matinn þótt þess væri að vísu ekki getið að maturinn færi síðan beint til Mæðrastyrksnefndar og að verðið yrði birt í Morgunblaðinu í dag. Þá var starfsmaður Bónuss staddur í Krónunni og búinn að fylgjast með blaðamanni um stund. Hann gaf í síma upplýsingar um ferðir blaða- manns um búðina. Þegar blaðamað- ur kom á kassa stillti útsendari Bónuss sér við enda kassans í Krónunni og hringdi nú til að til- kynna að blaðamaður væri kominn á kassa og stuttu síðar tilkynnti hann að blaðamaður væri á leið út í bíl. Um leið og blaðamaður var kominn í hús á Morgunblaðinu hringdi starfsmaður frá Bónus til að spyrja hvort verið væri að gera verðkönnun og benti á að verð hefði verið lækkað í Krónunni á meðan blaðamaður staldraði þar við. Látið til skarar skríða á ný Þar sem starfsmenn Bónuss og Krónunnar urðu varir við blaða- mann á Bíldshöfða var ákveðið að láta á ný til skarar skríða og fara í Bónus og Krónuna í Hafnarfirði og kaupa sömu vörur, þá um tveimur klukkustundum síðar. Niðurstöðurnar eru forvitnilegar. Þær sýna svo ekki verður um villst að verðbreytingar áttu sér stað í búðunum á þessum tíma. Verðið í Krónunni í Hafnarfirði er oft um eða yfir 10% hærra en á Bíldshöfða og í Bónus hefur verðið lækkað frá fyrri könnun oft um og yfir 10%. Þegar Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er spurður hver sé skýringin á því að vörurnar í körfunni hafi lækkað frá því fyrri könnunin var gerð og þangað til sú seinni var fram- kvæmd um tveimur klukkustundum síðar segir hann að skýringin sé einföld. „Þegar okkur hjá Bónus varð ljóst að Krónan hafði lækkað verð á kassa á meðan verðkönnun var í gangi keypti starfsmaður okk- ar þær vörur sem hann sá að blaða- maður keypti og í kjölfarið lækkaði Bónus verðið í samræmi við það.“ Seinagangur í Hafnarfirði Árni Þór Freysteinsson, rekstr- arstjóri Krónunnar, segir að í gær- morgun hafi verð lækkað í öllum verslunum Krónunnar á mörgum vöruliðum en því miður hafi sú lækkun ekki skilað sér í Krónuna í Hafnarfirði fyrr en klukkan rúm- lega tvö þann dag. Aðspurður hvort skýringin sé ekki sú að verð hafi verið lækkað í Krónunni á Bílds- höfða þegar ljóst var að blaðamað- ur var að gera verðkönnun og hækkað síðan á ný segir hann að það sé alls ekki skýringin enda hafi ákvörðun um þessar verðlækkanir verið tekin í lok vinnudags daginn áður. Kíló af pepperóní Vakin er athygli á því að miðað er við kílóverð af pepperóní en fáir kaupa kíló af því í einu. Skýringin er mismunandi þungar pakkningar og því var stuðst við kílóverð í stað- inn. Veittur var 10% afsláttur við kassa í báðum búðum og er það verðið sem kemur fram í töflunni. Þá skýrist verðmunur á kartöflum hjá Bónus af því að ódýrari kartöfl- urnar voru ekki sjáanlegar í versl- uninni í Hafnarfirði þegar blaða- maður var staddur þar en báðar pakkningar voru hinsvegar til á Smáratorgi og þá var ódýrasti kosturinn valinn. Tekið skal fram að ekki er tekið tillit til gæða eða þjónustu, ein- ungis er um beinan verðsamanburð að ræða.  VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kannar verð í lágvöruverðsverslununum Bónus og Krónunni Breytt verð eftir tvær klukkustundir C % )   R ./1!   R #$ )     R  #$ )     R                !"# "$%%& 9) - $  C$'- >$! - -  '8 &   D -'-!F  !   :%6  -! ! & -$  !8 9--$ '? 1  :! "?/2:   "? 0/2:   ,- ) 2:/   / *- $  <  ! "? ! !!  -  /:<%% C  ! #- / ') -  .: 2$8!') @)'   !   3//'  *  ,;M-  -  ! *  ,!$%!! 1 * 1   ! .: '-2   9 '-$   9- ,; A  A  ; - $$  5 ) )$  :/ #$   ! @$ '$  L  ! 9      ! @$/-  C S- $   ,28C 1 *2C /: 8 )  *: '  1 =    92:/ 8 ) 1 .CC   ! <-$  5-   !   "                                                                                                                                                                                 Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.